sunnudagur, maí 25, 2008

Smá fréttapistill

Þá er prinsinn orðinn níu daga gamall. Hann sefur eiginlega út í eitt og er obboð vær og góður. Við þökkum honum sérlega mikið fyrir það, sérílagi þar sem hin börnin létu okkur hafa þannig fyrir sér að gangur um gólf fram á nætur var það eina sem dugði til að róa litla kúta. Hann dafnar líka mjög vel, var vigtaður og mældur á föstudaginn, þá viku gamall. Hann er orðin 4 kg. og 55 cm., geri aðrir betur! Heil 140 gr. og 2 cm. á einni viku. Það verður bara að teljast nokkuð gott. Systkini hans juku einnig við vigtina þegar þau voru á þessum aldri, tóku ekkert upp á því að fara niður í þyngd. Trúlega er þetta öllum rjómakökunum að þakka sem móðirin hefur innbyrgt í gegnum tíðina ;)

Annars er búið að negla skírnardagsetningu og fyrir valinu varð afmælisdagur heimasætunnar, sá 8. júní nk. Skvísan á að fá að halda á drengnum undir skírn, enda nauðsynlegt að mikið verði gert úr því að hún taki sem mestan þátt í öllu í sambandi við skírnina, enda er þetta fyrst og fremst hennar afmælisdagur og það má ekki skemma. Við höfðum hugsað okkur að fá sr. Þórir Jökul Íslendingaprest hingað yfir á Fjón að skíra, en þar sem heimaskírnir eru víst bannaðar hér í landi og við hefðum þurft að fá sóknarkirkjuna lánaða, ákváðum við bara að skella skírninni inn í venjulega danska messu í Hjallesekirke, sem er okkar sóknarkirkja og því sú eina sem við getum notast við, að mér skilst. Það fylgir þessari ákvarðanatöku minna vesen og stúss en því að koma prestinum yfir Stórabeltið og redda kirkjunni líka. Til að gera skírnina svolítið íslenskari prentum við bara skírnarsálminn okkar út og það syngja hann allir skírnar- og afmælisveislugestir saman á eftir afmælissöngnum í veislunni hér heima. Það verður heldur betur stuð í veislunni því von er bæði á tengdaforeldrunum, mömmu og ömmu Addý. Svo ég hef góða hjálp þegar kemur að hnallþórubakstrinum! Hehehe...

Jæja, við höfum þetta ekki lengra að sinni, best að drífa sig í ritgerðarvinnu.
Adios amigos!

sunnudagur, maí 18, 2008

Það kom að því

Þá er pilturinn mættur í heiminn. Stórmyndarlegur og flottur drengur, sem sver sig í fjölskylduna. Með svolítinn lubba, eiginlega sítt að aftan og svolítið bólginn enn sem komið er.

Síðastliðinn föstudag, þann 16. maí, mættum við hjónin upp á OUH, stundvíslega kl. 8:30. Tekinn var status á frúnni eftir mónitor og skemmtilegheit og var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri nógu "hagstæð" fyrir gangsetningu með belgjarofi. Eftir að þessar fréttir voru færðar okkur hjónum var næsta mál á dagskrá næringarinntaka, þar sem nú hófst bið eftir tíma á fæðingarganginum. Því héldum við niður í kantínuna á stuen á OUH og skelltum í okkur sitthvorri samlokunni með kjúklingi og drykkjarföngum með. Þegar klukkan var orðin rúmlega tólf á hádegi, var okkur komið fyrir á fæðingarstofu á fæðingarganginum, þar sem belgurinn svo var rofinn kl. u.þ.b. 12:30. Hríðirnar gerðu vart við sig 15-20 mínútum seinna og urðu jafnt og þétt nokkuð harðar og tíðar. Með góðri öndunartækni og hugarreiki á fagran íslenskan sumardag í sveitinni hófst þetta allt saman án nokkurra verkjalyfja eða inngripa og klukkan 15:16 fæddist okkur hjónum annar sonur. Hann vó við fæðingu 3860 gr. og var 53 cm. að lengd. Nokkuð þyngri en eldri systkini hans, sem vógu annars vegar 3380 gr. og hins vegar 3275 gr. Hann var þó jafnlangur bróður sínum, en skvísan var þó nokkuð styttri.
Sökum verkfalls hjá heilbrigðisgeiranum vorum við send heim með prinsinn, einungis fjórum tímum eftir fæðinguna. Þar þurftum við ekki að bíða lengi til þess að forvitin og spennt systkinin birtust í dyragættinni í fylgd Kristrúnar, sem var, ásamt Alla, svo blíð að taka þau að sér á meðan á herlegheitunum stóð.

