fimmtudagur, apríl 16, 2009
Singer saumavélar
Þetta er eins og "nýja" saumavélin mín. Spurning hvort að ég geti orðið forrík á kaupunum! Ég keypti hana fyrir 100 krónur danskar. Þó ég fengi margar milljónir fyrir hana efast ég um að ég myndi vilja selja hana.
þriðjudagur, apríl 14, 2009
Eftirpáskadagar
Það er greinilegt að það líður orðið all langur tími á milli færslanna hjá mér. Ég þarf alltaf að "logga" mig inn, í stað þess að fara beint inn eins og áður.
Ég var annars uppfull af áhugaverðum bloggfærslum fyrr í dag, en andinn er horfinn og ég er búin að steimgleyma hvað það var sem mér fannst svona sniðugt að ég varð að deila með ykkur lesendum (ja, eða þér lesanda). Það er spurning hvort maður fari að taka siði Laxness til sín og fari að ganga um með litla minnisblokk og blýant í brjóstvasanum. Ég hef reyndar reynt að brúka dagbók, en færi aldrei neitt inn í hana, svo ég leyfi mér að efast um notagildi minnisbókar í mínum fórum.
Páskarnir voru í það minnsta góðir. Fullt af afbragðspáskaeggjum sem fjölskyldan var ekki lengi að sporðrenna með teiknimyndunum og kaffi. Afmælisveislur og spilakvöld einkenndu hátíðina þar sem plastið var loks rifið af Partners-spili okkar hjóna og það prófað eftir áralangan dvala á hillum heimilisins. Hlaupabjáninn reis upp í mér þegar Harpa granna dobblaði mig í kvennahlaupið þann 3. maí nk. Hún fékk að sjálfsögðu þann vafasama heiður að koma mér í form fyrir herlegheitin! Nú er búið að hlaupa sex daga af sjö á undanfarinni viku. Duglegar, ekki satt?! Garðvinna átti líka hug fjölskyldunnar, enda veðrið vægast sagt búið að leika við okkur hér í Danmörkinni upp á síðkastið. Páskadegi eyddum við hins vegar í fótboltaleikjaglápi og páskalambsáti vestur í Esbjerg hjá eðalhjónunum Elísabetu og Gulla og þeirra gemsum.
Þá er það hér með upptalið. Vonandi áttuð þið líka notalega páskastund.
Þar til næst...
Ég var annars uppfull af áhugaverðum bloggfærslum fyrr í dag, en andinn er horfinn og ég er búin að steimgleyma hvað það var sem mér fannst svona sniðugt að ég varð að deila með ykkur lesendum (ja, eða þér lesanda). Það er spurning hvort maður fari að taka siði Laxness til sín og fari að ganga um með litla minnisblokk og blýant í brjóstvasanum. Ég hef reyndar reynt að brúka dagbók, en færi aldrei neitt inn í hana, svo ég leyfi mér að efast um notagildi minnisbókar í mínum fórum.
Páskarnir voru í það minnsta góðir. Fullt af afbragðspáskaeggjum sem fjölskyldan var ekki lengi að sporðrenna með teiknimyndunum og kaffi. Afmælisveislur og spilakvöld einkenndu hátíðina þar sem plastið var loks rifið af Partners-spili okkar hjóna og það prófað eftir áralangan dvala á hillum heimilisins. Hlaupabjáninn reis upp í mér þegar Harpa granna dobblaði mig í kvennahlaupið þann 3. maí nk. Hún fékk að sjálfsögðu þann vafasama heiður að koma mér í form fyrir herlegheitin! Nú er búið að hlaupa sex daga af sjö á undanfarinni viku. Duglegar, ekki satt?! Garðvinna átti líka hug fjölskyldunnar, enda veðrið vægast sagt búið að leika við okkur hér í Danmörkinni upp á síðkastið. Páskadegi eyddum við hins vegar í fótboltaleikjaglápi og páskalambsáti vestur í Esbjerg hjá eðalhjónunum Elísabetu og Gulla og þeirra gemsum.
Þá er það hér með upptalið. Vonandi áttuð þið líka notalega páskastund.
Þar til næst...
föstudagur, mars 06, 2009
Að elska eða ekki elska
Þar sem fáir lesa, þá get ég trúlega notað þessa síðu sem einskonar dagbók, óritskoðaða með fullt af einkahúmor og skoðunum. Það er svosem ágætt, sé litið til þess að maður er oftast með tölvuna opna en á oftast í mesta basli með að finna penna sem virkar og pappír ef þess þarf. Þetta er því handhægasti miðillinn þegar upp er staðið ;)
Hér er allt í rólegheitum, EB er heima hjá okkur TM þar sem hann var hjólaður niður á leiðinni í skólann í morgun. Hann slasaðist reyndar hvergi annars staðar en í hjartanu sínu. Andamamma leyfði þó unganum að koma með heim, svo sárið myndi gróa fyrir fermingu.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna margir Íslendingar noti erlenda frasa þegar þeir tjá hverjir öðrum tilfinningar sínar. "I love you" og "I miss you" eru brot af þeim frösum sem ganga manna á milli, bæði í töluðu máli og rituðu. Þetta pirrar mig svolítið. Sérstaklega þar sem mér finnst svo yfirborðskennt að nota þessa frasa, við eigum falleg íslensk orð sem segja það sama, ja, eða berja jafnvel meiri merkingu. Að mínu mati, í það minnsta. "Ég elska þig" hefur ansi sterka þýðingu og það notar maður til að segja einhverjum að maður ELSKI hann, ekki satt? "I love you" hefur hins vegar breiðari þýðingu á ensku en "ég elska þig" á íslensku og því notar fólk það óspart. Þess vegna hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna fólk getur ekki heldur sagt: "Mér þykir vænt um þig". Það er gott og gilt og ber ennþá meiri tilfinningalega merkingu en þetta fyrrnefnda "I love you" þegar íslendingar eiga í hlut. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt einhvern segja "mér þykir vænt um þig" í háa herrans tíð, en ég heyri oft "I love you". Karlinn og börnin tjá mér oft ást sína með orðunum "ég elska þig". Nú vona ég að ég særi engan þegar ég tala um þetta, og það veit ég vel að fólk meinar mér þykir vænt um þig þegar það notar þessa ensku frasa. Það pirrar mig bara að fólk skuli ekki nota þau fallegu orðasambönd sem finnast á íslensku, eins og þau ofannefndu.
