þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hversu mikið er til í þessu?

Endilega látið mig vita hvort þetta standist hjá ykkur sem eigið börn.

Þú finnur mánuðinn sem þú varðst ófrísk í og þann aldur sem þú varst á er þú varðst ófrísk og liturinn í reitnum á að tákna kyn barnsins.

Þetta eru skemmtilegar pælingar...

Góða skemmtun!

Dreng eller pige??

Måned hvor barnet blev undfanget

Moderens alder i den måned hvor barnet er blev undfanget, hvis feltet er lyserødt bliver det en pige, lyseblåt en dreng.

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

Januar

Februar

Marts

April

Maj

Juni

Juli

August

September

Oktober

November

December

32

33

34

35

36

37

38

39

40

41

42

43

44

45

Januar

Februar

Marts

April

Maj

Juni

Juli

August

September

Oktober

November

December

mánudagur, apríl 07, 2008

Dagurinn í dag byrjaði snemma

Vaknaði við þá ónotalegu tilfinningu í morgun, að ég ætti eftir að ljúka heilu fjöllunum af verkefnum, svo ég dreif mig á fætur um leið og eiginmaðurinn og hóf störf. Svo nú er ég búin að sitja við tölvuna og pikka og vinna í tvo tíma tæpa. Dugleg, ekki satt? Kannski mér sé að hegnast fyrir leti gærdagsins. Hún var notaleg. Sem og laugardagksvöldið, sem heppnaðist heldur betur vel, að mínu mati (og að mér skilst nokkurra annarra). Skvísurnar hér í Véum Óðins mættu á svæðið mjög stundvíslega klukkan 19.00, fínar og kátar. Helgi var í þjónahlutverkinu og sá til þess að engin okkar hefði tóm glös eða diska. Það var ótrúlega notalegt að þurfa ekki að vera á spani að sjá til þess sjálf. Í staðinn naut ég þess í botn að láta karlinn dekra við okkur. Hann lét okkur þó einar eftir mat og eftirrétt og hélt áleiðis til Alla, þar sem krakkarnir voru í pössun á meðan. Takk kærlega Helgi minn og Alli fyrir hjálpina!
Frameftir kvöldi var svo spjallað, spilað á gítar og sungið og síðast en ekki síst farið í pakkaleik! Allir fengu eitthvað í sinn hlut, sem ekki er sjálfsagt. Á tímabili var þó útlit fyrir að þær yrðu tvær sem hömstruðu til sín öllum pökkunum, en það réttist úr kútnum og allar fóru þær sáttar heim, með hver sína gjöfina, hvort sem um var að ræða tannkrem, gleraugu, trommukjuða eða límband. Takk fyrir frábært kvöld, stelpur!

Ég vil að sjálfsögðu líka nota tækifærið og þakka öllum vinum og ættingjum kærlega fyrir allar kveðjurnar og gjafirnar sem mér hlotnuðust í síðustu viku og á laugardaginn! Ótrúlegt hvað maður hagnast á því að verða svona stór ;)


Knús,
Addý.

laugardagur, apríl 05, 2008

Það er ýmislegt sem finnst í læknaskýrslum

Klager over dobbeltsyn, har praktisk taget været til stede under hele indlæggelsen. Vi må tage røntgenfoto af anklerne.

Moderen er hjemmegående, men har dog gået i børnehave.

Patienten har brystsmerter, hvis hun ligger på sin venstre side i mere end 1 år.

Patienten har efterladt sine hvide blodceller på et andet hospital.

Patienten har ingen fortilfælde af selvmord.

Patienten har klaret sig helt uden ilt i sidste døgn.

Patienten har lidt af depressioner, lige siden hun begyndte at konsultere mig i 1989.

På andendagen havde hans knæ det bedre og på tredjedagen var det helt forsvundet.

Storebroderen har meget ofte vejrtrækning. Egen læge mener han kan vokse fra det.

Vi vil fortælle moderen, at hun kan kighostevaccineres, når hun vejer 4 kg.

Da han kommer fra København, har han ingen børn.

Da hun besvimede, rullede hendes øjne rundt i rummet.

Huden var fugtig og tør!

Hun er følelsesløs fra tæerne og nedefter.

Patienten bor sammen med sin mor, far og kæle-skildpadde, som p.t. er i dagpleje 3 gange om ugen.

Patienten er en 79-årig enke, som ikke længere bor sammen med sin mand.

Patienten fik amputeret en tå på venstre fod for en måned siden. Han fik også amputeret venstre ben over knæet sidste år.

Patienten var ved sit sædvanlige gode helbred indtil hans fly løb tør og styrtede ned.

Efter at patienten er ophørt med at ryge, er hans lugt vendt tilbage.

Patienten har slået venstre storetå, som næsten helt har løsnet sig.
Personalet må ikke trække den af, da det gør ondt.

Fik dog besked om, at hjertet var i orden, men at hun skulle komme igen, hvis hun blev bevidstløs.

Patienten har mandolinstor prostata.

Dette er de patienter, der blev liggende på mit skrivebord.

Smerterne i ryggen viser sig, når patienten ligger udstrakt med begge ben på ryggen.

Patienten er gravid i 19. måned.

Patienten synes, at højre storetå hænger noget nedad sammenlignet med de andre fingre.

Afføringen har samme farve som dørene på afdeling 19.

Når hun føler sig træt, kan ansigtet drejes mod højre og stå der og
ryste lidt.

Opkastningerne gik væk i løbet af eftermiddagen, ligesom manden.

Var på vandretur i bjergene. Nedkom med helikopter i går.

Patienten bedømmes som usammenhængende.

Har fået små blodige spiseskeer i afføringen 15-20 gange om dagen.

Patienten har tidligere haft ører, men de er faldet af.

Far og mor døde, da hun var 12 år gammel. De har ingen kontakt med hende.

Der bør bemærkes, at der ikke mærkes nogen væsentlig temperaturforskel mellem benene.

Mad får han af sønnen, som er dybfrossen.

Ørerne kan svagt skimtes bag voks.

Ansamlingen af udslæt kredser omkring patienten.

Synes, at han tisser godt. Som en hest, ifølge eget udsagn.

Patient med ansigtseksem. Hudbesvær i forbindelse med at han anvender underbukser.

Hvad hans impotens angår, fortsætter vi medicineringen og lader hans hustru behandle ham.

Hun har ingen kuldegysninger, men hendes mand oplyser, at hun var meget hed i sengen i nat


Eigið góða helgi!

þriðjudagur, apríl 01, 2008

1. apríl 2008

Í dag varð ég stór...

miðvikudagur, mars 26, 2008

Barnaguðsþjónustur og kirkjulokanir

Ég las á www.berlingske.dk rétt áðan að loka eigi tíu kirkjum í kóngsins Köben innan skamms. Reyndar á ekki alveg að loka, heldur nýta kirkjurnar til annars en guðsþjónustu. Mér finnst þetta stórfurðulegt. Reyndar finnst mér það ekki beint furðulegt að það sé verið að loka kirkjum sökum dræmrar guðsþjónustusóknar, heldur að ekki sé neitt annað gert í málinu áður en kirkjunum er lokað. Mér til mikillar undrurnar, og satt að segja svolítillar skapraunar, komst ég að því er ég flutti hingað til landsins, að það væru ekki barnaguðsþjónustur, eða sunnudagaskóli, eins og heima á Fróni, í kirkjum landsins. Reyndar eru einhverjar slíkar í sérkirkjum, eins og t.d. hjá hvítasunnusöfnuðinum hérna og svona, en ekki í henni almennu dönsku folkekirke. Þetta þykir mér stórfurðulegt, þar sem, að mínu mati, eina leiðin til að laða unga fólkið að kirkjunum er að hafa eitthvað í gangi þar sem passar fjölskyldufólkinu, "því hver sá er ekki tekur við guðsríki eins og barn mun aldrei inn í það koma" segir nú bara í skírnarræðunni okkar Lútherstrúarmanna. Því þykir mér það skrítið að það sé ekki stefnt að því að ná fólki inn í kirkjuna fyrr en á fermingaraldri. Ég hef prófað að senda Hjallesekirke tölvupóst þessa efnis, svona til að athuga hvort ekki væri einhver starfssemi fyrir okkur fólkið, sem á börn er truflar heldur mikið hina venjulegu guðsþjónustu, með væli, pirringi og hlaupum, en engin svör hafa mér borist. Ekki er það nú kirkjunni til framdráttar. Reyndar datt okkur Heiðu í hug hérna fyrir sirka einu ári síðan, að stofna einskonar sunnudagsskóla fyrir Íslendingana hér í borg. Fá einhvern íslenskan prest til liðs við okkur, sem kannski gæti aflað okkur efnis tengt trúnni og kirkjunni. Spurning hvort maður eigi ekki bara að skella sér í djúpu laugina og hafa samband við séra Pálma eða hann séra Íslendingaprest, sem ég man ekki alveg hvað heitir þessa stundina :S
Svo er það spurning hvort við Íslendingar þurfum að taka yfir kirkjurnar til að koma þessu kannski áleiðis, þetta er náttúrlega ekkert annað en sölumennska! Og ég sem er enginn sölumaður! Spurning að sleppa því að tala við sérana og snúa sér bara beint að Björgólfsfeðgum!

Fer gengið ekki að lagast?

Ég setti inn þessa fínu fyrirspurn á www.spamadur.is að gamni, þar sem hugurinn festist ekki almennilega við ritgerðarsmíðar. Ég vissi ekki að ég gæti stjórnað svona málum. Þið hengið mig þó ekki ef krónan hrynur! Já eða nei, hefði trúlega komið að betri notum...

Þetta kemur kannski svolítið asnalega út, en vonandi skilst þetta.

Hér er útkoman:





XIX - Sólin

Hér ríkir mikil gleði og mýkt. Sköpun, gleði, allsnægtir og fullnægja birtist.

Þú nýtur blessunar og þess vegna er mikilvægt að þú hugir vel að jafnvægi þínu og sért meðvituð/meðvitaður um að kærleikurinn stjórnar snúningi jarðarinnar og öllu sem er.