Svo nú er bara verið að vinna í þessum helstu málefnum nýfæddra barna, þ.e.a.s. brjóstagjöf, bleiuskiptum og svefni. Systkinin spara ekki kraftana þegar kemur að því að hjálpa til og sýna mikinn áhuga á litla bróður, sem enn hefur ekki fengið nafn.

Prinsinn er búinn að vera mjög vær og meðfærilegur, sefur mikið, tottar þess á milli og óhreinkar bleiurnar. Vonandi heldur þetta bara áfram í sama farinu.

Það eru komnar inn myndir á síðuna hjá krökkunum fyrir þá sem vilja berja kauða augum.

Kveðja,
Addý ungamamma.

fimmtudagur, maí 15, 2008

Öpdeit 15. maí

Hola allesammen!
Héðan er ekkert að frétta. Litlir sem engir verkir en bjúgurinn farinn að pirra húsfrúna sem spásérar um stræti Óðinsvéa á fjólubláum Bangsímoninnsikóm sökum bjúgs, frekar flott. Þar sem herrann þurfti að fara með frúnni í vagnaleiðangur í gær ákvað hann að blæða á hana tveimur pörum af einskonar sandölum á samtals 50 kr. heimasætan fékk að velja litina og fyrir valinu urðu annars vegar bleikir og hins vegar ljósgrænir sandalar, kemur trúlega fæstum á óvart! Drengurinn á heimilinu hefur minni áhyggjur af þessu veseni.

Þar sem krílið er ekkert farið að láta á sér kræla er ég komin með tíma í gangsetningu á morgun, á afmælisdeginum hans Bergs bróður, Gústa á Heggstöðum og Ágústu hans Sigga. Flottur dagur, enda frábært fólk sem á afmæli þennan dag. Hefði þó verið til í að vera búin að þessu fyrir lööööööööööööngu síðan!

Best að fara að drífa sig í að slaka á yfir lestri góðra greina um sagnorðanotkun barna í þátíð og reyna að vinna eitthvað í verkefninu, þó kannski verði lítið um skrif.

Þar til næst...

þriðjudagur, maí 13, 2008

Brjóstamaðurinn Elí Berg

Sonur minn er brjóstamaður mikill núorðið, þrátt fyrir að hafa hafnað brjóstagjöf við sex mánaða aldur. Nú á ég í stökustu vandræðum með gæjann, því hann veit fátt skemmtilegra en að fá að berja brjóst móðurinnar augum og ekki skemmir ef hann nú nær að ýta eða toga í þau líka. Að sjálfsögðu reynir múttan að halda þessu í lágmarki, enda finnst henni þetta heldur óþægileg athygli. Um daginn lágum við tvö uppi í rúmi eftir að guttinn var vaknaður en systirin ekki, þegar hann allt í einu snýr sér að móðurinni og spyr hvort hann megi sjá brjóstin á henni, mömmunni, til að athuga hvort þau væru ennþá flott!
Já, það er spurning hvernig maður getur tekist á við þetta mál...

sunnudagur, maí 11, 2008

Enn er krílið í bumbu

Noh... þetta barn virðist ætla að vera jafn þrjóskt og restin af fjölskyldunni. Það dvelur enn í bumbu og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Nú er komið að kvöldi níunda dags framyfirgöngu og móðirin orðin heldur spennt yfir því að fara að berja nýja krílið augum, sem og flestir í kringum hana. Auk þess sem fætur hennar vilja gjarnan fara að losna við alltof mikinn bjúg sem myndast hefur undanfarnar vikur.

