mánudagur, júlí 14, 2008

Nammiminningar

Ótrúlegt hvað pikkar í minningarnar hjá manni. Helgi kom galvaskur heim með nammi handa frúnni um daginn. Meðal sætindanna var pakki með blönduðu súkkulaðisælgæti, allskonar á litinn, grænt, hvítt, brúnt og svo framvegis. Súkklaðibitar með hnetum, súkkulaðihúðaðar rúsínur og fleira skemmtilegt. Mig minnir að góssið heiti Bridge blandning eða eitthvað svoleiðis. Þannig er að amma Ellý átti oft svona nammi og mér fannst það alveg hræðilega vont. Því er hins vegar ekki að skipta í dag, þetta er nýjasta trendið á þessu heimili, sem og hnetusúkkulaði, sem einnig var alltaf hægt að fá hjá ömmu með kaffinu. Ummm... nammi, namm... Kannski eru það góðu minningarnar um ömmu sem gerir nammið betra. Það kæmi mér ekki á óvart.

Annars var helgin góð. Ágústa og gemlingar í mat á föstudaginn, leti, vinna og hjólakaup í gær (já, ég er búin að festa kaup á hjóli í afmælisgjöf frá bónda og börnum og fæ það á morgun! Jibbíííííí!) og flugdrekahlaup í Fruens Böge í dag, sem og heimsóknir góðra vina til okkar. Harpa og Hákon kíktu yfir og svo kom Heiða með hersinguna sína, þau Hillu, Skúla og börn og svo dreif hún ungana sína líka með hingað yfir.

Nú er hins vegar komið að háttatíma. Eigið góða nótt, kæru vinir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar frænka!
Já að horfa á sjónvarpið með súkkulaðirúsínur og hnetusúkkulaði það minnir Ellý okkar!
Bestu kveðjur af "Skerinu" góða.
Solla og co

Nafnlaus sagði...

Hellú,

ég man alveg eftir þessu nammi, var ekki hrifin af því í gamla daga en það er kannski spurning að fara að gefa því annan séns? ;o)
Við familían eru aaalveg að detta í sumarfríið - bara þessi dagur eftir og svo tekur bara kósiheit við.

Kveðjur,

Lísa