Dugnaðurinn er alveg að fara með mig, eða hitt þó heldur. Letin hefur einkennt síðustu daga, enda veðrið frekar óspennandi og hér hefur rigningin sömu áhrif á sálartetrið og heima á Fróni. Ég skellti mér þó til Esbjerg á þriðjudaginn með gemlingana, enda er best að við séum sem minnst heima þessa dagana þar sem húsbóndinn þarf að læra. Hann stendur hreinlega á haus! En þar sem hann er eins duglegur og hann er þá hef ég engar áhyggjur af því að hann láti bugast undan álagi.
Elí Berg er byrjaður á rauðu deildinni hjá stóru systur sinni og skemmtir sér konunglega þar ásamt stóru krökkunum. Eitthvað á hann þó erfitt með að læra að liggja kyrr í hvílunni, en þetta lærist allt saman. Skvísan fór til talmeinafræðings í dag og múttan fékk að fylgja með. Hún kom þrusuvel út hvað varðar málþroska, skilning og hljóðkerfisvitund og allt það, þrátt fyrir að vera svolítið smámælt. Ástæðan kom í ljós. Trúlega hefur hún tekið sér danska s-ið þar sem það er aðeins veikara en það íslenska, sem er nokkuð skýrt og "hart" ef það er hægt að nota það orð yfir það. Þess vegna fannst talmeinafræðingnum hún ekki vera eins smámælt og mömmunni. Þetta ætti þó að lagast, samkvæmt öllu, þegar fullorðinstennurnar koma, ef ekki þá eigum við að hafa samband við talmeinafræðing aftur. Það var gott að fá það á hreint. Mamman er alltaf jafn móðursjúk.
Hef svosem ekkert að segja, en pikka þetta til að láta vita að við séum á lífi.
Þar til næst...
föstudagur, ágúst 31, 2007
föstudagur, ágúst 24, 2007
Komin heim
Komin heim í heiðardalinn, þó engin séu fjöllin hér í Danaveldi. Íslandsheimsóknin var notaleg og vel heppnuð, þó greinilegt sé að tíminn hefði mátt vera lengri sé miðað við allt það fólk sem okkur gafst ekki færi á að heimsækja, en svona er það nú bara. Vonandi er enginn sár og svekktur yfir því.
Heimförin gekk vel. Börnin voru stillt og góð, eins og þeirra er von og vísa, í flugvélinni og ég fékk aðstoð frá tveimur skvísum við að koma börnunum út úr vélinni og yfir í flugstöðvarbygginguna þar sem enginn fékkst raninn. Ein þessara skvísa hjálpaði mér svo að komast að farangursbeltinu. Frábært það. Annars er ekkert að frétta og ferðasagan kemur síðar sökum leti minnar.
Hafið það gott!
Heimförin gekk vel. Börnin voru stillt og góð, eins og þeirra er von og vísa, í flugvélinni og ég fékk aðstoð frá tveimur skvísum við að koma börnunum út úr vélinni og yfir í flugstöðvarbygginguna þar sem enginn fékkst raninn. Ein þessara skvísa hjálpaði mér svo að komast að farangursbeltinu. Frábært það. Annars er ekkert að frétta og ferðasagan kemur síðar sökum leti minnar.
Hafið það gott!
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Hvar er hægt að ná í okkur á Íslandi?
Búin að pakka og skúra út. Nú á bara eftir að strauja heimferðardressið á okkur mæðgurnar, gæjarnir láta sér nægja krumpaðar gallabuxur og boli, við erum hins vegar svo miklar skvísur að við kjósum kjóla.
Fyrir þá sem vilja ná í okkur hjónin verðum við hjá foreldrum okkar til skiptis, annars vegar í síma 5571768 (Katrínarlindin) og hins vegar í síma 4356679 (Hraunholt). Svo er best að senda tölvupóst á netfangið adkri05@student.sdu.dk.
Sjáumst á klakanum!
Knúsar...
Fyrir þá sem vilja ná í okkur hjónin verðum við hjá foreldrum okkar til skiptis, annars vegar í síma 5571768 (Katrínarlindin) og hins vegar í síma 4356679 (Hraunholt). Svo er best að senda tölvupóst á netfangið adkri05@student.sdu.dk.
Sjáumst á klakanum!
Knúsar...
