mánudagur, apríl 30, 2007

Samvinnuhæfni dúfna og fleira

Í dag verður þriggja ára félagi minn og "frændi" Sveinn Elí Helgason, ég óska honum hér með til hamingju með daginn!

Ég stóð áðan við eldhúsgluggann og fylgdist með dúfupari sem er að gera sér hreiður í trénu sem er þar fyrir utan. Ég gat ekki annað en dáðst að samvinnuhæfðni parsins. Þau eru reyndar enn að og búin að vera í allan dag og verða trúlega fram á kvöld. Karlinn stekkur niður úr trénu til að leita að góðri grein í hreiðurgerðina, hann leggur mikið upp úr því að fá góða grein því hann tekur eina og eina upp og kíkir á þær og velur svo þá best tilföllnu svo svífur hann aftur upp í tréð til sinnar heittelskuðu og kemur greininni fyrir, spússan lagar greinina svo til svo betra sé að liggja á henni. Kvenfuglinn liggur á hreiðrinu, svo ég geri ráð fyrir því að hún sitji á eggjunum eða sé við það komin að verpa. Það er ótrúlegt að fylgjast með samvinnunni hjá parinu.
En að öðru.
Ég fór á Eivarar tónleika í Præstø á Sjálandi á föstudagskvöldið ásamt Kristrúnu. Það var alveg geggjað. Hún er mikið meiri músíkant en ég hafði gert mér grein fyrir. Hún hélt tónleikunum svotil ein uppi, reyndar hafði hún einn félaga sinn með sem spilaði á eitt og eitt hljóðfæri sem einskonar röddun frekar en undirleik, auk þess sem hann söng rödd í einstaka lagi. Þetta voru alveg meiriháttar tónleikar. Þetta var í litlu bíóhúsi í bænum og minnti mest á Stuðmenn í myndinni "Með allt á hreinu" þegar þeir fóru í hvert krummaskuðið á fætur öðru og héldu tónleika. Við sátum við langborð á einskonar dansgólfi sem liggur milli senunnar og bíóstólanna og fengum snakk og kertaljós, sem gerði tónleikana ennþá persónlegri. Ég mæli eindregið með Eivøru!
Á laugardaginn komu Hildur, Bjarki, Hrafnkell Ari og Ásrún í smá heimsókn. við höfðum það voða kósý og dúlluðum okkur í bæinn eftir lokun og lölluðum okkur bara á leikvöll í gærdag þegar liðið var vaknað. Borðuðum góðan grillmat og fengum okkur eftirrétt. Allt voða notó. Þegar við höfðum séð til þess að þau næðu lestinni ókum við á fund fermingarbarnsins Hrundar Jóhannsdóttur þar sem vel var hægt að troða í sig af ýmsum kræsingum. Ummm... vildi að ég væri í afgöngum þar núna ;) Í fermingarveislunni birtist Þórdís Steinarsdóttir okkur að óvörum. Við ætlum okkur að ræna henni eina kvöldstund frá ættingjunum í norðurbænum áður en hún fer heim.

Jæja, best að fara að drífa sig út í góða veðrið að lesa.

Adios amigos!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl frú Addý
Gott að heyra að ykkur líður vel í danaveldi. Leiðinlegt að heyra með sólina, vont þegar hún skín svona í próflestrinum. Við þjáumst sko ekki af henni hér heima á fróni ... nei;)

Ég bið að heilsa úr rokinu.
Kveðja, Milla vanilla.

Heiðagella sagði...

Takk takk fyrir góðan dag og kvöldmatinn auðvitað..... Alltaf gott að vita hvert maður getur leitað þegar hart er í búi fyrir einstæðar mæður sem fá ekki meðlag..... hehehehehehehe

Síjúpíjú
Heiðagella