miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Skin og skúrir

Skrítið skrítið. Síðasta færsla hefur dottið út, ég hef séð að það hefur reyndar gerst hjá fleirum sem eru með síðu á blogspot.com, svo þetta er svolítið furðulegt.

Héðan er annars fínt að frétta. Allir við hestaheilsu og svona. Helgi er búin að vera að vinna síðan á mánudaginn og verður með vinnu út vikuna, hann byrjar klukkan sex og er til tvö (og það er fá sex til tvö! Ekki frá hálfsex til fjögur ;)). Vegna þessa þurfum við letingjarnir sem vöknum ekki svo snemma að fara á tveimur hjólum þar sem Helgi þarf bílinn. Það er nú búið að ganga ágætlega, en það er svolítið erfitt að átta sig á því að það fer rúmlega klukkutími í að skila börnunum af sér og það skapar kannski óþarfa stress hjá móðurinni, sem er nú kannski frekar stresssækin þegar tíminn reynir að hlaupa frá henni ;) Reyndar vöknuðu tvær okkar svefnpurknanna klukkan fimm í gærmorgun (Elí Berg fékk að sofa lengur), en eins og góðri svefpurku sæmir kúrðum við mæðgurnar til klukkan að verða sex og vöktum þá draumaprinsinn með léttum kossi á kinn, einhverra hluta vegna vakti það ekki kátínu, óskiljanlegt! Málið var nefnilega það að móðirin þurfti að mæta í skólann klukkan átta. Eins og vanalega gefur hún sér tvo tíma til að taka grislingana og sjálfa sig til, því ferðalagið er langt auk þess sem börnin verða svolítið óstýrlát þegar kemur að morgunverkunum. Það er náttúrlega bara leiðinlegt að klæða sig, bursta tennurnar og þvo andlitið og hendur! Svo þarf maður náttúrlega að tala við hvert einasta korn í hafragrautnum og segja því sögur, því dregst morgunmaturinn stundum á langinn. Allt tekst þetta þó á endanum og mamma getur hlammað sér niður í kennslustund á réttum tíma.

Þar sem ég er nú búin að ferðast á hjóli undanfarna daga hef ég kynnst dönsku vetrarveðurfari svolítið betur. Á mánudaginn var einfaldlega HRÆÐILEGT veður til að hjóla. Það snjóaði á okkur mæðgurnar á leiðinni í leikskólann og skólann, en þegar móðirin hélt heimleiðis um hádegið var komin bullandi ísköld stingurigning (svona á milli þess að vera rigning og haglél), ojojojoj! Það var því frekar ógirnilegur og illa leikinn kvenmaður sem steig inn í íbúðina hérna á Ugluhæðinni. Ég var svo holdvot að eini staðurinn sem hægt var að hafa fataskipti á var inni á baði. Veðrið í gær var þónokkuð betra, ekkert veður á leiðinni í leikskólann og skólann, bara myrkur, en á leiðinni heim seinnipartinn var sólskin og logn, ummm... æðislegt vorveður! Það virðist þó sem veðurguðirnir hafi gleymt sumrinu, því í dag er haustveður, rigningarsuddi og smá vindur, enginn svakalegur þó, en lítt spennandi að hjóla í. Því skellti ég mér bara í náttfötin þegar ég kom heim áðan frá því að hjóla með dömuna í leikskólann og ætla að fara að koma mér í það að lesa. Það er óhætt að segja að í Danmörku skiptast líka á skin og skúrir!

Þar til næst...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ elskurnar
alltaf svo gaman að kíkja inná síðuna og sjá hvað þið eruð að bardúsa þarna úti, gangi þér vel Addý mín að komast í nýju grúbbuna
fylgist spennt með áfram.
kveðja frá sigfríð frænku á klakanum, (-7 stig núna)

Nafnlaus sagði...

hvaða hvaða hjá mér er nú bara -5 hehehehe enn ég er náttlega á Selfossi, sem er að sjálfsögðu miklu mbetraenn höfuðborgin ;)

enn hjá okkur er veðrið ofsalega fallegt, sól og kalt, var líka svoleiðis í gær.....

Elska ykkur og sakna ykkar alveg ofsalega mikið sæta famili

Nafnlaus sagði...

Svo þetta er bara goðsögn veðurleysið í Danmörku. En af reynslu veit ég að í kulda er kaldara þar en hér og þú átt samúð mína alla. Kosturinn við þetta er að þessir hjólatúrar hljóta að sjást á skrokknum þegar frá líður, a.m.k. eru konur í Danmörku frekar fit og flottar...finnst Palla.

Nafnlaus sagði...

brrrrr....