fimmtudagur, mars 15, 2007

Søde stemmelæber

Veðrið er ennþá gott og gestirnir eru komnir. Þau komu með fullan poka af Royal-búðing við MIIIIIIIIKINN fögnuð yngstu fjölskyldumeðlimanna, auk þess sem þau færðu okkur ýmislegt annað sem varla er hægt að vera án í útlandinu. Ég skelli inn þakklætiskveðjum hingað þó ég sé búin að þakka þeim formlega. Takk fyrir okkur!

Annars fór ég að skoða raddböndin mín áðan. Þau eru frekar flott að mér skilst, enginn noduli eða cyster eða eitthvað þaðan af verra, bara smá bólga fyrir aftan þau nánar tiltekið fyrir aftan, eða við, cartilago arytenoidea (ísl. könnubrjóskin), ekkert alvarlegt og stafar trúlega af magasýrum. Sveiflunin var góð og eins flott og hægt er að hafa hana í háu tónunum. Mér létti mikið við fréttirnar og stefni ótrauð á mikinn og glæstan frama á söngbrautinni, þegar ég er búin að meika það í talmeinafræðiheiminum.

Eigið áfram góðan dag!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hlakka til að koma á sveiflutónleika hjá þér góða....
Könnubrjóskin... ég hreinlega hélt það væri ekki til svona orð...

Heiðagella..

Nafnlaus sagði...

hæ hæ sæta frænkubeib og familý.
Má til með að segja ykkur smá fréttir af litlu sætu fjölskyldunni minni á Selfossi, þau eru flutt (fengu leigt hús á Stokkseyri til bráðabirgða) en þau eru búin að gera tilboð í íbúð og tilboðinu hefur verið tekið ;-) erum öll að fara að skoða á morgun, þannig að það er allt að birta til hjá þeim, sem betur fer, meiri fréttir á msn á mánudag, hafið það sem allra best dúllurnar mínar, hlakka bara til að geta knúsað ykkur öll. Knús og kossar frá Sigfríð frænku
p.s passaðu raddböndin ;-)

Nafnlaus sagði...

hæ aftur elskan, má bara til með að óska þér til hamingju með NÍUNA þína, (er að tala við múttu þína) þú stendur þig alltaf jafn vel.
Meira knús frá Sigfríð frænkubeib