Í dag verður þriggja ára félagi minn og "frændi" Sveinn Elí Helgason, ég óska honum hér með til hamingju með daginn!
Ég stóð áðan við eldhúsgluggann og fylgdist með dúfupari sem er að gera sér hreiður í trénu sem er þar fyrir utan. Ég gat ekki annað en dáðst að samvinnuhæfðni parsins. Þau eru reyndar enn að og búin að vera í allan dag og verða trúlega fram á kvöld. Karlinn stekkur niður úr trénu til að leita að góðri grein í hreiðurgerðina, hann leggur mikið upp úr því að fá góða grein því hann tekur eina og eina upp og kíkir á þær og velur svo þá best tilföllnu svo svífur hann aftur upp í tréð til sinnar heittelskuðu og kemur greininni fyrir, spússan lagar greinina svo til svo betra sé að liggja á henni. Kvenfuglinn liggur á hreiðrinu, svo ég geri ráð fyrir því að hún sitji á eggjunum eða sé við það komin að verpa. Það er ótrúlegt að fylgjast með samvinnunni hjá parinu.
En að öðru.
Ég fór á Eivarar tónleika í Præstø á Sjálandi á föstudagskvöldið ásamt Kristrúnu. Það var alveg geggjað. Hún er mikið meiri músíkant en ég hafði gert mér grein fyrir. Hún hélt tónleikunum svotil ein uppi, reyndar hafði hún einn félaga sinn með sem spilaði á eitt og eitt hljóðfæri sem einskonar röddun frekar en undirleik, auk þess sem hann söng rödd í einstaka lagi. Þetta voru alveg meiriháttar tónleikar. Þetta var í litlu bíóhúsi í bænum og minnti mest á Stuðmenn í myndinni "Með allt á hreinu" þegar þeir fóru í hvert krummaskuðið á fætur öðru og héldu tónleika. Við sátum við langborð á einskonar dansgólfi sem liggur milli senunnar og bíóstólanna og fengum snakk og kertaljós, sem gerði tónleikana ennþá persónlegri. Ég mæli eindregið með Eivøru!
Á laugardaginn komu Hildur, Bjarki, Hrafnkell Ari og Ásrún í smá heimsókn. við höfðum það voða kósý og dúlluðum okkur í bæinn eftir lokun og lölluðum okkur bara á leikvöll í gærdag þegar liðið var vaknað. Borðuðum góðan grillmat og fengum okkur eftirrétt. Allt voða notó. Þegar við höfðum séð til þess að þau næðu lestinni ókum við á fund fermingarbarnsins Hrundar Jóhannsdóttur þar sem vel var hægt að troða í sig af ýmsum kræsingum. Ummm... vildi að ég væri í afgöngum þar núna ;) Í fermingarveislunni birtist Þórdís Steinarsdóttir okkur að óvörum. Við ætlum okkur að ræna henni eina kvöldstund frá ættingjunum í norðurbænum áður en hún fer heim.
Jæja, best að fara að drífa sig út í góða veðrið að lesa.
Adios amigos!
mánudagur, apríl 30, 2007
fimmtudagur, apríl 26, 2007
Sumarið er komið!
Eitthvað hefur sólin lagst á blogghendur mínar undanfarið. Hér er sól og hiti, algert sumar! Ummm... ekki amalegt að flatmaga á veröndinni, móka í huggulegheitum á mjúkum pullunum undir sólhlífinni með einn ískaldann! Þetta truflar reyndar svolítið tilvonandi próflestur, en eins og alþjóð veit reddast þetta! ;)
Til að ýta undir gleði okkar fjölskyldunnar kíktu Gummi, Solla og Karítas Björg á okkur í vikunni, þau komu á föstudaginn og fóru í gær. Það var notalegt að hafa þau, takk fyrir komuna kærust! Það fór reyndar lítið fyrir litlu Maríubakkafjölskyldunni, einn túr í bæinn og Zoo var það helsta sem gert var. Svo skruppu þau til Árósa og fóru sjálf í mekka sjoppugleðinnar Bilka og Rosengaardcentret. Nú njóta þau sumarsins í höfn kaupmannanna.
Megi sumarið heilsa landanum!
Adios.
Til að ýta undir gleði okkar fjölskyldunnar kíktu Gummi, Solla og Karítas Björg á okkur í vikunni, þau komu á föstudaginn og fóru í gær. Það var notalegt að hafa þau, takk fyrir komuna kærust! Það fór reyndar lítið fyrir litlu Maríubakkafjölskyldunni, einn túr í bæinn og Zoo var það helsta sem gert var. Svo skruppu þau til Árósa og fóru sjálf í mekka sjoppugleðinnar Bilka og Rosengaardcentret. Nú njóta þau sumarsins í höfn kaupmannanna.
Megi sumarið heilsa landanum!
Adios.
fimmtudagur, apríl 12, 2007
mánudagur, apríl 09, 2007
Berlín, Berlín, Berlín
Ferðin til höfuðborgar Þýskalands var hreint út sagt frábær í alla staði. Þetta er alveg yndisleg borg. Meira að segja klósettin eru æðisleg, sótthreinsuð og flott.
Við komum seinnipartinn á fimmtudaginn og ákváðum að vera ekkert að rembast við neitt þá, heldur komum okkur fyrir og kíktum í kringum okkur í miðbænum, fórum svo á ítlalskan pítsastað og fengum okkur í gogginn. Á föstudaginn langa fórum við í dýragarðinn og kíktum á hann Knút, ísbjarnarhúninn knáa sem búinn er að sigra heiminn. Hann var að sjálfsögðu rosalega sætur, sem og afturendinn á pöndunni, flóðhestarnir og öll hin dýrin. Ég mæli eindregið með ferð í dýragðinn í Berlín, hann er flottur, fínn og temmilega stór. Eftir dýragarðsferðina héldum við á McDonald´s til að seðja sárasta hungrið, enda dugðu Duncin Donuts snúðarnir skammt. Eftir að við vorum búin að troða okkur út af amerískum skyndibitum héldum við á Alexander Platz þar sem við kíktum á markað og röltum þaðan eftir Unter den Linden, áleiðis að Brandenburger Tor. Það var margt að skoða á leiðinni og við kíktum inn í nokkrar túristabúðir um leið og við skoðuðum allar fallegu byggingarnar sem á vegi okkar urðu. Þegar komið var að hliðinu sjálfu skelltum við okkur á Starbucks Coffee og fengum okkur að drekka. Eftir að hliðið hafði verið skoðað í krók og kima og myndir teknar af björnum, úlfhundum og fleiri kynjaverum fórum við í klukkutíma siglingu um borgina, það var rosa gaman. Við fórum af stað frá Dómkirkjunni og komum þar upp aftur. Við sigldum framhjá mörgum merkilegum stöðum og byggingum, en sökum háværra barna og athyglissjúkra fór mest af því sem "gædinn" sagði framhjá okkur, en það skiptir litlu, við nutum útsýnisins og ölsins. Að ferðinni lokinni komum við við á Kentucky Fried þar sem við skófluðum í okkur kjúklingabitum og meðþví. Þegar þessi amerískanskættaðimatardagur var að kvöldi kominn héldum við heim á leið og hvíldum lúin bein. Laugardagurinn var stóri sjoppingdagurinn. Þegar búðarrápinu var lokið um tvöleytið og búið að kíkja á aðra hverja flík í H&M, Zara og fleiri skemmtilegum búðum fórum við á markað rétt fyrir utan miðbæinn, hann var ekkert merkilegur, olli heldur vonbrigðum en hitt, en við duttum í leiðinni inn á þennan fína leikvöll sem gemlingarnir fengu útrás á. Þegar börnin höfðu fengið sína útrás á leikvellinum héldum við í múrleiðangur. Við kíktum á tvo staði þar sem leifar eru af múrnum, báðir eru þeir við Potsdamer Platz, fyrir þá sem eru kunnugir staðarháttum í Berlín. Við sáum meðal annars rústir af neðanjarðarbyrgi Gestapo og gamlan varðturn. Á leiðinni til baka missti ég Helga inn í Clarks-skóbúð þar sem kauði keypti sér frekar flotta sandala fyrir sumarið. Þegar hingað var komið var klukkan farin að nálgast kvöldmatartíma all ískyggilega og því var haldið upp á hótel og þar höfð fataskipti, svo brunuðum við með S-Bahn að Zoologischer Garten og fengum okkur rosa góðan kínverskan mat á frábærum veitingastað. Þar settust Íslendingar á næsta borð við okkur, frekar skondið þar sem þetta var eina skiptið sem ég heyrði íslensku í umhverfinu í ferðinni. Andrea hafði heyrt í einhverjum klakabúum inni í H&M fyrr um daginn. Á veitingahúsinu smakkaði ég heldur undarlegan öl, bjór með piparmyntudropum í, grænan á lit og smakkaðist, ja... ekki eins vel og venjulegur bjór. En allt verður maður að prófa!
