fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Ég elska samt Danmörku líka!

Kristrún skutla bauð mér á kvennamessu seinnipartinn í dag. Við höfðum það rosa huggó og skoðuðum allt milli himins og jarðar sem konur gætu mögulega haft áhuga á! Þegar við komum inn keyptum við poka með alls kyns skemmtilegheitum fyrir konurnar, meðal annars úrvals Lamba-salernisrúllum! Já, viti menn, konur kúka! Ekki nóg með að við höfum fengið þennan fína klósettpappír, heldur fylgdu nokkrir auglýsingabæklingar með í kaupbætir, ásamt tískublöðum og fleiru. Innan um auglýsingabæklingana og sneplana rak ég augun í einblöðung þar sem auglýst var heimasíða. Heimasíðan heitir www.babyverden.dk, barnets verden på nettet! Sama merki og sama nafn og á íslensku barnalandssíðunni! Já, við Íslendingar látum okkur ekki nægja stórfyrirtæki eins og Magasin, eða húsnæði hér í véum Óðins, neibb... Netið skal líka undir okkar hatt!
Ég veit að einn félagi okkar var skammaður af rúmlega fertugri danskri konu fyrir að kaupa Danmörku upp! Aumgingjas peyinn sat í rólegheitum inni á írsku vertshúsi og teygaði mjöð að sið innfæddra þegar konugarmurinn réðist að honum, hann vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið!
Ég enda því þessa færslu á fleygum orðum auglýsingabransans: Ísland bezt í heimi!

Engin ummæli: