fimmtudagur, maí 15, 2008

Öpdeit 15. maí

Hola allesammen!
Héðan er ekkert að frétta. Litlir sem engir verkir en bjúgurinn farinn að pirra húsfrúna sem spásérar um stræti Óðinsvéa á fjólubláum Bangsímoninnsikóm sökum bjúgs, frekar flott. Þar sem herrann þurfti að fara með frúnni í vagnaleiðangur í gær ákvað hann að blæða á hana tveimur pörum af einskonar sandölum á samtals 50 kr. heimasætan fékk að velja litina og fyrir valinu urðu annars vegar bleikir og hins vegar ljósgrænir sandalar, kemur trúlega fæstum á óvart! Drengurinn á heimilinu hefur minni áhyggjur af þessu veseni.

Þar sem krílið er ekkert farið að láta á sér kræla er ég komin með tíma í gangsetningu á morgun, á afmælisdeginum hans Bergs bróður, Gústa á Heggstöðum og Ágústu hans Sigga. Flottur dagur, enda frábært fólk sem á afmæli þennan dag. Hefði þó verið til í að vera búin að þessu fyrir lööööööööööööngu síðan!

Best að fara að drífa sig í að slaka á yfir lestri góðra greina um sagnorðanotkun barna í þátíð og reyna að vinna eitthvað í verkefninu, þó kannski verði lítið um skrif.

Þar til næst...

14 ummæli:

  1. Hæhæ gangi ykkur rosalega vel í gangsetningunni, það væri nú allveg dæmigert að þú iltir i gang í kveld.... er það ekki oft þannig.

    Annars bara rosa rembings kveðjur frá Horsens

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:46 e.h.

    Hæ elskurna

    Gangi ykkur rosalega vel með þetta allt. Bíðum rosalega spenntir eftir fréttir!
    Knús til ykkur allra!

    Kveðja
    Lene og fjölskylda

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus6:56 e.h.

    Gangi ykkur vel ;)

    Vonandi gerist þetta bara í kvöld eða nótt.

    Þessi naut eru svona ;) Vilja láta bíða eftir sér

    kv. Inga Birna og co.

    SvaraEyða
  4. Sendi þér hríðir í huganum..... (af því það er svoooo gott)
    reyndu nú að prumpa þessu út í nótt esskan....:o)

    Kossar og knúz frá Demantaveginum

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus9:28 e.h.

    Þetta er að bresta á!!! Gangi þér rosa rosa vel á morgun..geri eins og Heiða..sendi þér hríðar í huganum! ;)
    knús Tinna

    SvaraEyða
  6. Úr því að þú ert komin með svona marga hríðarstrauma þá er best að ég sendi þér slatta af slökun- svona inná milli (enda svo miklu notalegra fyrir mig að senda).
    Bestu kveðjur, hlakka til að fá afmælisfréttir á morgun. Siggi biður að heilsa úr myrkrinu :) (hann var að enda við að láta brenna í sér augun!= gera við)

    SvaraEyða
  7. Nafnlaus11:48 e.h.

    jæja þá er það lokaspretturinn :-Þ gangi ykkur öllum vel, hvernig eða hvenær sem það byrjar.
    Við héðan frá Esbjerg sendum velgengi í hríðum(þegar þær byrja) og góða slökun þess á milli.
    Þessi litla "frænka" er bara hin rólegasta og verður það vonadni áfram :-Þ

    Knús og kossar
    Esbjerg-gengið

    SvaraEyða
  8. Nafnlaus4:03 e.h.

    Innilega til hamingju með nýfæddan dreng:) Alveg eins og Begginn tippaði á, strákur þann 16.maí.:)! er hægt að óska sér betri afmælisgjöf?? nei held ekki..:)

    TIL HAMINGJU...!!

    SvaraEyða
  9. til hamingju með litla prinsinn kæra fjölskylda. Hlakka til að koma og kíkja á afraksturinn:o)
    Kossar
    Heiðagella og ungarnir ;o)

    SvaraEyða
  10. Nafnlaus7:41 e.h.

    Til hamingju með peyjann. Hlökkum til að sjá hann.
    knús á línuna
    Pomosavej gengið

    SvaraEyða
  11. Nafnlaus9:18 e.h.

    Kæra fjölskylda

    Innilega til hamingju með prinsinn, hlakka til að sjá myndir af honum ;) hafið það gott og vonandi gekk allt vel hjá þér Addý mín.

    Kv. Erla Huld

    SvaraEyða
  12. Nafnlaus9:41 f.h.

    Innilega til hamingju með prinsinn, kv af klakanum Áslaug og Rúnar

    SvaraEyða
  13. Nafnlaus8:58 e.h.

    Elsku fjölskylda
    Til hamingju með nýja prinsinn!
    Kveðja - Milla, Svavar, Kristján og Steinþór.

    SvaraEyða
  14. Til lykke með litla manninn :) Nafnið liggur í augum uppi = Bergur Ágúst ;)
    Bestu kveðjur, hlakkar til að sjá myndir af herranum.
    Ágústa og Siggi

    SvaraEyða