Það voru heldur þreyttir ferðalangar sem héldu upp á hótelherbergi í Charlottenburg eftir góðan dag í túristaleik. Á páskadagsmorgun héldum við snemma af stað í Fernsehturm þar sem hægt er að njóta útsýnisins yfir borgina úr 203-207 m hæð yfir sjávarmáli. Þetta er nokkuð góð upplifun og gaman að hafa borgina í Panoramaútsýni. Við skutumst á kaffihúsið sem liggur í rúmlega 207 m hæð og fengum okkur smá í gogginn. Kaffihúsið róterast og því er hægt að fara heilan og jafnvel fleiri hringi á meðan maður nýtur góðs yfirlætis starfsfólksins. Við vorum svo sniðug að fara að ráðum Erlu, sem býr hérna í Óðinsvéum, og fara snemma morguns að turninum, því þegar við komum var svotil engin röð, en þegar við fórum aftur, var röðin orðin nokkuð hundur metrar að lengd.
Að útsýnisferðinni lokinni héldum við svo áleiðis að hótelinu þar sem bíllinn beið fullur af dóti og ókum af stað heimleiðis.
Notaleg ferð með góðu fólki.
Ég mæli eindregið með Berlín! Fólkið þar er afskaplega viðkunnanlegt og hjálplegt, býður fram aðstoð um leið og það sér að maður þarf á henni að halda. Borgin er einstaklega hrein og falleg, að mínu mati í það minnsta og ég hreinlega heillaðist af klósettmenningu Þjóðverjans! Þó það kosti eitthvað að hafa hægðir og létta á sér, þá skipti það engu, því klósettin voru hrein og í flestum tilfellum mjög nýtískuleg!
Það eru myndir inni á heimasíðunni hjá krökkunum fyrir áhugasama!
Við komum seinnipartinn á fimmtudaginn og ákváðum að vera ekkert að rembast við neitt þá, heldur komum okkur fyrir og kíktum í kringum okkur í miðbænum, fórum svo á ítlalskan pítsastað og fengum okkur í gogginn. Á föstudaginn langa fórum við í dýragarðinn og kíktum á hann Knút, ísbjarnarhúninn knáa sem búinn er að sigra heiminn. Hann var að sjálfsögðu rosalega sætur, sem og afturendinn á pöndunni, flóðhestarnir og öll hin dýrin. Ég mæli eindregið með ferð í dýragðinn í Berlín, hann er flottur, fínn og temmilega stór. Eftir dýragarðsferðina héldum við á McDonald´s til að seðja sárasta hungrið, enda dugðu Duncin Donuts snúðarnir skammt. Eftir að við vorum búin að troða okkur út af amerískum skyndibitum héldum við á Alexander Platz þar sem við kíktum á markað og röltum þaðan eftir Unter den Linden, áleiðis að Brandenburger Tor. Það var margt að skoða á leiðinni og við kíktum inn í nokkrar túristabúðir um leið og við skoðuðum allar fallegu byggingarnar sem á vegi okkar urðu. Þegar komið var að hliðinu sjálfu skelltum við okkur á Starbucks Coffee og fengum okkur að drekka. Eftir að hliðið hafði verið skoðað í krók og kima og myndir teknar af björnum, úlfhundum og fleiri kynjaverum fórum við í klukkutíma siglingu um borgina, það var rosa gaman. Við fórum af stað frá Dómkirkjunni og komum þar upp aftur. Við sigldum framhjá mörgum merkilegum stöðum og byggingum, en sökum háværra barna og athyglissjúkra fór mest af því sem "gædinn" sagði framhjá okkur, en það skiptir litlu, við nutum útsýnisins og ölsins. Að ferðinni lokinni komum við við á Kentucky Fried þar sem við skófluðum í okkur kjúklingabitum og meðþví. Þegar þessi amerískanskættaðimatardagur var að kvöldi kominn héldum við heim á leið og hvíldum lúin bein. Laugardagurinn var stóri sjoppingdagurinn. Þegar búðarrápinu var lokið um tvöleytið og búið að kíkja á aðra hverja flík í H&M, Zara og fleiri skemmtilegum búðum fórum við á markað rétt fyrir utan miðbæinn, hann var ekkert merkilegur, olli heldur vonbrigðum en hitt, en við duttum í leiðinni inn á þennan fína leikvöll sem gemlingarnir fengu útrás á. Þegar börnin höfðu fengið sína útrás á leikvellinum héldum við í múrleiðangur. Við kíktum á tvo staði þar sem leifar eru af múrnum, báðir eru þeir við Potsdamer Platz, fyrir þá sem eru kunnugir staðarháttum í Berlín. Við sáum meðal annars rústir af neðanjarðarbyrgi Gestapo og gamlan varðturn. Á leiðinni til baka missti ég Helga inn í Clarks-skóbúð þar sem kauði keypti sér frekar flotta sandala fyrir sumarið. Þegar hingað var komið var klukkan farin að nálgast kvöldmatartíma all ískyggilega og því var haldið upp á hótel og þar höfð fataskipti, svo brunuðum við með S-Bahn að Zoologischer Garten og fengum okkur rosa góðan kínverskan mat á frábærum veitingastað. Þar settust Íslendingar á næsta borð við okkur, frekar skondið þar sem þetta var eina skiptið sem ég heyrði íslensku í umhverfinu í ferðinni. Andrea hafði heyrt í einhverjum klakabúum inni í H&M fyrr um daginn. Á veitingahúsinu smakkaði ég heldur undarlegan öl, bjór með piparmyntudropum í, grænan á lit og smakkaðist, ja... ekki eins vel og venjulegur bjór. En allt verður maður að prófa!