Jæja, þá er ég búin að fá útrás fyrir daginn í dag!
Eigið góða helgi ;)
Ps. Mér þykir vænt um ykkur öll!
Hér er allt í rólegheitum, EB er heima hjá okkur TM þar sem hann var hjólaður niður á leiðinni í skólann í morgun. Hann slasaðist reyndar hvergi annars staðar en í hjartanu sínu. Andamamma leyfði þó unganum að koma með heim, svo sárið myndi gróa fyrir fermingu.
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna margir Íslendingar noti erlenda frasa þegar þeir tjá hverjir öðrum tilfinningar sínar. "I love you" og "I miss you" eru brot af þeim frösum sem ganga manna á milli, bæði í töluðu máli og rituðu. Þetta pirrar mig svolítið. Sérstaklega þar sem mér finnst svo yfirborðskennt að nota þessa frasa, við eigum falleg íslensk orð sem segja það sama, ja, eða berja jafnvel meiri merkingu. Að mínu mati, í það minnsta. "Ég elska þig" hefur ansi sterka þýðingu og það notar maður til að segja einhverjum að maður ELSKI hann, ekki satt? "I love you" hefur hins vegar breiðari þýðingu á ensku en "ég elska þig" á íslensku og því notar fólk það óspart. Þess vegna hef ég oft velt því fyrir mér hvers vegna fólk getur ekki heldur sagt: "Mér þykir vænt um þig". Það er gott og gilt og ber ennþá meiri tilfinningalega merkingu en þetta fyrrnefnda "I love you" þegar íslendingar eiga í hlut. Ég man ekki eftir því að hafa heyrt einhvern segja "mér þykir vænt um þig" í háa herrans tíð, en ég heyri oft "I love you". Karlinn og börnin tjá mér oft ást sína með orðunum "ég elska þig". Nú vona ég að ég særi engan þegar ég tala um þetta, og það veit ég vel að fólk meinar mér þykir vænt um þig þegar það notar þessa ensku frasa. Það pirrar mig bara að fólk skuli ekki nota þau fallegu orðasambönd sem finnast á íslensku, eins og þau ofannefndu.
Jæja, þá er ég búin að fá útrás fyrir daginn í dag!
Eigið góða helgi ;)
Ps. Mér þykir vænt um ykkur öll!
þriðjudagur, mars 03, 2009
Lógópeðið Addý
Hmmmm... árið 2009 ætlar greinilega ekki að vera ár bloggsins, heldur ár fésbókarinnar. Því er nú verr og miður. Hugsanir fólks og meiningar eru töluvert ígrundaðari á bloggsíðum veraldarvefsins en á síðum fésbókarinnar, sem er yfirfull af fyrirsögnum. Þetta er kannski einkennandi fyrir aukinn hraða þjóðlífsins, sem krefst meiri og meiri upplýsinga í styttri textum. Ætli HKL yrði ekki æfur ef hann væri enn meðal vor og yrði vitni af þessari þróun.
Allavega... ég er orðin lógópeð eins og það er borið fram á máli drottningar. Ætli Arnar Thor myndi ekki útleggja þetta sem klikkaður nóbodí. Ég leyfi mér þó að vona að eitthvað hafi ég lært þessi þrjú ár sem ég hef stundað nám í faginu og að ég geti stolt borið titilinn talkennari (sem er starfsheitið sem hlýst eftir fengna BA-gráðu og er reyndar lögverndað á Íslandi og því get ég ekki kallað mig talkennara, fyrr en leyfi fæst frá menntamálaráðuneytinu). Svo er bara að bretta upp ermar og bæta við tveimur árum til kandídatsprófs og verða sér úti um titilinn talmeinafræðingur eða réttara sagt heyrnar- og talmeinafræðingur, sé bein þýðings danska heitisins (audiologopæd) notuð.
Nú tekur hins vegar við atvinnuleit, en lítið er að fá í faginu um þessar mundir. Á meðan hugga ég heima með TM og bíð þess að hann fái pláss á vuggestuen á leikskólanum sem EB er á. Ég býst svosem ekki við því fyrr en í sumar en ég vona svo sannarlega að hann fái þar inni.
Welli, well... hef svosem ekki fleira að sinni.
Megið þið eiga góða daga.
Allavega... ég er orðin lógópeð eins og það er borið fram á máli drottningar. Ætli Arnar Thor myndi ekki útleggja þetta sem klikkaður nóbodí. Ég leyfi mér þó að vona að eitthvað hafi ég lært þessi þrjú ár sem ég hef stundað nám í faginu og að ég geti stolt borið titilinn talkennari (sem er starfsheitið sem hlýst eftir fengna BA-gráðu og er reyndar lögverndað á Íslandi og því get ég ekki kallað mig talkennara, fyrr en leyfi fæst frá menntamálaráðuneytinu). Svo er bara að bretta upp ermar og bæta við tveimur árum til kandídatsprófs og verða sér úti um titilinn talmeinafræðingur eða réttara sagt heyrnar- og talmeinafræðingur, sé bein þýðings danska heitisins (audiologopæd) notuð.
Nú tekur hins vegar við atvinnuleit, en lítið er að fá í faginu um þessar mundir. Á meðan hugga ég heima með TM og bíð þess að hann fái pláss á vuggestuen á leikskólanum sem EB er á. Ég býst svosem ekki við því fyrr en í sumar en ég vona svo sannarlega að hann fái þar inni.
