mánudagur, september 03, 2007

Tilfinningaþrungi

Ég átti ansi heitt samtal við mann hjá ónefndri lánastofnun á Íslandi sem hefur mikið með mál menntafólks að gera um daginn. Aumingjas maðurinn virtist hafa stigið öfugumegin frammúr þennan morguninn þegar ég hringdi. Það sem verra var, þá lá ekkert alltof vel á sjálfri mér. Maðurinn virtist vera æstur þegar hann tók upp tólið og ekki batnaði það þegar líða tók á samtalið, hann hreinlega öskraði til að mynda á samstarfsmann sinn meðan ég var í símanum og þar fram eftir götum. Að sjálfsögðu æstist ég öll upp við þetta og bað manninn vinsamlegast að róa sig. Þá hótaði hann því að skella á mig, mér til mikillar ánægju, eða þannig... Þegar símtalinu svo var lokið settist ég í sófann og byrjaði að vola.
Ég gæti aldrei fyrir mitt litla líf verið þingmaður!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Guð minn þarna þekki ég þetta pakk... lengi langaði manni að sprenja þetta drasl upp ég held að í ráðningum hjá þeim ef aðeins ráðið MJÖG óhamingjusamt fólk og neikvætt... þegar að ég var í námi í usa þá var símatíminn fyrir okkur á þriðj kl 9 minnir mig og þá þurfti maður takk fyrir að vakna kl 03 um nótt til að hringja til íslands..... þetta er bara kerfið... þannið að músin min þú færð alla mína samhúð....
knús
Hronnslan þin

Ágústa sagði...

Já það er alveg ótrúlegt hvað það virðist veljast pirrað og neikvætt fólk í þessi störf sem byggjast að miklu leyti á mannlegum samskiptum!!

Og ótrúlegt hvað þetta fólk nær að soga úr manni alla orku.