Hér ertu sjálfinu góð/ur og útþenslan berst greinilega um hjarta þitt.

Þú átt þér stóra drauma og ert jákvæð manneskja með metnað á hæsta stigi sem er af hinu góða.

Orkustöðvar þínar eru öflugar og óskir þínar eru sannarlega raunhæfar. Sólin segir ekki aðeins til um velgengni þína heldur lætur drauma þína verða að veruleika fyrr en þig grunar.

Hamingja, spenna og velferð einkenna þig og verkefni þín sem virðast gefa þér mikið. Þú munt öðlast það vald sem þú sækist eftir.

þriðjudagur, mars 25, 2008

Vika 35

Það styttist hratt í annan enda meðgöngunnar. Gemlingarnir eru að verða svolítið spenntir yfir þessu öllu saman og leika lítil börn í tíma og ótíma. Væla, grenja og emja. Skilja svo ekkert sem við þau er sagt og hlýða engu. Er það ekki svona sem ungabörn láta?
Annars áttum við ljúfa páskahelgi, þar sem mikið var étið og legið í leti. Fórum í bústað á vesturströnd Jótlands með ættingjunum í Esbjerg. Börnin nutu í sín í botn þar sem spilað var á spil, bílum ekið um bílabrautir, prílað upp og niður af loftinu sem yfir bústaðnum var og síðast en ekki síst var farið í spa-baðið! Þvílík seremonía sem það þó var, vatn látið renna í, svo tók við upphitun í einhverja klukkutíma, tilætluðum klórtöflum skellt í, einni fyrir hvern rass sem í baðið fór, auk þess sem aftur þurfti að skella töflum á eftir hverjum rassi sem í baðið fór. Það er greinilegt að hreinlætið í baðinu er meira í ætt við hreinlætið á klósettum Þjóðverjanna en Danans!
Eftir eins mikla átveislu og við nutum um helgina var kominn tími til að drífa skýrsluskrif af. Ja, drífa af og drífa af... Í það minnsta reyna að koma sér eitthvað áleiðis með herlegheitin. Ég er að verða búin með þá fyrri, en á þá seinni alveg eftir. En ég er superhelt, eins og sonur minn segir, svo ég rúlla þessu upp! Þetta er bara spurning um að setjast niður og láta eins og internetið finnist ekki, og hvað þá msn. Símakjaftæði verður líka að bíða betri tíma. Talandi um það... best að drífa sig að verki... og njóta síðustu vikunnar á þrítugsaldri... ;)

miðvikudagur, mars 19, 2008

Hvað er eiginlega í gangi?

Tveir dómar sama dag á sama landinu.

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í eins árs fangelsi,
þar af níu mánuði skilorðsbundna, fyrir hrottafengna árás og nauðgun
gagnvart unnustu sinni. Þá var hann dæmdur til að greiða henni rúmar
*sex hundruð þúsund *krónur í miskabætur. —

———Hæstiréttur hefur dæmt Hannes Hólmstein Gissurarson til að
greiða Auði Laxness, ekkju Halldórs Laxness, *eina milljón og fimm*
*hundruð þúsund
* í fébætur fyrir brot á höfundarrétti í fyrsta bindi af
ævisögu Halldórs. Þá er Hannes Hólmsteinn dæmdur til að greiða 1,6
milljónir í málskostnað
.

Hvor konan ætli hafi þjáðst meira, andlega og líkamlega?

Ekki nóg með að skaðabæturnar sem fyrri konan á að fá séu í miklu ósamræmi við glæpinn sem gegn henni var framinn, heldur eru miklar líkur á því að hún komi aldrei til með að fá þessar sexhundruðþúsund krónur greiddar, því miður. Mér skilst nefnilega að það sé ekki ríkissjóður sem leggi út fyrir skaðabótunum og rukki svo þann brotlega, heldur þarf brotþoli sjálfur að sjá til þess að fá greiddar þessar bætur, með því að banka upp á hjá þeim er glæpinn framdi og biðja um peninginn. Vonandi er þó búið að breyta þessu. Nægum skaða hefur brotþoli þó orðið fyrir að hann í ofanálag þurfi ekki að ganga á eftir greiðslum af brotlega hálfu.

Það er skrýtið land sem ekki metur hið andlega að meiru en hið veraldlega. Heimurinn er því skrýtinn.

mánudagur, mars 17, 2008

Vor, vor, VOR!

Þá er búið að fella stóra tréð í garðinum okkar. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað við hjónin löðumst að görðum með stórum trjám, en eigum svo í tilfinningaþrungnu ástar-hatursambandi við blessuð trén. Í þetta skiptið voru það nágrannar okkar sem bönkuðu á dyrnar og báðu um leyfi til að fella blessað tréð, því sólin væri sjaldséð í þeirra garði vegna stærðar kvikindisins. Um helgina var garðurinn því fullur af fólki sem við ekki þekkjum. Notalegt nok... Helgi hjálpaði til, en ég var lítið til gagns, reyndi að bjóða kaffi sem var afþakkað því unga fólkið (ég er þó enn ung!) drekkur ekki svarta drykki í dag, sérílagi ekki séu þeir heitir! Ég snérist því á hæli og hélt inn að klára prjónakjólinn, -skóna, og -hárbandið á dótturdótturina. Nú eru sömu gæjarnir að tæma garðinn rusli eftir sig á meðan ég sit og pikka. Stundum er óléttuafsökunin alveg svakalega þægileg ;)
Nú tekur við eftirvinna í garðinum, enda af nægu að taka. Laufið liggur enn eins og dúnsæng yfir beðunum, sem eru vel varin frosti, en það er kannski kominn tími til að raka það saman og skutla á haugana, svo vorlaukarnir nái að laða að sér fyrstu sólargeisla vorsins.

laugardagur, mars 15, 2008

Í samræmi við fyrra blogg dagsins

Hvað ætli óbreyttur borgari, eða jafnvel breyttur, myndi vilja greiða fyrir stefnumót með mér? Ætli 20 mín. færu yfir 5000 kr. eða yrðu það einhverjar millur? Spurning hvort það yrði verði stefnumótsins til hækkunar ef börnin og karlinn fylgdu með? Ég veit ekki... Einhver boð? Mig vantar pening!

Að vera eða vera ekki ríkur!

Silvio Berlusconi er búinn að finna svarið, hið eina rétta svar, við fátæktinni. Að sjálfsögðu nær maður sér bara í ríkan karl! Þá þarf maður ekkert að vinna. Þá hverfa áhyggjurnar af því að hafa ekki stabíla vinnu og öllum líður betur! Nema hvað, hann gleymir því kannski að það hafa ekki allir "aðgang" að ríkum mönnum og þar af leiðandi verða margar kvennanna að "nojast" við fátækari menn sem gerir það að verkum að þær þurfa, og ótrúlegt nok, þeir líka, að vinna til að afla sér viðurværis. Stundum væri gaman að svipta þessa gæja, sem allt eiga, öllu og skella þeim í láglaunastörfin, ekki einn dag, ekki eitt ár, heldur í að minnsta kosti fimm ár, svo þeir fái nasaþefinn af því hvernig það er að vera til í þeirri veröld sem lang flestir þekkja. Ég veit að Berlusconi var víst bara að grínast með svari sínu, en kommon!

Eigið góða helgi!

föstudagur, mars 14, 2008

Fjölskylda upp á fimm


Dóttir mín teiknaði þessa fínu fjölskyldumynd um daginn. Eins og glöggir netverjar taka kannski eftir eru fimm á myndinni, ekki fjórir, eins og fjölskyldan telur í dag. Það styttist jú óðum í komu nýja erfingjans, sem lætur vel fyrir sér finna í belgnum á móðurinni. Ef vel er í rýnt, sést ennfremur að heimasætan er nokkuð viss um að um stúlku sé að ræða, enda barnið klætt í kjól! Þegar foreldrarnir svo spurðu hvaða nafni prinsessunni fyndist við hæfi að skíra barnið stóð ekki á svari: Josefine! Já, það er ýmislegt sem gerist í kollinum á þeim yngstu!

miðvikudagur, mars 12, 2008

Jammseríkjamms

Nú er aðeins einn dagur eftir í starfsnáminu og mér finnst ég varla byrjuð. Nú fer að koma að því að ég neyðist til að sparka í rassgatið á sjálfri mér og drífa starfsnámsskýrsluskrifin af. Kannski ágætt að fá smá pressu. Það er hreint ótrúlegt hve erfiðlega það gengur að vinna þegar engin er pressan. En skipulag er dyggð, hef ég heyrt. Spurning að reyna að tileinka sér slíkt. Reyndar held ég að máltakið um að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja eigi vel við í mínu tilviki, því það er sama hvað ég reyni, alltaf skal ég detta í óskipulagið. Skipulagt kaos heitir það víst.

Fátt er annars að frétta af Bláberjavegsfjölskyldunni þessa dagana, annað en að enn virðast eyrun plaga unga herramanninn á bænum. Rörin stífluðust aftur í nótt sem leið, með þeim afleiðingum að gemsinn grét og átti mjög bágt. Foreldrarnir áttu ekki síður bágt þegar klukkan hringdi klukkan rúmlega fimm, eftir svefnlausa nótt. Pabbinn var þó sendur af stað í vinnu, en kvaddur til baka aftur þegar hann var nýbúinn að klæða sig í vinnugallann, svo frúin á heimilinu kæmist í starfsnámið sitt. Prinsessur eru og verða jú prinsessur! Svo karlinn fékk smá hreyfingu svona í morgunsárið. Segið svo að kerla sé ekki góð við eiginmanninn! Nú er hins vegar allt fallið í ljúfa löð. Drengurinn kominn með viðeigandi dropa í eyrun og heimasætan búin að fara í leikfimitímann sinn. Þó eru augu foreldranna ennþá heldur gegnsæ, enda hafa allar tilraunir til "lagningar" misheppnast í dag. En íslenskir víkingar kveinka sér ekki yfir svona smáræði og halda ótrauðir áfram vinnu sinni og áhugamálum.

Megi dagurinn í dag, sem og næstu dagar, vera ykkur heillavænlegir.

Hasta luego!