Til að fá tímann til að líða að barnsburði, þá brugðu hjónakornin á heimilinu á það ráð að hefjast handa í garðinum fagra, með mikilli og góðri hjálp Alla og Elísabetar. Svo nú er búið að skella einu stykki kofa upp úti í garði, bak við rólurnar, klippa slatta af runnum og trjám, sem og stinga beðin og grisja aðeins. Frábært verk. Það var þó ekki laust við það að húsmóðirin ætti mjög bágt með það að sitja á sínum flata botni á meðan vinnumennirnir voru iðnir við kolann. Hún stalst því til þess að dunda sér aðeins með fólkinu. Börnin eru hin sælustu með kofann og daman er búin að þrífa hann að innan að minnsta kosti fjórtán sinnum síðan síðasti nagli var barinn í herlegheitin. Regla eitt er líka sú að allir sem inn í kofann fara, fara úr skónum! Já, það er gott að húsmóðurandinn hellist yfir mann þegar maður er svona ungur. Það er bara spurning hve langur tími liður þar til allar reglur eru foknar út í veður og vind. Gefum þessu viku.

Veðrið er líka búið að dúlla við okkur hérna í DK. Börnin eru vatnslegin eftir busl í sundlauginni og vatnskeppni við foreldrana. Allir skemmta sér hið mesta og þess á milli er sólin sleikt. Mmmmm...

Sökum góðra vina áttum við hjónin ljúfa kvöldstund í gærkvöldi, þegar börnunum okkar var svotil rænt af okkur af Alla og Kristrúnu annars vegar og Palla og Rósu hins vegar. Við skelltum okkur á hið margrómaða veitingahús Jensens buffhús og nutum góðra veitinga í veðurblíðunni, síðan var ferðinni heitið í göngutúr í Fruens böge og þaðan í bíó að sjá hina dönsku Flammen og Citronen. Þetta var svaka notó, enda sjaldan sem slíkt er gert hér á bæ. Takk fyrir þetta, kæru vinir. Þið eigið inni hjá okkur.

Í kvöld þurftum við heldur ekki að hafa áhyggjur af eldamennsku þar sem við aðstoðuðum Arnar og Heiðu við niðurrif háfættrar gimbrar sem eitt sinn beit íslenskt gras. Nammi namm... gott íslenskt lambakjöt með massa af hvítlauk og koníaki og tilheyrandi meðlæti. Kvöldið endaði þó ekki eins vel og það byrjaði, þar sem Alexander, eldri sonur Arnars, lenti í því að ekið var á hann á hjólinu. Sem betur fer var drengurinn með hjálm, því hann fékk fína flugferð, yfir bílinn að mér skilst. Enda var bíllinn heldur skemmdur, bæði framrúða og -ljós eftir áreksturinn. Sjúkrabíll var kallaður á staðinn, sem flutti drenginn á sjúkrahúsið til frekari aðhlynningar og tékks. Sem betur fer voru meiðslin minniháttar, og ekkert kom út úr myndatökum, en honum verður haldið á sjúkrahúsinu yfir nóttina.

Eigið góðan pinse!

Knús...

fimmtudagur, maí 08, 2008

40+6

Ég hef það rosa fínt, alltof fínt, miðað við að vera gengin þetta langt. Á þessum tíma á ég ekki að hafa það gott, ég á að engjast um með hríðir, en barnið er þrjóskupúki og "geymir sig" eins og Daninn segir. Hins vegar er nóg við að vera þar til barnið lítur dagsins ljós. Hægt gengur með ritgerðina og sólin og sumarið truflar svolítið líka. Hvernig er líka hægt að hanga inni í svona góðu veðri? Mér er það því sem næst ómögulegt. Hverjum deginum á fætur öðrum er eytt úti í blíðviðrinu og börnin hoppa og hlaupa í garðinum á nærunum einum fata. Huggulegt! Ætli mesta vesenið varðandi litla ófædda ungann verði ekki að komast að því hvernig best er að klæða svona lítið kríli í svona miklum hita! Enginn svefnpoki í sumar, varla flík á litla kroppnum, trúlega bara samfellur og léttir sokkar. Lítið annað, enda óþarfi að kappklæða börnin í rúmlega 20 stiga hita.