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Ferðasaga litlu fjölskyldunnar
Ohhh... hvað það er gott að vera komin heim! Við skutumst til Svíþjóðar á fimmtudaginn í síðustu viku og komum heim seint á mánudagskvöldið. Notaleg ferð þar sem gist var í tjaldi. Við keyrðum frá Óðinsvéum í gegnum Kaupmannahöfn og stöldruðum aðeins við í Malmö til að skoða fornan heimabæ húsbóndans. Þaðan héldum við áleiðis að Kalmar þar sem átti að tjalda en stoppuðum á tjaldsvæði sem kallast Skippevik rétt fyrir utan Kalmar þar sem myrkrið var óðum að skella á. Skippevik er fallegur staður en því miður með þeim ólesti að þar eru ansi mörg mugg! Að sjálfsögðu komumst við ekki hjá því að fá eins og hundrað stykki inn í tjaldið til okkar, enda voru kvikindin í þúsundatali þarna í kringum okkur á meðan við tjölduðum. Þetta varð til þess að við vorum öll sundurbitin fjölskyldan, Elí Berg varð minnst fyrir barðinu á flugunum. Bríet Huld varð hins vegar illa útleikin eftir meðferð flugnanna á andlitinu á henni og fór svo illa að annað augað lokaðist alveg og hitt að hálfu. Hún fékk því að kíkja til læknis á næsta áfangastað okkar í Vimmerby, heimabæ Astridar Lindgren,
þar fékk hún ofnæmislyf og stórlagaðist eftir fyrsta skammt og er aftur orðin eins og hún á að vera. Í Vimmerby tjölduðum við við vatn sem heitir Nossenbaden, þar var kósý og notó, eiginlega engin fluga og allir kátir og glaðir. Við kíktum í veröld Astridar Lindgren, fórum í útsýnisrúnt í traktorslest og röltum svo um miðbæinn. Á leiðinni til Jönköping komum við við í Kattholti þar sem blætt var í trébyssur með áletruðu nafni handa börnunum og bærinn skoðaður ásamt smíðaksemmunni frægu. Kaffibolli var tekinn í Jönköping og brunað af stað aftur. Í Gautaborg höfðum við ætlað okkur að gista, en sökum veðurs ákváðum við að athuga heldur með ferjuna yfir og fengum far yfir næstum með það sama. Við skelltum okkur svo á íþróttagistingu í Jerup, rétt fyrir utan Frederikshavn til að komast hjá því að tjalda í myrkri, enda lentum við í Danmörku kl. 22. Mánudagurinn var þrusugóður veðurfarslega séð og við brunuðum á Skagen til að skoða. Kíktum aðeins í
bæinn þar og út á Grenen sem er yrsti oddi Danmerkur. Þar dóluðum við okkur á ströndinni og börnin urðu holdvot og foreldrarnir líka. Hvílík dásemd. Það er hreint ótrúlegt hve það er flott að sjá hvernig öldugangurinn er þar sem Kattegat og Skagerrak mætast og að finna fyrir straumnum þegar maður nálgast mótin. Eftir góðan túr á Skagen stöldruðum við aðeins við í Álaborg og gripum einn kaffi og gáfum gemlingunum ís. Á göngugötunni í Álaborg hittum við, þó ótrúlegt megi virðast, frænku hans Helga, hana Þórdísi Ómarsdóttur Lóusonar ásamt fjölskyldu. Þau eru á ferðalagi um Danmörku og voru fyrir tilviljun þarna í borginni. Það voru fagnaðarfundir! Eftir hittinginn, kaffið og smá pisserí var förinni heitið til Silkeborgar þar sem áætlað var matarstopp. Eftir að hafa troðið í sig skutumst við á Himmelbjerget og kíktum á útsýnið þar, sem var ansi fallegt þrátt fyrir að það væri farið að dimma. Það var svo ansi þreytt og lúin fjölskylda sem mætti á Bláberjaveginn rúmlega ellefu á mánudag.
Næst á dagskrá: Ísland!

Þar til næst...
Ps. sökum áskoranna skelli ég hér með inn mynd af skónum hans Helga ;)
Fleiri myndir er svo hægt að skoða á síðunni hjá gemlingunum mínum, sjá link til hliðar.
Næst á dagskrá: Ísland!
Þar til næst...
Ps. sökum áskoranna skelli ég hér með inn mynd af skónum hans Helga ;)
Fleiri myndir er svo hægt að skoða á síðunni hjá gemlingunum mínum, sjá link til hliðar.
fimmtudagur, júlí 19, 2007
Vandræði
Vinkona mín og sambloggari, Xu Jinglei hefur á innan við sexhundruð dögum fengið 100 milljónir heimsókna. Hún fjallar hvorki um kynlíf né er bloggið hennar yfirfullt af kjaftasögum, heldur skrifar hún um daglegt líf sitt og vangaveltur. Ég geri það nákvæmlega sama en fæ þó ekki svo margar heimsóknir. Hver skyldi vandinn vera? Ég held að hundurinn liggi grafinn í því að bloggið hennar er á kínversku, svo íslenskir blaðamenn hafa í raun ekki hugmynd um hvað fram fer inni á síðunni! Annars hlýtur uppspretta fréttarinnar að vera af öðru bergi brotin en íslensku, ekki þó svo að skilja að ég trúi íslenskum blaðamönnum ekki til að skilja kínverskt letur, heldur held ég að það sé nóg að gera hjá þeim í því að finna "alvöru" fréttir þarna á Íslandinu, svo þeir hafa varla tíma til þess að garfa í því hvaða bloggsíða á veraldarvefnum fær mestar heimsóknir.
Allavega. Ég er í pinku bobba. Helgi keypti sér græna Kermit Adidasskó á ebay um daginn. Við greiddum í gegnum svokallað PayPal með fína gullkoritinu okkar íslenska. Peningurinn var tekinn út af kortinu, en stuttu síðar fengum við tölvupóst frá seljandanum þess eðlis að eitthvað væri að kortinu. Frekar furðulegt þar sem búið var að taka upphæðina út af því. Ég fór því í könnunarleiðangur um PayPalreikninginn okkar og þar kom í ljós að greiðslan væri í athugun. Það eina sem við höfum heyrt er frá seljandanum, þó svo að ég sé búin að senda fyrirspurn um greiðsluna og hvað ég eigi að gera til PayPal. Ekkert svar hefur enn borist. Mér þykir þetta svolítið leitt, því í raun erum við búin að greiða, en seljandi hefur ekki móttekið greiðslu og heimtar að við sendum henni evrur með pósti þar sem hún hefur fengið tölvupóst þess efnis að peningurinn verði lagður inn á okkur aftur frá PayPal. Nú eru liðnar tvær vikur síðan skórnir voru keyptir og næstum jafn langur tími síðan þeir bárust, því sendingin kom næstum með það sama. Við erum því svolítið á milli steins og sleggju, því ekki viljum við stela og heldur ekki tvígreiða fyrir hlutinn. Spurningin er bara hvort maður haldi sig bara ekki við gamaldags búðarverslun héðan í frá.