Það voru heldur þreyttir ferðalangar sem héldu upp á hótelherbergi í Charlottenburg eftir góðan dag í túristaleik. Á páskadagsmorgun héldum við snemma af stað í Fernsehturm þar sem hægt er að njóta útsýnisins yfir borgina úr 203-207 m hæð yfir sjávarmáli. Þetta er nokkuð góð upplifun og gaman að hafa borgina í Panoramaútsýni. Við skutumst á kaffihúsið sem liggur í rúmlega 207 m hæð og fengum okkur smá í gogginn. Kaffihúsið róterast og því er hægt að fara heilan og jafnvel fleiri hringi á meðan maður nýtur góðs yfirlætis starfsfólksins. Við vorum svo sniðug að fara að ráðum Erlu, sem býr hérna í Óðinsvéum, og fara snemma morguns að turninum, því þegar við komum var svotil engin röð, en þegar við fórum aftur, var röðin orðin nokkuð hundur metrar að lengd.
Að útsýnisferðinni lokinni héldum við svo áleiðis að hótelinu þar sem bíllinn beið fullur af dóti og ókum af stað heimleiðis.
Notaleg ferð með góðu fólki.
Ég mæli eindregið með Berlín! Fólkið þar er afskaplega viðkunnanlegt og hjálplegt, býður fram aðstoð um leið og það sér að maður þarf á henni að halda. Borgin er einstaklega hrein og falleg, að mínu mati í það minnsta og ég hreinlega heillaðist af klósettmenningu Þjóðverjans! Þó það kosti eitthvað að hafa hægðir og létta á sér, þá skipti það engu, því klósettin voru hrein og í flestum tilfellum mjög nýtískuleg!
Það eru myndir inni á heimasíðunni hjá krökkunum fyrir áhugasama!
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Þá er komið að því!
Berlin here we come!
Til lukku með daginn Sigfríð! Til lukku með morgundaginn amma, Binni og Arnar!
Góða ferð til Mílanó elsku amma mín! Ég bið að heilsa Hafþóri, Gerðu og gemlingunum öllum.
Knússsssssssssssssssar...
Til lukku með daginn Sigfríð! Til lukku með morgundaginn amma, Binni og Arnar!
Góða ferð til Mílanó elsku amma mín! Ég bið að heilsa Hafþóri, Gerðu og gemlingunum öllum.
Knússsssssssssssssssar...
mánudagur, apríl 02, 2007
Komin á 30. aldursár!
Þá er 29. afmælisdagurinn liðinn og mér líður bara nokkuð vel, enda enn á þrítugsaldri! Hehehe... Dagurinn í gær var mjög góður, við brunuðum til höfuðstaðarins til að sækja hana Andreu litlu systur (sem reyndar er ekkert svo lítil lengur, þó hún sé enn minni en ég! nananananana!), við tókum ferðina reyndar með trukki og byrjuðum í IKEA, áður en systirin lenti. Þar hömstruðum við sitt lítið af hverju, þá aðallega römmum, svona til að setja kindurnar barnanna upp á vegg og gera eldhúsið og svefnherbergið svolítið hlýlegra. Þegar Andrea hafði bæst í hópinn skelltum við okkur í dulargervi túrista og kíktum á litlu hafmeyjuna, sem olli verulegum vonbrigðum hjá prinsessunni á bænum (þeirri yngri þ.e.a.s., þær eru jú tvær núna ;) ), þetta var stytta! Skvísan átti jú von á því að þarna svamlaði rauðhærð snót í grænum fötum og með flottan sporð! Faðirinn útskýrði fyrir henni að ef Ariel (sem er Disneyfígúran fyrir litlu hafmeyjuna, fyrir þá sem ekki vita) færi upp úr sjónum yrði hún að styttu. Styttan var þess vegna einu sinni lifandi lítil hafmeyja og deginum var bjargað hjá ungu dömunni. Eftir sjokkið hjá hafmeyjunni, smá twixát og hlaup um græna bala, ansi litla reyndar, héldum við í Kristjaníu. Þar var heldur betur áhugavert um að litast og við virtumst skerast úr, við sem vanalega teljum okkur obboð venjuleg, erum það greinilega ekki á Kristjanískan mælikvarða. Ég verð að viðurkenna að mér þótti staðurinn heldur subbulegur og leið ekkert alltof vel með gemlingana mína þarna. En áhugavert var þetta og hrein skylda að kíkja þangað ef maður á leið um Kaupmannahöfn. Frá fríríkinu lá leiðin í Slot Christiansborg, sem er ansi flott. Við kíktum á safn sem er þar í kjallaranum. Þar er hægt að skoða rústir gamalla borga sem áður hafa staðið á sama stað, allt frá tímum Absolons borgar, sem reist var þarna á 12. öld. Þetta var mjög skemmtilegt að skoða. Bríeti Huld þótti þetta líka mjög spennandi, móðurinni til mikillar gleði.
Þar sem við vorum stödd í Kaupmannahöfn ákváðum við að kíkja á Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset stóð þar til fyrir stuttu. Eftir ökutúrinn héldum við á Strikið í spátsitúr og lukum ferðinni á því að fá okkur þessar dýrindis pítsur á veitingastaðnum Mama Rosa. Ummm... svo bauð Andrea upp á ís á eftir. Það var því glöð og kát fjölskylda sem ók heim á leið eftir góðan dag í gamla höfuðstað Frónsins.
Þegar heim var komið reif Andrea upp úr töskunni sinni með góðri hjálp litlu systkinanna á Bláberjavegi! Það var ýmislegt forvitnilegt sem gægðist upp úr töskunni! Við þökkum öll fyrir allar gjafirnar! Takk fyrir okkur.
Ég þakka líka sjálf fyrir allar fallegu gjafirnar og hamingjuóskirnar sem ég fékk í tilefni gærdagsins! Það er eiginlega ótrúlegt að ég skuli enn vera að fá svona margar gjafir! Takk fyrir mig!
Eigið góða dymbilviku!
Þar sem við vorum stödd í Kaupmannahöfn ákváðum við að kíkja á Jagtvej 69 þar sem Ungdomshuset stóð þar til fyrir stuttu. Eftir ökutúrinn héldum við á Strikið í spátsitúr og lukum ferðinni á því að fá okkur þessar dýrindis pítsur á veitingastaðnum Mama Rosa. Ummm... svo bauð Andrea upp á ís á eftir. Það var því glöð og kát fjölskylda sem ók heim á leið eftir góðan dag í gamla höfuðstað Frónsins.