Welli, well... hef svosem ekki fleira að sinni.
Megið þið eiga góða daga.
laugardagur, febrúar 14, 2009
Þar kom að því!
Jahá... það er orðið ansi langt síðan síðast. Enda þurfti að ryksuga í kollinum til að finna lykilorðið að síðunni. Ekki öðru við að búast þar sem óreiðan í hausnum mínum er ein sú mesta sem sögur fara af. Það fer þó vonandi batnandi þegar yngsta drengnum hugnast að sofa á næturnar. Þó er það að einhverju leyti undir foreldrunum komið, þar sem venja þarf kauða af næturdrykkju. Það er bara svona afskaplega mikið Eyjablóð í peyjanum, hann vill alltaf vera að! Gæti mögulega verið að missa af einhverju! Og hvað er partý án aðal partýljónsins? Þó það fari nú lítið fyrir partýhugleiðingum hjá múttunni er hún vaknar með stírur í augum, ja eða hreinlega bara lokuð augun, til að stinga spenanum upp í drenginn.
Jæja. Það var nú trúlega ekki þetta sem bloggáskorendur vildu lesa. Það er líklegra að þeir vildu fá að vita hvernig mér líst á nýju stjórnina. Svarið er VEL! Asskoti vel, meira að segja. Loksins eru merki um einhverjar aðgerðir til að bæta ástand landans að verða sýnileg. Stjórn LÍN rokin, þökk sé menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Þetta bætir vonandi stöðu mína sem námsmaður í útlandinu á fáránlegu gengi. Það að Ögmundur Jónasson skyldi fella niður komugjöld á spítalana er líka frábært, enda hefur fársjúkt fólk um margt annað en seðlaveskið að hugsa þegar það leggst inn á spítala. Einnig líst mér vel á það að stjórnin skyldi ákveða að setja tvo ráðherra sem eru sérfræðingar innan þeirra greina sem þeir eiga að stjórna ráðuneyti fyrir. Það er ekki alveg sama einkahyggjuframapotsgleðin hjá þessari stjórn og var hjá þeim fyrri. Áherslan er á það að koma fyrir algert strand þjóðarskútunnar og koma henni á réttan kjöl. Sem vonandi tekst innan ekki alltof langs tíma.
Annað hitamál er þrásetja eins ákveðins Seðlabankastjóra. Sá ætti nú að hlusta á raddir fólksins og setjast í helgan stein. Honum tekst víst ágætlega upp við skriftir, svo hann ætti kannski heldur að einbeita sér að slíkum starfa, jafnvel í ró og næði í útlandinu, þar sem hann truflar ekki þjóðina og þjóðin ekki hann. Ótrúlegt að fólk skuli geta setið sem fastast í sinni vinnu þó svo að yfirmennirnir vilji það burt. Þetta líkist kannski einna helst æviráðningu kennara hérna í den þegar þeir kennarar sem voru orðnir heldur þreyttir í starfi voru sendir í frí eitt og eitt skólaár, en stjórnin mátti ekki reka þá. Að mínu mati á enginn að vera svo öruggur með starf sitt að hann geti setið í því ef hann stendur sig ekki. Það á að vera hægt að víkja öllum frá starfi, ef fólk stendur sig ekki. Ágreningur milli yfirmanna og undirmanna hefur oft orðið til þess að fólki sé vikið frá, það á líka við í tilfelli Seðlabankastjóra. Sú óvirðing sem Seðlabankastjóri sýnir forsætisráðherra með hegðun sinni er eitthvað sem hann hefði aldrei liðið í sinni ráðherratíð. Því ætti hann að sjá sóma sinn í því að draga sig til hlés á meðan hann hefur traust einhverra örfárra aðilja, því það er nokkuð víst að traustið til hans og virðing hefur minnkað gífurlega. Ja, allavega meðal þeirra sem ég þekki. Þetta líkist einna helst krakka sem harðneitar að fara úr rólunni þegar leikskólakennarinn kallar á krakkana inn í mat. Nema það að á endanum hlýðir krakkinn og kemur inn.
Í þessari færslu verð ég líka að koma fram dálæti mínu á frú menntamálaráðherra. Ég þekki hana reyndar ekkert persónulega, en hún hefur oft verið svona að dandalast í kringum mig, ja, eða ég í kringum hana. Ég man fyrst eftir henni á þessu eina ári sem ég var í MS, þar sem hún bauð sig fram til formanns nemendaráðs. Í íslenksunni í HÍ var hún einnig áberandi. Það sem einkennir hana er mikill drífandaháttur og atorkusemi, sem er nauðsynlegt að fylgi ráðherrum. Það sem mér finnst einnig stór og mikill kostur við hana er að hún er menntuð í húmanísku fagi, sem kannski gerir það að verkum að áherslan á slík fög aukist, þó svo að ekki eigi að draga eitt fag fram fyrir annað. En það er t.a.m. fyrir löngu orðið nauðsynlegt að koma af stað námi í mínu fagi við Háskóla Íslands, þar sem þörf á talmeinafræðingum er mikil í þjóðfélaginu. Ég veit fyrir víst að það er gott fólk sem hefur í gegnum tíðina unnið að því að koma slíku námi á við háskólann, hitt er annað að það hefur tekið óratíma að fá öll þau ráð og þær nefndir sem þurfa að samþykkja slíkt nám til að samþykkja það. Fjármagn virðist nefnilega alltaf skorta þegar kemur að húmanísku námi. Vonandi batnar þetta með nýrri ríkisstjórn og áherslan verði fyrst og fremst lögð á hið mannlega, börnin okkar og eldri borgarana, þá sjúku og þá sem minna mega sín.
Eigið góða helgi öll sömul.
