fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Helgi afmælisbarn

Í dag á karlinn minn afmæli! Til lukku!

Að þessu tilefni ætlar hann að drösla frúnni yfir á eina af Bretlandseyjunum hér í vestri. Dögum helgarinnar verður eytt í stórborginni Lundúnum þar sem við munum upplifa hveitibrauðsdagana í brjáluðu roki og bullandi rigningu, sem skiptir engu þar sem við getum haldist í hendur og haft það kósý! Engin börn, bara við tvö. Það setur þó strik í reikninginn að börnin eru bæði með hitavellu og búin að vera síðan á þriðjudaginn. Þau eru þó nokkuð brött svo við ákváðum að halda okkur við setta dagskrá þannig að Kristrún og Alli og Halla Rós og Sturla fá að hugsa um þau í veikindunum á meðan við heilsum upp á hennar hátign Elísabetu og co. Þau höndla þetta án efa með sóma hjónin!

Með von um að allt fari vel!
Þar til næst...

7 ummæli:

  1. Nafnlaus2:24 e.h.

    Til lukku með kauða! Ekki amalegt að vera tuttugu og átján!
    Góða ferð til London og ég treysti á að þú komir full af orku til baka og smitir okkur hin ;o)
    Hafið það rosa rosa rosa gott og njótið helgarinnar.
    Knús Tinna

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus4:04 e.h.

    Til hamingju með karlinn,Góða ferð og njótið hvors annars til botns. kv Áslaug

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus4:22 e.h.

    Til hamingju með kallinn og hafiði það gott í London.
    Njótið þess í botn

    kveðja Úr hvarfinu

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus2:02 f.h.

    TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ... Helgi! Láttu nú kerlinguna dekra við þig ;)

    Knús og koss,
    Milla og Svavar

    SvaraEyða
  5. Til hamingju með gamlann og vonandi njótið þið frídaganna frá gargi og grenjum :o)
    knuz Heiðagella

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus12:56 e.h.

    Til lukku með þinn elskulega og hafið það mega gott í London og njótið þess nú í tætlur að dekra við hvort annað, bið að heilsa Betu.
    knús og kossar
    Sigfríð ammabeib ;-)

    SvaraEyða
  7. Til lukku með þann gamla :) Vonandi eigið þið notalega daga í London.

    Kv. Ágústa og Siggi

    SvaraEyða