Ég missti fimm kíló í dag... af hári! Lokkarnir fengu að fjúka hér úti á hárgreiðslustofunni Afrodita. Svo ég er komin með axlarsítt hár og þvertopp og þennan líka fína lit á hárið. Eftir góða meðferð klipparans hélt ég áleiðis á pósthúsið þar sem ég skilaði jólakortunum af mér. Svo þau eru seint á ferðinni þetta árið. Vonandi skemmir það ekki jólahaldið hjá neinum ;)
Ég fékk svo að vita í dag að ég fæ ekki BA-ritgerðina mína metna. Svo skúffelsið er nokkuð. Þess utan kom það svo í ljós að hið svokallaða BA-starfsnám á að fara fram í vikum 14, 15, 16 og 17. Á þessu tímabili á ég einmitt að eiga. Svo eitthvað ætlar það að ganga klúðurslega að klára BA-prófið núna í vor. Hvað gerist leiðir tíminn í ljós.
Núna ætla ég hins vegar að einbeita mér að jólunum og kósýheitum með fjölskyldunni, þar sem búið er að skila ritgerðinni og næsta próf er ekki fyrr en 3. janúar.
Þar til næst...
fimmtudagur, desember 20, 2007
föstudagur, desember 14, 2007
Ritgerð, veikindi og Jesúbarnið
Sit við tölvuna og er að reyna að finna efni í ritgerðina. Búin að finna fína bók á tölvutæku formi eftir Rod Ellis og fleiri um máltöku annars máls. Get þó varla sökkt mér djúpt í efnið þar sem gemlingarnir eru báðir heima, sökum andvökunætur. Elí Berg er búinn að vera með mikinn hósta, var með hita í nótt og leið mjög illa. Þar sem daman mín er jú ekta prinsessa dekstruðum við mæðgin hana líka og hún fékk að vera heima með okkur. Þá geta þau líka leikið saman, ja eða slegist... Annars hafa ungarnir það fínt núna, eru búin að dunda sér fyrir framan Dýrin í Hálsaskógi og Tomma og Jenna, sígilt alveg. Þau eru búin að hakka í sig hafrakodda, poppkorn og íslenskt sælgæti, sem aldrei kemst á síðasta söludag á þessu heimili ;) Hreint dekur alveg.
Allt er fínt að frétta af bumbubúanum, sem lætur vel af sér vita, enda meðgangan hálfnuð núna. Ég hélt að barnið ætlaði hreinlega að rífa gat á kvið mér og stinga sér til leiks við systkini sín um daginn þegar við lágum í bólinu og börnin voru að rótast, slík voru lætin! Við fórum í 20-vikna sónarinn á mánudaginn og allt leit vel út. Ég lét líka mæla í mér blóðþrýstinginn í gær og hann er í góðu lagi, allt eins og það á að vera. Vonandi heldur það bara áfram.
Jólastressið á heimilinu er ekki mikið, en hins vegar er skólastress farið að láta á sér kræla, þó ekki alvarlega. Við stefndum að því að klára ritgerðina fyrir mánudaginn næsta, en það verður ekki úr, við verðum búnar á miðvikudaginn. Enda í góðu lagi, óþarfi að búa til óþarfa stress. Þetta með óþarfa stressið gerir það einmitt að verkum að ekki verða veggir eða eldhúsinnrétting gerð hrein fyrir jólin. Jólin koma þrátt fyrir það, svo það er um að gera að hleypa gleðinni frekar að en að hreyta ónotum í fjölskyldufólk vegna þess að ekki náðist að þrífa almennilega fyrir komu Jesúbarnsins. Einhvers staðar var líka sungið um það að það kæmi bæði í hreysi og höll. Ætli það sé ekki heldur nær að þrífa innan í sér. Ég meina, Jesús minnti Mörtu sjálfur á það að hún þyrfti stundum að slaka á í heimilisstörfunum og hugleiða meira, eins og María Magdalena gerði. Ég er að spá í að taka mér þetta til fyrirmyndar og reyna að halda hinu óþarfa stressi fjarri heimilinu. Ég veit að börnin og eiginmaðurinn yrðu glöð.
Jæja, það var víst ekki á þetta skjal sem ég átti að pikka, heldur eitthvað annað og mikilvægara ;)
Eigið góða helgi!
Allt er fínt að frétta af bumbubúanum, sem lætur vel af sér vita, enda meðgangan hálfnuð núna. Ég hélt að barnið ætlaði hreinlega að rífa gat á kvið mér og stinga sér til leiks við systkini sín um daginn þegar við lágum í bólinu og börnin voru að rótast, slík voru lætin! Við fórum í 20-vikna sónarinn á mánudaginn og allt leit vel út. Ég lét líka mæla í mér blóðþrýstinginn í gær og hann er í góðu lagi, allt eins og það á að vera. Vonandi heldur það bara áfram.