Hasta luego amigos!
Allavega. Ég er í pinku bobba. Helgi keypti sér græna Kermit Adidasskó á ebay um daginn. Við greiddum í gegnum svokallað PayPal með fína gullkoritinu okkar íslenska. Peningurinn var tekinn út af kortinu, en stuttu síðar fengum við tölvupóst frá seljandanum þess eðlis að eitthvað væri að kortinu. Frekar furðulegt þar sem búið var að taka upphæðina út af því. Ég fór því í könnunarleiðangur um PayPalreikninginn okkar og þar kom í ljós að greiðslan væri í athugun. Það eina sem við höfum heyrt er frá seljandanum, þó svo að ég sé búin að senda fyrirspurn um greiðsluna og hvað ég eigi að gera til PayPal. Ekkert svar hefur enn borist. Mér þykir þetta svolítið leitt, því í raun erum við búin að greiða, en seljandi hefur ekki móttekið greiðslu og heimtar að við sendum henni evrur með pósti þar sem hún hefur fengið tölvupóst þess efnis að peningurinn verði lagður inn á okkur aftur frá PayPal. Nú eru liðnar tvær vikur síðan skórnir voru keyptir og næstum jafn langur tími síðan þeir bárust, því sendingin kom næstum með það sama. Við erum því svolítið á milli steins og sleggju, því ekki viljum við stela og heldur ekki tvígreiða fyrir hlutinn. Spurningin er bara hvort maður haldi sig bara ekki við gamaldags búðarverslun héðan í frá.
Hasta luego amigos!
laugardagur, júlí 14, 2007
Sólarsamba með kokteil í hönd
Það var voðalega fínt hjá okkur kokteilkvöldið í gærkvöld. Þó ekki hafi mætingin verið sérlega góð þá var fámennt en góðmennt.
Við slöfruðum í okkur svona eins og nokkrum frozen margarita daiquiri og frekar misheppnuðum mojito, allt var þetta þó drekkandi að undanskildum ógeðisdrykknum hennar Heiðu. Partýið stóð ekki lengi heldur var þetta allt innan skynsamlegra marka og síðustu gestir fengu far heim rúmlega tvö. Bríet Huld hélt áleiðis til Esbjerg með Elísabetu og ætlar að vera þar næstu daga. Elí Berg ákvað því að gefa foreldrunum grið og svaf til rúmlega ellefu í morgun, geri aðrir betur!
Læt fylgja nokkrar myndir síðan í gær.




Við slöfruðum í okkur svona eins og nokkrum frozen margarita daiquiri og frekar misheppnuðum mojito, allt var þetta þó drekkandi að undanskildum ógeðisdrykknum hennar Heiðu. Partýið stóð ekki lengi heldur var þetta allt innan skynsamlegra marka og síðustu gestir fengu far heim rúmlega tvö. Bríet Huld hélt áleiðis til Esbjerg með Elísabetu og ætlar að vera þar næstu daga. Elí Berg ákvað því að gefa foreldrunum grið og svaf til rúmlega ellefu í morgun, geri aðrir betur!
Læt fylgja nokkrar myndir síðan í gær.
fimmtudagur, júlí 12, 2007
Bla bla bla...
Mikið afskaplega getur maður orðið þungur sökum veðurs, eða réttara sagt sökum skorts á veðurblíðu. Til að reyna að drífa mig og aðra upp úr vesældinni ákvað ég að slá til gjörnings hér á Bláberjaveginum annað kvöld. Hér á að reyna að dansa fram sól með kokteil í hönd, allt í anda Benidorm og huggulegheitanna þar. Þó maður sé ekki með veðrið þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að maður hafi stemninguna! Að sjálfsögðu verða bara góðar kvinnur í partýinu, því slíkt samkvæmi hæfir ekki fótboltabullum með bumbu; karlarnir verða heima, allir nema minn!
Þrátt fyrir veður er vikan búin að vera fín, að undanskildu sleni og kvefi sem settist um mig í upphafi vikunnar. Frekar fúlt að vera slappur um mitt sumar! Reyndar upplifi ég þessa daga ekkert sem sumar, svo það skiptir litlu. Siggi, Ágústa og synir (alls þrír talsins) kíktu við hjá okkur á mánudagskvöldið og dvöldu hér þar til í dag. Takk fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá góða! Þau buðu prinsessunni á heimilinu með sér í undraveröldina Legoland, á meðan hékk pilturinn í pilsfaldi móður sinnar. Hann fékk þó einnig að njóta einkatímans með múttu og pabba með dekri. Hann fékk að velja sér "stórubarnastól". Já, gutti er fyrir löngu vaxinn upp úr "litlubarnastólnum". Fyrir valinu varð ljótasti stóllinn í búðinni. Já, maður á aldrei, ALDREI að taka börnin sín með að velja eitthvað sem maður sjálfur vill hafa eitthvað með að gera. Gulur með dreka!
Jæja, Alli og Kristrún voru að dingla.
Bless í bili!
Þrátt fyrir veður er vikan búin að vera fín, að undanskildu sleni og kvefi sem settist um mig í upphafi vikunnar. Frekar fúlt að vera slappur um mitt sumar! Reyndar upplifi ég þessa daga ekkert sem sumar, svo það skiptir litlu. Siggi, Ágústa og synir (alls þrír talsins) kíktu við hjá okkur á mánudagskvöldið og dvöldu hér þar til í dag. Takk fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá góða! Þau buðu prinsessunni á heimilinu með sér í undraveröldina Legoland, á meðan hékk pilturinn í pilsfaldi móður sinnar. Hann fékk þó einnig að njóta einkatímans með múttu og pabba með dekri. Hann fékk að velja sér "stórubarnastól". Já, gutti er fyrir löngu vaxinn upp úr "litlubarnastólnum". Fyrir valinu varð ljótasti stóllinn í búðinni. Já, maður á aldrei, ALDREI að taka börnin sín með að velja eitthvað sem maður sjálfur vill hafa eitthvað með að gera. Gulur með dreka!
Jæja, Alli og Kristrún voru að dingla.
Bless í bili!
föstudagur, júlí 06, 2007
Endalaus rigning!
Ég er að verða geðveik á þessari endalausu rigningu!
Spurning hvort maður ætti ekki bara að skella sér upp í bílinn og aka af stað suðureftir! Aaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggggg!
Spurning hvort maður ætti ekki bara að skella sér upp í bílinn og aka af stað suðureftir! Aaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggggg!
fimmtudagur, júlí 05, 2007
LEEEEEEEETI
Þá er fyrsta vikan í fríi liðin. Langi verkefnalistinn er ennþá langur. Ég er hreinlega ekkert búin að gera. Fékk reyndar að passa börnin þeirra Elísabetar og Gulla og hafði mín í fríi, bæði á mánudag og þriðjudag, svo það er kannski ekkert svo skrítið að mér hafi orðið lítið úr verki þá. Svo hitti ég Óla minn í gær og fór út að hlaupa með Ragnhildi, þar með var dagurinn liðinn. Nú er ég hins vegar búin að fara út með Ragnhildi og sturta úr dótakössunum hjá börnunum, en þar með er það upptalið. Uppúrsturtunin tók svo á að ég varð að taka mér smá matarhlé áður en farið yrði í sortéringu ;) Spurning hvort ég þurfi ekki að sparka í rassgatið á mér svo ég haldist á lífi. Leti er hættuleg!
Best að halda áfram!
Hej hej.
Best að halda áfram!
Hej hej.
mánudagur, júlí 02, 2007
Engin þynnka þrátt fyrir mikið djamm!
Það varð þá að við hjónin fórum út á lífið saman. Brúðkaupsafmælið var alveg meiriháttar. Við fórum út að borða á svaka flottan stað hérna sem heitir Den Gamle Kro og er síðan 1683. Frekar flottur staður, en verðið eftir því, svolítið íslenskt. En hvaða hvaða, það er ekki oft sem maður heldur upp á trébrúðkaup! Við völdum okkur fordrykki, Kir-Royal fyrir frúna og Bianco fyrir herramanninn. Í forrétt urðu fyrir valinu frönsk lauksúpa fyrir herrann og sniglar fyrir frúna, þar sem henni þótti alveg tilvalið að prófa þá í tilefni dagsins, þeir voru bara þrusugóðir. Aðalrétturinn var svo nautasteik fyrir herrann og svínalund með pestó fyrir frúna. Þessu var svo skolað niður með yndælu ítölsku rauðvíni. Að átinu loknu héldum við á vit baranna í leit að kaffi og konna og írsku kaffi. Það varð á vegi okkar á kaffi/skemmtistað sem heitir The Room. Þar sem skolli var hlaupinn í okkur var ekki til baka snúið þegar hingað var komið sögu og karlinn lallaði sér að barnum og sótti tvo Frosen strawberry margarita, sem í raun heitir eitthvað allt annað, en bragðast ennþá alveg obboð vel. Ekki varð púkinn minni eftir að hafa innbyrgt þessi herlegheit, svo við héldum í partý hjá árgangnum mínum í skólanum. Nokkuð gott eldhúspartý að undanskildum alltof mörgum sussum. Minnti helst á það þegar henda átti okkur Ingu Birnu niður af svölum fyrir óspektir í partý hjá ónefndri vinkonu okkar í gamla daga, hehehe... Að lokum var partýinu, sem einungis taldi sirka tíu manns, hent út og liðið þrammaði áleiðis í bæinn. Þar sem ég var að prufukeyra nýju fínu grænu skóna sem keyptir voru fyrir brúðkaupið í sumar, fékk ég blöðrur. Svo mín svipti af sér kvenleikahulunni, reif af sér skóna og trítlaði berfætt um bæinn. Helgi var svo sætur að sjá til þess að frúin stigi ekki á glerbrot, svo mér voru allir vegir færir. Reyndar hef ég haltrað síðan sökum blaðranna. En eins og gæinn sagði um daginn: Beauty is pain! Sem trúlega er helsta ástæðan fyrir heimilislegu fatavali mínu í gegnum tíðina. Hehehe...
Til þess að geta farið svona út á lífið þarf að koma gemlingunum einhvers staðar fyrir og Palli og Rósa voru svo vinaleg að taka hlutverk barnapíanna að sér. Takk fyrir það elsku vinir!