þriðjudagur, mars 11, 2008

Öskubakki á klósetti

Ég hef aldrei skilið hvers vegna það finnast öskubakkar á salernum. Ég veit svosem ekki hvort þeir finnist einungis á kvennmannssalernum, eða hvort þeir séu líka til staðar hjá körlunum. Mér datt svona sem snöggvast í hug að kannski væri þetta eitthvað sérætlað skvísunum þegar þær hópast saman á klósettið eftir einn eða tvo kalda, til að spartla á sér andlitið. Spurning, spurning. Það skrýtna er þó að ég sá einn öskubakka á klósettinu á staðnum þar sem ég er í starfsnámi þessa stundina. Þessi tiltekna bygging tilheyrir kommúnunni og trúlega illa séð að fólk sé undir áhrifum áfengis í vinnunni og í dag er varla farið fram á annað en að fólk andi að sér "ferska loftinu" utandyra. Svo kenning mín er greinilega fallin um sjálfa sig. Reyndar eru danskar skvísur algjörir snillingar í því að eyða ómældum tíma á salerninu og gætu þar af leiðandi fengið sér eina rettu í leiðinni. Þær dömur sem ég þekki eru alltaf jafn hissa þegar maður drífur sig að ljúka sér af og kemur sér fram í snarhasti, allt á mettíma, að þeirra mati. Þó svo að þetta sé okkur íslensku stöllunum eðlislægt. Kannski við Íslendingar flýtum okkur með allt? Spurning, spurning.

föstudagur, mars 07, 2008

Á að flytja "heim"?

Eitthvað könnumst við hjónin við þessa lýsingu. Sorglegt nok.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Þjóðhátíð á bænum!

Jahú og jibbíjei!
Þvottavélin er komin í lag! Svo nú er að hefjast handa við Mount Þvott sem án efa er orðið hærra en blessað Himmelbjerget. Tæp vika án þvottavélar er ekki draumur hverrar húsmóður, en þökk sé H&M að börnin hafa ekki verið leppalaus undanfarna daga. Alli kom, sá og sigraði í dag er hann smellti eins og tveimur nýjum kolum í mótorinn í vélinni, sem söng eins og engill eftir meðhöndlunina. Það hefði verið ansi súrt að þurfa að spandera í nýja þvottavél, nýbúin að kaupa nýjan ísskáp og bíl. Ég er nokkuð viss um að Carsten bankavinur okkar hjóna hefði þá hrist höfuðið.

Verkefni morgundagsins: þvottur, þvottur og meiri þvottur!

Adios amigos eða kannski bara adios mi amiga Ágústa! Miðað við kvitterí síðustu missera ;)

þriðjudagur, mars 04, 2008

Í nafnaleit

Þar sem langt er liðið á 32. viku meðgöngunnar héldum við hjónin á veraldarvefinn í leit að nafni á væntanlegt kríli. Þar sem ekki er vitað um kynið enn var kíkt á bæði stúlkna- og drengjanöfn. Tillögur dagsins eru: Hraunir Holti á dreng og Vísa Von á stúlku.
Ekki er um endanlega niðurstöðu að ræða ;)

Allar frekari tillögur eru vel þegnar.

sunnudagur, mars 02, 2008

Letsano

Jæts, hvað við erum löt hérna á heimilinu núna. Liggjum hvert í sínu horni með hvert sitt afþreyingarefni, sjónvarp, bók, tölvu og dvd-spilara. Huggó er það! Reyndar er stefnan tekin á leikfimisýningu seinna í dag, er prinsessan á heimilinu tekur í fyrsta sinn þátt í slíkri sýningu. Spennó, spennó!

Annars erum við búin að njóta nærveru Ingu Birnu vinkonu síðan á fimmtudaginn, svo það er búið að vera ansi notó hérna hjá okkur. Ég hitti hana í Köben og við skelltum okkur til Boggu til að fá borgina í æð. Við fengum hana vægast sagt í æð! Eftir hringsólun eftir krak-korti og -leiðbeiningum í alltof langan tíma, í leit að heimili Boggu á Østerbro, gáfumst við Inga Birna upp og hringdum í skvísu sem leiðbeindi okkur símleiðis. Vá, hvað mig langar í GPS! Svo hugguðum við okkur saman, óléttu kerlingarnar, og nutum góðs matar á matsölustað sem mig minnir að heiti Luna eða eitthvað svoleiðis. Heimkoma var seint um kvöldið eftir þriggja kortéra bíltúr út úr Köben. Það kynnti enn meir undir áhuga mínum á þessu litla tæki sem maður setur á mælaborðið og skipar manni að beygja hingað og þangað!
Föstudagurinn var líka rosa kósý, frameftirsof, dund, búðarráp og kaffihúsaseta. Um kvöldið kíktu svo Bogga og Martin í heimsókn, þar sem við skvísurnar tókum piltana í xxxxgatið í íslensku Trivjal Persjút. Martin stóð sig eins og hetja í því að svara spurningum um íslensk öræfi og látna forseta þjóðar vorrar. Spilið fór fram á ísl-ensku. Bogga kláraði þýðingu spurninganna þrusuvel! Þýddi þær jafnóðum og þær voru lesnar. Snilld alveg!
Á laugardaginn var svo haldið í stelpuferð í Rose, þar sem prinsessan á heimilinu fékk að fljóta með. Karlpeningurinn var heima að reyna að finna út úr þvottavélinni sem eitthvað virðist vera að gefa sig :S Vonandi að það vandamál leysist sem fyrst.
Ég verð nú að segja að ég hef oft séð vinkonu mína meir hlaðna H&M pokum en raunin varð í þessari heimsókn. Einn poki á dag getur varla talist til afreka. Það versta er kannski að það var líka einn poki á dag hjá mér! Hihihi... Hey! Maður verður að fá að vera með! Ekki satt?

Drykkur helgarinnar: Schweppes Lemon.

miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Nákvæmlega ekkert

Þá eru fyrstu þrír dagar starfsnámsins í Nyborg liðnir. Við lærum heilan helling. Börnin eru æðisleg, opin og dugleg. Ekki skemmir það heldur að við fáum að kynnast Fjóni á annan hátt en áður. Þökk sé www.krak.dk að ég rata á þá staði sem ég á að mæta á, því án þeirrar síðu væri mér það ómögulegt að finna blessuðu sveitabæina sem við heimsækjum. Því við erum meira og minna í smábæjum í kringum Nyborg og Ørbæk. Á þessum örfáu dögum hefur okkur líka tekist að læra fyrstu reglu talmeinafræðinga, sem er að borða helst ekkert. Það er mér lífsins ómögulegt, svo ég þakka fyrir þann tíma sem ég fæ í bílnum þegar ekið er á milli staða, þar treð ég í mig og þamba vatn.

Á morgun kemur svo Inga Birna. Það verður stuð að fara til Köben og hitta hana og Boggu! Jahú! Óléttudjamm!

Fór reyndar líka á smá "djamm" um helgina þegar mostrurnar Sigfríð og Berglind voru hér í borg. Reyndar skundaði ég heim eftir borðhaldið, en það var ljúft að hitta kerlurnar.

Góðar stundir!

föstudagur, febrúar 22, 2008

Jibbí, nýr bíll!

Nýi bíllinn er kominn heim. Við sóttum hann í gær, ókum á gamlanum og skiptum um bíl, þó ekki alveg á sléttu! Hvílíkur munur, maður situr hátt og sér langt. Hins vegar þarf ég að æfa mig að aka bílnum, hann er nokkuð breiðari en gamla druslan. En hann er kaggi! Svona, eins og famelíukaggar gerast bestir! Hehe... Myndir af honum birtast sennilega brátt inni á barnalandssíðunni hjá gemsunum, ásamt sveitamyndunum sem komnar eru í hús.

Dagskrá helgarinnar felst mikið í því að aka um og prófa bílinn, athuga hve lengi maður er að keyra til Ørbæk, þar sem ég verð í praktík næstu þrjár vikurnar, og skoða eitthvað meira af Fjóni, geri ég ráð fyrir.

Annars fór ég til ljósunnar í gær, sem góðlátlega gerði mér grein fyrir því að ég væri ekki að fara að skrifa BA-ritgerð í vor. Ef ritgerðin hefði verið praktíkurlaus, hefðu málin horfið öðruvísi við, en stressið verður að hennar mati of mikið og það er aldrei að vita hvað getur gerst þegar unnið er með fólk sem fengið hefur heilaskaða. Svo nú er ég að reyna að komast í starfsnám í byrjun haustannarinnar. Þá getur Helgi líka verið heima í þessar fjórar vikur sem starfsnámið telur og ég get svo skrifað ritgerðina eftir það. Spurning hvað LÍN segir við þessu öllu saman. Þetta reddast, eins og Íslendingar orða alltaf svo skemmtilega ;)

Nú styttist heldur betur í komu Ingu Birnu, sem ætlar að skjóta öllum ref fyrir rass og mæta í fimmtu heimsóknina hingað út! Það verður ljúft að fá kerluna hingað. Fara til Boggu í Köben og fá okkur eitthvað gott að borða og hafa það notó saman. Koma svo hingað til Óðinsvéa og halda áfram að hafa það kósý. Ég hlakka mikið til næstu viku!

miðvikudagur, febrúar 20, 2008

Skýrsluskrif og nammiát

Ég er að reyna að bögglast við starfsnámsskýrsluskrif, það gengur vægast sagt hægt! Hef úr miklu að moða, en kem því ekki niður á blað. Trúlega er enn of langt þangað til skilafresturinn rennur út, sem er í lok mars, að mér skilst. Þetta næst þó trúlega allt í góðum tíma. Hitt er annað mál að það er drulluerfitt að halda sig frá íslenska namminu sem býr uppi í skáp þessa dagana og dregur til sín ómælda athygli mína! Ég er búin að hakka í mig súkkulaðirúsínur í dag, svo maganum er um og ó. Ég er eiginlega við það að kasta upp, svona er að kunna sér ekki hófs! Isspiss... ojojoj...

