mánudagur, maí 01, 2006

Valdarán og aðrar hugmyndir

Það er greinilegt að sumarið er á leið hingað til Danmerkur. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig það kemur, en það kemur. Trúlega strax á miðvikudaginn þegar spáð er 20 stiga hita. Reyndar eru margir samnemendur mínir við SDU farnir að koma heldur léttklæddir í skólann. Stuttbuxur, pils, stuttermaskyrtur og bolir. Hljómar vel, ekki satt? Mér finnst samt ekkert spennandi til þess að hugsa að á sama tíma og sólin skín og hitinn bræðir þarf ég að sitja inni í skugganum við lestur. Já, takk! Prófin byrja 9. júní og þeim lýkur ekki fyrr en 3o. júní! Frekar fúlt. Ég er einmitt að spá í því að "framkalla" valdarán og ryðja menntamálaráðherra Danmerkur af stóli og hlamma mér á hann sjálf. Það fyrsta sem ég hafði hugsað mér að gera er að færa skólaárið þannig að það henti mér betur. Láta skólana byrja í upphafi ágústmánaðar, láta jólaprófin vera í desember, sem NB er jólamánuðurinn, meira að segja líka hérna í DK! Síðan læt ég hefja kennslu í janúar í stað febrúar áður og að lokum læt ég vorprófin verða að vorprófum, ekki miðsumarsprófum! Þannig lýkur skóla með pompi og pragt eigi degi síðar en 31. maí, takk fyrir! Eftir að þetta er komið í gagnið hafði ég hugsað mér að breyta einkunnaskalanum og setja 10-skalann á. Fella niður þennan 13-skala þar sem einkunnagjöf virðist að miklu leyti vera geðþóttaákvörðun kennaranna. Að þessum breytingum loknum myndi ég setja fram frumvarp þess eðlis að engum sé leyft að breyta þessum annars líka ágætu reglum sem ég set. Eftir þessa tvo daga mína á þingi (já, það borgar sig að hafa hraðar hendur), sest ég aftur á skólabekk og nýt nýja flotta skólakerfisins, byggt með þarfir íslenskra námsmanna í huga! ;)

Súkkulaðitilvitnun:
"Barndommen er den vidunderlige periode, hvor man taber sig i vægt bare ved at gå i bad."

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þér tekst valdaránið legg ég til að Ísland verði að nýju nýlenda Dana og vil í kjölfarið biðja þig...væntanlegan...einræðisherra að bæta við lögum um 30 tíma vinnuviku, 300.000 kr. lágmarkslaun, klukkutíma í mat og eina ókeypis ferð á ári til útlanda fyrir hvern einasta íbúa þessa lands....

Nafnlaus sagði...

Heyr heyr - þú ert efnilegur menntamálaráðherra þykir mér!

Nafnlaus sagði...

Jahú...loksins einhver með viti...
hils Tinna

Guðrún sagði...

hahah æi greyið skinnið mitt!! ég skal hugsa til þín þegar ég hef kokteilþambið eftir síðasta prófið!!! mússí múss xxx