Jólastressið á heimilinu er ekki mikið, en hins vegar er skólastress farið að láta á sér kræla, þó ekki alvarlega. Við stefndum að því að klára ritgerðina fyrir mánudaginn næsta, en það verður ekki úr, við verðum búnar á miðvikudaginn. Enda í góðu lagi, óþarfi að búa til óþarfa stress. Þetta með óþarfa stressið gerir það einmitt að verkum að ekki verða veggir eða eldhúsinnrétting gerð hrein fyrir jólin. Jólin koma þrátt fyrir það, svo það er um að gera að hleypa gleðinni frekar að en að hreyta ónotum í fjölskyldufólk vegna þess að ekki náðist að þrífa almennilega fyrir komu Jesúbarnsins. Einhvers staðar var líka sungið um það að það kæmi bæði í hreysi og höll. Ætli það sé ekki heldur nær að þrífa innan í sér. Ég meina, Jesús minnti Mörtu sjálfur á það að hún þyrfti stundum að slaka á í heimilisstörfunum og hugleiða meira, eins og María Magdalena gerði. Ég er að spá í að taka mér þetta til fyrirmyndar og reyna að halda hinu óþarfa stressi fjarri heimilinu. Ég veit að börnin og eiginmaðurinn yrðu glöð.
Jæja, það var víst ekki á þetta skjal sem ég átti að pikka, heldur eitthvað annað og mikilvægara ;)
Eigið góða helgi!
mánudagur, desember 10, 2007
Helgin og Vífill hinn frægi
Helgin var góð. Hún hófst með þessari líka fínu pítsuveislu hjá Heiðu á föstudaginn þar sem engin var pítsan, heldur sniglar í hvítlaukssmjöri og sveppum og nautakjöti með tilheyrandi. Í góðu yfirlæti snæddum við og horfðum svo á sjónvarpið á meðan krakkarnir nýttu tímann til leikja. Sökum veikinda í Esbjerg mætti frúin þar ein síns liðs með afkvæmin tvö, þau Sesselju og Eyþór Gísla, í "jólaheimsókn" á laugardaginn. Haldið var í miðbæinn að skoða jól í anda HC Andersen og samlifenda, auk þess sem fest voru kaup á hinu ylmandi karamelluenglatei. Ummm... svo gott, svo gott. Át mikið hófst svo fljótlega eftir heimkomu, þrátt fyrir að nýbökuðum dönskum og norskum kleinum hafi verið gerð góð skil á bæjarröltinu. Gemlingar fengu að vaka lengur í tilefni heimsóknarinnar og foreldrarnir höfðu varla eirð í sér að koma þeim í ból sökum mikillar seddu. Sunnudagurinn fór svo í piparkökubakstur þar sem ungarnir fengu notið sín, bæði stórir og smáir, við útskurð á jólasveinum, -skóm, -stjörnum og fleiru spennó. Dagsverkinu var lokið með heimsókn til fólksins í langtíburtiztan, Bæba og Salvarar. Þar hámuðum við að sjálfsögðu í okkur nýbakaðar smákökur, kaffi og brauð. Ummm... nammi, namm!
Svo spennandi var helgin okkar.
En að öðru. Honum Vífli Atlasyni hefur tekist ætlunarverk sitt! Í dag er hann bæði á forsíðu Nyhedsavisen og á síðu 2, sem að mig minnir séu nú merkilegustu síður blaðanna, auk baksíðu. Saga símaatsins er rakin og hann er sagður hafa farið illa með bæði forsetakrifstofuna í Hvíta húsinu sem og íslenska fjölmiðla. Ég get nú ekki að því gert að brosa svolítið innan í mér af þessu athæfi hans. Eitt er að hann hafi fengið símanúmerið einhvers staðar og svo þorað að láta til leiðast og hringja í símanúmerið, en hitt að hann hafi einungis þurft að svara spurningum um forseta voran sem flestir Íslendingar, sem og aðrir, geta leitað svara við á einfaldan og fljótlegan hátt ef þeir á annað borð ekki vita svörin nú þegar, eins og kom í ljós hjá Vífli, finnst mér hreinasta vitleysa. Hvers vegna er ekki öllum toppum landa sem í sambandi eiga við forseta BNA útdeildur kóði sem þarf að lesa upp fyrir ritara forsetans? Mér er spurn! Vita þeir þarna fyrir vestan ekki að internetið er stórum hluta vestrænnar menningar aðgengilegt? Vonandi taka þeir þó ekki upp á því að loka fyrir internet aðgang annarra en Bandaríkjamanna sökum þessa ;)
Svo spennandi var helgin okkar.