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Boring

Þar sem almennar umræður duga greinilega lítið til að fá athugasemd frá þeim örfáu sem hér við staldra, reyni ég aðrar leiðir.
7:15, ég vaknaði, tók til nesti handa börnunum og vakti þau. Skúli fúli og prinsessan vildu í föt áður en þau borðuðu, sem er mjög sjaldgæft. Þau fengu sér Cheerios og kaldan hafragraut (sem er hræðilegur; köldum hafragrjónum er skellt í skál og mjólk sett yfir, ásamt smá slurki af sykri, ojojojoj), ég fékk Cheerios, leist ekkert á grautinn.
8:20, öllum skellt í útiföt og haldið af stað í leikskólann. Í dag hjóluðu börnin, en ég gekk. Átti fullt í fangi með að koma í veg fyrir það að hjálpardekkin á hjólinu hans Elís Bergs færu ofan í einhverja skoruna á gangstéttinni og hann dytti, þau standa svo svakalega langt út fyrir hjólið blessuð hjálpardekkin. Við komumst heil og höldnu í Bolden þar sem Marie og Allan á rød stue voru mætt til að taka á móti gemlingunum mínum. Elskulega amman í eldhúsinu var líka komin og hún spjallar alltaf svolítið við mann, er alveg með Íslandsferðina okkar á hreinu og hefur mikinn áhuga á öllu fólkinu í leikskólanum, frábært alveg.
Skil á börnunum taka yfirleitt í það minnsta hálftíma, þar sem tveggja mínútuna hjólaferð fyrir fullorðinn tekur oftast ívið lengri tíma fyrir óstálpuð börn, með litla leggi, sem stíga ekki eins hratt og örugglega á pedalana. Spjall við starfsfólkið er líka órjúfanlegur þáttur af prógramminu. Í dag átti að skjótast með ungana í dýragarðinn á tveimur Christiania hjólum. Þar sitja börnin spennt með öryggisbeltum í kassa framan á hjóli þar sem sæti eru fyrir fjóra, og einn fullorðinn hjólar. Gaman saman!
Þegar heim kom gekk ég frá eldhúsinu, setti í þvottavél og hlammaði mér fyrir framan tölvuna að því loknu. Þar hitti ég nokkra velvalda vini á msn og spjallaði í smá stund. Skoðaði helstu fréttir dagsins, sem ég get ómögulega munað hverjar voru, fyrir utan fréttina um að Fidel Castro sé búinn að segja af sér. Ég lokaði því næst tölvunni og náði mér í Harðaskafa eftir Arnald, sem ég byrjaði á í gær. Steinsofnaði svo í sófanum inni í stofu og er hér mætt með tebolla og kex, þar sem ekkert brauð er til á heimilinu og ég nenni ekki í búðina að gera stórinnkaup á hjóli. Því fá innkaupin að bíða þess að Helgi komi heim á drossíunni.
Þetta var mjög óvenjulegur fyrripartur dags í lífi mínu. Vanalega þarf ég að mæta eitthvert og gera eitthvað, í dag gerði ég ekkert!

Kvittið svo, annars hrynur á ykkur færslum sem þessari!

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Reiðin ólgar

Núna undanfarið hafa geisað miklar óeirðir hér í landi sökum endurprentunar á svokölluðum Múhameðsteikningum í dönskum fjölmiðlum. Í gær voru fyrirsagnir blaðanna á þann veg að ungt fólk hrópaði ókvæðisorðum að málfrelsinu. Stærsti hluti mótmælendanna í fyrrakvöld voru unglingar á bilinu 14-18 ára. Ungt fólk sem varla hefur hugmynd um hvað felst í málfrelsi, sem búið er að berjast fyrir í mörg hundruðir ára. Ungt fólk, sem sótt hefur menntun sína í þá sömu skóla og það nú leggur eld að. Ungt fólk sem litla sem enga virðingu ber fyrir náunganum og eignarétti hans. Hvað á það að þýða að brenna hluti, hús og bíla, kasta steinum að laganna vörðum og slökkviliðsmönnum sem reyna að sinna vinnu sinni, í nafni mótmæla? Trúlega bloggar stór hluti þessara sömu hópa og þeirra er að mótmælunum standa, flestir þeirra eru án efa online á hverjum einasta degi, spjalla saman á msn og senda hver öðrum sms og tölvupóst í tíma og ótíma. Trúlega gera fáir þessara krakka sér grein fyrir að málfrelsi er tjáningafrelsi. Frelsi til að segja það sem viðkomandi vill í þeim miðli sem hann vill, þar af leiðandi eru áðurnefndir miðlar hluti málfrelsis. Að sjálfsögðu skal ávallt höfð í heiðri sú regla að aðgát skal höfð í nærveru sálar og því má það liggja milli hluta hvort endurbirting teikninganna hafi átt rétt á sér eður ei. Hitt er annað mál að málfrelsið er okkur vestrænu þjóðunum mikilvægt, og það eru gildi, sem að mínu mati, við megum ekki glata, en þó verðum við að fara vel með tjáningarfrelsið. Oft má satt kjurrt liggja, eins og Fróði sagði í gamla daga. Við þurfum að uppfræða börn okkar um hve mikilvægt það er okkur að mega tjá okkur, án þess að þurfa að sitja af okkur fangelsisdóm fyrir vikið. Það er greinilegt að ungu mótmælendurnir gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þess.

föstudagur, febrúar 15, 2008

Hér er indælt vorveður

Valentínusardagurinn, segið þið? Hann var víst í gær. Við hjónin erum ekkert sérlega dugleg við að elta svona daga, hvorki konu-, bónda-, né Valentínusardaga. Reyndar finnst mér persónlulega að maður eigi heldur að halda í heiðri konu- og bóndadaginn en Valentínusardaginn, svona til að vera þjóðlegur. Þá veit maður líka upp á hár hvern á að dekra, konuna á konudaginn og bóndann á bóndadaginn, ekki satt? Ég gaf Helga til að mynda frí frá mér og börnunum á bóndadaginn í ár. Svo hann gat gert það sem hann lysti. Góð, ekki satt? ;)
Við brutum þó út af vananum á Valentínusardaginn þetta árið og komum í kring kaupum á bíl. Við fáum hann afhentan á fimmtudaginn í næstu viku. Þeir taka svolítinn tíma í þetta Danirnir, en það er í góðu lagi, okkur liggur ekkert á. Enda á barnið ekki að fæðast fyrr en í maímánuði og fjölgunin er jú ástæðan fyrir þessum bílakaupum okkar, það verður að vera pláss fyrir alla fjölskyldumeðlimi í bílnum, svo hægt sé að transportéra landshorna og jafnvel landa á milli.

Í dag var fyrsti dagur Elís Bergs í leikskólanum eftir laaaaaaaaaaaaaaaaaangt frí, en annar dagur Bríetar Huldar. Það eru allir að hressast, þó prinsessan fari mjög úr slími þessa dagana og það leki svotil endalaust úr nebbanum hennar. Henni þykir þetta merkilegt og heldur yfirlit yfir lit horsins í hvert sinn er hún snýtir sér. Bókhaldið er þó ekki opinbert, en mér skilst að ríkjandi litur sé grænn í stíl við Týsgallana hérna um árið.
En þar sem börnin eru í leikskólanum og karlinn enn í vinnunni, sé ég mér ekki fært annað en að rífa upp á mér ermarnar og drífa í þrifum hér heima, áður en farið verður í að forfæra málverkum, rífa niður skápa, setja aðra upp og kaupa ísskáp. Já, kerlan er komin heim!

God weekend allesammen!

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Hvunndagur er ekkert verri

Hversdagsleikinn er tekinn við, en þó ekki kominn í fastar skorður þar sem drengurinn á heimilinu er búinn að vera lasinn síðan í fyrrakvöld. Daman skaust þó í leikskólann í gær til að hitta vinina, en ákvað að vera heima í dag. Kósýheitin eru óneitanlega mikil og letin sem þeim fylgir eykst með hverjum tímanum sem líður. Mount Þvottur virðist óyfirstíganlegt fyrir óvana göngugarpa eins og mig og fær að bíða betri þáttaraðar í sjónvarpinu, svo hugurinn verði einhvers staðar annars staðar en á sjálfu fjallinu á meðan það hverfur milli handa minna og verður að vel samanbrotnum bunkum hér og hvar.
Nú hangi ég fyrir framan tölvuna á meðan börnin hugga sig við horf á Latabæ. Annars sá heimasætan til þess að móðirin hefði eitthvað fyrir stafni á meðan engin er praktíkin og sendi mig út í búð að kaupa garn í kjól á Babyborn dúkkuna. Rauður skyldi hann verða, eins og kjólinn sem Erika Árný á að fá frá ömmu sinni. Fínt mál, en það sést greinilega á handbragði móðurinnar að hún er vanari að prjóna með grófari prjónum en þeim númer 3. Sem betur fer er þetta einkum ætlað til dúkkuleikja.

Ætli ég noti ekki tækifærið, fyrst ég er að pikka þetta, og þakki fyrir alla gestrisnina sem við nutum góðs af á Íslandi! Takk kærlega fyrir okkur!

mánudagur, febrúar 11, 2008

Komin heim

Komin heim í plúsgráður!
Ferðin gekk vel, börnin voru ljúf og töskurnar skiluðu sér.
Reyndar var ég greinilega komin á sumartíma þar sem ég tilkynnti karli mínum að áætlaður komutími væri 20:40 en ekki 19:40 eins og raunin varð. Þökk sé íslenskri drykkjarjógúrt og leikföngum að börnin dóu ekki úr leiða á meðan beðið var með spenningi eftir pabba.

Þar til næst...

föstudagur, janúar 25, 2008

Smá útdráttur

Þá er fyrsta vikan á klakanum að líða undir lok. Við erum búin að vera í góðu yfirlæti hérna í Katrínarlindinni síðustu daga, enda förum við varla út úr húsi eftir að ég er komin heim á daginn ;) Stefnan er þó sett á Kringluna síðar í dag að margumbeðinni ósk dótturinnar. Ekki veit ég hvaðan hún hefur þennan búðaráhuga!

