föstudagur, júní 30, 2006

Öryggisbrjálæði

Er Bjössa félaga að takast það að koma á öryggisdeildinni sinni? Hver á svosem að gera hryðjuverkaárás á litlu eyjuna okkar norður í Atlantshafi? 95% jarðarbúa vita ekki einu sinni að hún fyrirfinnst, 3% jarðarbúa halda að við búum í snjóhúsum, 1% eru þeir sem eru nógu klikkaðir til að lesa Íslendingasögurnar á íslensku! Þeir sem það gera hafa ekkert í sér sem bendla mætti við hryðjuverkastarfssemi, að ég tel. Þeir einu sem fengjust til að sprengja landið okkar upp eru kannski þetta eina prósent sem eftir er og inniheldur reiða Dani sem komnir eru með nóg af gróðrastarfssemi Íslendinga í forna konungsveldi okkar Frónverja.

Mafía Íslands, er hún kannski til eftir allt saman?
Konungur alheimsins, hann Bush litli, virðist þá hafa ágætis ítök í henni! Það fer trúlega að líða að því að við getum ekki gengið um án þess að nákvæmlega sé vitað um ferðir okkar. Nú þegar er hægt að rekja ferðir okkar gróflega eftir því hvar og hvenær við notum greiðslukortin okkar og þetta kemur ekki til með að minnka!
Hvert er frelsið að fara?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sammála Addý, paranoid kall með hershöfðingjadrauma...og á meðan er ekki hægt að manna löggæsluna í miðborginni um helgar. En þetta kjósum við yfir okkur aftur og aftur.

Nafnlaus sagði...

Sammála þér þetta eru bara kk með litið undir sér og langa að leika löggu og bófa það er ekkert að gera hjá vikingasveitinni.... þá er best að fara að hlera heimilin mans....
kv
klikkaða bumbulina...