En að öðru. Honum Vífli Atlasyni hefur tekist ætlunarverk sitt! Í dag er hann bæði á forsíðu Nyhedsavisen og á síðu 2, sem að mig minnir séu nú merkilegustu síður blaðanna, auk baksíðu. Saga símaatsins er rakin og hann er sagður hafa farið illa með bæði forsetakrifstofuna í Hvíta húsinu sem og íslenska fjölmiðla. Ég get nú ekki að því gert að brosa svolítið innan í mér af þessu athæfi hans. Eitt er að hann hafi fengið símanúmerið einhvers staðar og svo þorað að láta til leiðast og hringja í símanúmerið, en hitt að hann hafi einungis þurft að svara spurningum um forseta voran sem flestir Íslendingar, sem og aðrir, geta leitað svara við á einfaldan og fljótlegan hátt ef þeir á annað borð ekki vita svörin nú þegar, eins og kom í ljós hjá Vífli, finnst mér hreinasta vitleysa. Hvers vegna er ekki öllum toppum landa sem í sambandi eiga við forseta BNA útdeildur kóði sem þarf að lesa upp fyrir ritara forsetans? Mér er spurn! Vita þeir þarna fyrir vestan ekki að internetið er stórum hluta vestrænnar menningar aðgengilegt? Vonandi taka þeir þó ekki upp á því að loka fyrir internet aðgang annarra en Bandaríkjamanna sökum þessa ;)
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
Leikhorn í verslunum
Mér hefur reyndar oft dottið þetta í hug. Reyndar er ég sammála því að svona sjónvarpshorn eigi ekki heima í matvöruverslunum, en það væri kærkomið í H&M t.a.m. Mikið yrði Helgi minn glaður og það sem betra er, ég fengi tíma til að þukla á öllum spjörunum, án þess að hafa karlinn dragandi lappirnar á eftir sér með fýlusvip á vör, sökum skemmtanaleysis innkaupaferðarinnar. Hingað til hef ég þó leyst þetta vandamál þannig að hann er geymdur heima ásamt börnum á meðan ég fæ að njóta mín í Rose eða miðbænum ;) Þrátt fyrir umræðu um misrétti, þar sem ég er að mestu leyti sammála jafnréttissinnum, verðum við jú líka að viðurkenna muninn á körlum og konum. Flestum okkar kvennanna þykir skemmtilegra en körlunum í búðunum.
föstudagur, nóvember 23, 2007
Slen
Ótrúleg leti, þreyta og droll einkennir heimilislífið þessa dagana. Ég skelli skuldinni að sjálfsögðu á ferðalangann sem hefur tekið sér bólfestu í kroppnum mínum. Svo slæmt er þetta orðið að fólk er farið að kvarta yfir því að komast ekki framhjá garðinum sökum óklipptra trjáa, svo það er spurning að fara að gera eitthvað í þeim málum. Það ætti ekki að taka svo langan tíma. Reyndar ætla ég að skella mér í jólabakstur á morgun á meðan Helgi er í vinnunni. Ætli ég fái ekki spræka unga til liðs við mig. Tegundir morgundagsins eru reyndar ekki útvaldar enn, en ég geri ráð fyrir einni brúnni lagtertu og svo eins og einfaldri uppskrift af einhverri sniðugri sort. Svo mikill er slappleikinn hér á bæ að ég er meira að segja að spá í að vera snemma með jólaskrautið í ár, svona til að létta lundina aðeins og vonast eftir smá orkukipp við ljósasjóvið sem við ætlum að setja upp. Það er óskandi að það takist, enda þarf að skila svona eins og einni ritgerð fyrri 20. des. og svo tekur við próflestur, svo ekki fer mikill tími í jólabókalestur þessi jólin frekar en þau tvö fyrri. Jólabókin mín í ár er Cleft Palate Speech. Mæli eindregið með henni!
Hef þetta ekki lengra að sinni. Ég ætla að koma mér í búðina að kaupa fyrir baksturinn áður en ég dríf mig á fyrirlestur uppi í skóla og svo á jólafrúkost! Jahú!
Hef þetta ekki lengra að sinni. Ég ætla að koma mér í búðina að kaupa fyrir baksturinn áður en ég dríf mig á fyrirlestur uppi í skóla og svo á jólafrúkost! Jahú!
laugardagur, nóvember 17, 2007
Hvað er málið?
Ég veit ekki hvort ég nái honum Helga mínum nokkurn tímann aftur heim til Íslands ef maður þarf að hafa 680.000 í mánaðarlaun til þess eins að geta greitt af húsnæði og bíl. Ég efast stórlega um að ég verði hálaunamanneskja hjá íslenska ríkinu. Svo það er spurning að sjá hvað setur hér í Danaveldi áður en farið verður að huga að heimferð, enda ekki á dagskrá næstu árin. Mér finnst þessi hækkun á húsnæðisverði heima sem og vöxtum húsnæðislánanna til skammar. Þörf fyrir húsnæði er ein okkar helstu þarfa. Svo það ætti í raun að vera þak á húsnæðisverði, þar sem ríkið tekur í taumana til að sjá til þess að allir hafi kost og möguleika á því að kaupa sér húsnæði, því ekki er verðið á leigumarkaðnum á klakanum mikið skárra. Í fréttinni er í jú einungis rætt um Reykjavík, en ég geri ráð fyrir því að það sama eigi við um nágrannabæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Það er spurning hvort maður endi á Flateyri eða í öðru smáþorpi á Vestfjörðum ef hugurinn leitar heim og maður vill getað leyft sér almennilegan vinnutíma og góða sunnudagssteik öðru hverju.
föstudagur, nóvember 16, 2007
Er mannslíf einskis virði?