Við kíktum þó í barnaafmæli hjá Rakel Sif, dóttur Höllu og Steingríms. Skvísan varð fimm ára og hélt þessa fínu afmælisveislu á sunnudaginn, maður slær aldrei hendinni á móti kökum! Lítið hefur annars verið um heimsóknir. Við erum búin að kíkja á Gumma, Sollu og Karítas Björgu, Ingu Birnu og Svein Elí, Berglindi og Anítu Björk og Addý ömmu. Daman varð alveg himinlifandi yfir því að komast til ömmu löngu, sem alltaf hefur góðgæti á boðstólnum og á fullt af bleikum og gylltum húsgögnum! Það gerist varla betra þegar maður er alveg að verða sex!

Krakkarnir eru búnir að vera alveg kolvitlausir eftir að við komum hingað, en eru að róast til muna. Snjórinn er geggjað spennandi og Bergur og Andrea líka. Hérna er sko nóg af fólki til að atast í litlum ungum. Ekki skemmir það heldur fyrir að það er sjónvarp í hverju herbergi ;)

Starfsnámið gengur vel og fólkið á Grensás er yndislegt.

Þar hafið þið það.

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Nýtt símanúmer á klakanum

Komin heim, hef það fínt. Nýtt símanúmer: 8980573.

föstudagur, janúar 18, 2008

Þá líður að heimför

Nú er farið að telja niður klukkustundirnar þar til við þremenningarnir stígum á íslenska grundu. Tilhlökkunin er mikil og töskurnar orðnar rúmlega fullar. Ég skil ekki hvernig ég kom öllum jólagjöfunum með í sumar! Að sjálfsögðu fer töluvert meira fyrir kuldagöllum og kuldaskóm en stuttbuxum og sandölum.

Fyrir þá sem vilja hitta okkur, þá komum við til að dvelja hjá múttu og pabba að Katrínarlind 1 í Grafarholtinu, ekki í Kópavoginum ;) Símanúmerið hjá þeim er 557-1768, svo veit maður aldrei hvort það verði kannski hægt að hafa gsm síma þarna heima.

Með þrusukveðju!

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Munnleg próf sökka!

Ég er með dúndrandi hausverk og búin að grenja úr mér augun. Ég fór í síðasta prófið í dag, í sprog- og talevanskeligheder II. Mér fannst heppnin vera með mér er ég komst að því að ég kæmi upp í afasi, eða málstoli eins og það heitir á okkar ástkæra ylhýra. Það gekk þó ekki betur en svo að ég fékk þá hræðilega ljótu einkunn 4 (7 á gamla skalanum). Að mínu mati er það hreint óskiljanlegt þar sem ég fékk, að mínu mati, engin haldbær rök fyrir einkunnagjöfinni. Þannig var að ég fékk svokallað case sem ég þurfti að koma mér inn í, sem var upp á 3 þéttritaðar A4 síður, auk þess sem hlusta átti á upptöku af viðkomandi afasíusjúklingi, sem var hræðileg, það hvorki heyrðist almennilega né sást myndin almennilega. Út frá þessu átti ég svo að fylla út WAB-test skema og reikna út hvaða afasíutýpu viðkomandi hafði, auk þess sem ég átti að bera WAB-niðurstöðuna saman við þá niðurstöðu sem ég fékk út úr hlustuninni og horfinu á upptökurnar. Þegar ég hafði loksins náð að hlusta og lesa case-ið, eða að hálftíma liðnum, reyndi ég eftir mesta megni að pára niður eitthvað á blað til að hafa með mér inn til kennarans og prófdómara. Það var lítið sem ég náði að rita niður, auk þess sem ég náði bara að lesa journal-inn einu sinni yfir og það nokkuð hratt. Inni í prófinu skellti ég svo út úr mér því sem mér fannst vera við hæfi og fannst mér standa mig nokkuð vel. Kom, að mínu mati, með ágætis rök fyrir því sem ég sagði og hélt mig við Broca´s afasi. Reyndi svo að koma inn á það að talmeinafræðingarnir verði að taka tilliti til viðkomandi einstaklings þegar tekin er ákvörðun um kennslu fyrir viðkomandi, auk þess sem nánustu aðstandendur skipta miklu máli, osfrv. osfrv. Ástæðurnar fyrir lágri einkunn virðast vera annars vegar að ég var ekki nógu ákveðin (skil ekki alveg þann rökstuðning) auk þess sem mér fannst afasíusjúklingurinn hafa gott af því að komast í samveru með öðrum, góð hugmynd sögðu þær, en hentar trúlega ekki þessum einstaklingi, sem mér fannst skrýtið þar sem mér fannst hann hafa sýnt smá framför hvað varðar félagslyndi, en áður hafði hann verið þunglyndur og er það trúlega enn, þó ekki eins mikið.
Já, munnleg próf í dönskum háskóla sökka!
Ástæðan: Maður hefur ekki hugmynd um út frá hverju einkunnin er gefin!

Þegar ég kom heim beið mín hinsvegar súkkulaðikaka sem börnin og maðurinn bökuðu, umm... hún var góð og ekki voru knúsin og kossarnir verri ;)

Núna ætla ég að fara að huga að heimför og vona að prófið falli í gleymskunnar dá.

þriðjudagur, janúar 08, 2008

Próflestur

Þá er aftur komið að lærdómnum. Stam, málstol og skarð í vör og góm er meðal viðfangsefna fyrir næsta próf. Það virðist með öllu óyfirstíganlegt að komast í gegnum allt þetta efni. Ég tek bara Íslendinginn á þetta og segi: þetta reddast!
Tilhlökkun fyrir heimferðinni truflar að sjálfsögðu líka (alltaf ágætt að hafa afsökun ;) ), auk þess sem foreldrafundir og leikfimiferðir unganna setja strik í reikninginn. Daman byrjar í skóla í haust og nú keppast skólinn og leikskólinn að komast að því hvort hún sé hæf til þess eður ei. Hún er fyrir löngu tilbúin að fara í skóla. Er orðin hundleið í leikskólanum og horfir dreymin á Hjalleseskolen (sem er skólinn sem hún fer í) í hvert sinn er við göngum þar framhjá, sem er tvisvar á dag. Þar sem aldurinn færist yfir hana þá er hún farin að gera ýmsar kröfur varðandi heimilishaldið. Síðast í gær barst katta- og hundaumræðan aftur upp á borð. "Það er ekkert mál að fá kött, mamma, þú þarft þá bara að flytja eitthvað annað!" var svarið sem ég fékk þegar ég sagði henni að ég hefði ofnæmi fyrir köttum. Skvísan hefur svör við öllu!

Í gærkvöldi horfðum við hjónin svo á Stelpurnar í boði annað hvort Arnars eða Heiðu, hef ekki hugmynd um hvort þeirra á herlegheitin. Þar flóðu margir góðir brandarar og ég læt þennan fylgja, án allra fordóma, það vita þeir sem mig þekkja ;)

"Kona sem er órökuð að neðan er ekki kona, heldur api."

Þar hafið þið það!

föstudagur, janúar 04, 2008

Gleðilegt árið öll sömul!

Yndisleg jól, kósý áramót og notalegar stundir með fjölskyldunni einkenndu hátíðahöld þetta árið, ja eða á síðasta ári... Við fengum fullt af fallegum gjöfum og þökkum mikið og vel fyrir okkur!
Ég saknaði Íslands þó óvenju mikið yfir hátíðirnar, en við komum brátt, ég og börnin, einungis fimmtán dagar þangað til við birtumst á klakanum.
Of mikil leti á hátíðardögunum hafði mikil áhrif á lestur fyrir Pædagogik og handikap II í dag og skilaði ekki nema 4 í prófinu. Þetta er reyndar 7 á gamla 13-skalanum svo ég er nokkuð sátt. Náði, þó ekki hafi það verið með pompi og prakt. Hver kíkir svosem á þessar einkunnir, annar en maður sjálfur, þegar upp er staðið?!

fimmtudagur, desember 20, 2007

Jólafrí, í bili í það minnsta

Ég missti fimm kíló í dag... af hári! Lokkarnir fengu að fjúka hér úti á hárgreiðslustofunni Afrodita. Svo ég er komin með axlarsítt hár og þvertopp og þennan líka fína lit á hárið. Eftir góða meðferð klipparans hélt ég áleiðis á pósthúsið þar sem ég skilaði jólakortunum af mér. Svo þau eru seint á ferðinni þetta árið. Vonandi skemmir það ekki jólahaldið hjá neinum ;)
Ég fékk svo að vita í dag að ég fæ ekki BA-ritgerðina mína metna. Svo skúffelsið er nokkuð. Þess utan kom það svo í ljós að hið svokallaða BA-starfsnám á að fara fram í vikum 14, 15, 16 og 17. Á þessu tímabili á ég einmitt að eiga. Svo eitthvað ætlar það að ganga klúðurslega að klára BA-prófið núna í vor. Hvað gerist leiðir tíminn í ljós.

Núna ætla ég hins vegar að einbeita mér að jólunum og kósýheitum með fjölskyldunni, þar sem búið er að skila ritgerðinni og næsta próf er ekki fyrr en 3. janúar.

Þar til næst...

föstudagur, desember 14, 2007

Ritgerð, veikindi og Jesúbarnið

Sit við tölvuna og er að reyna að finna efni í ritgerðina. Búin að finna fína bók á tölvutæku formi eftir Rod Ellis og fleiri um máltöku annars máls. Get þó varla sökkt mér djúpt í efnið þar sem gemlingarnir eru báðir heima, sökum andvökunætur. Elí Berg er búinn að vera með mikinn hósta, var með hita í nótt og leið mjög illa. Þar sem daman mín er jú ekta prinsessa dekstruðum við mæðgin hana líka og hún fékk að vera heima með okkur. Þá geta þau líka leikið saman, ja eða slegist... Annars hafa ungarnir það fínt núna, eru búin að dunda sér fyrir framan Dýrin í Hálsaskógi og Tomma og Jenna, sígilt alveg. Þau eru búin að hakka í sig hafrakodda, poppkorn og íslenskt sælgæti, sem aldrei kemst á síðasta söludag á þessu heimili ;) Hreint dekur alveg.

