þriðjudagur, janúar 08, 2008

Próflestur

Þá er aftur komið að lærdómnum. Stam, málstol og skarð í vör og góm er meðal viðfangsefna fyrir næsta próf. Það virðist með öllu óyfirstíganlegt að komast í gegnum allt þetta efni. Ég tek bara Íslendinginn á þetta og segi: þetta reddast!
Tilhlökkun fyrir heimferðinni truflar að sjálfsögðu líka (alltaf ágætt að hafa afsökun ;) ), auk þess sem foreldrafundir og leikfimiferðir unganna setja strik í reikninginn. Daman byrjar í skóla í haust og nú keppast skólinn og leikskólinn að komast að því hvort hún sé hæf til þess eður ei. Hún er fyrir löngu tilbúin að fara í skóla. Er orðin hundleið í leikskólanum og horfir dreymin á Hjalleseskolen (sem er skólinn sem hún fer í) í hvert sinn er við göngum þar framhjá, sem er tvisvar á dag. Þar sem aldurinn færist yfir hana þá er hún farin að gera ýmsar kröfur varðandi heimilishaldið. Síðast í gær barst katta- og hundaumræðan aftur upp á borð. "Það er ekkert mál að fá kött, mamma, þú þarft þá bara að flytja eitthvað annað!" var svarið sem ég fékk þegar ég sagði henni að ég hefði ofnæmi fyrir köttum. Skvísan hefur svör við öllu!

Í gærkvöldi horfðum við hjónin svo á Stelpurnar í boði annað hvort Arnars eða Heiðu, hef ekki hugmynd um hvort þeirra á herlegheitin. Þar flóðu margir góðir brandarar og ég læt þennan fylgja, án allra fordóma, það vita þeir sem mig þekkja ;)

"Kona sem er órökuð að neðan er ekki kona, heldur api."

Þar hafið þið það!

3 ummæli:

Heiðagella sagði...

Sko... ég er alveg saklaus af að eiga fyndnina, ég bara á það til að lána það sem ég hef í láni (þó með góðu leyfi>o)
Tek svo undir þetta með að taka bara nettan íslending á prófamálin, á það líka einmitt til... og alltaf hefur það reddast....
luvja..
Heiðagella

Ágústa sagði...

Hahaha finnst þessi frekar góður hjá Bríeti :) Ágústi hefur ekki dottið þetta í hug ennþá... Við ættum þá kannski að fá okkur íbúð saman bara og þeir frændur geta búið með dýragarðinn:)

Bestu kveðjur,
Ágústa

Arnar Thor sagði...

Talandi um lærdóm(a) sá fína náttúrulífsmynd í gær...eftir miðnættið...dró "lær" dóm af því.

Gott að þurfa ekki mæta í munnlegt þar.