Ég veit að maður á að bera virðingu fyrir hinum ýmsu siðum, venjum og trúarbrögðum og það reyni ég eftir fremsta megni að gera. En hvernig er hægt að bera virðingu fyrir fólki sem leyfir sér að framkvæma þetta?
Ég skil ekki svona. Ærumorð og -meiðingar virðast heldur vera regla en undantekning hjá þeim þjóðarbrotum sem koma frá miðausturlöndum, hvort sem þeir eru búsettir í heimalandi sínu eða í öðrum löndum, eins og reynslan hefur sýnt fram á hér á Norðurlöndum.
Hræðilegt.
Ég skil ekki svona. Ærumorð og -meiðingar virðast heldur vera regla en undantekning hjá þeim þjóðarbrotum sem koma frá miðausturlöndum, hvort sem þeir eru búsettir í heimalandi sínu eða í öðrum löndum, eins og reynslan hefur sýnt fram á hér á Norðurlöndum.
Hræðilegt.
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
London
Þá er seinteknum hveitibrauðsdögum okkar hjóna lokið. London var rosa fín, en slær þó ekki Berlín út. Tíminn fór mikið í ráp, á milli túristastaða og búða, frábært alveg! Ég hafði þó hemil á mér í innkaupapokauppfyllingum, enda eiginmaðurinn mér til halds og trausts. Hótelherbergið olli svolitlum vonbrigðum þar sem það var líkara káetu en hótelherbergi, þar sem plássið var af skornum skammti. Baðherbergið var minna en það í Goðatúninu, og við sem héldum að það væri ekki hægt! Óléttuskapið lét til sín segjast og kerla snappaði smá, en bara smá. Hélt þó andliti og lét vonbrigðin með herbergið ekki skemma ferðina, enda laglegur ferðalangur með í för ;) Við skelltum okkur á Mamma mia sjóvið a´la ABBA-meðlimirnir Benny og Björn. Hreint út sagt frábær sýning! Meiriháttar alveg. Reyndar fór skapið versnandi hjá kerlu eftir að inn í leikhúsið var komið og við gerðum okkur grein fyrir því að við sátum á bekk 2 og það beint fyrir aftan hljómsveitarstjórann. Addý ákvað því að skjótast fram til sætaskiparanna og athuga hvort mögulegt væri á sætaskiptum, en því miður var uppbókað. Það varð þó ekkert því miður þegar sýningin hófst því ég tók aldrei eftir þessum gaur þarna fyrir framan mig sem baðaði út höndum til að halda hljómsveitarmönnunum við efnið. Neibb, til þess var sýningin alltof áhugaverð. Mæli eindregið með henni ef leiðin liggur um London!
Túristafílingurinn náði hámarki í rútuferð um borgina, fyrir utan Buckingham Palace og Tower of London, inni í Westminister Abbey og hátt yfir borginni í London eye. Geggjað. Maturinn á Aberdeen Angus Steakhouse var líka rosa góður, nautafillet með tilheyrandi. Ummm... Ókryddaði sósulausi hamborgarinn á Planet Hollywood var hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við fáum aldrei leið á Starbucks Café! Ummm... KFC heimsóttum við líka, ásamt Disney store, Marks og Spencer og fleiri sniðugum búðum. Í Debenhams afgreiddi okkur stúlka sem kunni örfá orð í dönsku og skildi því dönskublönduðu enskuna mína, sem betur fer!
Myndir koma seinna inn á síðuna hjá krökkunum. Myndavélin dó efst í London Eye!
Þar til næst...
Túristafílingurinn náði hámarki í rútuferð um borgina, fyrir utan Buckingham Palace og Tower of London, inni í Westminister Abbey og hátt yfir borginni í London eye. Geggjað. Maturinn á Aberdeen Angus Steakhouse var líka rosa góður, nautafillet með tilheyrandi. Ummm... Ókryddaði sósulausi hamborgarinn á Planet Hollywood var hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við fáum aldrei leið á Starbucks Café! Ummm... KFC heimsóttum við líka, ásamt Disney store, Marks og Spencer og fleiri sniðugum búðum. Í Debenhams afgreiddi okkur stúlka sem kunni örfá orð í dönsku og skildi því dönskublönduðu enskuna mína, sem betur fer!
Myndir koma seinna inn á síðuna hjá krökkunum. Myndavélin dó efst í London Eye!
Þar til næst...
fimmtudagur, nóvember 08, 2007
Helgi afmælisbarn
Í dag á karlinn minn afmæli! Til lukku!
Að þessu tilefni ætlar hann að drösla frúnni yfir á eina af Bretlandseyjunum hér í vestri. Dögum helgarinnar verður eytt í stórborginni Lundúnum þar sem við munum upplifa hveitibrauðsdagana í brjáluðu roki og bullandi rigningu, sem skiptir engu þar sem við getum haldist í hendur og haft það kósý! Engin börn, bara við tvö. Það setur þó strik í reikninginn að börnin eru bæði með hitavellu og búin að vera síðan á þriðjudaginn. Þau eru þó nokkuð brött svo við ákváðum að halda okkur við setta dagskrá þannig að Kristrún og Alli og Halla Rós og Sturla fá að hugsa um þau í veikindunum á meðan við heilsum upp á hennar hátign Elísabetu og co. Þau höndla þetta án efa með sóma hjónin!