Allt er fínt að frétta af bumbubúanum, sem lætur vel af sér vita, enda meðgangan hálfnuð núna. Ég hélt að barnið ætlaði hreinlega að rífa gat á kvið mér og stinga sér til leiks við systkini sín um daginn þegar við lágum í bólinu og börnin voru að rótast, slík voru lætin! Við fórum í 20-vikna sónarinn á mánudaginn og allt leit vel út. Ég lét líka mæla í mér blóðþrýstinginn í gær og hann er í góðu lagi, allt eins og það á að vera. Vonandi heldur það bara áfram.

Jólastressið á heimilinu er ekki mikið, en hins vegar er skólastress farið að láta á sér kræla, þó ekki alvarlega. Við stefndum að því að klára ritgerðina fyrir mánudaginn næsta, en það verður ekki úr, við verðum búnar á miðvikudaginn. Enda í góðu lagi, óþarfi að búa til óþarfa stress. Þetta með óþarfa stressið gerir það einmitt að verkum að ekki verða veggir eða eldhúsinnrétting gerð hrein fyrir jólin. Jólin koma þrátt fyrir það, svo það er um að gera að hleypa gleðinni frekar að en að hreyta ónotum í fjölskyldufólk vegna þess að ekki náðist að þrífa almennilega fyrir komu Jesúbarnsins. Einhvers staðar var líka sungið um það að það kæmi bæði í hreysi og höll. Ætli það sé ekki heldur nær að þrífa innan í sér. Ég meina, Jesús minnti Mörtu sjálfur á það að hún þyrfti stundum að slaka á í heimilisstörfunum og hugleiða meira, eins og María Magdalena gerði. Ég er að spá í að taka mér þetta til fyrirmyndar og reyna að halda hinu óþarfa stressi fjarri heimilinu. Ég veit að börnin og eiginmaðurinn yrðu glöð.

Jæja, það var víst ekki á þetta skjal sem ég átti að pikka, heldur eitthvað annað og mikilvægara ;)
Eigið góða helgi!

mánudagur, desember 10, 2007

Helgin og Vífill hinn frægi

Helgin var góð. Hún hófst með þessari líka fínu pítsuveislu hjá Heiðu á föstudaginn þar sem engin var pítsan, heldur sniglar í hvítlaukssmjöri og sveppum og nautakjöti með tilheyrandi. Í góðu yfirlæti snæddum við og horfðum svo á sjónvarpið á meðan krakkarnir nýttu tímann til leikja. Sökum veikinda í Esbjerg mætti frúin þar ein síns liðs með afkvæmin tvö, þau Sesselju og Eyþór Gísla, í "jólaheimsókn" á laugardaginn. Haldið var í miðbæinn að skoða jól í anda HC Andersen og samlifenda, auk þess sem fest voru kaup á hinu ylmandi karamelluenglatei. Ummm... svo gott, svo gott. Át mikið hófst svo fljótlega eftir heimkomu, þrátt fyrir að nýbökuðum dönskum og norskum kleinum hafi verið gerð góð skil á bæjarröltinu. Gemlingar fengu að vaka lengur í tilefni heimsóknarinnar og foreldrarnir höfðu varla eirð í sér að koma þeim í ból sökum mikillar seddu. Sunnudagurinn fór svo í piparkökubakstur þar sem ungarnir fengu notið sín, bæði stórir og smáir, við útskurð á jólasveinum, -skóm, -stjörnum og fleiru spennó. Dagsverkinu var lokið með heimsókn til fólksins í langtíburtiztan, Bæba og Salvarar. Þar hámuðum við að sjálfsögðu í okkur nýbakaðar smákökur, kaffi og brauð. Ummm... nammi, namm!
Svo spennandi var helgin okkar.

En að öðru. Honum Vífli Atlasyni hefur tekist ætlunarverk sitt! Í dag er hann bæði á forsíðu Nyhedsavisen og á síðu 2, sem að mig minnir séu nú merkilegustu síður blaðanna, auk baksíðu. Saga símaatsins er rakin og hann er sagður hafa farið illa með bæði forsetakrifstofuna í Hvíta húsinu sem og íslenska fjölmiðla. Ég get nú ekki að því gert að brosa svolítið innan í mér af þessu athæfi hans. Eitt er að hann hafi fengið símanúmerið einhvers staðar og svo þorað að láta til leiðast og hringja í símanúmerið, en hitt að hann hafi einungis þurft að svara spurningum um forseta voran sem flestir Íslendingar, sem og aðrir, geta leitað svara við á einfaldan og fljótlegan hátt ef þeir á annað borð ekki vita svörin nú þegar, eins og kom í ljós hjá Vífli, finnst mér hreinasta vitleysa. Hvers vegna er ekki öllum toppum landa sem í sambandi eiga við forseta BNA útdeildur kóði sem þarf að lesa upp fyrir ritara forsetans? Mér er spurn! Vita þeir þarna fyrir vestan ekki að internetið er stórum hluta vestrænnar menningar aðgengilegt? Vonandi taka þeir þó ekki upp á því að loka fyrir internet aðgang annarra en Bandaríkjamanna sökum þessa ;)

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Leikhorn í verslunum

Mér hefur reyndar oft dottið þetta í hug. Reyndar er ég sammála því að svona sjónvarpshorn eigi ekki heima í matvöruverslunum, en það væri kærkomið í H&M t.a.m. Mikið yrði Helgi minn glaður og það sem betra er, ég fengi tíma til að þukla á öllum spjörunum, án þess að hafa karlinn dragandi lappirnar á eftir sér með fýlusvip á vör, sökum skemmtanaleysis innkaupaferðarinnar. Hingað til hef ég þó leyst þetta vandamál þannig að hann er geymdur heima ásamt börnum á meðan ég fæ að njóta mín í Rose eða miðbænum ;) Þrátt fyrir umræðu um misrétti, þar sem ég er að mestu leyti sammála jafnréttissinnum, verðum við jú líka að viðurkenna muninn á körlum og konum. Flestum okkar kvennanna þykir skemmtilegra en körlunum í búðunum.

föstudagur, nóvember 23, 2007

Slen

Ótrúleg leti, þreyta og droll einkennir heimilislífið þessa dagana. Ég skelli skuldinni að sjálfsögðu á ferðalangann sem hefur tekið sér bólfestu í kroppnum mínum. Svo slæmt er þetta orðið að fólk er farið að kvarta yfir því að komast ekki framhjá garðinum sökum óklipptra trjáa, svo það er spurning að fara að gera eitthvað í þeim málum. Það ætti ekki að taka svo langan tíma. Reyndar ætla ég að skella mér í jólabakstur á morgun á meðan Helgi er í vinnunni. Ætli ég fái ekki spræka unga til liðs við mig. Tegundir morgundagsins eru reyndar ekki útvaldar enn, en ég geri ráð fyrir einni brúnni lagtertu og svo eins og einfaldri uppskrift af einhverri sniðugri sort. Svo mikill er slappleikinn hér á bæ að ég er meira að segja að spá í að vera snemma með jólaskrautið í ár, svona til að létta lundina aðeins og vonast eftir smá orkukipp við ljósasjóvið sem við ætlum að setja upp. Það er óskandi að það takist, enda þarf að skila svona eins og einni ritgerð fyrri 20. des. og svo tekur við próflestur, svo ekki fer mikill tími í jólabókalestur þessi jólin frekar en þau tvö fyrri. Jólabókin mín í ár er Cleft Palate Speech. Mæli eindregið með henni!
Hef þetta ekki lengra að sinni. Ég ætla að koma mér í búðina að kaupa fyrir baksturinn áður en ég dríf mig á fyrirlestur uppi í skóla og svo á jólafrúkost! Jahú!

laugardagur, nóvember 17, 2007

Hvað er málið?

Ég veit ekki hvort ég nái honum Helga mínum nokkurn tímann aftur heim til Íslands ef maður þarf að hafa 680.000 í mánaðarlaun til þess eins að geta greitt af húsnæði og bíl. Ég efast stórlega um að ég verði hálaunamanneskja hjá íslenska ríkinu. Svo það er spurning að sjá hvað setur hér í Danaveldi áður en farið verður að huga að heimferð, enda ekki á dagskrá næstu árin. Mér finnst þessi hækkun á húsnæðisverði heima sem og vöxtum húsnæðislánanna til skammar. Þörf fyrir húsnæði er ein okkar helstu þarfa. Svo það ætti í raun að vera þak á húsnæðisverði, þar sem ríkið tekur í taumana til að sjá til þess að allir hafi kost og möguleika á því að kaupa sér húsnæði, því ekki er verðið á leigumarkaðnum á klakanum mikið skárra. Í fréttinni er í jú einungis rætt um Reykjavík, en ég geri ráð fyrir því að það sama eigi við um nágrannabæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Það er spurning hvort maður endi á Flateyri eða í öðru smáþorpi á Vestfjörðum ef hugurinn leitar heim og maður vill getað leyft sér almennilegan vinnutíma og góða sunnudagssteik öðru hverju.

föstudagur, nóvember 16, 2007

Er mannslíf einskis virði?

Ég veit að maður á að bera virðingu fyrir hinum ýmsu siðum, venjum og trúarbrögðum og það reyni ég eftir fremsta megni að gera. En hvernig er hægt að bera virðingu fyrir fólki sem leyfir sér að framkvæma þetta?
Ég skil ekki svona. Ærumorð og -meiðingar virðast heldur vera regla en undantekning hjá þeim þjóðarbrotum sem koma frá miðausturlöndum, hvort sem þeir eru búsettir í heimalandi sínu eða í öðrum löndum, eins og reynslan hefur sýnt fram á hér á Norðurlöndum.
Hræðilegt.

