sunnudagur, október 01, 2006

Hamborgari eða skokk?

Hvað jafnast á við feitan hamborgara eftir sveitt þrif? Ekkert! Til að bæta um betur kippti ég hálfum lítra af kóki og einu stykki Snickers með! Ummmm... Reyndar flaug brennslan með þrifunum og skokkinu með henni Ragnhildi út um gluggann um leið og ég renndi þessu niður, en koma tímar koma ráð. Hún Ragnhildur er staðráðin að gera úr mér hlaupagarp, svo það er um að gera að hlýða yfirvaldinu. Ég held að Helgi hafi talað við hana og fengið hana í lið með sér gegn aukinni leti og síþreytu minni. Best væri ef skólabækurnar nytu góðs af þessu líka. Félagsskapurinn er allavega góður og þó ótrúlegt megi virðast líður mér bara asssskoti vel eftir þessar fjörutíu mínútur sem við skvísurnar skokkum saman, sveittar og sælar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Dugleg kellan. En ég var að fatta að ég hef ekkert heimilsfang veit að þetta er blombergsvej númer eitthvað og hvað svo meir.

kv. Birnan

Nafnlaus sagði...

Eða bláberjavegur. furðulegir þessir danir.

kv. birnan út hvarfinu

Nafnlaus sagði...

Dísús Addý orkan sem þú hefur. Dáist að þér að nenna að hlaupa því að er svoooo leiðinlegt. Þú veist að það er einu sinni á ári brúarhlaup í Köben, þá er hlaupið yfir Eyrarsundsbrúna og íslenskir hlauparar flykkjast þangað, þú stefnir bara á toppinn er það ekki.

Heiðagella sagði...

en þú veist að það á ekki að hlaupa nema sé verið að elta mann, já já, veit þú sagðir að þið Rex skiptist á að elta hvor aðra,en ég trúi því samt ekki...
þú rúlar skvís...
Heiðagella, aaaaaaaaaaaaaaaaaaaallllllllllllllllllllllllllssssssssssssssss ekki á hlaupaskónum