Með von um að allt fari vel!
Þar til næst...
Að þessu tilefni ætlar hann að drösla frúnni yfir á eina af Bretlandseyjunum hér í vestri. Dögum helgarinnar verður eytt í stórborginni Lundúnum þar sem við munum upplifa hveitibrauðsdagana í brjáluðu roki og bullandi rigningu, sem skiptir engu þar sem við getum haldist í hendur og haft það kósý! Engin börn, bara við tvö. Það setur þó strik í reikninginn að börnin eru bæði með hitavellu og búin að vera síðan á þriðjudaginn. Þau eru þó nokkuð brött svo við ákváðum að halda okkur við setta dagskrá þannig að Kristrún og Alli og Halla Rós og Sturla fá að hugsa um þau í veikindunum á meðan við heilsum upp á hennar hátign Elísabetu og co. Þau höndla þetta án efa með sóma hjónin!
Með von um að allt fari vel!
Þar til næst...
föstudagur, nóvember 02, 2007
Bæn fyrir Gillí
Hún Gillí vinkona okkar liggur nú á líknardeild LSH, því langar mig að setja inn bæn fyrir hana, fyrir valinu varð bæn fyrir sjúka sem finnst í sálmabókinni.
"Drottinn minn Jesús Kristur. Þú hefur sagt: Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Nú á ég erfitt og hef byrði að bera, sem þú þekkir betur en nokkur annar. Því kem ég til þín. Oft gleymdi ég þér, þegar allt gekk vel. Gleym þú gleymsku minni. Þú hefur sjálfur liðið og ert kunnugur þjáningum. Þú barst þinn kross, af því að þú vildir taka veikindi vor og bera sjúkdóma vora. Þú elskaðir mig, sekan mann, og gekkst í dauðann fyrir mig. Elska þín er eilíf og getur aldrei brugðizt. Því treysti ég heiti þínu, að þú veitir mér hvíld. Ég bið þig um bata, en segi eins og þú: Verði þinn vilji, faðir í himnunum. Lát mig aðeins finna höndina þína, hvað sem annars mætir mér. Lát mig muna höndina þína og treysta henni, þótt ég finni hana ekki. Veit mér traust hjartans, þolinmæði, rósemi, þann frið þinn, sem er æðri öllum skilningi. Ver þú mín hjálp og hreysti og líf. Bænheyr mig, Drottinn minn og frelsari. Amen."
Elsku Gillí mín og fjölskylda, okkar innilegustu baráttukveðjur.
"Drottinn minn Jesús Kristur. Þú hefur sagt: Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Nú á ég erfitt og hef byrði að bera, sem þú þekkir betur en nokkur annar. Því kem ég til þín. Oft gleymdi ég þér, þegar allt gekk vel. Gleym þú gleymsku minni. Þú hefur sjálfur liðið og ert kunnugur þjáningum. Þú barst þinn kross, af því að þú vildir taka veikindi vor og bera sjúkdóma vora. Þú elskaðir mig, sekan mann, og gekkst í dauðann fyrir mig. Elska þín er eilíf og getur aldrei brugðizt. Því treysti ég heiti þínu, að þú veitir mér hvíld. Ég bið þig um bata, en segi eins og þú: Verði þinn vilji, faðir í himnunum. Lát mig aðeins finna höndina þína, hvað sem annars mætir mér. Lát mig muna höndina þína og treysta henni, þótt ég finni hana ekki. Veit mér traust hjartans, þolinmæði, rósemi, þann frið þinn, sem er æðri öllum skilningi. Ver þú mín hjálp og hreysti og líf. Bænheyr mig, Drottinn minn og frelsari. Amen."
Elsku Gillí mín og fjölskylda, okkar innilegustu baráttukveðjur.
mánudagur, október 29, 2007
miðvikudagur, október 24, 2007
Kosningar...
Nú er ég ekki mikið inni í stjórnmálum, en mér finnst pínkulítil skítafýla af þessum blæstri Anders Fogh til kosninga núna í nóvember. Ég á erfitt með að skilja hvernig einn flokkur, sem situr í stjórn, getur ákveðið að flýta alþingiskosningum um rúmt ár vegna þess hve vel þeir koma út í skoðanakönnunum. Sjálfsagt liggur nú eitthvað meira að baki þessari ákvörðun, og ég vona það svo sannarlega, en þetta er skýringin sem fjölmiðlar gefa.
Þessi skóli minn!