Elísabet, Gulli og afkvæmi flúðu hingað til okkar á laugardaginn úr tómu húsinu í Esbjerg. Í dag fóru þau tvö eldri í húsgagnaöflun upp til Árósa og skildu ungana eftir. Það er búið að ganga svaka vel að hafa þau, þau eru alger ljós. Frænkurnar eru alveg að springa úr hamingju yfir því að vera sameinaðar aftur, ef svo má segja, eitt og hálft ár er langur tími í lífi fimm ára gamalla skvísa! Eyþór Gísli er líka mjög meðfærilegur, og kallar mig mömmu, voða heimilislegt. Það er notalegt að fá að kynnast litlu frænkunum og frændunum aftur og nánar. Það er líka notalegt að fá hluta af fjölskyldunni hingað til Danmerkur.
Nú sefur liðið, svo ég ætti kannski að demba mér í draumalandið líka, enda bíður mín rúm fullt af karlmönnum, einum rúmlega eins árs, einum tæplega þriggja og einum á óræðum aldri.
Góða nótt allesammen!
Til þess að geta farið svona út á lífið þarf að koma gemlingunum einhvers staðar fyrir og Palli og Rósa voru svo vinaleg að taka hlutverk barnapíanna að sér. Takk fyrir það elsku vinir!
Elísabet, Gulli og afkvæmi flúðu hingað til okkar á laugardaginn úr tómu húsinu í Esbjerg. Í dag fóru þau tvö eldri í húsgagnaöflun upp til Árósa og skildu ungana eftir. Það er búið að ganga svaka vel að hafa þau, þau eru alger ljós. Frænkurnar eru alveg að springa úr hamingju yfir því að vera sameinaðar aftur, ef svo má segja, eitt og hálft ár er langur tími í lífi fimm ára gamalla skvísa! Eyþór Gísli er líka mjög meðfærilegur, og kallar mig mömmu, voða heimilislegt. Það er notalegt að fá að kynnast litlu frænkunum og frændunum aftur og nánar. Það er líka notalegt að fá hluta af fjölskyldunni hingað til Danmerkur.
Nú sefur liðið, svo ég ætti kannski að demba mér í draumalandið líka, enda bíður mín rúm fullt af karlmönnum, einum rúmlega eins árs, einum tæplega þriggja og einum á óræðum aldri.
Góða nótt allesammen!
föstudagur, júní 29, 2007
Afmæli, brúðkaupsafmæli
Í dag eiga fimm ára brúðkaupsafmæli, Helgi Sigurðsson og Addý Guðjóns Kristinsdóttir. Við óskum þeim hér með til hamingju með daginn. Hingað til hefur allt gengið vel hjá hjúunum, mikil ástúð og hamingju hefur einkennt hjónabandið. Ekki spillir það heldur fyrir að miklir sættir hafa ríkt á heimilinu þar sem hvorki smjör né diskar hafa flogið um loft, ja, í það minnsta ekki að makanum. Sökum brussugangs frúarinnar telst þetta afar gott. Raddbönd eru að mestu ósködduð þó megi greina einstaka "over kompression" eftir fæðingu barnanna, en ekkert sem kemur að sök. Starfsskipting á heimilinu er nokkuð jöfn, hann vinnur og hún eyðir, hún þrífur og hann gerir við. Allt eins og á að vera. Eldhúsverkin deilast jafnt á báða aðila, sem og þvotturinn. Val á nöfnum barnanna, sem nú telja tvö, var í hvorugu tilfellinu vandamál, hún valdi og hann jánkaði.
Allavega. Við eigum afmæli í dag! Í tilefni þessa fékk ég blóm og morgunmat í rúmið. Svo ætlum við út að borða í kvöld og börnin gista hjá tengdaforeldrum hennar Bríetar Huldar, Palla og Rósu.
Eigið góða helgi!
Allavega. Við eigum afmæli í dag! Í tilefni þessa fékk ég blóm og morgunmat í rúmið. Svo ætlum við út að borða í kvöld og börnin gista hjá tengdaforeldrum hennar Bríetar Huldar, Palla og Rósu.
Eigið góða helgi!
fimmtudagur, júní 28, 2007
miðvikudagur, júní 27, 2007
Arrrrrrrrrrrrrrrg!
Rigning, rigning, rigning. Alveg ausandi rigning! Skilið sólinni þarna á Fróni! Ég tek hana svo með til baka í ágúst þegar ég kem heim!
Nýja tjaldið okkar stendur enn út í garði. Búið að vera þar síðan á föstudaginn. Við höfum ekki náð því niður vegna rigningarinnar. Þetta er ömurlegt.
Nýja tjaldið okkar stendur enn út í garði. Búið að vera þar síðan á föstudaginn. Við höfum ekki náð því niður vegna rigningarinnar. Þetta er ömurlegt.
þriðjudagur, júní 26, 2007
Ælupest og niðurgangur
Mikið afskaplega er leiðinlegt að reyna að skrifa ritgerð þegar maginn hangir ekki saman. Fékk upp og niður í gær, frekar fúlt. Er öllu hressari í dag en hausinn er samt að springa. Hef ekkert unnið í ritgerðinni þennan daginn, en ætla að reyna af öllum mætti að verða dugleg, á eftir! Á morgun segir sá lati, en enginn hefur minnst á það að það sýni leti að fresta hlutunum þar til síðar dags.
