sunnudagur, mars 12, 2006

26

Mikið getur maður verið klikkaður. Á árunum í kringum fermingu hlakkaði ég alveg svakalega til þess að verða 26 ára. Ég veit ekki hvers vegna, en þessi tala var eitthvað svo heillandi. Ég trúði því að þá yrði ég búin að mennta mig og komin á vinnumarkaðinn, búin að stofna fjölskyldu og gæti leyft mér hvað sem er! Utanlandsferðir tvisvar, ef ekki þrisvar, á ári og sumarbústaður í kyrlátu rjóðri í fallegum dal á Íslandi. Veit ekki hvers vegna, en þetta stóðst ekki og kemur trúlega ekki til með að standast hvursu gömul sem ég verð. Ég vona þó að ég fái einhvern tímann fasta vinnu þegar ég er búin með námið, fjölskyldan er jú komin (allavega hluti hennar) en sumarbústaðurinn lætur bíða eftir sér og mér finnst ekki taka því að blæða í utanlandsferðir nema til þess að setjast að í nýju landi. Þessum framtíðardraumi mínum skorti alla almenna skynsemi og hann var alveg laus við hugsunina um þær áhyggjur og pælingar sem fullorðinsárunum fylgir. Í dag þegar ég færist óðum nær þrítugsaldrinum vildi ég hins vegar óska þess að hafa áhyggjuleysi unglingsáranna, ég vildi óska þess að maður þyrfti ekki að greiða neina reikninga og að maður hefði ekki hugmynd um fjárhagsstöðu heimilisins (þið þurfið þó ekki að fara að hafa áhyggjur af okkur, hér er allt í fína) og gæti bara eytt þeim peningum sem manni áskotnast í föt og fleira skemmtilegt. Börnunum harðneita ég þó að skila, sem og eiginmanninum.

Já, þær eru furðulegar þessar hugmyndir um fullorðinsárin sem maður hefur sem unglingur.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já ofsalega hefur maður nú verið áhyggjulaus í den!!! og með skrýtnar hugmyndir í kollinum.
kv. Lilja

Nafnlaus sagði...

Hvenær áttu afmæli Addý? Þú sendir vonandi út þrítugsviðvörun. Ég man að ég átti mjög bágt þegar ég varð þrítug, fannst hræðilegt að þurfa að segja að þessa tölu enda fannst mér ég ekki deginum eldri en 28. Núna myndi ég fagna þessum aldri en verð að viðurkenna að ég hræðist þann sem ég er á. Hins vegar get ég huggað þig við að með aldrinum verður maður vitrari og líður þ.a.l. betur með sjálfan sig.

Nafnlaus sagði...

Ja hérna.....
þú pælir haha ég man eimmitt sem unlingur hugsaði ég þegar að ég verð 25 og mér fannst það gamalt... en núna á 28 árinu fynst mér ég bara yngri með hverjum deginum knússss
kv
Hronnslan þin..

Nafnlaus sagði...

Já elsku Addý mín 1apríl nálgast óðum og 28 árin verða að veruleika ;) ég er nú ekki nema 24 enn verð 25 á þessu ári og kvíður pínu fyrir því, því þá verð ég svona nokkurn veginn orðinn fullorðin hehehe...

Love ya

Elva Dögg sagði...

mér þótt alltaf flottast að vera 28 ára. allar barbídúkkurnar mínar voru 28. það er einmitt að ári hjá mér! hmmm. ætli mér muni líða eins og dream family barbí dúkkunni sem var alltaf 28 hjá mér. ég á allavega tvö börn, íbúð og viti menn station bíl. þarf nokkuð meira?