þriðjudagur, desember 09, 2008

Þreyta...

Einhver laug því að mér að barnið svæfi sem steinn eftir röraígræðslu. Sá hinn sami ætti að skammast sín! Það var í gær sem Tóbías Mar fékk rörin sett í og nóttin í nótt var trúlega ein sú erfiðasta hingað til, kannski stríddu rörin honum svona fyrstu nóttina, en það lak ekkert úr þeim, svo það er fínt. Ég fór inn um klukkan eitt í gærkvöldi eftir að hafa reynt að vinna aðeins við ritgerðarsmíði, sem gengur vægast sagt hægt þessa dagana. Svo var vaknað rétt rúmlega sex eftir heldur slitróttan svefn. Svo það er eins gott að það mæti mér engin börn í myrkri núna, þau yrðu þess handviss að Grýla væri til!
Litli drengurinn sefur svo vært úti í vagni núna, án þess að hafa gert pláss fyrir mömmu sína, sem sest er við tölvuna í þeirri von um að geta klístrað einhverju á blað í ritgerðinni.
Vonandi verður biðin eftir virkni röranna ekki alltof löng, ég efast um að geðheilsa foreldranna bjóði upp á það.

5 ummæli:

  1. Nafnlaus5:11 e.h.

    Elsku Addy.
    Þið eigið samúð mína alla. Mundu að eiga til nóg af súkkulaði í svona ástandi.

    Knús, Milla.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus8:13 e.h.

    Sælar, ekki gott en vonadi batar það bara. Um að gera að draga djúpt andan og vera ekki að stressa sig á öðru á meðan, verst að þurfa að vera í ritgerðaskriftum á meðan pjakkurinn er í þessum próses. En mundu bara hvað er það mikiðvægasta sem þú átt :-Þ Það er ekkert að því að börn trúi því að Grýla sé til :-Þ
    En ég mæli svo sum ekkert sérleg með súkkulaði ef það hefur sömu áhrif á þig og mig, ummálið veður meira.

    Knús frá Esbjerg.
    Elísabet

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus7:17 f.h.

    ég er búin að stinga undan slatta af róandi, bæði í barna og fullorðinsstærðum, kem með það seinnipartinn til þín.....
    knuz og tja bara meira knuz, ekki veitir af, því ég er hrædd við Grýlu...

    Heiðagella

    SvaraEyða
  4. Bíddu, ertu að segja að ég sé feit, Elísabet? Heheheh...

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus6:00 e.h.

    :( jæjæjæjæ
    hvað ég öfunda þig ekki.
    Að vera yfir sig þreyttur í skriftum
    ó-bój ó-bjó.
    Ég mæli nú með smá súkkulaði og "góðu" kaffi.
    Gamla góða Grýl,
    ef maður gæti nú notað það enn
    þá væri það smá aðstoð við ýmislegt hehe.
    Ég er þegar komin undir gæruna að biðja um vægð fyrir ykkur
    þar voða hlýtt og notalegt
    er ég góð hahahahahahaha
    gangi þér allavega sem best Addý mín við lausnir á þessum verkefnum...
    kv. undan gærunni á sléttunni
    j.s

    SvaraEyða