Jæja. Það var nú trúlega ekki þetta sem bloggáskorendur vildu lesa. Það er líklegra að þeir vildu fá að vita hvernig mér líst á nýju stjórnina. Svarið er VEL! Asskoti vel, meira að segja. Loksins eru merki um einhverjar aðgerðir til að bæta ástand landans að verða sýnileg. Stjórn LÍN rokin, þökk sé menntamálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur. Þetta bætir vonandi stöðu mína sem námsmaður í útlandinu á fáránlegu gengi. Það að Ögmundur Jónasson skyldi fella niður komugjöld á spítalana er líka frábært, enda hefur fársjúkt fólk um margt annað en seðlaveskið að hugsa þegar það leggst inn á spítala. Einnig líst mér vel á það að stjórnin skyldi ákveða að setja tvo ráðherra sem eru sérfræðingar innan þeirra greina sem þeir eiga að stjórna ráðuneyti fyrir. Það er ekki alveg sama einkahyggjuframapotsgleðin hjá þessari stjórn og var hjá þeim fyrri. Áherslan er á það að koma fyrir algert strand þjóðarskútunnar og koma henni á réttan kjöl. Sem vonandi tekst innan ekki alltof langs tíma.
Annað hitamál er þrásetja eins ákveðins Seðlabankastjóra. Sá ætti nú að hlusta á raddir fólksins og setjast í helgan stein. Honum tekst víst ágætlega upp við skriftir, svo hann ætti kannski heldur að einbeita sér að slíkum starfa, jafnvel í ró og næði í útlandinu, þar sem hann truflar ekki þjóðina og þjóðin ekki hann. Ótrúlegt að fólk skuli geta setið sem fastast í sinni vinnu þó svo að yfirmennirnir vilji það burt. Þetta líkist kannski einna helst æviráðningu kennara hérna í den þegar þeir kennarar sem voru orðnir heldur þreyttir í starfi voru sendir í frí eitt og eitt skólaár, en stjórnin mátti ekki reka þá. Að mínu mati á enginn að vera svo öruggur með starf sitt að hann geti setið í því ef hann stendur sig ekki. Það á að vera hægt að víkja öllum frá starfi, ef fólk stendur sig ekki. Ágreningur milli yfirmanna og undirmanna hefur oft orðið til þess að fólki sé vikið frá, það á líka við í tilfelli Seðlabankastjóra. Sú óvirðing sem Seðlabankastjóri sýnir forsætisráðherra með hegðun sinni er eitthvað sem hann hefði aldrei liðið í sinni ráðherratíð. Því ætti hann að sjá sóma sinn í því að draga sig til hlés á meðan hann hefur traust einhverra örfárra aðilja, því það er nokkuð víst að traustið til hans og virðing hefur minnkað gífurlega. Ja, allavega meðal þeirra sem ég þekki. Þetta líkist einna helst krakka sem harðneitar að fara úr rólunni þegar leikskólakennarinn kallar á krakkana inn í mat. Nema það að á endanum hlýðir krakkinn og kemur inn.
Í þessari færslu verð ég líka að koma fram dálæti mínu á frú menntamálaráðherra. Ég þekki hana reyndar ekkert persónulega, en hún hefur oft verið svona að dandalast í kringum mig, ja, eða ég í kringum hana. Ég man fyrst eftir henni á þessu eina ári sem ég var í MS, þar sem hún bauð sig fram til formanns nemendaráðs. Í íslenksunni í HÍ var hún einnig áberandi. Það sem einkennir hana er mikill drífandaháttur og atorkusemi, sem er nauðsynlegt að fylgi ráðherrum. Það sem mér finnst einnig stór og mikill kostur við hana er að hún er menntuð í húmanísku fagi, sem kannski gerir það að verkum að áherslan á slík fög aukist, þó svo að ekki eigi að draga eitt fag fram fyrir annað. En það er t.a.m. fyrir löngu orðið nauðsynlegt að koma af stað námi í mínu fagi við Háskóla Íslands, þar sem þörf á talmeinafræðingum er mikil í þjóðfélaginu. Ég veit fyrir víst að það er gott fólk sem hefur í gegnum tíðina unnið að því að koma slíku námi á við háskólann, hitt er annað að það hefur tekið óratíma að fá öll þau ráð og þær nefndir sem þurfa að samþykkja slíkt nám til að samþykkja það. Fjármagn virðist nefnilega alltaf skorta þegar kemur að húmanísku námi. Vonandi batnar þetta með nýrri ríkisstjórn og áherslan verði fyrst og fremst lögð á hið mannlega, börnin okkar og eldri borgarana, þá sjúku og þá sem minna mega sín.
Eigið góða helgi öll sömul.
þriðjudagur, desember 16, 2008
Nýjasti megrunarkúrinn: hrotur
Þá vitum við það. Það er háls- nef- og eyrnarlæknum að kenna að ég sé ekki grennri en raun ber vitni! Þeir fjarlægðu nefkirtlana sem gerðu það að verkum að ég hryti. Þetta gerðu þeir ekki einu sinni heldur þrisvar sinnum! Svo það er eiginlega spurning hvort ég geti farið í skaðabótamál við þá þar sem einlægur ásetningur virðist hafa einkennt "brot" þeirra?
Annars eru bara tveir dagar (og sirka hálfur) til Íslandsafarar. Tilhlökkunin er mikil á heimilinu. Karlinn ræður sér ekki fyrir gleði, börnin missa sig yfir því minnsta og ég græt stöðugt. Búið er að skvera allt, gólf, veggi og skápa, baka sex sortir af smákökum og þvo gluggana. Jólatréð verður skreytt í kvöld og pallurinn spúlaður. Gjöfum sleppum við, sökum hugmyndaleysis. Ritgerðin er komin í umslag og er á leiðinni til kennarans í pósti.
Hlakka til að sjá fólkið okkar og vini á Íslandinu!
Fjarknús þangað til...