Þegar heim var komið reif Andrea upp úr töskunni sinni með góðri hjálp litlu systkinanna á Bláberjavegi! Það var ýmislegt forvitnilegt sem gægðist upp úr töskunni! Við þökkum öll fyrir allar gjafirnar! Takk fyrir okkur.
Ég þakka líka sjálf fyrir allar fallegu gjafirnar og hamingjuóskirnar sem ég fékk í tilefni gærdagsins! Það er eiginlega ótrúlegt að ég skuli enn vera að fá svona margar gjafir! Takk fyrir mig!
Eigið góða dymbilviku!
laugardagur, mars 31, 2007
Raddþjálfun og fleira
Eitthvað hafa puttarnir verið óviljugir að pikka í lyklaborðið þessa vikuna. Það hefur líka lítið verið fréttnæmt undanfarna daga. Það helsta er kannski að Karítas Kristel hennar Heiðu er búin að vera hjá okkur síðan á miðvikudag. Reyndar var kennslan þessa vikuna nokkuð skemmtileg. Við fengum þennan fína audiologopæd frá norður Jótlandi, sem reyndar er sænsk, til okkar. Hún kenndi okkur ýmsar öndunar- og raddæfingar með ansi líflegum hætti. Það er ekki amalegt þegar maður er látinn reysa sig af flatbotnanum og takast á við æfingar. Skemmtilegt, skemmtilegt. Hún var líka svo lífleg og skemmtileg og gott ef hún tali bara ekki betri dönsku en dönsku kennararnir, í það minnsta þurftu sellurnar ekkert að einbeita sér neitt sérstaklega við hlustun. Flottur kennari hún Jenny Iwarssen, eða var það son? Ég man það ekki. Í miðvikudagstímanum hjá henni hollensku Mieke var farið í afslöppunaræfingar, það er notó! Eitthvað sem maður ætti að gera á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Maður verður endurnærður eftir þessar æfingar. Mieke er með okkur í raddþjálfun, því að sjálfsögðu þurfum við að vita hvernig slík þjálfun fer fram svo við sjálfar getum tekið þetta að okkur. Já, þetta er búin að vera ansi lífleg og skemmtileg vika í skólanum.
Framundan er svo kaffi hjá Ragnhildi og Mána. Ragnhildur átti afmæli í gær og ég óska henni hér með til lukku með daginn! Afmælisdeginum mínum ætlum við fjölskyldan að eyða í Kaupmannahöfn þar sem við ætlum að sækja litlu syss sem ætlar að vera hjá okkur yfir páskana. Í tilefni páskanna höfum við ákveðið að fara til Berlínar. Haldið verður af stað á fimmtudaginn og komið heim á páskadag, trúlega seint. Mikið afskaplega hlakka ég til. Reyndar er skjárinn á myndavélinni brotinn, en það verður vonandi hægt að redda myndatökum með litla gatinu, eins og í gamla daga.
Svo eru smá skilaboð til Ingu Birnu: Ég er búin að kaupa kjólinn fyrir brúðkaupið í sumar, svo ég er alveg að verða reddý!
Knúsar og óskir um góða helgi...
Framundan er svo kaffi hjá Ragnhildi og Mána. Ragnhildur átti afmæli í gær og ég óska henni hér með til lukku með daginn! Afmælisdeginum mínum ætlum við fjölskyldan að eyða í Kaupmannahöfn þar sem við ætlum að sækja litlu syss sem ætlar að vera hjá okkur yfir páskana. Í tilefni páskanna höfum við ákveðið að fara til Berlínar. Haldið verður af stað á fimmtudaginn og komið heim á páskadag, trúlega seint. Mikið afskaplega hlakka ég til. Reyndar er skjárinn á myndavélinni brotinn, en það verður vonandi hægt að redda myndatökum með litla gatinu, eins og í gamla daga.
Svo eru smá skilaboð til Ingu Birnu: Ég er búin að kaupa kjólinn fyrir brúðkaupið í sumar, svo ég er alveg að verða reddý!
Knúsar og óskir um góða helgi...
miðvikudagur, mars 21, 2007
mánudagur, mars 19, 2007
Sjálfsagi átvaglsins
Ég byrjaði í nammibindindi í morgun og féll... á hádegi! Fullir skápar af íslensku sælgæti geta varla haldið manni frá nammiátinu. Mig skortir sjálfsaga og mikið af honum! Svo ef þú hefur rekist á vafrandi sjálfsaga, eirðarlausan og áttavilltan þá veistu að hann er minn!
Skilaðu honum!
Skilaðu honum!
fimmtudagur, mars 15, 2007
Søde stemmelæber
Veðrið er ennþá gott og gestirnir eru komnir. Þau komu með fullan poka af Royal-búðing við MIIIIIIIIKINN fögnuð yngstu fjölskyldumeðlimanna, auk þess sem þau færðu okkur ýmislegt annað sem varla er hægt að vera án í útlandinu. Ég skelli inn þakklætiskveðjum hingað þó ég sé búin að þakka þeim formlega. Takk fyrir okkur!
Annars fór ég að skoða raddböndin mín áðan. Þau eru frekar flott að mér skilst, enginn noduli eða cyster eða eitthvað þaðan af verra, bara smá bólga fyrir aftan þau nánar tiltekið fyrir aftan, eða við, cartilago arytenoidea (ísl. könnubrjóskin), ekkert alvarlegt og stafar trúlega af magasýrum. Sveiflunin var góð og eins flott og hægt er að hafa hana í háu tónunum. Mér létti mikið við fréttirnar og stefni ótrauð á mikinn og glæstan frama á söngbrautinni, þegar ég er búin að meika það í talmeinafræðiheiminum.
Eigið áfram góðan dag!
Annars fór ég að skoða raddböndin mín áðan. Þau eru frekar flott að mér skilst, enginn noduli eða cyster eða eitthvað þaðan af verra, bara smá bólga fyrir aftan þau nánar tiltekið fyrir aftan, eða við, cartilago arytenoidea (ísl. könnubrjóskin), ekkert alvarlegt og stafar trúlega af magasýrum. Sveiflunin var góð og eins flott og hægt er að hafa hana í háu tónunum. Mér létti mikið við fréttirnar og stefni ótrauð á mikinn og glæstan frama á söngbrautinni, þegar ég er búin að meika það í talmeinafræðiheiminum.
Eigið áfram góðan dag!
þriðjudagur, mars 13, 2007
Í sól og sumaryl...
