miðvikudagur, desember 20, 2006

Fallin?

Jæja, þá er medicinsk audiologi prófið búið. Það gekk ekkert sérlega vel. Í allt voru þetta þrjár stórar spurningar sem hver um sig höfðu undirspurningar. Það er óhætt að segja sem svo að ég hafi verið ansi óheppin með spurningar. Það er bara óskandi að kennararnir sjái aumur á mér og leyfi mér að standast þetta. Sexa er fín tala, ekki satt?!
Nú tekur jólaundirbúningur og jólin sjálf við. Loksins, loksins. Ég hef engan tíma til að standa í svona prófveseni, hvað þá ritgerðarsmíðum! Ég heimta almennilegt jólafrí! Þó stórefa ég að þessi jól fari í eintómt át og svefn. Trúlega les ég svolítið þessi jólin, þó ekki jólabækur, heldur skólabækur. Það er ómögulegt að segja að það sé mikil tilhlökkun í loftinu hvað það varðar.
Ég get varla beðið eftir því að fara bara að vinna, eins og venjuleg manneskja. Hlakka til þess að þurfa ekki að stressa mig upp á nokkurra mánað fresti og bæta á mig tíu kílóum í hvert skipti, sem næstu mánuðir á eftir fara í að reyna að ná af, eða ekki...
Jæja, ég bið ykkur vel að lifa að sinni. Næst á dagskrá er örlítið sjónvarpsgláp og svo klipping eftir u.þ.b. klukkutíma með grislingana og sjálfa mig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Get ekki séð neitt sameiginlegt með nafninu Addý og fallin!!