Dugnaðurinn er alveg að fara með mig, eða hitt þó heldur. Letin hefur einkennt síðustu daga, enda veðrið frekar óspennandi og hér hefur rigningin sömu áhrif á sálartetrið og heima á Fróni. Ég skellti mér þó til Esbjerg á þriðjudaginn með gemlingana, enda er best að við séum sem minnst heima þessa dagana þar sem húsbóndinn þarf að læra. Hann stendur hreinlega á haus! En þar sem hann er eins duglegur og hann er þá hef ég engar áhyggjur af því að hann láti bugast undan álagi.
Elí Berg er byrjaður á rauðu deildinni hjá stóru systur sinni og skemmtir sér konunglega þar ásamt stóru krökkunum. Eitthvað á hann þó erfitt með að læra að liggja kyrr í hvílunni, en þetta lærist allt saman. Skvísan fór til talmeinafræðings í dag og múttan fékk að fylgja með. Hún kom þrusuvel út hvað varðar málþroska, skilning og hljóðkerfisvitund og allt það, þrátt fyrir að vera svolítið smámælt. Ástæðan kom í ljós. Trúlega hefur hún tekið sér danska s-ið þar sem það er aðeins veikara en það íslenska, sem er nokkuð skýrt og "hart" ef það er hægt að nota það orð yfir það. Þess vegna fannst talmeinafræðingnum hún ekki vera eins smámælt og mömmunni. Þetta ætti þó að lagast, samkvæmt öllu, þegar fullorðinstennurnar koma, ef ekki þá eigum við að hafa samband við talmeinafræðing aftur. Það var gott að fá það á hreint. Mamman er alltaf jafn móðursjúk.
Hef svosem ekkert að segja, en pikka þetta til að láta vita að við séum á lífi.
Þar til næst...
föstudagur, ágúst 31, 2007
föstudagur, ágúst 24, 2007
Komin heim
Komin heim í heiðardalinn, þó engin séu fjöllin hér í Danaveldi. Íslandsheimsóknin var notaleg og vel heppnuð, þó greinilegt sé að tíminn hefði mátt vera lengri sé miðað við allt það fólk sem okkur gafst ekki færi á að heimsækja, en svona er það nú bara. Vonandi er enginn sár og svekktur yfir því.
Heimförin gekk vel. Börnin voru stillt og góð, eins og þeirra er von og vísa, í flugvélinni og ég fékk aðstoð frá tveimur skvísum við að koma börnunum út úr vélinni og yfir í flugstöðvarbygginguna þar sem enginn fékkst raninn. Ein þessara skvísa hjálpaði mér svo að komast að farangursbeltinu. Frábært það. Annars er ekkert að frétta og ferðasagan kemur síðar sökum leti minnar.
Hafið það gott!
Heimförin gekk vel. Börnin voru stillt og góð, eins og þeirra er von og vísa, í flugvélinni og ég fékk aðstoð frá tveimur skvísum við að koma börnunum út úr vélinni og yfir í flugstöðvarbygginguna þar sem enginn fékkst raninn. Ein þessara skvísa hjálpaði mér svo að komast að farangursbeltinu. Frábært það. Annars er ekkert að frétta og ferðasagan kemur síðar sökum leti minnar.
Hafið það gott!
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
Hvar er hægt að ná í okkur á Íslandi?
Búin að pakka og skúra út. Nú á bara eftir að strauja heimferðardressið á okkur mæðgurnar, gæjarnir láta sér nægja krumpaðar gallabuxur og boli, við erum hins vegar svo miklar skvísur að við kjósum kjóla.
Fyrir þá sem vilja ná í okkur hjónin verðum við hjá foreldrum okkar til skiptis, annars vegar í síma 5571768 (Katrínarlindin) og hins vegar í síma 4356679 (Hraunholt). Svo er best að senda tölvupóst á netfangið adkri05@student.sdu.dk.
Sjáumst á klakanum!
Knúsar...
Fyrir þá sem vilja ná í okkur hjónin verðum við hjá foreldrum okkar til skiptis, annars vegar í síma 5571768 (Katrínarlindin) og hins vegar í síma 4356679 (Hraunholt). Svo er best að senda tölvupóst á netfangið adkri05@student.sdu.dk.
Sjáumst á klakanum!
Knúsar...