Enn er reynt á þolinmæði okkar talmeinafræðinema við SDU! Í gær mættum við galvaskar (og Mark líka, að sjálfsögðu) í tíma eftir nýafstaðið haustfrí. Á móti okkur tók hún Jytte sem er yfir aðalfaginu okkar sem heitir Sprog- og talevanskeligheder med klinik II, og fjallar að mestu um stam, málstol og læbe-, kæbe-, ganespælte (sem er það sama og skarð í vör, höku og góm). Þannig var nefnilega mál með vexti að hann Thorstein, sá færeyski, ákvað að hætta við að kenna okkur um málstol, eins og hann hafði lofað. Hann hafði kennt okkur tvisvar eða þrisvar og ákvað að þetta væri of mikið álag á sig og sagði því starfinu lausu, okkur til mikillar gleði... eða þannig! Aumingjast Jytte mátti því gjöra svo vel að leita að nýjum kennurum fyrir okkur og henni tókst það en við fáum fyrst kennslu í næstu viku í staðinn fyrir í þessari viku, en tímana eigum við að fá, alla sem einn. Þetta er ekki fyrsta skiptið á þessari önn sem kennarar hoppa frá kennslu hjá okkur, en það hefur sem betur fer bara gerst áður en kennsla í þeirri grein sem kennarinn átti að kenna okkur í hefst. Þeir voru víst nokkrir í upphafi annar sem sögðu fyrst já en breyttu í nei þegar líða tók að kennslu. Ótrúlegt.
Ég vona svo sannarlega að þetta komi nú til að haldast eins og það á að vera út önnina, það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af kennslu!
Ég vona svo sannarlega að þetta komi nú til að haldast eins og það á að vera út önnina, það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af kennslu!
mánudagur, október 22, 2007
Gamalt og nýtt
Ég las í Nyhedsavisen í morgun að sú gamla mýta um að kynlíf skaði heyrnina sé að mörgu leyti sönn. Óbeint í það minnsta, því Viagra skaðar heyrnina. Er ekki betra að vera heyrnarskertur og hamingjusamur en óhamingjusamur með fulla heyrn? Ég held ég viti hvað karlmenn veldu! ;)
miðvikudagur, október 17, 2007
Af ýmsu
Þá eru Inga Birna, Helgi Þór og Sveinn Elí búin að kíkja á okkur þetta árið. Það var notó að fá þau. Þau voru svo elskuleg að gefa okkur SS-pylsur og nóg af þeim og þær hökkuðum við í okkur í gærkvöldi með góðri list, okkur til aðstoðar var Heiða gella, hún át þó ekki nema eina, sem verður að teljast heldur dræmt sé til þess litið að um íslenksan þjóðarrétt er að ræða! Ummmm... hvað þær voru góðar puuuuuulsurnar.
Haustfríið gengur ágætlega, búið að hanga svolítið, reyna að lesa og hanga aðeins meira. Börnin voru leyst undan þeirri kvöð að dvelja heima með múttu alla vikuna og fóru glöð í bragði í leikskólann í dag og í gær, spurning hvað ég geri á morgun, en þau verða í fríi á föstudaginn. Við höfum verið að drattast af stað um tíu leytið og sækja þau um þrjú, svo ekki er hægt að segja að þeim sé pískað út, enda kósýheit í leikskólanum þar sem fá börn eru þessa dagana.
Allt er við það sama hjá Helga í vinnunni þó frí sé í skólum, hann þarf jú að vinna fyrir neyslu minni, enda 10% afsláttur í H&M á netinu og kerla þarf að fata börnin upp.
Bríet Huld er loksins búin að fá tíma í ómun svo hægt sé að athuga hvort í lagi sé með nýrun hennar. Hún vætir sig svo oft, hvort sem er á næturnar eða á daginn. Þó svo við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fá hana sem oftast á salernið, en það virkar bara ekki. Nú er ég búin að fara þrisvar eða fjórum sinnum til læknis með hana vegna þessa og loksins var sá læknir sem tók á móti okkur til í að gera eitthvað frekar en að benda okkur á að setja hana oftar og oftar á klóesettið. Vonandi verður þetta vandamál leyst áður en skvísan byrjar í skóla, börn geta verið svo ljót hvert við annað og smáræði sem þetta getur háð henni í vinatengslum og öðru slíku.
Læt fylgja mynd af lopapilsinu sem ég prjónaði mér um daginn. Myndin er sérlega ætluð múttu.
Þar til næst...
Haustfríið gengur ágætlega, búið að hanga svolítið, reyna að lesa og hanga aðeins meira. Börnin voru leyst undan þeirri kvöð að dvelja heima með múttu alla vikuna og fóru glöð í bragði í leikskólann í dag og í gær, spurning hvað ég geri á morgun, en þau verða í fríi á föstudaginn. Við höfum verið að drattast af stað um tíu leytið og sækja þau um þrjú, svo ekki er hægt að segja að þeim sé pískað út, enda kósýheit í leikskólanum þar sem fá börn eru þessa dagana.
Allt er við það sama hjá Helga í vinnunni þó frí sé í skólum, hann þarf jú að vinna fyrir neyslu minni, enda 10% afsláttur í H&M á netinu og kerla þarf að fata börnin upp.