Well, well... lítið að frétta annars. Það eru þó reyndar komnar inn nýjar myndir á síðuna hjá gemsunum. Njótið vel!

laugardagur, maí 03, 2008

Enn og aftur andvaka

Þá er settur dagur liðinn og ég því "komin framyfir" eins og mér var svo skemmtilega tilkynnt með sms-i áðan, sem veldur því að ég get ekki sofið. Ja, eða sms-ið vakti mig og ég gat ekki sofnað aftur. Ég sem hélt að sms sendingar eftir miðnætti legðust niður upp úr 25 ára aldrinum! Til að gera gott úr öllu, sá Addý sér leik á borði og skellti sér fram í stofu, með mjólk og kex, og tók til við ritgerðarsmíðar. Það er þó spurning hve mikið gott kemur út úr skriftum sem unnar eru um fjögurleytið að nóttu til, en vonandi verður eitthvað af þessu brúklegt.

Vildi annars bara öpdeita ykkur. Staðan er góð, komin 40+1 eins og þær ljósurnar segja og hef það fínt. Engir verkir og ekkert sem bendir til fæðingar næsta sólarhringinn, þó maður viti aldrei. Reyndar eru svo margir sem við þekkjum sem eiga afmæli næstu daga, að við getum eiginlega frekar spurt okkur á afmælisdegi hvers barnið komi til með að fæðast, heldur en hvort það hitti á einhvern afmælisdag.
Allavega. Afmælisbörn dagsins í dag eru Sigga Jóna mágkona, Rósa vinkona og Silvía Sól fermingarstelpa og úberbarnapía. Til lukku skvísur!

Ég ætla að athuga hvort ég nái eitthvað að halla mér aftur, áður en skríllinn vaknar. Góða nótt!

þriðjudagur, apríl 29, 2008

Þrír dagar til stefnu, ja eða rúmar tvær vikur...

Enn er verkfall á leikskólanum, svo Bríet Huld hefur ekkert farið í leikskólann í tvær vikur núna og það endar í tæpum þremur þegar hún loksins fær leyfi til að mæta á mánudaginn. Þá er ekki þar með sagt að allt sé fallið í ljúfa löð, ó, nei. Því ungi herramaðurinn á heimilinu fær þá að dveljast heima með múttunni skrúttunni. Yndislegt alveg, og mamma sem ætlaði að vera búin með ritgerðina áður en þriðji gemsinn bættist við. Það er þó ekki öll von úti enn, enda getur meðgangan dregist á langinn, þó svo að settur dagur sé núna á föstudaginn.

Annars er fínt að frétta. Vorið er komið og grundirnar gróa, þó svo að botninn á línunni eigi síður við hér í flatlendi Danans. Sannkölluð sumarblíða búin að vera síðustu daga, þó svo að rigni í dag. Enda veitir ekki af þar sem það þarf að vökva gróðurinn af og til og jafnvel taka til innifyrir, það er gersamlega ómögulegt að framkvæma þegar veðrið er blítt og fallegt. Þá hlammar maður sér heldur út í sólina og skellir í sig svona eins og einum ís og svolitlu ístei eða álíka svalandi drykk. Notó, spotó.

Skvísan á heimilinu er farin að færa sig hratt upp á skaftið núna. Þannig er að við hjónin notum þessa svokölluðu töfrar, einn, tveir, þrír aðferð við uppeldið á börnunum, sem virkar alveg þrusuvel. Það veit enginn hvað gerist ef talið er upp að þremur og enginn hlýðir ennþá, en við finnum upp á einhverju ef börnin taka upp á þeim ósið að hætta við að hlýða. Daman hefur undanfarið notað þessa aðferð á hann bróður sinn með miklum og góðum áhrifum. Hann hlýðir öllu sem hún segir þegar hún byrjar að telja. Að sjálfsögðu er búið að reyna að brýna fyrir henni að þetta sé eitthvað sem fullorðna fólkið á að segja, en það er óhætt að segja að það læðist fram örlítið bros hjá okkur þegar við heyrum hana byrja að telja. Hún fær stórt prik fyrir áræðnina og úrræðið að taka upp á þessu, ein síns liðs. Þau eru snillingar, blessuð börnin.

