fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Hér er nákvæmlega ekkert í gangi

Það er ekkert að viti í gangi í hausnum á mér núna en ég finn mig tilneydda til að pikka nokkrar línur hérna inn, bara svona til að halda mínum dyggu lesendum við efnið.
Svo við byrjum þetta á hefðbundnu nótunu þá er veðrið búið að vera í fínasta lagi þó svo að hitinn sé ekki lengur jafn mikill og hann hefur verið. Hér er kalt á morgnana en hitnar yfir daginn svo börnin eru oft meir dúðuð en þau í raun þurfa þegar haldið er af stað til daggæslu. Það er erfitt að læra hvernig maður á að klæða blessuðu grislingana.

Enn er ég heima á daginn og dunda mér við nefpikkingar, Friends-áhorf og þvotta þess á milli. Mér tókst þó loksins að að snurfusa heimilið þegar 365ta tilraun var gerð í gær með ásættanlegum árangri. Sumir kalla það þrif en aðrir kalla það tiltekt, svo við látum það liggja milli hluta hvursu vel starfið var unnið, en það er svona tiltölulega hreint hérna núna. Það er óskandi að þetta haldist að mestu í horfinu þar til ættarhöfðinginn, hún amma mín, lítur við í næstu viku.

Bíllinn sem við hjónin keyptum okkur í síðustu viku er bara asssskoti fínn. Þvílíkur munur að hafa vökvastýri, ég skil bara eiginlega ekki hvers vegna maður er ekki kominn með almennilega upphandleggsvöðva! Eitthvað ætti maður að hafa út úr þessum áreynsluakstri!

Jæja, ég hef, eins og áður sagði, nákvæmlega ekkert að segja! En kvittið endilega!

6 ummæli:

Heiðagella sagði...

kvitt kvitt kvitt kvitt kvitt.
getur sennilega reiknað með annari jólahreingerningu eftir kvöldið i kvöld, ekki það að ég sóði allt út (hver veit þó) en hjálparkokkarnir eru reglulega röskir.....
Hlakka til að smakka tilraunina....
Túrílú

Nafnlaus sagði...

kvitt kvitt....
hei, það er sko nóg að gera hjá þér kona góð....eins og það sé ekki heilmikið að gera í því að rölta um Rosengård búð úr búð...svo ekki sé talað um Ikea og Jysk.....hehe du har travlt!!
Hils Tinna

Nafnlaus sagði...

En að öðru, hef ég misst úr eða ertu búin að segja frá hvernig gekk í skólanum??? Hvenær byrjar skólinn aftur?? Hvenær flytjið þið í húsið?? Emil var hér að segja okkur fréttir af ykkur. Er ekki dásamlegt að búa í baunaveldi? Örugglega auðveldara fyrst þarna hjá ykkur er fullt af vinum en samt...veðrið, verðlagið, Dagsbrún...Baugur...alveg eins og heima!!

Addý Guðjóns sagði...

Mér gekk ágætlega í skólanum, fékk tvær áttur og eina níu. Ég byrja aftur í skólanum þann 4. sept., við fáum húsið afhent 15. sept., mamma kemur til okkar 10. sept og Elí Berg byrjar hjá nýju dagmömmunni 1. sept. Svo það er margt um að vera næsta mánuðinn! Hér er dásamlegt að vera, veðrið er búið að vera fínt, vinirnir sem við höfum eignast hér eru frábærir, alveg eins og vinir okkar heima (sem við að sjálfsögðu söknum mikið) og Helgi er búinn á skikkanlegum tíma í vinnunni!
Ég vona að þetta hafi í stórum dráttum svarað flestum spurningum þínum, Gillí mín ;)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja bílinn. Hvernig bíll er þetta, veit að hann er á fjórum hj+ólum (e4ða býst svona passlega við því ) og með vökvastýri enn hvað svo?

týpa og svoddan?
g góða skemmtun, verður gaman þegar sú gamla kíkir við ;) ola

Nafnlaus sagði...

Já þetta var fínt svar, til hamingju með góðan árangur í skólanum, nýja húsið og allt. Þið eruð svo dugleg og samhent hjón.