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Ferðasaga litlu fjölskyldunnar
Ohhh... hvað það er gott að vera komin heim! Við skutumst til Svíþjóðar á fimmtudaginn í síðustu viku og komum heim seint á mánudagskvöldið. Notaleg ferð þar sem gist var í tjaldi. Við keyrðum frá Óðinsvéum í gegnum Kaupmannahöfn og stöldruðum aðeins við í Malmö til að skoða fornan heimabæ húsbóndans. Þaðan héldum við áleiðis að Kalmar þar sem átti að tjalda en stoppuðum á tjaldsvæði sem kallast Skippevik rétt fyrir utan Kalmar þar sem myrkrið var óðum að skella á. Skippevik er fallegur staður en því miður með þeim ólesti að þar eru ansi mörg mugg! Að sjálfsögðu komumst við ekki hjá því að fá eins og hundrað stykki inn í tjaldið til okkar, enda voru kvikindin í þúsundatali þarna í kringum okkur á meðan við tjölduðum. Þetta varð til þess að við vorum öll sundurbitin fjölskyldan, Elí Berg varð minnst fyrir barðinu á flugunum. Bríet Huld varð hins vegar illa útleikin eftir meðferð flugnanna á andlitinu á henni og fór svo illa að annað augað lokaðist alveg og hitt að hálfu. Hún fékk því að kíkja til læknis á næsta áfangastað okkar í Vimmerby, heimabæ Astridar Lindgren, þar fékk hún ofnæmislyf og stórlagaðist eftir fyrsta skammt og er aftur orðin eins og hún á að vera. Í Vimmerby tjölduðum við við vatn sem heitir Nossenbaden, þar var kósý og notó, eiginlega engin fluga og allir kátir og glaðir. Við kíktum í veröld Astridar Lindgren, fórum í útsýnisrúnt í traktorslest og röltum svo um miðbæinn. Á leiðinni til Jönköping komum við við í Kattholti þar sem blætt var í trébyssur með áletruðu nafni handa börnunum og bærinn skoðaður ásamt smíðaksemmunni frægu. Kaffibolli var tekinn í Jönköping og brunað af stað aftur. Í Gautaborg höfðum við ætlað okkur að gista, en sökum veðurs ákváðum við að athuga heldur með ferjuna yfir og fengum far yfir næstum með það sama. Við skelltum okkur svo á íþróttagistingu í Jerup, rétt fyrir utan Frederikshavn til að komast hjá því að tjalda í myrkri, enda lentum við í Danmörku kl. 22. Mánudagurinn var þrusugóður veðurfarslega séð og við brunuðum á Skagen til að skoða. Kíktum aðeins í bæinn þar og út á Grenen sem er yrsti oddi Danmerkur. Þar dóluðum við okkur á ströndinni og börnin urðu holdvot og foreldrarnir líka. Hvílík dásemd. Það er hreint ótrúlegt hve það er flott að sjá hvernig öldugangurinn er þar sem Kattegat og Skagerrak mætast og að finna fyrir straumnum þegar maður nálgast mótin. Eftir góðan túr á Skagen stöldruðum við aðeins við í Álaborg og gripum einn kaffi og gáfum gemlingunum ís. Á göngugötunni í Álaborg hittum við, þó ótrúlegt megi virðast, frænku hans Helga, hana Þórdísi Ómarsdóttur Lóusonar ásamt fjölskyldu. Þau eru á ferðalagi um Danmörku og voru fyrir tilviljun þarna í borginni. Það voru fagnaðarfundir! Eftir hittinginn, kaffið og smá pisserí var förinni heitið til Silkeborgar þar sem áætlað var matarstopp. Eftir að hafa troðið í sig skutumst við á Himmelbjerget og kíktum á útsýnið þar, sem var ansi fallegt þrátt fyrir að það væri farið að dimma. Það var svo ansi þreytt og lúin fjölskylda sem mætti á Bláberjaveginn rúmlega ellefu á mánudag.
Næst á dagskrá: Ísland!
Þar til næst...
Ps. sökum áskoranna skelli ég hér með inn mynd af skónum hans Helga ;)
Fleiri myndir er svo hægt að skoða á síðunni hjá gemlingunum mínum, sjá link til hliðar.
Næst á dagskrá: Ísland!
Þar til næst...
Ps. sökum áskoranna skelli ég hér með inn mynd af skónum hans Helga ;)
Fleiri myndir er svo hægt að skoða á síðunni hjá gemlingunum mínum, sjá link til hliðar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)