Bríet Huld er loksins búin að fá tíma í ómun svo hægt sé að athuga hvort í lagi sé með nýrun hennar. Hún vætir sig svo oft, hvort sem er á næturnar eða á daginn. Þó svo við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fá hana sem oftast á salernið, en það virkar bara ekki. Nú er ég búin að fara þrisvar eða fjórum sinnum til læknis með hana vegna þessa og loksins var sá læknir sem tók á móti okkur til í að gera eitthvað frekar en að benda okkur á að setja hana oftar og oftar á klóesettið. Vonandi verður þetta vandamál leyst áður en skvísan byrjar í skóla, börn geta verið svo ljót hvert við annað og smáræði sem þetta getur háð henni í vinatengslum og öðru slíku.
Læt fylgja mynd af lopapilsinu sem ég prjónaði mér um daginn. Myndin er sérlega ætluð múttu.
laugardagur, október 13, 2007
Jólin, blessuð jólin!
Það er ekki laust við það að ég sé að komast í jólaskap. Það kemur trúlega engum á óvart sem mig þekkir ;) Enda "bara" 73 dagar til jóla. Jólavörurnar eru farnar að gægjast í búðirnar. Í Plantorama, sem er svona stórverslun með blóm og svona, er búið að setja upp jólatré og allskyns jólaskraut, ohhh... ég fékk ilinn yfir mig sem fylgir jólunum. Ég var nokkuð ánægð með litaval búðarinnar fyrir þessi jólin, ekkert svart! Rautt, silfrað, gyllt, fjólublátt og ótrúlega fallegur græn-silfraður litur, sem ég á áreiðanlega eftir að bæta í jólasafnið mitt. Það var ekki til að minnka jólastemninguna hjá mér þegar dóttirin tók upp á því að heimta Brunkager í Netto um daginn og sönglaði svo jólalögin dátt!
Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
laugardagur, október 06, 2007
Hótelið fundið
Við erum búin að bóka hótel í London. Völdum þetta eiginlega þar sem ég var orðin nokkuð þreytt og nett pirruð á vafrinu á milli ólíkra hótelsíðna í leit að hinu fullkomna hóteli fyrir okkur hjónin. Ég ákvað að það fyndist ekki og lét gott heita þegar ég fann þetta sem leit allt í lagi út. Ég sá okkur ekki fyrir mér sitjandi inni á einhverju highclass hóteli inn á milli papparassanna og fræga fólksins sem þeir elta. Kósý stemning á betur við okkur.
Annars hljóðar dagskrá helgarinnar upp á Legolandsferð, fjólubláttafmælispartý hjá Tinnu og trúlega mjög svo Bratztengt afmælisboð hjá Karítas Kristel.
Eigið góða helgi.
Annars hljóðar dagskrá helgarinnar upp á Legolandsferð, fjólubláttafmælispartý hjá Tinnu og trúlega mjög svo Bratztengt afmælisboð hjá Karítas Kristel.
Eigið góða helgi.
miðvikudagur, október 03, 2007
Veistu um gott hótel í London?
Já, Helgi er búinn að kaupa handa okkur ferð til London þann 8. nóvember nk. þá á kauði afmæli og honum fannst alveg tilvalið að blæða á okkur ferð til drottningarinnar. Einn er þó gallinn á gjöf Njarðar en hann er sá að ég get engan veginn valið úr þeim þúsundum hótela sem borgin hefur upp á að bjóða. Svo ef þið vitið um eitthvert gott hótel, með sér baðherbergi (ég hef aldrei prófað slíkt hótel að undanskildu einu á Akureyri forðum daga) og roomservice, þá máttu endilega láta vita. Það myndi ekki spilla fyrir ef staðsetningin væri góð, enda verðum við bara frá fimmtudegi til sunnudags í borginni, svo tímanum má ekki spilla. Enn er ekki búið að ákveða með vissu í hvað tímanum verður eytt, en ég fjárfesti í Turen går til London sem búið er að fletta fram og aftur. Reyndar væri ég meira en til í að skella mér á leik með karlinum, en úrval leikjanna er ekkert sérlega mikið, eini leikurinn sem til greina kemur þessa helgina er Chelsea-Everton. Ég gæti þó smellt nokkrum myndum af fyrir Dadda í leiðinni ;)
Að Londonferðinni undanskilinni er lítið fréttnæmt héðan. Afmælisveislan gekk vel og mætingin var góð. Mexíkóska súpan hitti í mark sem og Spiderman-kakan. Hinar kökurnar runnu líka ágætlega niður með kaffinu eftir að súpunni hafði verið kyngt. Gemsinn fékk fullt af fallegum gjöfum sem að sjálfsögðu hittu beint í mark og hann þakkar hér með fyrir sig!
