föstudagur, nóvember 16, 2007

Er mannslíf einskis virði?

Ég veit að maður á að bera virðingu fyrir hinum ýmsu siðum, venjum og trúarbrögðum og það reyni ég eftir fremsta megni að gera. En hvernig er hægt að bera virðingu fyrir fólki sem leyfir sér að framkvæma þetta?
Ég skil ekki svona. Ærumorð og -meiðingar virðast heldur vera regla en undantekning hjá þeim þjóðarbrotum sem koma frá miðausturlöndum, hvort sem þeir eru búsettir í heimalandi sínu eða í öðrum löndum, eins og reynslan hefur sýnt fram á hér á Norðurlöndum.
Hræðilegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Addý mín. Viltu muna að svartir sauðir eru í hverri hjörð. Yfirfærðu ekki verknað eins manns á allt mannlífið. Flest búum við í sátt og samlyndi - líka fólk af ólíku bergi brotnu.

Kveðja, Milla.

Addý Guðjóns sagði...

Já, það er svo sannarlega rétt hjá þér. Enda flestir úr þessum heimshluta án efa alveg yndislegt fólk. Hef kynnst nokkrum. Þetta var meira skrifað í hita leiksins, ég er jú hrútur ;) Hitt er annað mál að ég fæst ekki til að skilja réttlætingu fyrir ærumorðum og -meiðingum.