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

London

Þá er seinteknum hveitibrauðsdögum okkar hjóna lokið. London var rosa fín, en slær þó ekki Berlín út. Tíminn fór mikið í ráp, á milli túristastaða og búða, frábært alveg! Ég hafði þó hemil á mér í innkaupapokauppfyllingum, enda eiginmaðurinn mér til halds og trausts. Hótelherbergið olli svolitlum vonbrigðum þar sem það var líkara káetu en hótelherbergi, þar sem plássið var af skornum skammti. Baðherbergið var minna en það í Goðatúninu, og við sem héldum að það væri ekki hægt! Óléttuskapið lét til sín segjast og kerla snappaði smá, en bara smá. Hélt þó andliti og lét vonbrigðin með herbergið ekki skemma ferðina, enda laglegur ferðalangur með í för ;) Við skelltum okkur á Mamma mia sjóvið a´la ABBA-meðlimirnir Benny og Björn. Hreint út sagt frábær sýning! Meiriháttar alveg. Reyndar fór skapið versnandi hjá kerlu eftir að inn í leikhúsið var komið og við gerðum okkur grein fyrir því að við sátum á bekk 2 og það beint fyrir aftan hljómsveitarstjórann. Addý ákvað því að skjótast fram til sætaskiparanna og athuga hvort mögulegt væri á sætaskiptum, en því miður var uppbókað. Það varð þó ekkert því miður þegar sýningin hófst því ég tók aldrei eftir þessum gaur þarna fyrir framan mig sem baðaði út höndum til að halda hljómsveitarmönnunum við efnið. Neibb, til þess var sýningin alltof áhugaverð. Mæli eindregið með henni ef leiðin liggur um London!
Túristafílingurinn náði hámarki í rútuferð um borgina, fyrir utan Buckingham Palace og Tower of London, inni í Westminister Abbey og hátt yfir borginni í London eye. Geggjað. Maturinn á Aberdeen Angus Steakhouse var líka rosa góður, nautafillet með tilheyrandi. Ummm... Ókryddaði sósulausi hamborgarinn á Planet Hollywood var hins vegar ekkert til að hrópa húrra fyrir, en við fáum aldrei leið á Starbucks Café! Ummm... KFC heimsóttum við líka, ásamt Disney store, Marks og Spencer og fleiri sniðugum búðum. Í Debenhams afgreiddi okkur stúlka sem kunni örfá orð í dönsku og skildi því dönskublönduðu enskuna mína, sem betur fer!
Myndir koma seinna inn á síðuna hjá krökkunum. Myndavélin dó efst í London Eye!

Þar til næst...

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Helgi afmælisbarn

Í dag á karlinn minn afmæli! Til lukku!

Að þessu tilefni ætlar hann að drösla frúnni yfir á eina af Bretlandseyjunum hér í vestri. Dögum helgarinnar verður eytt í stórborginni Lundúnum þar sem við munum upplifa hveitibrauðsdagana í brjáluðu roki og bullandi rigningu, sem skiptir engu þar sem við getum haldist í hendur og haft það kósý! Engin börn, bara við tvö. Það setur þó strik í reikninginn að börnin eru bæði með hitavellu og búin að vera síðan á þriðjudaginn. Þau eru þó nokkuð brött svo við ákváðum að halda okkur við setta dagskrá þannig að Kristrún og Alli og Halla Rós og Sturla fá að hugsa um þau í veikindunum á meðan við heilsum upp á hennar hátign Elísabetu og co. Þau höndla þetta án efa með sóma hjónin!

Með von um að allt fari vel!
Þar til næst...

föstudagur, nóvember 02, 2007

Bæn fyrir Gillí

Hún Gillí vinkona okkar liggur nú á líknardeild LSH, því langar mig að setja inn bæn fyrir hana, fyrir valinu varð bæn fyrir sjúka sem finnst í sálmabókinni.

"Drottinn minn Jesús Kristur. Þú hefur sagt: Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld. Nú á ég erfitt og hef byrði að bera, sem þú þekkir betur en nokkur annar. Því kem ég til þín. Oft gleymdi ég þér, þegar allt gekk vel. Gleym þú gleymsku minni. Þú hefur sjálfur liðið og ert kunnugur þjáningum. Þú barst þinn kross, af því að þú vildir taka veikindi vor og bera sjúkdóma vora. Þú elskaðir mig, sekan mann, og gekkst í dauðann fyrir mig. Elska þín er eilíf og getur aldrei brugðizt. Því treysti ég heiti þínu, að þú veitir mér hvíld. Ég bið þig um bata, en segi eins og þú: Verði þinn vilji, faðir í himnunum. Lát mig aðeins finna höndina þína, hvað sem annars mætir mér. Lát mig muna höndina þína og treysta henni, þótt ég finni hana ekki. Veit mér traust hjartans, þolinmæði, rósemi, þann frið þinn, sem er æðri öllum skilningi. Ver þú mín hjálp og hreysti og líf. Bænheyr mig, Drottinn minn og frelsari. Amen."

Elsku Gillí mín og fjölskylda, okkar innilegustu baráttukveðjur.

mánudagur, október 29, 2007

Fréttir að utan ;)

Áætluð fæðing í kringum 2. maí 2008.


Meðgöngulengd í dag rúmar 13 vikur.

miðvikudagur, október 24, 2007

Kosningar...

Nú er ég ekki mikið inni í stjórnmálum, en mér finnst pínkulítil skítafýla af þessum blæstri Anders Fogh til kosninga núna í nóvember. Ég á erfitt með að skilja hvernig einn flokkur, sem situr í stjórn, getur ákveðið að flýta alþingiskosningum um rúmt ár vegna þess hve vel þeir koma út í skoðanakönnunum. Sjálfsagt liggur nú eitthvað meira að baki þessari ákvörðun, og ég vona það svo sannarlega, en þetta er skýringin sem fjölmiðlar gefa.

Þessi skóli minn!

Enn er reynt á þolinmæði okkar talmeinafræðinema við SDU! Í gær mættum við galvaskar (og Mark líka, að sjálfsögðu) í tíma eftir nýafstaðið haustfrí. Á móti okkur tók hún Jytte sem er yfir aðalfaginu okkar sem heitir Sprog- og talevanskeligheder med klinik II, og fjallar að mestu um stam, málstol og læbe-, kæbe-, ganespælte (sem er það sama og skarð í vör, höku og góm). Þannig var nefnilega mál með vexti að hann Thorstein, sá færeyski, ákvað að hætta við að kenna okkur um málstol, eins og hann hafði lofað. Hann hafði kennt okkur tvisvar eða þrisvar og ákvað að þetta væri of mikið álag á sig og sagði því starfinu lausu, okkur til mikillar gleði... eða þannig! Aumingjast Jytte mátti því gjöra svo vel að leita að nýjum kennurum fyrir okkur og henni tókst það en við fáum fyrst kennslu í næstu viku í staðinn fyrir í þessari viku, en tímana eigum við að fá, alla sem einn. Þetta er ekki fyrsta skiptið á þessari önn sem kennarar hoppa frá kennslu hjá okkur, en það hefur sem betur fer bara gerst áður en kennsla í þeirri grein sem kennarinn átti að kenna okkur í hefst. Þeir voru víst nokkrir í upphafi annar sem sögðu fyrst já en breyttu í nei þegar líða tók að kennslu. Ótrúlegt.
Ég vona svo sannarlega að þetta komi nú til að haldast eins og það á að vera út önnina, það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af kennslu!

mánudagur, október 22, 2007

Gamalt og nýtt

Ég las í Nyhedsavisen í morgun að sú gamla mýta um að kynlíf skaði heyrnina sé að mörgu leyti sönn. Óbeint í það minnsta, því Viagra skaðar heyrnina. Er ekki betra að vera heyrnarskertur og hamingjusamur en óhamingjusamur með fulla heyrn? Ég held ég viti hvað karlmenn veldu! ;)

miðvikudagur, október 17, 2007

Af ýmsu

Þá eru Inga Birna, Helgi Þór og Sveinn Elí búin að kíkja á okkur þetta árið. Það var notó að fá þau. Þau voru svo elskuleg að gefa okkur SS-pylsur og nóg af þeim og þær hökkuðum við í okkur í gærkvöldi með góðri list, okkur til aðstoðar var Heiða gella, hún át þó ekki nema eina, sem verður að teljast heldur dræmt sé til þess litið að um íslenksan þjóðarrétt er að ræða! Ummmm... hvað þær voru góðar puuuuuulsurnar.
Haustfríið gengur ágætlega, búið að hanga svolítið, reyna að lesa og hanga aðeins meira. Börnin voru leyst undan þeirri kvöð að dvelja heima með múttu alla vikuna og fóru glöð í bragði í leikskólann í dag og í gær, spurning hvað ég geri á morgun, en þau verða í fríi á föstudaginn. Við höfum verið að drattast af stað um tíu leytið og sækja þau um þrjú, svo ekki er hægt að segja að þeim sé pískað út, enda kósýheit í leikskólanum þar sem fá börn eru þessa dagana.
Allt er við það sama hjá Helga í vinnunni þó frí sé í skólum, hann þarf jú að vinna fyrir neyslu minni, enda 10% afsláttur í H&M á netinu og kerla þarf að fata börnin upp.
Bríet Huld er loksins búin að fá tíma í ómun svo hægt sé að athuga hvort í lagi sé með nýrun hennar. Hún vætir sig svo oft, hvort sem er á næturnar eða á daginn. Þó svo við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fá hana sem oftast á salernið, en það virkar bara ekki. Nú er ég búin að fara þrisvar eða fjórum sinnum til læknis með hana vegna þessa og loksins var sá læknir sem tók á móti okkur til í að gera eitthvað frekar en að benda okkur á að setja hana oftar og oftar á klóesettið. Vonandi verður þetta vandamál leyst áður en skvísan byrjar í skóla, börn geta verið svo ljót hvert við annað og smáræði sem þetta getur háð henni í vinatengslum og öðru slíku.

Læt fylgja mynd af lopapilsinu sem ég prjónaði mér um daginn. Myndin er sérlega ætluð múttu.
Þar til næst...

laugardagur, október 13, 2007

Jólin, blessuð jólin!

