föstudagur, nóvember 23, 2007

Slen

Ótrúleg leti, þreyta og droll einkennir heimilislífið þessa dagana. Ég skelli skuldinni að sjálfsögðu á ferðalangann sem hefur tekið sér bólfestu í kroppnum mínum. Svo slæmt er þetta orðið að fólk er farið að kvarta yfir því að komast ekki framhjá garðinum sökum óklipptra trjáa, svo það er spurning að fara að gera eitthvað í þeim málum. Það ætti ekki að taka svo langan tíma. Reyndar ætla ég að skella mér í jólabakstur á morgun á meðan Helgi er í vinnunni. Ætli ég fái ekki spræka unga til liðs við mig. Tegundir morgundagsins eru reyndar ekki útvaldar enn, en ég geri ráð fyrir einni brúnni lagtertu og svo eins og einfaldri uppskrift af einhverri sniðugri sort. Svo mikill er slappleikinn hér á bæ að ég er meira að segja að spá í að vera snemma með jólaskrautið í ár, svona til að létta lundina aðeins og vonast eftir smá orkukipp við ljósasjóvið sem við ætlum að setja upp. Það er óskandi að það takist, enda þarf að skila svona eins og einni ritgerð fyrri 20. des. og svo tekur við próflestur, svo ekki fer mikill tími í jólabókalestur þessi jólin frekar en þau tvö fyrri. Jólabókin mín í ár er Cleft Palate Speech. Mæli eindregið með henni!
Hef þetta ekki lengra að sinni. Ég ætla að koma mér í búðina að kaupa fyrir baksturinn áður en ég dríf mig á fyrirlestur uppi í skóla og svo á jólafrúkost! Jahú!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja, Addý. Þú borðar greinilega ekki nógu mikið súkkulaði ... say no more!

Kveðja úr frostinu,
Milla vanilla.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir samveruna á laugardaginn.
Jólaljósin hér í bæ eru sko gullfalleg,

Og Addý mín þú lítur æðislega út.
Njóttu þess á meðán þú getur að vera í leti, það verður sko nóg að gera með 3 stykki falleg börn.

Knúsar og kram
Love ya

Nafnlaus sagði...

Á ekki að senda mér eitt stykki köku eða svo?
Ég myndi ekki hata það;)
Helst með miklu súkkulaði:P