Við fórum svo í þessa líka fínu og flottu fermingarveislu á sunnudaginn hjá henni Silvíu Sól. Hún var að sjálfsögðu alveg obboð fín og sæt og foreldrarnir, auðvitað, líka. Eins og við var að búast voru veitingarnar ekki af verri endanum og ég þess guðslifandi fegin að geta ennþá borið fyrir mig óléttunni og hámað í mig að vild! Það er aldrei slæmt að fara í veislu til Bæba og Salvarar. Börnin komust heldur betur í feitt þegar kaffið var fremreitt, þar sem inn á milli allra kakanna leyndust kleinur. Uppáhaldið. Nammi, namm... Í veislunni, sem að mestu fór fram út í garði, sökum veðurblíðunnar, var margt um manninn. Það var gaman að hitta fullt af fólki sem maður hittir sjaldan eða hefur jafnvel aldrei hitt, en heyrt talað um. Steini, Hanna Lára, Þórdís og Arna Björg voru að sjálfsögðu líka í veislunni og það var þrusugaman að hitta þau. Reyndar ætlaði frúin í Esbjerg að koma með gemlingana líka, en komst ekki sökum flensufaraldar á heimilinu, við vonum að þau fari að ná sér, blessuð börnin þar.

Best að nýta þessar mínutur sem ég hef þar til ég sæki karlinn í ritgerðarsmíði. Þar til næst...

föstudagur, apríl 25, 2008

Hver er maðurinn?

Fann þessa frábæru mynd um daginn og varð að deila henni með ykkur.


Flottur, ekki satt?

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Já, maður spyr sig!

Hvað er betra að gera þegar maður vaknar klukkan 6 að morgni en að setjast við saumavélina og sauma saman himnasæng yfir rimlarúmið?

Fékk annars þessa fínu útlensku athugasemd á fyrra blogg. Gæinn var mjög ánægður með bloggið og fannst það áhugavert. Spurning hvort þetta hafi verið einhver þýskur íslenskunemi, en ég hefði þá búist við því að hann hefði allavega reynt að strögglast framúr íslenskunni. Ég dreg það stórlega í efa að óbreyttur útlendingur hafi miklar áhyggjur af tungumáli vorrar þjóðar, og hvað þá að sá hinn sami hafi áhuga á þessum pælingum mínum! Það er þó alltaf gott fyrir egóið þegar einhver "nennir" að kvitta, hver sem það svo er ;)

mánudagur, apríl 21, 2008

Ryksuga?

Ég hef stundum velt fyrir mér sögninni "ryksuga" þ.e.a.s. að ryksuga. Mér finnst alltaf eins og þetta sé einhver orðleysa. Nafnorðið ryksuga, fyrir samnefnt heimilistæki, er gott og gilt, enta er það suga sem sýgur ryk. Er því ekki réttara að tala um það að ryksjúga með ryksugunni? Það meikar meiri sens, eins og maður segir á "góðri" íslensku.

Hvað ætli Fjölnismenn hefðu sagt við þessu? Þeir hefðu pottþétt getað svarað þessari spurningu minni.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Yndislegt veður!

Eitthvað hefur brandarinn sem ég setti inn fyrir helgi klikkað. Hann leit vel út þegar ég var nýbúin að setja hann inn, en það er greinilegt að myndirnar sem honum fylgdu hafa dottið út. Áhugasamir mega hafa samband og ég sendi þeim brandarann um hæl ;)

Annars er fátt að frétta. Mér líður vel og hef það notó, þar sem stjanað er við mig svotil allan sólarhringinn, nú þarf ég bara að finna leið til að fá Helga til að pissa fyrir mig á næturnar ;) Fæturnir eru að verða eins og fæturnir á hennar hátign Elísabetu Bretlandsdrottningu. Frekar bólgnir, en það styttist óðum í annan endan á meðgöngunni og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Það eina sem á eftir að gera fyrir komu barnsins er að sauma himnasæng yfir rimlarúmið. Ég er búin að kaupa efni í hana og á því bara eftir að klístra henni saman. Reyndar á ég líka eftir að skrifa ritgerðina og pakka ofan í tösku. Hér þarf maður víst að hafa allt með sér á spítalann, allt frá bleium og dömubindum til sængur og fatnaðar á barnið. Annars er herbergið svotil reddí og ég, svei mér þá, líka.