Það er ekki laust við það að ég sé að komast í jólaskap. Það kemur trúlega engum á óvart sem mig þekkir ;) Enda "bara" 73 dagar til jóla. Jólavörurnar eru farnar að gægjast í búðirnar. Í Plantorama, sem er svona stórverslun með blóm og svona, er búið að setja upp jólatré og allskyns jólaskraut, ohhh... ég fékk ilinn yfir mig sem fylgir jólunum. Ég var nokkuð ánægð með litaval búðarinnar fyrir þessi jólin, ekkert svart! Rautt, silfrað, gyllt, fjólublátt og ótrúlega fallegur græn-silfraður litur, sem ég á áreiðanlega eftir að bæta í jólasafnið mitt. Það var ekki til að minnka jólastemninguna hjá mér þegar dóttirin tók upp á því að heimta Brunkager í Netto um daginn og sönglaði svo jólalögin dátt!
Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

laugardagur, október 06, 2007

Hótelið fundið

Við erum búin að bóka hótel í London. Völdum þetta eiginlega þar sem ég var orðin nokkuð þreytt og nett pirruð á vafrinu á milli ólíkra hótelsíðna í leit að hinu fullkomna hóteli fyrir okkur hjónin. Ég ákvað að það fyndist ekki og lét gott heita þegar ég fann þetta sem leit allt í lagi út. Ég sá okkur ekki fyrir mér sitjandi inni á einhverju highclass hóteli inn á milli papparassanna og fræga fólksins sem þeir elta. Kósý stemning á betur við okkur.
Annars hljóðar dagskrá helgarinnar upp á Legolandsferð, fjólubláttafmælispartý hjá Tinnu og trúlega mjög svo Bratztengt afmælisboð hjá Karítas Kristel.

Eigið góða helgi.

miðvikudagur, október 03, 2007

Veistu um gott hótel í London?

Já, Helgi er búinn að kaupa handa okkur ferð til London þann 8. nóvember nk. þá á kauði afmæli og honum fannst alveg tilvalið að blæða á okkur ferð til drottningarinnar. Einn er þó gallinn á gjöf Njarðar en hann er sá að ég get engan veginn valið úr þeim þúsundum hótela sem borgin hefur upp á að bjóða. Svo ef þið vitið um eitthvert gott hótel, með sér baðherbergi (ég hef aldrei prófað slíkt hótel að undanskildu einu á Akureyri forðum daga) og roomservice, þá máttu endilega láta vita. Það myndi ekki spilla fyrir ef staðsetningin væri góð, enda verðum við bara frá fimmtudegi til sunnudags í borginni, svo tímanum má ekki spilla. Enn er ekki búið að ákveða með vissu í hvað tímanum verður eytt, en ég fjárfesti í Turen går til London sem búið er að fletta fram og aftur. Reyndar væri ég meira en til í að skella mér á leik með karlinum, en úrval leikjanna er ekkert sérlega mikið, eini leikurinn sem til greina kemur þessa helgina er Chelsea-Everton. Ég gæti þó smellt nokkrum myndum af fyrir Dadda í leiðinni ;)

Að Londonferðinni undanskilinni er lítið fréttnæmt héðan. Afmælisveislan gekk vel og mætingin var góð. Mexíkóska súpan hitti í mark sem og Spiderman-kakan. Hinar kökurnar runnu líka ágætlega niður með kaffinu eftir að súpunni hafði verið kyngt. Gemsinn fékk fullt af fallegum gjöfum sem að sjálfsögðu hittu beint í mark og hann þakkar hér með fyrir sig!

Halla Rós, Sturla og stelpurnar eru hér ennþá þar sem fyrst er von á búslóðinni á morgun. Húsið eru þau búin að fá afhent og þau verja drjúgum tíma þar í gluggatjaldaupphengingar, IKEAvörusamsetningar og svo framvegis. Enda allt frekar spennandi og framandi. Við fórum reyndar til Árósa í gær við frænkurnar til að mubla upp hjá þeim skötuhjúum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir drjúgan þunga bílsins á heimleiðinni, en kagginn er jú kaggi og þolir ýmislegt! Þegar heim var komið skellti ég saman forláta sjónvarpsskáp sem ég festi kaup á á meðan restin af fullorðna heimilisfólkinu skemmti sér yfir uppákomunni! Skápurinn komst þó saman, sjónvarp, dvd-spilari, myndbandstæki og afruglari komust í hann og upp á, og allir urðu obboð glaðir þó sérstaklega "smiðurinn" ég.

Hej så længe!

þriðjudagur, september 18, 2007

Bleeeeeeeeeeeeee

Hér er fingurfimi hjónanna í hámarki þessa dagana. Ofnafærslur, spörtlun og málun. Barnaherbergið skal verða fínt og það fyrir afmæli prinsins sem verður nú á laugardaginn. Þá er efnt til stórveislu með kökum og tilheyrandi. Vonandi að eitthvað ætt verði á boðstólnum. Ef illa fer er Chianti pizza ekki langt undan... Annars verður gestkvæmt hjá okkur hjúum næstu vikurnar. Elísabet ætlar að koma með gemsana sína á föstudaginn, enn er óvíst hvort eiginmaðurinn verði með í för. Á laugardagskvöldið, eftir afmælið, kemur Halla Rós frænka með tvær skutlanna sinna og verður hjá okkur í rúma viku, eða þar til hún fær íbúðina sína afhenta, því fjölskyldan af Selfossi ætlar að setjast að hér í bæ um óákveðinn tíma. Drengirnir úr Sandkæret, þeir Daníel og Gabríel ætla líka að dvelja hjá okkur einhverjar nætur. Svo það verður í nógu að snúast, enda fátt leiðinlegra en að hanga í leti, þó það sé auðvelt að detta ofan í það ef maður hefur ekkert fyrir stafni.

Annars fátt í gangi. Lífið gengur sinn vanagang. Skólinn kominn á skrið, en ómögulegt er enn að fá bækur, þar sem kennararnir virðast ekki gera sér grein fyrir því að það þarf að panta þær inn svo hægt sé að selja þær í bóksölunni þar sem þær eiga að vera til sölu. Fúllt...

Best að taka til við lestur í þeirri bók sem ég hef nú þegar fengið!
Svo ég býð góða nótt!

miðvikudagur, september 12, 2007

Seint og um síðir

Ég ætlaði að vera löngu búin að setja þessa mynd inn! Fór í eitt skemmtilegasta brúðkaup sem sögur fara af í Íslandsförinni hjá þeim hjónum Ingu Birnu og Helga Þór.


Við misstum svo af brúðkaupinu hjá Emblu og Danna um helgina og svo gengu Lára og Halli líka í heilagt hjónaband þarsíðustu helgi! Til hamingju allir!

Fleiri myndir hjá gemlingunum. Ekki vera feimin að senda línu til að fá aðgangsorðið.

sunnudagur, september 09, 2007

Þegar stórt er spurt

Bríet Huld er farin að velta fæðingunni og dauðanum mikið fyrir sér. Sökum þessa spyr hún mikið út í þessa hluti, "Kemur barnið út úr maganum?", "Hvernig kemst barnið í magann?" og svo framvegis. Til að rugla barnið ekki frekar í ríminu, tjáði múttan henni að barnið færi ekki í gegnum meltingarveginn til að ná niður í maga. Tilvonandi móðirin væri heldur ekki skorin upp til að hægt væri að koma barninu fyrir í móðurlífinu. Allt rökréttar athugasemdir og vangaveltur. Í stað þess að persónugera storkinn ákvað ég að segja barninu sannleikann... ja, eða nærri því allan sannleikann; "Barnið kemur í magann þegar pabbinn knúsar mömmuna rosalega fast". Stúlkan greip þetta á lofti og fyrr en varði snéri hún sér að mér og knúsaði mig af öllum sínum lífs- og sálarkröftum og sagði: "Nú er ég komin með barn í magannn".

Já það er stundum erfitt að finna út úr því hvaða svör passa við spurningar barnanna.

þriðjudagur, september 04, 2007

Heimsókn til kvensjúkdómalæknisins

Skrapp til kvensjúkdómalæknis í gær. Bara svona vegna þess að mér finnst það alveg þrælskemmtilegt! Eða þannig... Jú, reyndar var alltaf gaman og fróðlegt að fara til Þórðar læknis á Íslandi, en allavega... Hjá Þórði fékk ég alltaf þennan fína slopp sem var opinn að aftan, svo ég gæti í það minnsta látið fara vel um mig á meðan ég trítlaði að skoðunarbekknum, en því var ekki að skipta hjá dömunni sem skoðaði mig í gær. Ég mátti láta mér nægja að toga bolinn niðurfyrir helgustu blettina á meðan ég leið yfir gólfið að útglenntum bekknum. Lækninum til aðstoðar var klínikdama sem átti fullt í fangi með að rétta doktornum hin ýmsu skoðunartæki. Þegar ég lagðist á bekkinn þurfti ég að berjast við að missa ekki hláturinn út úr mér því er ég leit upp í loftið, eins og maður gerir iðulega við þessar aðstæður, birtist mér mynd af þremur fiskum, bleikum, bláum og grænum! Ég hefði heldur viljað sjá mynd af einhverjum guðdómlega fallegum manni, það hefði kannski hresst svolítið upp á heimsóknina ;)

Ekki er öll vitleysan eins

Ég veit ekki hvað það segir um mig en ég las þetta

Er gott eða slæmt að hita pela í örbylgjuofni?

sem: Er gott eða slæmt að hita PELSA í örbylgjuofni?

Spurning að fá sér gleraugu.

mánudagur, september 03, 2007

Tilfinningaþrungi

Ég átti ansi heitt samtal við mann hjá ónefndri lánastofnun á Íslandi sem hefur mikið með mál menntafólks að gera um daginn. Aumingjas maðurinn virtist hafa stigið öfugumegin frammúr þennan morguninn þegar ég hringdi. Það sem verra var, þá lá ekkert alltof vel á sjálfri mér. Maðurinn virtist vera æstur þegar hann tók upp tólið og ekki batnaði það þegar líða tók á samtalið, hann hreinlega öskraði til að mynda á samstarfsmann sinn meðan ég var í símanum og þar fram eftir götum. Að sjálfsögðu æstist ég öll upp við þetta og bað manninn vinsamlegast að róa sig. Þá hótaði hann því að skella á mig, mér til mikillar ánægju, eða þannig... Þegar símtalinu svo var lokið settist ég í sófann og byrjaði að vola.
Ég gæti aldrei fyrir mitt litla líf verið þingmaður!