Annars eru bara tveir dagar (og sirka hálfur) til Íslandsafarar. Tilhlökkunin er mikil á heimilinu. Karlinn ræður sér ekki fyrir gleði, börnin missa sig yfir því minnsta og ég græt stöðugt. Búið er að skvera allt, gólf, veggi og skápa, baka sex sortir af smákökum og þvo gluggana. Jólatréð verður skreytt í kvöld og pallurinn spúlaður. Gjöfum sleppum við, sökum hugmyndaleysis. Ritgerðin er komin í umslag og er á leiðinni til kennarans í pósti.
Hlakka til að sjá fólkið okkar og vini á Íslandinu!
Fjarknús þangað til...
þriðjudagur, desember 09, 2008
Þreyta...
Einhver laug því að mér að barnið svæfi sem steinn eftir röraígræðslu. Sá hinn sami ætti að skammast sín! Það var í gær sem Tóbías Mar fékk rörin sett í og nóttin í nótt var trúlega ein sú erfiðasta hingað til, kannski stríddu rörin honum svona fyrstu nóttina, en það lak ekkert úr þeim, svo það er fínt. Ég fór inn um klukkan eitt í gærkvöldi eftir að hafa reynt að vinna aðeins við ritgerðarsmíði, sem gengur vægast sagt hægt þessa dagana. Svo var vaknað rétt rúmlega sex eftir heldur slitróttan svefn. Svo það er eins gott að það mæti mér engin börn í myrkri núna, þau yrðu þess handviss að Grýla væri til!
Litli drengurinn sefur svo vært úti í vagni núna, án þess að hafa gert pláss fyrir mömmu sína, sem sest er við tölvuna í þeirri von um að geta klístrað einhverju á blað í ritgerðinni.
Vonandi verður biðin eftir virkni röranna ekki alltof löng, ég efast um að geðheilsa foreldranna bjóði upp á það.
Litli drengurinn sefur svo vært úti í vagni núna, án þess að hafa gert pláss fyrir mömmu sína, sem sest er við tölvuna í þeirri von um að geta klístrað einhverju á blað í ritgerðinni.
Vonandi verður biðin eftir virkni röranna ekki alltof löng, ég efast um að geðheilsa foreldranna bjóði upp á það.
fimmtudagur, desember 04, 2008
Aaarrrg!
Halda ráðamenn þjóðarinnar að landsmenn séu eins og börn sem helst eiga sem minnst að vita um fjárhagsstöðu heimilisins?
Er ekki kominn tími til að fólk fari að verða heiðarlegt í þessum málum öllum?
Er ekki kominn tími til að fólk fari að verða heiðarlegt í þessum málum öllum?
miðvikudagur, desember 03, 2008
Gjafhugmyndir fyrir talmeinafræðinema
Ég fann þessa fínu síðu fyrir talmeinafræðinema eins og mig. Það er greinilega ekkert að gerast í þessum ritgerðarskrifum! ;)
Skoðið og njótið!
Skoðið og njótið!
þriðjudagur, nóvember 25, 2008
Veikindastúss og röraaðgerð
Ég sé að það eru tæpar tvær vikur síðan ég pikkaði eitthvað hér inn á síðuna.
Reyndar er fátt að frétta. Börnin búin að vera meira og minna veik og lítið orðið úr skrifum, og ég sem ætlaði að klára ritgerðina fyrir Íslandsför. Vonandi hefst það, þó hægt gangi.
Ég var með Tóbías Mar hjá hne í dag, þar sem hann fékk eyrnabólgu fyrir nokkru síðan. Hjá lækninum kom í ljós að hann er með mikinn vökva í eyrum og í stað þess að setja drenginn á endalausa pensillínkúra, ákvað doksi að skrá hann í röraígræðslu þann 8. desember nk. Einkennin hjá kauða eru nefnilega þau sömu og hjá eldri bróðurnum, og hann þekkir læknirinn. Það er þó óskandi að rörin sitji eitthvað lengur í Tóbíasi en Elí Bergi, sem á einu ári fékk þrisvar sinnum grædd rör í hljóðhimnurnar, að lokum voru grædd í hann svokölluð t-rör sem þarf að fjarlægja með aðgerð.
Já, þeir hafa erft þennan skemmtilega tendens fyrir eyrnabólgum, af mér synir mínir.
Eigið góða daga og munið að vera góð við hvert annað.
Reyndar er fátt að frétta. Börnin búin að vera meira og minna veik og lítið orðið úr skrifum, og ég sem ætlaði að klára ritgerðina fyrir Íslandsför. Vonandi hefst það, þó hægt gangi.
Ég var með Tóbías Mar hjá hne í dag, þar sem hann fékk eyrnabólgu fyrir nokkru síðan. Hjá lækninum kom í ljós að hann er með mikinn vökva í eyrum og í stað þess að setja drenginn á endalausa pensillínkúra, ákvað doksi að skrá hann í röraígræðslu þann 8. desember nk. Einkennin hjá kauða eru nefnilega þau sömu og hjá eldri bróðurnum, og hann þekkir læknirinn. Það er þó óskandi að rörin sitji eitthvað lengur í Tóbíasi en Elí Bergi, sem á einu ári fékk þrisvar sinnum grædd rör í hljóðhimnurnar, að lokum voru grædd í hann svokölluð t-rör sem þarf að fjarlægja með aðgerð.
Já, þeir hafa erft þennan skemmtilega tendens fyrir eyrnabólgum, af mér synir mínir.
Eigið góða daga og munið að vera góð við hvert annað.
