mánudagur, júlí 21, 2008

Tilraunaeldhúsmella með skalla

Það er ótrúlegt hvað börnunum dettur í hug að segja. Í morgun sátum við eftirlegukindurnar hérna í sófanum, börnin horfðu á teiknimyndir á meðan ég gaf þeim yngsta brjóst. Upp úr þurru gellur í Elí Bergi: "Mamma mig langar að fá svona eins og pabbi." "Nú, hvað er það?" spyr múttan, "svona holu á hárið", svaraði drengurinn um hæl. Ég leyfi mér þó að stórefast um það að æðsti draumur tæplega fjögurra ára gamals peyja sé að fá skalla. Sérílagi sé litið til þess að hann á eftir að upplifa metrósexúalisma nútímans, sem ég leyfi mér að efast enn frekar um að fari minnkandi.

Ég átti annars stórfínan dag. Skellti börnunum í leikskólann og brunaði með Tóbías Mar í morgunkaffi í Seden Syd. Huggaði mig svo heima með erfingjanum þar til pabbinn mætti á svæðið og sótti leikskólakrakkana, ákvað svo að bregða á leik og prófa "nýjan" rétt á heimilinu, makkarónur með osti. Ég verð nú að segja að þetta var ekki besti maður sem ég hef boðið upp á, en þetta var skemmtileg tilraun. Talandi um það, þá erum við hjónin skyndilega komin með nóg af eldamennskunni á bænum, sem er orðin all flöt að okkar mati. Þessu til bóta fletti frúin í gegnum gamla Gestgjafa og fann nokkrar uppskriftir sem nú á að prufa. Nammi, namm...

Ég kveð úr tilraunaeldhúsinu að Bláberjavegi 88,

Addý

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHA:
Elí Berg snillingur. Alveg frábær.
Bíð spennt eftir nýjum matreiðslu-uppskriftum.

Nafnlaus sagði...

hann er snilld þetta barn. hahahahaha....
Takk fyrir heimsóknina, ég er á leiðinni til ykkar í heimsókn líka, alveg magnað hvað þetta er langt hihihihi
knús og kram frá Seden Syd