Vá hvað það er langt síðan hér var skrifað síðast!
Svo langt að ég mundi ekki aðgangsorðið á síðuna! Það er spurning hvort maður þurfi ekki að fara að gera eitthvað í þessu.
Annars er alltaf svo lítið að frétt að maður hefur fáu að deila með örðum. Núna erum við hjónin þó með rassinn upp í vindinn í prinsessuherbergjaframkvæmdum. Heimasætan á að fá nýtt herbergi í afmælisgjöf frá bændum og búaliði.
Guttinn minnsti dafnar vel, en þó ekki það vel að læknum lítist á. Vesen alltaf á þessum læknum. Hann var sendur í blóðprufu um daginn vegna þess hve illa hann þyngist. Útkomu prufunnar er að vænta í næstu eða þarnæstu viku. Heimilislæknirinn sagði mér þó að vera róleg, þar sem barnið væri skylt bæði föður sínum og systur. Ekki er heldur hægt að bera því við að barnið borði ekki. Hann borðar oft meira en bæði stóru systkinin til samans. Það má þó diskútera það hvort þau borði þá of lítið ;)
Jæja, ég ákvað að prófa að pikka eitthvað hér inn, svona for old times sake!
Eigið góða daga!
Addý.
fimmtudagur, júní 04, 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)