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Gott framtak Ingibjargar Sólrúnar
Mér líst vel á ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar um að fækka sendiherrum og sendiráðum. Ég hef aldrei almennilega skilið þetta með sendiherra. Ég skil það mætavel að það þarf að hafa sendiráð á þeim stöðum í veröldinni sem Ísleningar sækja mest, en ég skil ekki hvers vegna það eru menn hafðir á fullum launum við það að sýna sig og sjá aðra. Nú getur verið að einhverjir verði argir fyrir hönd sendiherranna, sem trúlega gera eitthvað aðeins meira en að halda veislur með ómældu áfengismagni og sérreyktum íslenskum laxi, en það verður að hafa það. Mér finnst mun skynsamlegra að leggja þessi embætti niður og spara þannig launa- og húsnæðiskostnað, því að sjálfsögðu dugir ekki venjuleg blokkaríbúð fyrir herrana okkar í útlöndum, heldur verða vistarverur að vera öllu ríkmannlegri, svo hægt sé að taka á móti hinum ýmsu ráðamönnum annarra þjóða. Það ætti að duga að hafa skrifstofu, í skrifstofubyggingu, með klósetti og kaffimaskínu fyrir kaffiþyrsta gesti. Starfsmannafjöldi skrifstofunnar ætti svo að vera í samræmi við það hve mikið er að gera í sendiráðinu.
Þar sem ég er að tala um niðurskurð og sparnað, finnst mér við hæfi að minnast á þær launalækkanir sem eiga sér stað í þjóðfélaginu nú um stundir, um leið og verðlag fer hækkandi. Mér finndist ekkert nema sjálfssagt að ráðamenn þjóðarinnar tækju á sig launlækkun, landsmönnum til fordæmis. Þannig sýna þeir samstöðu og auka tiltrú fólksins á sjálfum sér og sýna í verki að þeir virkilega brenni fyrir því að landsmönnum líði vel. Þegar ég tala um ráðamenn þjóðarinnar á ég við alþingismenn jafnt sem ráðherra. Að ekki sé nú talað um spreðið í borginni í formi starfslokasamninga síðustu borgarstjóra.
Það er líka með ólíkindum að ein mikilvægustu störf þjóðarinnar, umönnunar-, uppeldis- og kennarastörf, skuli vera brotabrot af launum bankstjórnenda, sem nú eru ríkisstarfsmenn. Jú, jú, þeir eiga að axla ansi mikla ábyrgð í starfi, en ég get því miður ekki rekið augun í þá ábyrgð sem stjórnendur bankanna axla nú þegar bankar þeirra eru komnir á hausinn. Ábyrgðin sem hinar áður upptaldar starfsgreinar bera er ekki minni en bankastjórnenda, öðruvísi, en ekki minni. Því réttlætir ekkert þessi gífurlegu laun bankastjórnenda, þó svo leiðin frá bankabauknum sé styttri til þeirra en til leikskólakennaranna t.d., svona kerfislega séð. Það ætla ég að vona að þetta breytist fljótlega, þó útlitið sé ekki fyrir það.
Og hana nú!
Þar sem ég er að tala um niðurskurð og sparnað, finnst mér við hæfi að minnast á þær launalækkanir sem eiga sér stað í þjóðfélaginu nú um stundir, um leið og verðlag fer hækkandi. Mér finndist ekkert nema sjálfssagt að ráðamenn þjóðarinnar tækju á sig launlækkun, landsmönnum til fordæmis. Þannig sýna þeir samstöðu og auka tiltrú fólksins á sjálfum sér og sýna í verki að þeir virkilega brenni fyrir því að landsmönnum líði vel. Þegar ég tala um ráðamenn þjóðarinnar á ég við alþingismenn jafnt sem ráðherra. Að ekki sé nú talað um spreðið í borginni í formi starfslokasamninga síðustu borgarstjóra.
Það er líka með ólíkindum að ein mikilvægustu störf þjóðarinnar, umönnunar-, uppeldis- og kennarastörf, skuli vera brotabrot af launum bankstjórnenda, sem nú eru ríkisstarfsmenn. Jú, jú, þeir eiga að axla ansi mikla ábyrgð í starfi, en ég get því miður ekki rekið augun í þá ábyrgð sem stjórnendur bankanna axla nú þegar bankar þeirra eru komnir á hausinn. Ábyrgðin sem hinar áður upptaldar starfsgreinar bera er ekki minni en bankastjórnenda, öðruvísi, en ekki minni. Því réttlætir ekkert þessi gífurlegu laun bankastjórnenda, þó svo leiðin frá bankabauknum sé styttri til þeirra en til leikskólakennaranna t.d., svona kerfislega séð. Það ætla ég að vona að þetta breytist fljótlega, þó útlitið sé ekki fyrir það.
Og hana nú!
laugardagur, nóvember 08, 2008
Mjög erilsöm nótt
Mikill erill var hjá foreldrunum að Bláberjaveginum í nótt. Mikið var um uppköst og niðurgang. Óvenju mikil drykkja einkenndi einnig nóttina og voru þrengsli í svefnherberginu mikil. Þrátt fyrir vöku og umgang í húsinu tókst einum fjölskyldumeðlimanna þó að halda sér sofandi. Jók þetta ástand mjög á hitaálagið sem að undanförnu hefur einkennt heimilishaldið.
Þrátt fyrir mikla drykkju var enginn tekinn ölvaður við akstur.
Hver var lasinn?
Þrátt fyrir mikla drykkju var enginn tekinn ölvaður við akstur.
Hver var lasinn?
föstudagur, október 31, 2008
Börnin, blessuð börnin
Um daginn þegar við fjölskyldan komum heim lagðist Elí Berg í gólfið og bað um að verða háttaður. Þegar lokið var við útigallaháttunina heyrðist í Bríeti Huld: " Elí Berg, eigum við að koma að bolla?" og Elí Berg sem enn lá í gólfinu svaraði: "Nei, ég nenni því ekki núna!".
Já, það er greinilegt að leyndarmál heimsins eru börnunum kunn. Þó virðast elskuleg börnin mín ekki þekkja nema hálfa söguna því er móðirin krafðist útskýringar á því hvað "bolla" þýðir urðu útskýringar dóturinnar á þá leið að þetta væri eitthvað sem kærustupör gerðu, að stelpan legðist ofan á strákinn og styndi svolítið.
Annars er ég ánægð með kennarann hennar Bríetar Huldar (sem ég geri ráð fyrir að ekki stuðli að umræðum um kynlíf í bekknum). Hún kennir börnunum ótrúlegustu hluti. Áherslan er ekki bara lögð á stafrófið og reikning, heldur kemur barnið uppfullt af vitneskju heim um hitt og þetta. Um daginn var mikið rætt um Ástralíu og Egyptaland. Skömmu seinna var þemavika um kroppinn og næringu (og foreldrarnir fengu vel að kenna á skvísunni í sambandi við matvælainnkaup til heimilisins), í vikunni er svo búið að ræða mikið um vatn og gera tilraunir með vatn. Skvísan skellti sér því fyrir framan töfluna í eldhúsinu og tók móðurina í kennslustund í því hvað flýtur og ekki flýtur. Hún sagði mér m.a. frá því að 2/3 ísjakans eru undir sjávarmáli og einungis 1/3 yfir því. Í sambandi við vatnið var einnig rætt um hvernig bátar flytu og m.a. var farið í grófar útskýringar varðandi það þegar Titanic sökk. Þetta var skvísan mín allt með á hreinu. Í kennslunni les kennarinn fyrir börnin eins og venja er og nú um mundir er hún að lesa Hobbitann eftir Tolkien, bók sem ég heyrði ekki um fyrr en í FB. Þetta finnst mér alveg brilljant. Kennarinn virðist nota alla þá resúrsa sem hún finnur í daglega amstrinu og fletta sögunni inn í kennsluefnið.
Marianne fær því tíu stig frá mér!
Jæja þá. Eigið góða helgi!
Já, það er greinilegt að leyndarmál heimsins eru börnunum kunn. Þó virðast elskuleg börnin mín ekki þekkja nema hálfa söguna því er móðirin krafðist útskýringar á því hvað "bolla" þýðir urðu útskýringar dóturinnar á þá leið að þetta væri eitthvað sem kærustupör gerðu, að stelpan legðist ofan á strákinn og styndi svolítið.
Annars er ég ánægð með kennarann hennar Bríetar Huldar (sem ég geri ráð fyrir að ekki stuðli að umræðum um kynlíf í bekknum). Hún kennir börnunum ótrúlegustu hluti. Áherslan er ekki bara lögð á stafrófið og reikning, heldur kemur barnið uppfullt af vitneskju heim um hitt og þetta. Um daginn var mikið rætt um Ástralíu og Egyptaland. Skömmu seinna var þemavika um kroppinn og næringu (og foreldrarnir fengu vel að kenna á skvísunni í sambandi við matvælainnkaup til heimilisins), í vikunni er svo búið að ræða mikið um vatn og gera tilraunir með vatn. Skvísan skellti sér því fyrir framan töfluna í eldhúsinu og tók móðurina í kennslustund í því hvað flýtur og ekki flýtur. Hún sagði mér m.a. frá því að 2/3 ísjakans eru undir sjávarmáli og einungis 1/3 yfir því. Í sambandi við vatnið var einnig rætt um hvernig bátar flytu og m.a. var farið í grófar útskýringar varðandi það þegar Titanic sökk. Þetta var skvísan mín allt með á hreinu. Í kennslunni les kennarinn fyrir börnin eins og venja er og nú um mundir er hún að lesa Hobbitann eftir Tolkien, bók sem ég heyrði ekki um fyrr en í FB. Þetta finnst mér alveg brilljant. Kennarinn virðist nota alla þá resúrsa sem hún finnur í daglega amstrinu og fletta sögunni inn í kennsluefnið.
Marianne fær því tíu stig frá mér!
Jæja þá. Eigið góða helgi!
mánudagur, október 27, 2008
miðvikudagur, október 22, 2008
Íslendingur á erlendri grundu
Já, við getum greinilega lent í ýmsu hér í Danmörkinni. Hún Heiða vinkona okkar lenti í þessu. Þetta er hreint út sagt fáránlegt!
Spurning hvort við getum ekki sett upp okkar Íslendingareglur og sniðgengið fyrirtæki sem haga sér svona! Við verslum ekki við Sonofon, það er á hreinu!
Spurning hvort við getum ekki sett upp okkar Íslendingareglur og sniðgengið fyrirtæki sem haga sér svona! Við verslum ekki við Sonofon, það er á hreinu!
miðvikudagur, október 15, 2008
Núið
Ég skráði mig í Núið um daginn. Sem væri ekki í frásögur færandi nema sökum þess að ég hef fengið fjóra glaðninga! Það er alveg frábært, nema ég er náttúrlega ekkert á Íslandi til að njóta þessara glaðninga og það vita þeir í Núinu og notfæra sér áræðinlega að koma gjöfunum á einhverja sem ekki koma til að leysa þá út! Hihihi... ég sá mér því leik á borði og sendi gjafirnar á hina ýmsu vini mína til að þær færu nú alveg ábyggilega ekki til spillis!
Þar hafið þið það!
Þar hafið þið það!
mánudagur, október 13, 2008
Fjölskyldulíf
Og fólk er að spyrja okkur hvort 117 fermetra húsið dugi undir okkur og okkar þrjú börn! Svona var þetta í gamla daga. Það að fólki detti í hug að fjögurra herbergja 117 fermetra húsnæði dugi ekki undir fimm manna fjölskyldu hlýtur að vera í anda þeirrar græðgi og yfirborðskenndar sem í dag ríkir oft á tíðum. Breytum þessu! Auðvitað er notó að fá að vera í sérherbergi, og ég fékk það oftast sem krakki, en það er ekki nauðsyn. Maður hlýtur að læra það að taka tillit til annarra ef maður deilir herbergi með systkini auk þess sem samböndin verða trúlega oft nánari. Sumum þykir við trúlega líka skrítin af því við erum "bara" með eitt sjónvarp á heimilinu, í stofunni. Ekkert sjónvarp er í neinu herbergjanna, enda að mínu mati er þess ekki þörf. Það er orðið ansi lítið fjölskyldulíf ef allir hverfa inn í sitt herbergi til að horfa hver á sinn þáttinn. Það er kósý að vera saman. Ég veit að þetta er svolítið svart/hvítt, en að mínu mati svolítið sem við þurfum að athuga nú á þessum síðustu og verstu. Hvað er nauðsyn og hvað er bruðl?
föstudagur, október 10, 2008
Ekki batnar það!
