þriðjudagur, maí 02, 2006

Halle Berry heilsar

Ég upplifði stóra draum minn í nótt, í draumi. Ég var Halle Berry á ónefndu skemmtiferðaskipi (ekki þó Herjólfi, þó gaman sé að sigla með dallinum). Um borð í skipinu var herra Brad Pitt líka staddur. Með okkur tókust kynni og í ljós kom að Braddi karlinn var í einhverjum "önderkoverleik". Þrátt fyrir að reyna eins og hann mögulega gat að fara hulduhöfði í skipinu tókst honum því miður ekki betur en svo að upp um hann komst. Eins og sannri kvikmyndahetju sæmir tók ég (Halle Berry) það að mér að bjarga karlgreyinu. Þetta endaði með því að óvinir Pittsins köstuðu syni hans út fyrir borð og ég var neydd til að gera það sama til að bjarga lífi Brads. Svo vel vildi þó til að mitt barn reyndist vera Babyborn-dúkkan hennar Bríetar Huldar, í prjónaða dressinu frá Ólöfu og Jónu. Þegar ég hafði fórnað þessari annars ágætu dúkku var lífi Bradda bjargað og hvernig endaði svo draumurinn? Að sjálfsögðu með KOSSI! Já, vinir mínir, ég hef kysst Brad Pitt og ekki nóg með það, ég hef líka verið Halle Berry! Geri aðrir betur!

Súkkulaðitilvitnun:
"I livets kager, er vennerne chokoladestykkerne."

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært! þá hlýt ég að hafa sofið hjá, já og ekki nóg með það er líka giftur Halle Berry. Frrrrábært. Keep on dreaming honey. Kv frá kallinum ;)

Nafnlaus sagði...

Væri til í svona draum ekkki amalegt að vakna við einn sem þennann! Ertu ekki búin að vera á bleiku skýi í dag?
Ingibjörg

Nafnlaus sagði...

Þú ert eina manneskjan fyrir utan Hauk stjúpson minn sem verður að kvikmyndastjörnu á nóttunni. Ég sé að Helgi tekur þessu ótrúlega vel, ekki margir sem standa upp í hárinu á Brad Pitt.

Nafnlaus sagði...

Jo beib viltu gimm me something of those pills... ég væri alveg til að vera með kroppinn hennar Halle og þurfa endilega að bjarga Pittinum... mig dreymdi bara að kallinn minn hefði kipti niðrum mig buxunum lol á eitthverju diskóteki.... ég var ekkert mjög sátt og best bara að skilja að kallinn er búin að swep my feet... hahahaha ég er fallinn fyrir sveitakallinum knús Hronnslan

Addý Guðjóns sagði...

Já, sveitadurgarnir eru manna bestir! Ég myndi alls ekki vilja skipta Helga út fyrir Pittinn! Hið sama er þó ekki að segja um kroppinn minn og kroppinn hennar Halle Berry ;)

Nafnlaus sagði...

Ja hérna, mig dreymdi Jónsa í svörtum fötum og einhvern ótrúlega sætan fótboltagaur sem ég man ekki hvað heitir. Þeir áttu að gæda mig í gegnum einhverja sýningu og mér fannst það svo fyndið að ég fékk hláturskast og það var ekki hægt að byrja rúntinn fyrir hlátrinum í mér...hehehe var mjög svo hressandi draumur. En ég var ekkert flottari í útliti í draumnum en í raunveruleikanum, því miður!! Annars hefði ég kannski fengið að kyssa Jónsa eða fótboltagaurinn! ;o)

Gangi þér vel að lesa Addý mín og ég er alveg sammála þér með vitleysuna í menntamálunum í Danmörku, eru þeir að reyna að halda háskólanemum af götunum eða hvað?

Addý Guðjóns sagði...

Já, trúlega er thad ástædan. Thad er alltof mikid af fólki á gøtunum thessa dagana, vegna vedurs. Their eru trúlega ad sporna vid thví, íbúafjøldinn er thad mikill ad thad er ekki nóg pláss fyrir alla. Thess vegna brugdu their félgar á thad rád ad halda háskólanemum inni thar til flestir eru ordnir leidir á thví ad vera úti ;)

Nafnlaus sagði...

Ertu viss um að þetta hafi ekki bara verið ég haha kveðja Berglind

Nafnlaus sagði...

Endilega kíkið á www.draumur.is og fáið spáð í þessa drauma, mæli með því:)

Nafnlaus sagði...

Vá mig dreymir mikið kjaftæði en ekki að ég þurfi að bjarga leikurum. Mig dreymdi reyndar einu sinni að ég yrði að vita einhvern kóða til smitast ekki af einhverri veiru og var ég allt í einu komin í myndina break out minnir mig að hún heiti. Kyssti enga flotta gaura þar :(