Ég er komin með fimm síður í þessu verkefni sem á að telja átta síður, svo þetta mjakast. Mottóið var að klára í dag, en það frestast trúlega þar til á morgun, því miður. En þetta verður búið fyrir föstudaginn í það minnsta, þegar skiladagurinn rennur upp.
Ég hef löngum verið talin skrýtin þegar að jólahaldi kemur. Já, jólahaldi! Ég tek alltaf upp á því að telja dagana til jóla einu sinni í ágúst og svo nokkrum sinnum á haustin og svo er niðurtalningin hafin mánuði fyrir jól. Jólatónarnir eiga það líka til að fylgja, sem og jólaföndur. Þetta árið er ég nokkuð snemma í hlutunum, þó ekki sé ég farin að telja niður eða spila jólalög. Ég er búin að kaupa 11 jólagjafir! Geri aðrir betur! Þetta er reyndar allt fyrirfram skipulagt, því ég ætla að taka gjafirnar með mér heim svo ég spari mér sendingarkostnaðinn, sem náði 1000 kr. dönskum í fyrra. Svo þetta er allt í þágu sparnaðar.
Jæja, hef svosem ekkert að blaðra um annað en að á morgun flytja Elísabet, systir hans Helga, Gulli, maðurinn hennar, og gemlingarnir til Esbjerg. Ætli við reynum ekki að kíkja á þau um helgina.
Adios amigos! Og kvittið endilega, það er frekar tómlegt að hafa síðustu færslur upp á 0! Kannski get ég sjálfri mér um kennt og mínum litlausu færslum. Ætti kannski að hafa þær eitthvað meira krassandi.
Ég er komin með fimm síður í þessu verkefni sem á að telja átta síður, svo þetta mjakast. Mottóið var að klára í dag, en það frestast trúlega þar til á morgun, því miður. En þetta verður búið fyrir föstudaginn í það minnsta, þegar skiladagurinn rennur upp.
Ég hef löngum verið talin skrýtin þegar að jólahaldi kemur. Já, jólahaldi! Ég tek alltaf upp á því að telja dagana til jóla einu sinni í ágúst og svo nokkrum sinnum á haustin og svo er niðurtalningin hafin mánuði fyrir jól. Jólatónarnir eiga það líka til að fylgja, sem og jólaföndur. Þetta árið er ég nokkuð snemma í hlutunum, þó ekki sé ég farin að telja niður eða spila jólalög. Ég er búin að kaupa 11 jólagjafir! Geri aðrir betur! Þetta er reyndar allt fyrirfram skipulagt, því ég ætla að taka gjafirnar með mér heim svo ég spari mér sendingarkostnaðinn, sem náði 1000 kr. dönskum í fyrra. Svo þetta er allt í þágu sparnaðar.
Jæja, hef svosem ekkert að blaðra um annað en að á morgun flytja Elísabet, systir hans Helga, Gulli, maðurinn hennar, og gemlingarnir til Esbjerg. Ætli við reynum ekki að kíkja á þau um helgina.
Adios amigos! Og kvittið endilega, það er frekar tómlegt að hafa síðustu færslur upp á 0! Kannski get ég sjálfri mér um kennt og mínum litlausu færslum. Ætti kannski að hafa þær eitthvað meira krassandi.
sunnudagur, júní 24, 2007
Helgarsprell
Ég ætti kannski að taka mér þetta til athugunar og drífa mig í að skrifa þessa blessuðu ritgerð!
Hrútur: Drattastu úr sporunum! Þú þarft að vinna þér inn einhverja peninga. Ef það er svona agalega leiðilegt, reyndu þá að verðlauna þig eftir árangri.
Ég er allavega búin að byrgja mig vel upp af íslensku sælgæti núna eftir 17. júní-hátíðarhöldin sem fram fóru í dag. Það gæti þá verið verðlaunin sem ég veiti mér. Ein kúla eftir hverja skrifaða setningu, ja eða hvert skrifað orð. Hljómar það ekki vel?
Fór annars út á lífið í gær. Ótrúlegt nokk. Skaust í Fruens Bøge ásamt fjölskyldunni. Þar var verið að brenna norn á báli í tilefni Skt. Hans aften, sem er í dag. Þarna var mikið um að vera, fullt af fólki, tónlist og risa bál. Þarna hittum við Palla, Rósu, Kristrúnu, Alla, vinafólk þeirra og gemlingana alla. Krakkarnir nutu sín í botn og minntu mann helst á þegar maður var sjálfur að göslast í brekkunni á kvöldvökunum á Þjóðhátíðinni í gamla daga.
Eftir gamanið í Fruens Bøge var ég göbbuð á smá bæjarrölt ásamt Kristrúnu og Dóru, vinkonu hennar frá Íslandi. Við mæltum okkur mót við Heiðu, Arnar, Ragnhildi og Mána í bænum og röltum með þeim um skemmtistaðina hér í bæ. Þetta var bara frekar ljúft, að undanskildum tónunum á Frank A. Þar réð teknótónlistin ríkjum og þeir sem mig þekkja vita að ég er ekkert sérlega hrifin af sama endalausa trommusólóinu. Trúlega hefði ég verið sú fyrsta á dansgólfið ef um hefði verið að ræða snillinga á borð við Frank Sinatra, Michael Jackson eða Tinu Turner! Kallið mig gamaldags, en ég segi að ég sé mjög þroskuð! Hehehe... Ég sagði því skilið við liðið og hélt heimleiðis með smá pítsuátstoppi, alveg eins og í gamla daga. Svaf svo til hádegis ásamt ungunum mínum í dag! Segið svo að uppeldið sé ekki gott!