Overførsler til/fra Island.
Danske Bank koncernen udfører ikke længere betalinger til og fra Island på grund af den nuværende økonomiske situation i Island.
Vi beklager de gener, det giver.
Danske Bank koncernen udfører ikke længere betalinger til og fra Island på grund af den nuværende økonomiske situation i Island.
Vi beklager de gener, det giver.
Jahá!
Annað hvort les engin það sem hér er skrifað eða þeir sem lesa skilja annað hvort ekki dönsku eða eru afar slæmir af gigt og geta þar af leiðandi ekki pikkað á lyklaborðið. Mín vegna vona ég að það sé ekki það fyrst nefnda ;)
Héðan er annars fínt að frétta, ef frá er litið efnahagskreppunni miklu. Reyndar er sama hvert maður snýr sér, þetta er á allra vörum, líka Dananna. Það er ekki laust við að það hlakki í nokkrum þeirra núna, enda var hneykslan þeirra á vitleysishátti fyrri ára mikil. Reyndar túlkuðum við þessa hneykslan sem pjúra öfundssýki yfir því að Íslendingar væru að eignast allt sem Dönunum var kært. Kannski sáu þeir bara fram á það, blessaðir, að þetta gengi ekki til lengdar. Ullin af rollunum eða síldaraflinn dugar hreinlega ekki fyrir allri þessari neyslu sem hefur verið á klakanum síðustu misserin. Fremstir í flokki eru náttúrlega ráðamenn bankanna og ekki síður þjóðarinnar, þó svo að hinn almenni borgari verði líka að taka ábyrgð á sínum gjörðum, hafi sá hinn sami veðsett allt fyrir lánum umfram greiðslugetu. Hitt er annað að myntkörfulánin sem bankarnir prönguðu upp á marga eru að fara með fólk og því er ekki stjórnað af lánþega. Þó áhættan hafi verið hans.
Annars fórum við á opið hús í skólanum hjá Bríeti Huld í gær. Þar var stuð og stemning, þemað var kroppurinn og næring, svo nú getur dóttirin farið að taka foreldrana í bakaríið hvað varðar neyslu hollustuvarnings ;) Súkkulaðið er þó látið kyrrt liggja þar til börnin eru komin í ró á kvöldin. Við kunnum okkur!
Jæja, best að fara að lesa eitthvað að viti svo ég komist nú í að senda þessa ritgerð frá mér og þiggja danskar krónur í stað íslenskra sem fyrst.
Eigið góða helgi öll sömul og þeir sem kvitta verða obboð góðir vinir mínir!
Kveðja úr krepputalandisamfélagiíslendingaíóðinsvéum,
Addý.
Héðan er annars fínt að frétta, ef frá er litið efnahagskreppunni miklu. Reyndar er sama hvert maður snýr sér, þetta er á allra vörum, líka Dananna. Það er ekki laust við að það hlakki í nokkrum þeirra núna, enda var hneykslan þeirra á vitleysishátti fyrri ára mikil. Reyndar túlkuðum við þessa hneykslan sem pjúra öfundssýki yfir því að Íslendingar væru að eignast allt sem Dönunum var kært. Kannski sáu þeir bara fram á það, blessaðir, að þetta gengi ekki til lengdar. Ullin af rollunum eða síldaraflinn dugar hreinlega ekki fyrir allri þessari neyslu sem hefur verið á klakanum síðustu misserin. Fremstir í flokki eru náttúrlega ráðamenn bankanna og ekki síður þjóðarinnar, þó svo að hinn almenni borgari verði líka að taka ábyrgð á sínum gjörðum, hafi sá hinn sami veðsett allt fyrir lánum umfram greiðslugetu. Hitt er annað að myntkörfulánin sem bankarnir prönguðu upp á marga eru að fara með fólk og því er ekki stjórnað af lánþega. Þó áhættan hafi verið hans.
Annars fórum við á opið hús í skólanum hjá Bríeti Huld í gær. Þar var stuð og stemning, þemað var kroppurinn og næring, svo nú getur dóttirin farið að taka foreldrana í bakaríið hvað varðar neyslu hollustuvarnings ;) Súkkulaðið er þó látið kyrrt liggja þar til börnin eru komin í ró á kvöldin. Við kunnum okkur!
Jæja, best að fara að lesa eitthvað að viti svo ég komist nú í að senda þessa ritgerð frá mér og þiggja danskar krónur í stað íslenskra sem fyrst.
Eigið góða helgi öll sömul og þeir sem kvitta verða obboð góðir vinir mínir!
Kveðja úr krepputalandisamfélagiíslendingaíóðinsvéum,
Addý.
fimmtudagur, október 09, 2008
Eniga meniga, allir röfl' um peninga
Ég var inni á netbankanum okkar hjóna rétt í þessu. Þar rak ég augun í þennan texta:
Overførsler til/fra Island.
Danske Bank koncernen behandler overførsler til og fra Island enkeltvis på grund af den nuværende økonomiske situation i Island. Berørte kunder bliver orienteret, hvis betalingen forsinkes eller ikke gennemføres.
Skemmtó, ekki satt?
Overførsler til/fra Island.
Danske Bank koncernen behandler overførsler til og fra Island enkeltvis på grund af den nuværende økonomiske situation i Island. Berørte kunder bliver orienteret, hvis betalingen forsinkes eller ikke gennemføres.
Skemmtó, ekki satt?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)