Halla Rós, Sturla og stelpurnar eru hér ennþá þar sem fyrst er von á búslóðinni á morgun. Húsið eru þau búin að fá afhent og þau verja drjúgum tíma þar í gluggatjaldaupphengingar, IKEAvörusamsetningar og svo framvegis. Enda allt frekar spennandi og framandi. Við fórum reyndar til Árósa í gær við frænkurnar til að mubla upp hjá þeim skötuhjúum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir drjúgan þunga bílsins á heimleiðinni, en kagginn er jú kaggi og þolir ýmislegt! Þegar heim var komið skellti ég saman forláta sjónvarpsskáp sem ég festi kaup á á meðan restin af fullorðna heimilisfólkinu skemmti sér yfir uppákomunni! Skápurinn komst þó saman, sjónvarp, dvd-spilari, myndbandstæki og afruglari komust í hann og upp á, og allir urðu obboð glaðir þó sérstaklega "smiðurinn" ég.
Hej så længe!
Að Londonferðinni undanskilinni er lítið fréttnæmt héðan. Afmælisveislan gekk vel og mætingin var góð. Mexíkóska súpan hitti í mark sem og Spiderman-kakan. Hinar kökurnar runnu líka ágætlega niður með kaffinu eftir að súpunni hafði verið kyngt. Gemsinn fékk fullt af fallegum gjöfum sem að sjálfsögðu hittu beint í mark og hann þakkar hér með fyrir sig!
Halla Rós, Sturla og stelpurnar eru hér ennþá þar sem fyrst er von á búslóðinni á morgun. Húsið eru þau búin að fá afhent og þau verja drjúgum tíma þar í gluggatjaldaupphengingar, IKEAvörusamsetningar og svo framvegis. Enda allt frekar spennandi og framandi. Við fórum reyndar til Árósa í gær við frænkurnar til að mubla upp hjá þeim skötuhjúum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir drjúgan þunga bílsins á heimleiðinni, en kagginn er jú kaggi og þolir ýmislegt! Þegar heim var komið skellti ég saman forláta sjónvarpsskáp sem ég festi kaup á á meðan restin af fullorðna heimilisfólkinu skemmti sér yfir uppákomunni! Skápurinn komst þó saman, sjónvarp, dvd-spilari, myndbandstæki og afruglari komust í hann og upp á, og allir urðu obboð glaðir þó sérstaklega "smiðurinn" ég.
Hej så længe!
þriðjudagur, september 18, 2007
Bleeeeeeeeeeeeee
Hér er fingurfimi hjónanna í hámarki þessa dagana. Ofnafærslur, spörtlun og málun. Barnaherbergið skal verða fínt og það fyrir afmæli prinsins sem verður nú á laugardaginn. Þá er efnt til stórveislu með kökum og tilheyrandi. Vonandi að eitthvað ætt verði á boðstólnum. Ef illa fer er Chianti pizza ekki langt undan... Annars verður gestkvæmt hjá okkur hjúum næstu vikurnar. Elísabet ætlar að koma með gemsana sína á föstudaginn, enn er óvíst hvort eiginmaðurinn verði með í för. Á laugardagskvöldið, eftir afmælið, kemur Halla Rós frænka með tvær skutlanna sinna og verður hjá okkur í rúma viku, eða þar til hún fær íbúðina sína afhenta, því fjölskyldan af Selfossi ætlar að setjast að hér í bæ um óákveðinn tíma. Drengirnir úr Sandkæret, þeir Daníel og Gabríel ætla líka að dvelja hjá okkur einhverjar nætur. Svo það verður í nógu að snúast, enda fátt leiðinlegra en að hanga í leti, þó það sé auðvelt að detta ofan í það ef maður hefur ekkert fyrir stafni.
Annars fátt í gangi. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn kominn á skrið, en ómögulegt er enn að fá bækur, þar sem kennararnir virðast ekki gera sér grein fyrir því að það þarf að panta þær inn svo hægt sé að selja þær í bóksölunni þar sem þær eiga að vera til sölu. Fúllt...
Best að taka til við lestur í þeirri bók sem ég hef nú þegar fengið!
Svo ég býð góða nótt!
Annars fátt í gangi. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn kominn á skrið, en ómögulegt er enn að fá bækur, þar sem kennararnir virðast ekki gera sér grein fyrir því að það þarf að panta þær inn svo hægt sé að selja þær í bóksölunni þar sem þær eiga að vera til sölu. Fúllt...
Best að taka til við lestur í þeirri bók sem ég hef nú þegar fengið!
Svo ég býð góða nótt!
miðvikudagur, september 12, 2007
Seint og um síðir
Ég ætlaði að vera löngu búin að setja þessa mynd inn! Fór í eitt skemmtilegasta brúðkaup sem sögur fara af í Íslandsförinni hjá þeim hjónum Ingu Birnu og Helga Þór.

Við misstum svo af brúðkaupinu hjá Emblu og Danna um helgina og svo gengu Lára og Halli líka í heilagt hjónaband þarsíðustu helgi! Til hamingju allir!
Fleiri myndir hjá gemlingunum. Ekki vera feimin að senda línu til að fá aðgangsorðið.

Við misstum svo af brúðkaupinu hjá Emblu og Danna um helgina og svo gengu Lára og Halli líka í heilagt hjónaband þarsíðustu helgi! Til hamingju allir!
Fleiri myndir hjá gemlingunum. Ekki vera feimin að senda línu til að fá aðgangsorðið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)