Njótið dagsins.
Hrútur: Drattastu úr sporunum! Þú þarft að vinna þér inn einhverja peninga. Ef það er svona agalega leiðilegt, reyndu þá að verðlauna þig eftir árangri.
Ég er allavega búin að byrgja mig vel upp af íslensku sælgæti núna eftir 17. júní-hátíðarhöldin sem fram fóru í dag. Það gæti þá verið verðlaunin sem ég veiti mér. Ein kúla eftir hverja skrifaða setningu, ja eða hvert skrifað orð. Hljómar það ekki vel?
Fór annars út á lífið í gær. Ótrúlegt nokk. Skaust í Fruens Bøge ásamt fjölskyldunni. Þar var verið að brenna norn á báli í tilefni Skt. Hans aften, sem er í dag. Þarna var mikið um að vera, fullt af fólki, tónlist og risa bál. Þarna hittum við Palla, Rósu, Kristrúnu, Alla, vinafólk þeirra og gemlingana alla. Krakkarnir nutu sín í botn og minntu mann helst á þegar maður var sjálfur að göslast í brekkunni á kvöldvökunum á Þjóðhátíðinni í gamla daga.
Eftir gamanið í Fruens Bøge var ég göbbuð á smá bæjarrölt ásamt Kristrúnu og Dóru, vinkonu hennar frá Íslandi. Við mæltum okkur mót við Heiðu, Arnar, Ragnhildi og Mána í bænum og röltum með þeim um skemmtistaðina hér í bæ. Þetta var bara frekar ljúft, að undanskildum tónunum á Frank A. Þar réð teknótónlistin ríkjum og þeir sem mig þekkja vita að ég er ekkert sérlega hrifin af sama endalausa trommusólóinu. Trúlega hefði ég verið sú fyrsta á dansgólfið ef um hefði verið að ræða snillinga á borð við Frank Sinatra, Michael Jackson eða Tinu Turner! Kallið mig gamaldags, en ég segi að ég sé mjög þroskuð! Hehehe... Ég sagði því skilið við liðið og hélt heimleiðis með smá pítsuátstoppi, alveg eins og í gamla daga. Svaf svo til hádegis ásamt ungunum mínum í dag! Segið svo að uppeldið sé ekki gott!
Njótið dagsins.
fimmtudagur, júní 21, 2007
Af verkefnavinnu, brúðkaupi og kaupæði
Þá er fyrri vika verkefnisgerðar að líða undir lok. Enn er ekki stafur kominn á blað og ég sem ætlaði helst að klára þetta í fyrri vikunni! Já, það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja. Mér er það ómögulegt að fara út í einhverjar aðgerðir ef pressan er ekki nógu mikil. Enn er vika til skiladags, en ég ætla eftir fremsta megni að vera búin á miðvikudaginn í næstu viku. Það verður gaman að sjá hvort það gangi, en það er hér með komið á framfæri og pressan ætti því að fara að gera vart við sig!
Við fengum þetta fallega boðskort í brúðkaup í sumar. Það er svo fallegt að ég ætla að ramma það inn og setja upp á vegg hjá mér. Ég vona að listamanninum sé sama. Boðskortið er í brúðkaup Ingu Birnu og Helga, sem við mætum að sjálfsögðu í! Listamaðurinn er Mæja, frænka Ingu Birnu. Hún er að verða heldur stórt nafn í listaheiminum heima, enda verkin hennar geggjað flott. Litirinir eru æðislegir og álfarnir hennar og fólkið meiriháttar. Ég á einmitt þrjár myndir eftir hana og vildi glöð geta keypt mér eina langa, mjóa yfir sófann minn í stofunni, ég er bara hrædd um að LÍNarbuddan leyfi það ekki.
Hérna í Danaveldi hrynja auglýsingabæklingarnir inn á gólf hjá okkur nokkrum sinnum í viku. Í einum slíkum frá Harald Nyborg rákum við augun í þetta forláta tjald á eitt stykki þúsund krónur danskar. Þar sem við erum tjaldlaus og þar með bjargarlaus í útilegur stukkum við á tilboðið. Fyrst við vorum nú búin að kaupa okkur tjald sáum við að okkur vantaði dýnur í herlegheitin, svona til að þreytt bök verði ekki þreyttari og aumir rassar ekki aumari. Svo við skelltum okkur á tvær tvöfaldar uppblásnar dýnur. Í körfuna fór líka lukt, pumpa og þessi fína, flotta picknicktaska með matarstelli fyrir fjóra, rauðvínsglösum, dúk, servíettum, kælitösku fyrir hvítvínið og stóru kælihólfi fyrir allan matinn. Nú getum við heldur betur farið að skunda okkur út á tún, í garða og í skóginn í lautarferð, eins og ekta Danir gera!
Jæja, Helgi var að pompa inn með súkkulaðið mitt, svo ég verð að fara að vinna fyrir því með pikkingum og textagerð.
Ps. Þar sem rúmum hefur heldur betur fjölgað hérna á heimilinu með kaupum dagsins ætti að vera hægt að taka á móti stærri hópum! Hehehe...
