föstudagur, júní 29, 2007

Afmæli, brúðkaupsafmæli

Í dag eiga fimm ára brúðkaupsafmæli, Helgi Sigurðsson og Addý Guðjóns Kristinsdóttir. Við óskum þeim hér með til hamingju með daginn. Hingað til hefur allt gengið vel hjá hjúunum, mikil ástúð og hamingju hefur einkennt hjónabandið. Ekki spillir það heldur fyrir að miklir sættir hafa ríkt á heimilinu þar sem hvorki smjör né diskar hafa flogið um loft, ja, í það minnsta ekki að makanum. Sökum brussugangs frúarinnar telst þetta afar gott. Raddbönd eru að mestu ósködduð þó megi greina einstaka "over kompression" eftir fæðingu barnanna, en ekkert sem kemur að sök. Starfsskipting á heimilinu er nokkuð jöfn, hann vinnur og hún eyðir, hún þrífur og hann gerir við. Allt eins og á að vera. Eldhúsverkin deilast jafnt á báða aðila, sem og þvotturinn. Val á nöfnum barnanna, sem nú telja tvö, var í hvorugu tilfellinu vandamál, hún valdi og hann jánkaði.

Allavega. Við eigum afmæli í dag! Í tilefni þessa fékk ég blóm og morgunmat í rúmið. Svo ætlum við út að borða í kvöld og börnin gista hjá tengdaforeldrum hennar Bríetar Huldar, Palla og Rósu.
Eigið góða helgi!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært, dásamlegt, til hamingju bæði tvö....ég vildi óska að allir gætu leikið þetta eftir, þú ættir kannski að skrifa sjálfshjálparbók í hjónabandi í hjáverkum Addý mín....en það er alltof sjaldan sem maður heyrir af svona góðum hlutum´...sérstaklega verkaskiptingunni...hahaha, njótið dagsins og þess að vera svona frábær bæði tvö.

Nafnlaus sagði...

Vó eru fimm ár síðan ég var með fiðrildi í maganum yfir leyndarmáli sem engin vissi. OMG þetta hefði getað verið í fyrra. Til hamingju með daginn bæði tvö. Þið eruð gullmolar.

kv Inga Birna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn, Addý og Helgi. Þið eruð auðvitað eins og tannhjól sem smella saman alla daga!! ;) Vonandi var kvöldverðurinn ánægjulegur og rómantískur.

Með kveðju, Milla og Svavar

Arnar Thor sagði...

Til lukku kæru hjón. Heiður að kynnast ykkur.

kv.

Arnar Thor

Heiðagella sagði...

Til lukku esskurnar með daginn....
þið eruð þið fyrirmyndar, þá sérlega í verkaskiptingu...
kys Heiða

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elskurnar mínar, og vá 5 ár, mikið líður tíminn hratt.
Elska ykkur voða voða mikið og vá hvað ég hlakka ofboðslega til að sjá ykkur elsku fjölskylda.

Nafnlaus sagði...

Vááááa fimm ár.... maður verður nú bara að lita upp til ykkar...
knús og til hamingju...
knús til ykkar beggja..
ykkar Hrönnslu brussa