Síðan á föstudaignn eru Siggi Finnur og Magga Ásta búin að vera hjá okkur. Þau eru svo obboð notaleg að það þarf ekkert að hafa fyrir þeim. Þau skveruðu sér einmitt með Helga út í garð í dag, þar sem þau tóku til hendinni ásamt húsbóndanum, enda veðrið alveg svaka gott. Svo nú er búið að raka megnið af laufunum úr beðunum, tína upp allar trjágreinarnar og setja snyrtilega í hrúgu, sem og slá grasið og sópa veröndina. Huggulegt, ekki satt? Reyndar kitlar það mikið í puttana að fara að geta komist í þetta sjálf. Það verður voða munur. Þá ætti hún Henny hérna á móti líka að verða rosa glöð, enda hefur hún miklar áhyggjur af því hvernig garðurinn okkar lítur út! Hehehe...

Well, well, ég er að spá í að halla mér í smá stund á meðan fólkið er í bíltúr.
Þar til næst...

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Þessi verður að fá að birtast

Børnehaveklasse Test:

I hvilken retning kører bussen på billedet herunder???

Kører den til højre eller venstre????




Kan du ikke bestemme dig?

Kig nøje på billedet én gang til !!

Du ved det stadig ikke??

Samme billede vistes til børnehaveklassebørn
og de fik samme spørgsmål;
Hvilken vej kører bussen??


90% af børnene gav følgende svar:


'Bussen kører til venstre'





På spørgsmålet; 'Hvorfor tror du at bussen kører til venstre?'

svarede børnene:

'Fordi man ikke kan se døren man stiger ud og ind af bussen!'

Hvordan
føler du dig lige nu?????

Jeg ved det,

Allt í keyi

Það er greinilegt að það styttist í komu bumbubúans. Ósjaldan vakna ég um miðja nótt og á erfitt með að festa svefn aftur, annað hvort vegna of mikils brjóstsviða eða vegna mikils hamagangs í farþeganum. Þá er gott að koma sér á fætur og hella í sig eins og einu til tveimur mjólkurglösum, með eða án morgunkorns, fer alveg eftir hungurtilfinningunni, og blogga smá.
Ég hef reyndar ekkert að segja, annað en að hér er allt orðið hreint og fínt eftir að Helgi beytti töfrum sínum við heimilisstörfin og skúraði út. Ég reyndi að hjálpa eitthvað til við það sem ekki krefst of mikils ats, eins og afþurrkun og slíkt, en karlinn sá um rest. Eins gott að ég verði ekki vön þessu ljúfa dekurlífi og neiti að taka þátt í frekari heimilisstörfum eftir fæðingu barnsins!
Annars kom allt vel út hjá ljósunni í gær. Börnin voru nokkurn veginn til sóma og unnu sér inn fyrir ís í bæjarferðinni sem var farin eftir skoðunina. Þau fengu að heyra hjartsláttinn, sjá mældan blóðþrýsting og bumbu. Þrýstingurinn hefur eitthvað lagast og próteinið virðist vera lítið sem ekkert í þvaginu. Svo af mér er engar áhyggjur að hafa. Þreytan gerir stundum vart við sig og við henni er ekki hægt að bregðast öðruvísi en að leggja sig endrum og eins.
Well, well... Bið að heilsa í bili. Ég ætla að ná nokkrum mínútum í landi drauma áður en börnin vakna.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Gleðilegt vor!