Við fengum þetta fallega boðskort í brúðkaup í sumar. Það er svo fallegt að ég ætla að ramma það inn og setja upp á vegg hjá mér. Ég vona að listamanninum sé sama. Boðskortið er í brúðkaup Ingu Birnu og Helga, sem við mætum að sjálfsögðu í! Listamaðurinn er Mæja, frænka Ingu Birnu. Hún er að verða heldur stórt nafn í listaheiminum heima, enda verkin hennar geggjað flott. Litirinir eru æðislegir og álfarnir hennar og fólkið meiriháttar. Ég á einmitt þrjár myndir eftir hana og vildi glöð geta keypt mér eina langa, mjóa yfir sófann minn í stofunni, ég er bara hrædd um að LÍNarbuddan leyfi það ekki.
Hérna í Danaveldi hrynja auglýsingabæklingarnir inn á gólf hjá okkur nokkrum sinnum í viku. Í einum slíkum frá Harald Nyborg rákum við augun í þetta forláta tjald á eitt stykki þúsund krónur danskar. Þar sem við erum tjaldlaus og þar með bjargarlaus í útilegur stukkum við á tilboðið. Fyrst við vorum nú búin að kaupa okkur tjald sáum við að okkur vantaði dýnur í herlegheitin, svona til að þreytt bök verði ekki þreyttari og aumir rassar ekki aumari. Svo við skelltum okkur á tvær tvöfaldar uppblásnar dýnur. Í körfuna fór líka lukt, pumpa og þessi fína, flotta picknicktaska með matarstelli fyrir fjóra, rauðvínsglösum, dúk, servíettum, kælitösku fyrir hvítvínið og stóru kælihólfi fyrir allan matinn. Nú getum við heldur betur farið að skunda okkur út á tún, í garða og í skóginn í lautarferð, eins og ekta Danir gera!
Jæja, Helgi var að pompa inn með súkkulaðið mitt, svo ég verð að fara að vinna fyrir því með pikkingum og textagerð.
Ps. Þar sem rúmum hefur heldur betur fjölgað hérna á heimilinu með kaupum dagsins ætti að vera hægt að taka á móti stærri hópum! Hehehe...
miðvikudagur, júní 20, 2007
Geturðu hjálpað mér?
Nú er ég á tímamótum, hljómar kannski drastískt, en svona er heimurinn orðinn; yfirborðskenndur með plastívafi.
Þannig er mál með vexti að ég hef ekki litað hárið á mér á stofu síðan í mars í fyrra. Reyndar litaði ég það með búðarlit einhvern tímann síðasta sumar, en síðan þá hefur ekki farið dropi af hárlit á minn koll! Nú stend ég hins vegar frammi fyrir því að finnast ég þurfa að lita mig, samt er ég ekki viss um að ég vilji það. Því spyr ég þig, lesandi góður, á ég að lita eður ei? Mér er það gersamlega ómögulegt að taka þessa ákvörðun sjálf. Talandi um valkvíða!
Það skal tekið fram að þetta hefur ekkert með það að gera að Versace sé að koma aftur í tísku, ásamt öllu því glingri og glamúr sem því tískuhúsi fylgir.
Með von um MIKLA hjálp,
Addsin paddsin.
Þannig er mál með vexti að ég hef ekki litað hárið á mér á stofu síðan í mars í fyrra. Reyndar litaði ég það með búðarlit einhvern tímann síðasta sumar, en síðan þá hefur ekki farið dropi af hárlit á minn koll! Nú stend ég hins vegar frammi fyrir því að finnast ég þurfa að lita mig, samt er ég ekki viss um að ég vilji það. Því spyr ég þig, lesandi góður, á ég að lita eður ei? Mér er það gersamlega ómögulegt að taka þessa ákvörðun sjálf. Talandi um valkvíða!
Það skal tekið fram að þetta hefur ekkert með það að gera að Versace sé að koma aftur í tísku, ásamt öllu því glingri og glamúr sem því tískuhúsi fylgir.
Með von um MIKLA hjálp,
Addsin paddsin.
þriðjudagur, júní 19, 2007
Dagur í lífi Addýjar
Sól og rúmlega 20 stiga hiti. Kerla með rassinn upp í vindinn í arfatínslu. Nokkrum blómum skellt í potta eftir Bilkatúrinn. Bara svona rétt til að punta upp á veröndina okkar. Gemlingarnir hlaupandi um hálfnaktir. Pabbinn á eftir mömmunni með símann í hönd, tengdamamman er á línunni. Restar af 17. júní-rjómatertunni étnar í góðum félagsskap Íslendinga og Dana. Misgáfuleg verkefnavinna, en whatta f... okkur miðar eitthvað áfram. ZNU, LEA, Howard Gardner, Stern og fleiri skemmtilegir guttar og módel uppeldisfræðinnar hitta án efa í mark næstu daga. Skiladagur: 29. júní, fimm ára brúðkaupsafmæli Addýjar og Helga. Já, vinir. Hjónabandið heldur enn! Ekki svo að skilja að ég efi það að það haldi ekki eins lengi og við lofuðum almættinu. Reyni allt til að standa við það, það ku vera svo assskoti heitt í neðra.
Well, það er komið að háttatíma hjá ungviðinu og múttan þarf að drífa sig í plokkun, litun og Despógláp hjá Kristrúnu NIÐRI í Højby.
Adios amigos!
Well, það er komið að háttatíma hjá ungviðinu og múttan þarf að drífa sig í plokkun, litun og Despógláp hjá Kristrúnu NIÐRI í Højby.
Adios amigos!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)