laugardagur, mars 15, 2008

Að vera eða vera ekki ríkur!

Silvio Berlusconi er búinn að finna svarið, hið eina rétta svar, við fátæktinni. Að sjálfsögðu nær maður sér bara í ríkan karl! Þá þarf maður ekkert að vinna. Þá hverfa áhyggjurnar af því að hafa ekki stabíla vinnu og öllum líður betur! Nema hvað, hann gleymir því kannski að það hafa ekki allir "aðgang" að ríkum mönnum og þar af leiðandi verða margar kvennanna að "nojast" við fátækari menn sem gerir það að verkum að þær þurfa, og ótrúlegt nok, þeir líka, að vinna til að afla sér viðurværis. Stundum væri gaman að svipta þessa gæja, sem allt eiga, öllu og skella þeim í láglaunastörfin, ekki einn dag, ekki eitt ár, heldur í að minnsta kosti fimm ár, svo þeir fái nasaþefinn af því hvernig það er að vera til í þeirri veröld sem lang flestir þekkja. Ég veit að Berlusconi var víst bara að grínast með svari sínu, en kommon!

Eigið góða helgi!

Engin ummæli: