miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Nákvæmlega ekkert

Þá eru fyrstu þrír dagar starfsnámsins í Nyborg liðnir. Við lærum heilan helling. Börnin eru æðisleg, opin og dugleg. Ekki skemmir það heldur að við fáum að kynnast Fjóni á annan hátt en áður. Þökk sé www.krak.dk að ég rata á þá staði sem ég á að mæta á, því án þeirrar síðu væri mér það ómögulegt að finna blessuðu sveitabæina sem við heimsækjum. Því við erum meira og minna í smábæjum í kringum Nyborg og Ørbæk. Á þessum örfáu dögum hefur okkur líka tekist að læra fyrstu reglu talmeinafræðinga, sem er að borða helst ekkert. Það er mér lífsins ómögulegt, svo ég þakka fyrir þann tíma sem ég fæ í bílnum þegar ekið er á milli staða, þar treð ég í mig og þamba vatn.

Á morgun kemur svo Inga Birna. Það verður stuð að fara til Köben og hitta hana og Boggu! Jahú! Óléttudjamm!

Fór reyndar líka á smá "djamm" um helgina þegar mostrurnar Sigfríð og Berglind voru hér í borg. Reyndar skundaði ég heim eftir borðhaldið, en það var ljúft að hitta kerlurnar.

Góðar stundir!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar
Mig langaði bara rétt svona að fá að þakka ykkur fyrir síðast, þetta var voðalega ljúft kvöld hjá okkur, yndisleg að hitta ykkur.
Sjáumst vonandi bara sem allra fyrst.
Hafið það gott þangað til,
knús og kossar.
kveðja Sigfríð ammabeib
p.s. og góða skemmtun með Ingu Birnu