Mér datt í hug að smella nokkrum orðum hér inn á þessa blessuðu síðu. Hef, eins og svo oft áður, frá frekar litlu að segja. Er heima með veikan gemling. Elí Berg ældi í morgun svo ég ákvað að vera með hann heima, enda frekar illa liðið þegar foreldrar senda börn sín veik í leikskólann. Þar sem prinsessan mín er nú einu sinni prinsessa fór hún ósjálfrátt að finna fyrir verkjum í maganum og á fleiri stöðu, bróður sínum til samlætis, trúlega liggur hundurinn grafinn í fjórum fullum diskum af Cocoa Puffs, en það er önnur saga. Börnin eru því bæði heima í dag. Mér verður án efa lítið úr verki, ég sem annars ætlaði að vera svo dugleg. Það er tími núna frá 8 til 10 sem ég missi af, en það gerir ekki svo mikið til. Hitt er annað að félagarnir á skrifstofunni í skólanum eru alveg að missa það núna. Í síðustu viku voru settir á okkur einhverjir tímar í kringum páskana sem eru með mætingaskildu. Þetta kemur sér ákaflega illa fyrir marga sem voru búnir að ráðstafa páskafríinu og þurfa þá að breyta því, og það getur kostað skildinginn. Seinnipartinn í gær fengum við svo að vita að það er búið að smella á okkur enn fleiri tímum, bæði í þessari viku og komandi vikum. Það er ansi slæmt fyrir okkur Tinnu þar sem við eigum að mæta á mikilvægan fund á morgun á meðan á kennslu stendur. Við þurfum því að reyna að fá fundinn fluttan en það verður síður en svo auðvelt að finna dagsetningu sem hentar. Það er nokkuð súrt að geta ekki staðið við gefin loforð, því við vorum búnar að samþykkja að vinna alltaf á miðvikudögum, en blessaðir tímarnir lenda meira og minna á þeim dögum. Við möndlum þetta þó einhvern veginn, enda slagorð Íslendinga "þetta reddast!".
Að öðru skemmtilegra. Við hjónin áttum rómantíska stund saman í miðbæ Óðinsvéa í gær, í sól og 16 stiga hita. Frekar notó. Það eru svona stundir sem fá mann til að spyrja sig hvort mann virkilega langi aftur heim á klakann. Þetta var eins og fínn sumardagur á Íslandi, í mars! Í dag sést hins vegar ekki húsa á milli sökum þoku. Það léttir þó seinnipartinn þegar fjölskyldan úr Hafnarfirði mætir á svæðið.
Njótið dagsins.
Að öðru skemmtilegra. Við hjónin áttum rómantíska stund saman í miðbæ Óðinsvéa í gær, í sól og 16 stiga hita. Frekar notó. Það eru svona stundir sem fá mann til að spyrja sig hvort mann virkilega langi aftur heim á klakann. Þetta var eins og fínn sumardagur á Íslandi, í mars! Í dag sést hins vegar ekki húsa á milli sökum þoku. Það léttir þó seinnipartinn þegar fjölskyldan úr Hafnarfirði mætir á svæðið.
Njótið dagsins.
miðvikudagur, mars 07, 2007
Nákvæmlega ekki neitt!
Hæbb! Ég hef svosem ekki frá neinu að segja. Er búin að vera að lesa í bók sem heitir The Voice and its Disorders eftir Greene og Mathieson. Frekar áhugaverð lesning, en mér miðar voða hægt áfram. Bókin er á leslista fyrir fag sem heitir Oto-rhino-laryngologi og fjallar um röddina og eitthvað fleira skemmtilegt.
Það er lítið annað að frétta en að það hefur rignt flesta dagana eftir að síðasta færsla var skrifuð, en ég held fast í vonina að ekki fari hann kólnandi heldur hlýnandi og að Dísa og Siguroddur fái gott veður í Köben um helgina og enn betra veður þegar þau kíkja í kaffi til okkar! Já, það var ánægjulegt að heyra að hjónaleysin vestan að Snæfellsnesi ætluðu að kíkja til Köben og jafnvel að gera sér ferð hingað til véa Óðins til að þyggja svona eins og einn kaffibolla í það minnsta! Hlökkum öll til að sjá ykkur. Annars verður nóg um að vera um helgina, Sara í lærdómsgrúppunni í skólanum heldur upp á afmælið sitt á föstudaginn og á laugardaginn verður veisla hjá Kristrúnu og svo ætla einhverjar hressar kerlur að halda út að borða á laugardagskvöldið ef veður og heilsa leyfir.
Eins og áður sagði þá hef ég ekki frá neinu að segja en ég læt mynd fylgja af nýjasta afrakstri prjónavinnunnar fylgja fyrir mömmu. Þó svo að flíkin hafi legið óhreifð í prjónakörfunni í tæp tvö ár er hún loksins tilbúin og að mínu mati vel brúkleg.
föstudagur, mars 02, 2007
Vorið er komið og grundirnar gróa...
Jamm, ég held bara hreinlega að vorið sé komið til okkar hérna í Óðinsvéum. Húfu- og vettlingalaus bæjarferð var einmitt farin í dag, fuglarnir sungu og loftið angaði af vori! Það er óskandi að vorið flýi ekki neitt núna og staldri við fram að sumri.
Fór í Bolighuset Bahne sem ekki fékk mig í minna vorskap. Þangað eru sumarvörurnar komnar. Allskyns bollar, diskar, glös og fínerí fyrir garðinn í sumar. Ummm... Ég hefði getað keypt alla búðina. Svo rölti ég mér einmitt yfir í Tante Grøn, sem er blanda af hönnunar- og hannyrðarverslun, rosa flott. Þar fjárfesti ég í lítilli prjónamaskínu handa dótturinni, enda varla ráð nema í tíma sé tekið að kenna barninu að prjóna. Þó hefði ég glöð viljað ganga út úr versluninni með töluvert stærri poka!
Megi þið eiga góða helgi!
Fór í Bolighuset Bahne sem ekki fékk mig í minna vorskap. Þangað eru sumarvörurnar komnar. Allskyns bollar, diskar, glös og fínerí fyrir garðinn í sumar. Ummm... Ég hefði getað keypt alla búðina. Svo rölti ég mér einmitt yfir í Tante Grøn, sem er blanda af hönnunar- og hannyrðarverslun, rosa flott. Þar fjárfesti ég í lítilli prjónamaskínu handa dótturinni, enda varla ráð nema í tíma sé tekið að kenna barninu að prjóna. Þó hefði ég glöð viljað ganga út úr versluninni með töluvert stærri poka!
Megi þið eiga góða helgi!
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
Gjöld og skattar flugfélaganna
Hvað er málið með skatta og gjöld flugfélaganna? Nú er allt fallið í ljúfa löð vegna þessara gjalda þar sem búið að er að smella þeim inn í heildarverð flugfarsins frá byrjun bókunar, í það minnsta hjá Icelandair. Það er annað sem mig fýsir að vita og það er hvað þessi gjöld eru í raun og veru. Skatta skilur maður, en hvað eru þessi gjöld? Ég vil fá að sjá sundurliðun á því hvað skattarnir eru háir og hvað gjöldin eru há og fyrir það fyrsta hverjir fá gjöldin og ef það eru flugfélögin sjálf, sem líklegast er, þá furða ég mig mikið á því hvers vegna. Erum við ekki búin að greiða fyrir ferðina til flugfélaganna með því að greiða flugfarið? Ég veit ekki betur en að það séu gjöld fyrir flugerðina.
Ég skil þetta hreinlega ekki. Svo ef einhver kann betur skil á þessu máli en vefmiðlarnir íslensku þá má sá hinn sami gera athugasemd þar um.
Ég skil þetta hreinlega ekki. Svo ef einhver kann betur skil á þessu máli en vefmiðlarnir íslensku þá má sá hinn sami gera athugasemd þar um.
