föstudagur, júní 30, 2006

FRÍ!

Jibbí jeeeeeeeeeeeei!
Prófin búin og ég er komin í sumarfrí! Reyndar kláraði ég á miðvikudaginn, en hef verið í svo miklu "geraekkineitt"-stuði að ég hef ekki einu sinni orkað það að setjast við tölvuna að pikka. Prófin gengu ágætlega, allavega þessi tvö munnlegu, en ég hef enn ekki fengið úr fyrsta prófinu, anataomi og fysiologi. Maður vonar bara það besta. Að vera réttu megin við línuna skiptir mestu máli. Prófið á miðvikudaginn var sálfræðipróf sem var að minnstu úr efni annarinnar. Verkefnið fólst í því að setja sig inn í aðstæður þar sem maður er með sjúkling með ákveðinn sálrænan kvilla fyrir framan sig og vinna út frá því. Svo það skipti ekki mestu að vera með námsefnið á hreinu sem slíkt heldur að geta yfirfært það í praktíkina. Það gekk ágætlega, spurningin var reyndar ekki úr auðveldasta efninu, en það hjálpaði að vera ekki sú fyrsta inn þar sem ég fékk ágætar leiðbeiningar frá þeim sem á undan fóru um hvernig ég ætti að bera mig að þarna inni. Einkunnin varð 9, reyndar áttu þær (kennarinn og prófdómarinn) í basli með að ákveða hvort þær ættu að gefa mér 10 eða 9, en þar sem svolítið vantaði upp á fagligt sprog, gátu þær ekki annað en gefið mér lægri einkunnina. Ég er samt rosa sátt, það er heldur ekkert leiðinlegt að heyra góða krítík.

Síðan prófunum lauk hef ég, eins og áður sagði, ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Við hjónin áttum einmitt brúðkaupsafmælisdag í gær og nutum hans eins vel og hægt var, að ég tel undir þessum kringumstæðum. Helgi skutlaði börnunum á sína staði og ég lagði mig á meðan og Helgi skreið svo líka uppí þegar hann kom heim. Við steinsváfum þar til nálgaðist hádegi. Fórum svo í bæinn og fengum okkur að snæða og röltum aðeins þar um. Frekar notó.

Næstu dagar fara trúlega í jafn mikla leti þar sem börnin fara í sumarfrí í dag og við taka klukkulausar vikur hjá okkur þremur, en pabbinn þarf víst að vinna fyrir okkur og fær lítið sem ekkert frí. Hann fær því bara að njóta þess þeim mun betur á næsta ári!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tillykke með prófinn, sjáumst eftir 6 daga og takk fyrir síðast.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju dúllan mín þú klikkar sko ekki .En þetta með brúðkaupsafmælið til hamingju en var bara farið að sofa haha? Nei bara smá djók en til hamingju með allt saman ástarkveðja Þín MAMMA

Heiðagella sagði...

Til hamingju með brúðkaupsafmælið, það er ekki verið að baula því útúr sér á réttum degi, svona til að geta tekið á móti hamingjuóskum, blómum og krönsum........
OG njóttu svo þess að verakomin í hóp heimahangandi atvinnusólbaðara í sumar...
kys Heiðagella

Nafnlaus sagði...

hæhæ frábær árangur hjá þér! vá brúðkaupsafmæli til lukku með það!
kveðja Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Þú ert alger snilli eins og ég hef oft sagt!! hihi
svo hittumst við fljótlega og "gerum ekki neitt" saman... oh það verður æði að geta loksins hist án þess að hafa skólabækur undir hönd!
knús Tinna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með brúðkaupsafmælið :o) og njóttu sumarsins í DK
Bestu kveðjur
Sigrún

Nafnlaus sagði...

Sæl elskan!!
Og segi nú ekki annað, en til hamingju með að vera komin í hópinn að vera búin í prófum :-) bara yndislegt...
Og ég held áfram, til hamingju með brúðkaupsafmælið og húsið!!!
Ekkert smá mikið að gerast hjá þessum Íslendingum í Odense :-)
Vonandi sjáumst við nú sem fyrst..
Knúsar frá okkur Salvör og co

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með prófin elsku frænka og til hamingju með brúðkaupsafmælið yndislegu hjón ;)