Þá er búið að fjarlægja það mesta af greinunum sem felldar voru af stóra trénu í garðinum hjá okkur. Eftir eru einungis trjástubbar, sem á að brenna á "eldstæðinu" okkar við tækifæri. Veðrið er gott, svo það gæti hreinlega verið stutt í athöfnina. Við borðuðum úti á palli í fyrsta skipti þetta vorið í gær. Fyrir valinu varð pítsa a'la Chianti. Obboð góð bara. Hún rann ljúft niður eftir erfiði ruslaferðanna. Alltof lítil og snjáð föt fengu líka að fjúka á haugana, sem og gamli skápurinn sem hýsti þau, auk gamallar kerru og ónýts Netto-hjólavagns, sem þó dugði ótrúlega lengi og vel. Nú er bara að bretta upp ermar og drífa í þrifum á heimilinu, enda vel subbulegt eftir framkvæmdagleði síðustu viku. Spurning hvort ég nái hjálparhellunum út úr sjónvarpinu, eða hreinlega geymi þær þar þar til þrfiin eru yfirstaðin. Þó verð ég fyrst að drösla þeim með mér til ljósunnar, svona til að athuga hvort í lagi sé með belgfarann og þar sem búið er að lofa ís fyrir góða hegðun, ef einhver verður, verður bæjarferðin trúlega lengri en sem nemur kontrólnum hjá ljósunni. Auk þess er daman búin að heimta H&M ferð líka. Greinilega kominn sumarfílingur í litla kroppa líka, því það er víst lífs nauðsynlegt að fara að kíkja á einhverja almennilega sumarkjóla!
Þar til næst...

mánudagur, apríl 14, 2008

Verkfall!

Þá er það ljóst. Það eru allir á leiðinni í verkfall... ja... ekki alveg allir, en nokkuð margir sem hafa eitthvað með okkur fjölskylduna að gera á þessum síðustu og verstu. Pædagogmedhjælper, sem er ómenntað starfsfólk (eða þeir sem ekki eru leikskólakennarar) á leikskólunum, meðal annars. Ljósmæður ætla sér líka í verkfall, en mér skilst að þjónustan við mig eigi ekki að skerðast, enda komin það langt á leið að varla megi við því. Trúlega verður mér þó kastað út af fæðingardeildinni, ef allt gengur vel, eftir sirka fjórar klukkustundir, ef krílið ákveður að birtast á meðan á verkfalli stendur. Það plagar mig trúlega lítið, enda vön þessu barnastússi, auk þess sem mér var farið að dauðleiðast á Hreiðrinu eftir að ég átti strákinn, þó var ég komin heim innan við sólarhring eftir að gaurinn kom í heiminn. Þetta bitnar kannski heldur á þeim sem eru að prófa þetta í fyrsta skipti.
Aðfaranótt miðvikudags skellur verkfallið á, með öllu því sem því fylgir. Ég tók einmitt við tveimur blaðsneplum í dag þar sem mér var á öðrum þeirra tilkynnt að ég gæti mætt með barnið í leikskólann meðan á verkfallinu stendur, en á hinum var mér tilkynnt að því miður gæti stofnunin ekki tekið við barninu sökum verkfalsins. Jamm og já! Eldra barnið verður að vera heima, þar sem elstu börnin eiga þess ekki kost að vera pössuð meðan á verkfallinu stendur (þau virðast greinilega vera komin svo langt á þróunarbrautinni, að þau geta alveg séð um sig sjálf, eða það sem líklegra er; þau er í flestum tilvikum auðveldrara að passa en þau yngstu), en drengurinn er velkominn, þar sem hann er jú bara þriggja og hálfs ennþá! Sökum aðstæðan verð ég því að drífa mig í gang með ritgerðina, sem á að skila 10. júní, á morgun! Ekki seinna vænna, enda löngu kominn tími til að gera eitthvað í þeim málum.
Svo er bara að krossa fætur þar til verkfallið er yfirstaðið.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hversu mikið er til í þessu?

Endilega látið mig vita hvort þetta standist hjá ykkur sem eigið börn.

Þú finnur mánuðinn sem þú varðst ófrísk í og þann aldur sem þú varst á er þú varðst ófrísk og liturinn í reitnum á að tákna kyn barnsins.

Þetta eru skemmtilegar pælingar...

Góða skemmtun!

Dreng eller pige??

Måned hvor barnet blev undfanget

Moderens alder i den måned hvor barnet er blev undfanget, hvis feltet er lyserødt bliver det en pige, lyseblåt en dreng.

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

Januar

Februar

Marts

April

Maj

Juni

Juli

August

September

Oktober

November

December

32

33

34

35

36

37

38

39

40

41

42

43

44

45

Januar

Februar

Marts

April

Maj

Juni

Juli

August

September

Oktober

November

December