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Af einkunnum, skírn, ferðum og saltkjöti
Jæja já, eins og flestir vita erum við búin að kaupa ferð heim til Íslands í sumar. Haldið verður af stað héðan frá DK með vél flugfélagsins Icelandexpress þann 3. ágúst, sem er fyrsti í þjóðhátíð. Að níu dögum liðnum verður heimilisfaðirinn sendur til baka til Danaveldis en restin ætlar sér að dvelja tíu dögum lengur í faðmi og vellystingum fjölskyldu og vina á klakanum. Húrra, húrra!
Annars er lítið annað að frétta héðan úr stórveldinu Danmörku. Enn bólar ekkert á síðustu einkunninni hjá húsmóðurinni, svo ekki láta námslánin af sér spyrjast. Von og óvon um að hafa staðið eða fallið er því enn að hringlast í mallakútunum á eldra hollinu hérna á heimilinu. Samkvæmt fréttum frá skrifstofu skólans má ég fyrst búast við blessaðri dómsuppkvaðningunni um miðjan marsmánuð. Þá verða liðnar sex vikur síðan ég skilaði ritgerðinni. Mikið hlýtur hún að vera góð! Fyrst það þarf að lesa hana aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og...!
Að öðrum málum, Hrönn vinkona og karlinn hennar (sem er enn bara vonabí) skírðu gullfallegu dóttur sína á sunnudaginn, hún fékk nafnið Ísabella Þóra, sem passar mjög vel við þar sem Hrönn er, eftir margra ára dvöl á Spáni, hálf spænsk og útlit litlu rúsunnar er mjög í takt við nafnið, ja eða nafnið í takt við dömuna ætti ég heldur að segja. Hún líkist þó meira pabba sínum, að mínu mati. Gullfalleg stúlka, Ísabella Þóra, og Hrönn að sjálfsögðu líka! Gott ef Haddi er nokkuð svo slæmur sjálfur. Til lukku með þetta kæru vinir!
Að enn öðru. Rétt áður en þessi orð voru pikkuð spjallaði ég við hana Möggu Ástu hans Sigga Finns og við keyptum lestarmiða hingað til Óðinsvéa. Ég pantaði og hún borgaði. Þau ætla nefnilega að kíkja hingað, fjölskyldan úr Hafnarfirðinum, eftir tvær vikur og dvelja hjá okkur í nokkra daga. Gaman, gaman. Reyndar eigum við kannski von á honum Janusi sem var hjá okkur í tvær vikur í haust þá og þegar. Það verður heldur betur gaman fyrir krakkana, enda voru þau eins og mý á mykjuskán síðast þegar hann var hérna. Elísabet og Gulli ætla líka að kíkja á okkur núna í mars ásamt Eyþóri Gísla (Sesselja fær að vera hjá Máney á meðan), þau verða reyndar bara hjá okkur í u.þ.b. sólarhring þar sem þau ætla að kíkja á húsnæði og fleira skemmtilegt í Esbjerg og nágrenni, svona áður en þau flytja til okkar í sumar! Það verður notó að fá einhvern úr fjölskyldunni hingað. Enda ekkert annað en sjálfsagt og réttlátt að við fáum í það minnsta eitt systkini úr systkinahópnum hans Helga, þau eru nú sjö! Um páskana ætlar hún Andrea litla systir (sem að mér skilst sé ekkert sérlega lítil lengur, er einmitt í fyrsta ökutímanum núna!) að kíkja á okkur. Hún ætlar að taka þetta með trompi og vera í heila tíu daga. Hún kemur á afmælisdaginn minn, svo við ákváðum að við skyldum sækja hana til Köben og eyða deginum þar, fara í Kristjaníu og eitthvað skemmtó. Áðan fengum við svo upphringingu þar sem athugað var hvort við gætum hýst litla sæta fjölskyldu úr Maríubakkanum, ættaða úr Eyjum og úr hálfellefuhreppnum á Snæfellsnesi, í vikutíma í lok apríl. Jáhá, að sjálfsögðu! Svo vonandi kaupa Gummi og Solla farið sem fyrst.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll!
Knúsar til allra,
Addý paddý.
Ps. Takk kærlega fyrir saltkjötið og baunirnar, Steini og Hanna! Ummm... þetta var æði og lyktin á heimilinu eftir því ;)
Annars er lítið annað að frétta héðan úr stórveldinu Danmörku. Enn bólar ekkert á síðustu einkunninni hjá húsmóðurinni, svo ekki láta námslánin af sér spyrjast. Von og óvon um að hafa staðið eða fallið er því enn að hringlast í mallakútunum á eldra hollinu hérna á heimilinu. Samkvæmt fréttum frá skrifstofu skólans má ég fyrst búast við blessaðri dómsuppkvaðningunni um miðjan marsmánuð. Þá verða liðnar sex vikur síðan ég skilaði ritgerðinni. Mikið hlýtur hún að vera góð! Fyrst það þarf að lesa hana aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og...!
Að öðrum málum, Hrönn vinkona og karlinn hennar (sem er enn bara vonabí) skírðu gullfallegu dóttur sína á sunnudaginn, hún fékk nafnið Ísabella Þóra, sem passar mjög vel við þar sem Hrönn er, eftir margra ára dvöl á Spáni, hálf spænsk og útlit litlu rúsunnar er mjög í takt við nafnið, ja eða nafnið í takt við dömuna ætti ég heldur að segja. Hún líkist þó meira pabba sínum, að mínu mati. Gullfalleg stúlka, Ísabella Þóra, og Hrönn að sjálfsögðu líka! Gott ef Haddi er nokkuð svo slæmur sjálfur. Til lukku með þetta kæru vinir!
Að enn öðru. Rétt áður en þessi orð voru pikkuð spjallaði ég við hana Möggu Ástu hans Sigga Finns og við keyptum lestarmiða hingað til Óðinsvéa. Ég pantaði og hún borgaði. Þau ætla nefnilega að kíkja hingað, fjölskyldan úr Hafnarfirðinum, eftir tvær vikur og dvelja hjá okkur í nokkra daga. Gaman, gaman. Reyndar eigum við kannski von á honum Janusi sem var hjá okkur í tvær vikur í haust þá og þegar. Það verður heldur betur gaman fyrir krakkana, enda voru þau eins og mý á mykjuskán síðast þegar hann var hérna. Elísabet og Gulli ætla líka að kíkja á okkur núna í mars ásamt Eyþóri Gísla (Sesselja fær að vera hjá Máney á meðan), þau verða reyndar bara hjá okkur í u.þ.b. sólarhring þar sem þau ætla að kíkja á húsnæði og fleira skemmtilegt í Esbjerg og nágrenni, svona áður en þau flytja til okkar í sumar! Það verður notó að fá einhvern úr fjölskyldunni hingað. Enda ekkert annað en sjálfsagt og réttlátt að við fáum í það minnsta eitt systkini úr systkinahópnum hans Helga, þau eru nú sjö! Um páskana ætlar hún Andrea litla systir (sem að mér skilst sé ekkert sérlega lítil lengur, er einmitt í fyrsta ökutímanum núna!) að kíkja á okkur. Hún ætlar að taka þetta með trompi og vera í heila tíu daga. Hún kemur á afmælisdaginn minn, svo við ákváðum að við skyldum sækja hana til Köben og eyða deginum þar, fara í Kristjaníu og eitthvað skemmtó. Áðan fengum við svo upphringingu þar sem athugað var hvort við gætum hýst litla sæta fjölskyldu úr Maríubakkanum, ættaða úr Eyjum og úr hálfellefuhreppnum á Snæfellsnesi, í vikutíma í lok apríl. Jáhá, að sjálfsögðu! Svo vonandi kaupa Gummi og Solla farið sem fyrst.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll!
