mánudagur, febrúar 11, 2008

Komin heim

Komin heim í plúsgráður!
Ferðin gekk vel, börnin voru ljúf og töskurnar skiluðu sér.
Reyndar var ég greinilega komin á sumartíma þar sem ég tilkynnti karli mínum að áætlaður komutími væri 20:40 en ekki 19:40 eins og raunin varð. Þökk sé íslenskri drykkjarjógúrt og leikföngum að börnin dóu ekki úr leiða á meðan beðið var með spenningi eftir pabba.

Þar til næst...

2 ummæli:

  1. Nafnlaus5:50 e.h.

    Velkomin heim elsku frænka, sjáumst sem allra, allra fyrst ;)

    Knús og kram frá Bjerggárdslokken

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus10:16 e.h.

    Hæ Addy - gott að heyra að ferðin gekk vel heim. Það var gaman að hitta þig. Tíminn líður svo fljótt. Ég vona að þú hafir notið dvalarinnar og verknámsins. Við á Tjarnarbrautinni biðjum að heilsa þér, karli og börnum.

    Kveðja, Milla

    SvaraEyða