Knúsar til allra,
Addý paddý.
Ps. Takk kærlega fyrir saltkjötið og baunirnar, Steini og Hanna! Ummm... þetta var æði og lyktin á heimilinu eftir því ;)
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Hver ert þú?
Hvernig skilgreinir maður sjálfan sig? Oftar en ekki grípur maður í starfsheitið og slengir því fram þegar kemur að því að segja hver maður sé. Er það rétt? Er maður vinnan? Að sjálfsögðu er vinnan hluti af manni sjálfum. Hvað þá með allar þær vinnur sem maður áður hefur unnið? Þær hljóta, hver á sinn hátt, að hafa átt sinn þátt í því að maður sé orðinn að þeirri manneskju sem maður er. Fólk spyr líka hvert annað um það hvað það gerir í stað þess að spyrja hver einstaklingurinn í raun er. Við erum ekki vinnan, þó að sjálfsögðu hún eigi sinn þátt í að móta okkur. Við erum við sjálf, mismiklar tilfinningaverur, misvinaleg, misfúllind, misaggressív, misgóð. Við mótumst af umhverfi okkar. Helst af öllu tel ég mig vera móður, eiginkonu og húsmóður, því þetta eru mín helstu hlutverk í lífinu, að mínu mati, þó er ég líka námsmaður og kem vonandi einhvern daginn til með að verða talmeinafræðingur. Þetta segir þó ekkert um það hver ég í raun og veru er. Þetta er stöðutákn mitt, þó ekki kjafti ég frá bankainnistæðum, ja eða yfirdrætti ;) En hver erum við? Vitum við það yfirhöfuð sjálf? Ef ég kíki aðeins inn fyrir skinnið og reyni að athuga hver ég er, veit ég hreinlega ekki alveg að hverju ég á að leita. Á ég að athuga hvernig ég er að skapi farin? Á ég að athuga hvað mér finnst gott? Skemmtilegt? Hræðilegt? Hvenær ég er glöð og hvenær ég er leið? Ég hef ekki hugmynd um það!
Það er spurning að fara að athuga hvort einhver sálfræðinganna opni dyrnar fyrir mér og fylgi mér í skemmtilega för um sjálfa mig!
Það er spurning að fara að athuga hvort einhver sálfræðinganna opni dyrnar fyrir mér og fylgi mér í skemmtilega för um sjálfa mig!
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Sorglegt
Er ekki svolítið sorglegt að helst lesnu fréttirnar á vefblöðunum á klakanum séu slúðurfréttir? Fréttir af Anne Nicole heitinni hafa fyllt allar síður blaðanna undan farna daga, enda stórfurðulegt mál, og nú bætast fréttir af Jude Law og Höllu Vilhjálmsdóttur (sem ég hef reyndar ekki hugmynd um hver er) í safnið. Ég viðurkenni þó fúslega að ég er mikill slúðuraðdáandi í þeirri merkingu orðsins að ég les nú oftast allt það slúður sem fyrir augu mér koma ;) Enda týpískur kvenmaður á þrítugsaldri. Ég get því seint talist saklaus af því að stuðla af slúðuriðnaðinum. Hehehe... Sorglegt! Áður tippluðu samlandar mínir um höfuðborgina hér í landi í leit að vitneskju og svörum, án námslána en þó í fullu námi. Sem betur fer höfðu þeir þó efni á einum köldum af og til, blessaðir. Nú þramma ég um götur borgar sama lands, á námslánum, með Her og nu í annarri hendinni og heilan kassa af bjór í hinni hendinni og ýti á undan mér kerru fullri af börnum. Samt tel ég mig námsmann. Sorglegt! Og ég ætti að skammast mín! Eða hvað...?
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Þetta er júróvísjónlag!
Ég missti af undankeppninni fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarspsstöðva á Íslandi í gær sökum þess að ég sjálf tók þátt í öllu alvarlegri söngvakeppni hjá henni Heidi vinkonu minni úr skólanum. Uppúr krafsinu hlaut ég raddleysi og þreytu, enda þarf maður að láta vel í sér heyra ef maður ætlar að ná langt í Singstar! Já það var heldur betur gaman í gærkvöldi í ekta tøsefest, eins og það kallast á dönsku. Ástæðan fyrir herlegheitunum var stórafmæli skvísunnar í Kirekendrup (þeas Heidi). Þarna flæddu kokteilarnir, eins og best er á kosið í ekta stelpupartýi, frosen margarita og mohito, ummm...
En allavega, að söngvakeppninni. Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst lagið með Eiríki ekkert sérlega grípandi. Yngsta fjölskyldumeðlimnum finnst það aftur á móti ansi spennandi og dillir sér og slær höfðinu fram og til baka í takt við tónana. Skvísuni leist hins vegar betur á danska lagið sem flutt er af klæðskiptingi og heitir Drama queen. Ég er reyndar sammála henni, mér finnst það lag mun meira grípandi en íslenksa lagið. Ég set linkinn á danska lagið hérna að neðan svo þið getið sjálf dæmt um hvort lagið er sigurstranglegra og að ykkar mati betra. Það væri gaman að fá smá feedback á þetta! ;)
DQ með Drama queen, þið þurfið bara að smella á að þið viljið sjá eða heyra lagið til hægri á síðunni http://www.dr.dk/Melodigrandprix/forside.htm
og svo Eiki Hauks með sitt lag http://www.ruv.is/songvakeppnin/
Hilsen,
Addsin
En allavega, að söngvakeppninni. Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst lagið með Eiríki ekkert sérlega grípandi. Yngsta fjölskyldumeðlimnum finnst það aftur á móti ansi spennandi og dillir sér og slær höfðinu fram og til baka í takt við tónana. Skvísuni leist hins vegar betur á danska lagið sem flutt er af klæðskiptingi og heitir Drama queen. Ég er reyndar sammála henni, mér finnst það lag mun meira grípandi en íslenksa lagið. Ég set linkinn á danska lagið hérna að neðan svo þið getið sjálf dæmt um hvort lagið er sigurstranglegra og að ykkar mati betra. Það væri gaman að fá smá feedback á þetta! ;)
DQ með Drama queen, þið þurfið bara að smella á að þið viljið sjá eða heyra lagið til hægri á síðunni http://www.dr.dk/Melodigrandprix/forside.htm
og svo Eiki Hauks með sitt lag http://www.ruv.is/songvakeppnin/
Hilsen,
Addsin
mánudagur, febrúar 05, 2007
Ævintýrin gerast enn!
Ég vil byrja á því að óska hennar hátign krónprinsessu Mary til lukku með daginn! Skvísan bara orðin 35 ára.
Það er óhætt að segja að Frikki hafi valið sér fína konu til að taka við af henni Tótu frænku með sér! Ekki nóg með að prinsessan sé stílíkon, eins og sagt er á okkar ástkæra ylhýra, heldur held ég að það sé bara nokkuð mikið varið í hana líka. Hún er svona pinku Díana, alger Öskubuska, þó ekki komi hún beint úr öskunni, enda gerði Öskubuska það eiginlega ekki heldur, það var jú bara stjúpan sem skikkaði hana í soraverkin. Já, ævintýrin gerast enn! Og það hérna bara í næsta húsi. Ekki er það nú verra. Ekki svo að skilja að ég sé mjög æst í að verða prinsessa eða drottning, síður en svo, enda myndi ég trúlega tækla athyglina mjög illa. Hitt er annað að prinsessuna mína dreymir prinsessuhlutverkið á hverri nóttu og hún eyðir flestum dögum í æfingar fyrir hlutverkið mikla!
Það er óhætt að segja að Frikki hafi valið sér fína konu til að taka við af henni Tótu frænku með sér! Ekki nóg með að prinsessan sé stílíkon, eins og sagt er á okkar ástkæra ylhýra, heldur held ég að það sé bara nokkuð mikið varið í hana líka. Hún er svona pinku Díana, alger Öskubuska, þó ekki komi hún beint úr öskunni, enda gerði Öskubuska það eiginlega ekki heldur, það var jú bara stjúpan sem skikkaði hana í soraverkin. Já, ævintýrin gerast enn! Og það hérna bara í næsta húsi. Ekki er það nú verra. Ekki svo að skilja að ég sé mjög æst í að verða prinsessa eða drottning, síður en svo, enda myndi ég trúlega tækla athyglina mjög illa. Hitt er annað að prinsessuna mína dreymir prinsessuhlutverkið á hverri nóttu og hún eyðir flestum dögum í æfingar fyrir hlutverkið mikla!
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Notaleg helgi að baki
Föstudagurinn fór í búðarráp með ungunum á meðan karlinn vann fyrir eyðslunni. Okkur tókst að skófla einum tígrisdýrsbúningi handa drengnum, einum prinsessukjól og skóm og hönskum í stíl fyrir dömuna í körfuna. Reyndar stóð til að börnin yrðu bæði ljón, en þegar í búðina kom og daman rak augun í alla þá býsn sem til var af prinsessukjólum, snérist henni hugur. Prinsessaskyldi hún verða! Enda er hún nú ein slík, fram í fingurgóma! Ljónabúningurinn var ekki til í stærð peyjans svo fyrir valinu varð tígrisdýrsbúningurinn fíni, enda hann sannur karlmaður og nokk sama um í hvaða fötum hann er. Eftir verslunina í Toys'R'us örkuðum við yfir í Rose til að kaupa glaðning handa þeim Mána og Heiðu. Fyrir valinu urðu bolur fyrir Mána og Britneyhattur fyrir Heiðu, ásamt augnskugga, reyndar fannst enginn ljósblár augnskuggi í Matas, svo Máni fékk engan slíkan í þetta skiptið. Um kvöldið var svo haldið í þetta fína boð hjá afmælisbörnunum að Demantsvej. Þar var spjallað smá, etið og spilað, auk þess sem við gæddum okkur á þessari líka fínu bollu að hætti Rex og Heiðu. Takk fyrir okkur. Við hjónin héldum heim á leið ásamt yngri unganum þegar kvöld var að nóttu komið, en prinsessan fékk leyfi til gistingar hjá vinkonunni KK. Það reyndist þó þrautinni þyngra að gista annars staðar en hjá gamla settinu þar sem hringja varð eftir aðstoð foreldranna þegar tárin höfðu runnið í stríðum straumum í einhvern tíma eftir að múttan og pabbinn höfðu hafið sig á brott. Helgi skutlaðist því á eftir dömunni, sem eftir atvikið sofnaði værum svefni í bóli foreldranna, ásamt litla bróður, sem klæddur var enn í tígrisdýrsbúninginn flotta.
Laugardagurinn var álíka fínn, enda tók húsmóðirin sig til og gerði hreint, það var löngu tími til kominn! Að því tilefni voru bakaðar pönnukökur og keypt almennilegt brauð. Til samlætis okkur komu Alli og Kristrún ásamt peyjunum í smá kíkk. Við höfðum við ekki séð þau síðan fyrir jól, að undanskildu smá kíkki okka þriggja yngstu fjölskyldumeðlima til þeirra í síðustu viku. Kvöldinu var svo slúttað með gurmet matgerð húsfrúarinnar sem svo varla var smökkuð sökum saddleika eftir pönnukökuát.
Í dag héldum við fjölskyldan til Fredericia í badeland sem þar finnst, börnunum til mikillar gleði! Eftir einn og hálfan tíma í lauginni töldum við foreldrarnir að þetta væri nú orðið gott, enda fjölskyldumeðlimir við það að breytast í rúsínur og sveskjur, en dömunni þótti nú síður en svo nóg um og taldi svo best að vera þarna í það minnsta hálfan daginn! Hún var þó tæld upp úr með lofi um hamborgara og sundferð aftur síðar í vikunni. Prinsessan lét nú ekki þar við sitja, enda snjöll samningamanneskja, og spurði hvort hún ætti þá ekki að fá að fara í bíó líka! Það fær að bíða þar til námslán móðurinnar láta á sér kræla.
Eigið góða viku!
Laugardagurinn var álíka fínn, enda tók húsmóðirin sig til og gerði hreint, það var löngu tími til kominn! Að því tilefni voru bakaðar pönnukökur og keypt almennilegt brauð. Til samlætis okkur komu Alli og Kristrún ásamt peyjunum í smá kíkk. Við höfðum við ekki séð þau síðan fyrir jól, að undanskildu smá kíkki okka þriggja yngstu fjölskyldumeðlima til þeirra í síðustu viku. Kvöldinu var svo slúttað með gurmet matgerð húsfrúarinnar sem svo varla var smökkuð sökum saddleika eftir pönnukökuát.
Í dag héldum við fjölskyldan til Fredericia í badeland sem þar finnst, börnunum til mikillar gleði! Eftir einn og hálfan tíma í lauginni töldum við foreldrarnir að þetta væri nú orðið gott, enda fjölskyldumeðlimir við það að breytast í rúsínur og sveskjur, en dömunni þótti nú síður en svo nóg um og taldi svo best að vera þarna í það minnsta hálfan daginn! Hún var þó tæld upp úr með lofi um hamborgara og sundferð aftur síðar í vikunni. Prinsessan lét nú ekki þar við sitja, enda snjöll samningamanneskja, og spurði hvort hún ætti þá ekki að fá að fara í bíó líka! Það fær að bíða þar til námslán móðurinnar láta á sér kræla.
Eigið góða viku!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)