Þá er hinu tveggja vikna langa bloggfríi mínu formlega lokið. Hvort einhver hafi tekið eftir þessari fjarveru minni er svo allt annað mál. En hingað er ég komin aftur...
Ég sit í nýju stofunni minni með tölvuna í fanginu og er tengd þráðlaus við umheiminn, engar snúrur að flækja sig í og maður getur verið hvar sem er, þvílíkur munur! Þessu mæli ég eindregið með. Ég skil hreinlega ekkert í mér að hafa ekki orðið mér úti um þessa græju áður. Nú er hún mætt í hús, því er um að gera að njóta.
Við erum að reyna að koma okkur fyrir litla fjölskyldan hér á Bláberjavegi, það gengur ágætlega þó frágangur íbúðarinnar á Ugluhæðinni trufli athafnagleðina hér á bæ. Áætluð lyklaskyl þar eru á mánudaginn svo helgin fer í þrif og annað ditt og datt. Eftir það verður það litla ryk sem hefur náð að setjast á penslana dustað af og tekist verður á við málningarvinnu hér, enda hafa fyrri eigendur hreinlega verið fastir við borvélina. Alltof mörg og út um allt. Við máluðum herbergi barnanna og reyndum að koma því í svolítið gott stand áður en flutt var inn, restina af húsinu, að undanskyldu eldhúsinu þarf að betrumbæta. Það verður gert núna næstu vikurnar.
Annars fer rosalega vel um okkur hérna í húsinu okkar, garðurinn er yndislegur og eldhúskrókurinn hreint æði, svona ekta kaffibollaeldhúskrókur. Nýju húsgögnin eru farin að týnast inn, borðstofuborðið og skenkurinn eru mætt á svæðið og stólanna og sófans er beðið með eftirvæntingu. Þá verður nú aldeilis flott hérna hjá okkur!
Ég læt þetta duga í bili og hripa kannski niður nokkrar línur þegar að því kemur að ég hef eitthvað að segja...
föstudagur, september 29, 2006
föstudagur, september 15, 2006
Smá pása gerð á fríi
Ég veit ekki hvað er í gangi en ég get ekki skoðað síðuna mína. Þetta hlýtur að eiga við fleiri... Þar sem ég kann nákvæmlega EKKERT í svona tölvumálum verð ég bara að krossleggja fingur og vona að einhver klár karl í hinum víða heimi internetsins sjái aumur á mér og fixi þetta fyrir mig.
Þangað til...
Þangað til...
fimmtudagur, september 14, 2006
Blogg fer í frí
Heilt og sælt veri fólkið.
Sökum flutninga og óframhleypni danskra síma- og internetyfirvalda verð ég að leggja þessa annars ágætu bloggsíðu tímabundið niður. Ég mun þó pikka á lyklaborðið eins fljótt og auðið er (sem væntanlega verður ekki fyrr en eftir tæpan mánuð ef marka má heimasíðu TDC). Ekki svo að skilja að ég geri ráð fyrir því að fólk komist ekki af án mín og minnar vitleysu, en hitt er annað mál að ég vil bara gera grein fyrir bloggleti minni.
Að lokum vil ég óska Magna til hamingju með frábæran árangur í Rock Star Supernova! Þó svo ég geri mér fulla grein fyrir því að hann lesi ekki þetta þvaður mitt, en hún Eyrún hans á það til að reka nefið hér inn, svo hún skilar kannski kveðjunni til hans og smellir einum á sig, hann og Marínó Bjarna litla. Til lukku Eyrún mín! Lukkan felst, held ég, ekki síður í því að þú misstir hann ekki á tónleikaferðalag með gaurunum atarna ;) Frábær árangur engu að síður!
Knús og kossar til ykkar þriggja sem þetta lesið! Þar til næst...
Sökum flutninga og óframhleypni danskra síma- og internetyfirvalda verð ég að leggja þessa annars ágætu bloggsíðu tímabundið niður. Ég mun þó pikka á lyklaborðið eins fljótt og auðið er (sem væntanlega verður ekki fyrr en eftir tæpan mánuð ef marka má heimasíðu TDC). Ekki svo að skilja að ég geri ráð fyrir því að fólk komist ekki af án mín og minnar vitleysu, en hitt er annað mál að ég vil bara gera grein fyrir bloggleti minni.
Að lokum vil ég óska Magna til hamingju með frábæran árangur í Rock Star Supernova! Þó svo ég geri mér fulla grein fyrir því að hann lesi ekki þetta þvaður mitt, en hún Eyrún hans á það til að reka nefið hér inn, svo hún skilar kannski kveðjunni til hans og smellir einum á sig, hann og Marínó Bjarna litla. Til lukku Eyrún mín! Lukkan felst, held ég, ekki síður í því að þú misstir hann ekki á tónleikaferðalag með gaurunum atarna ;) Frábær árangur engu að síður!
Knús og kossar til ykkar þriggja sem þetta lesið! Þar til næst...
laugardagur, september 02, 2006
Tvær vikur í flutning
Nú styttist heldur betur í að við fáum húsið afhent. Í dag eru þrettán dagar í herlegheitin. Stefnt er að því að flytja tveimur dögum eftir afhendingu, þann 17. sept. og til aðstoðar er búið að smala að minnsta kosti fimm fílhraustum karlmönnum. Til að vera sem best undirbúin skutumst við hjónin niður að grensa (landamærum Danmerkur og Þýskalands) og roguðumst þaðan með nokkra kassa af öli fyrir karlana og einn og einn af léttu fyrir þá sem heldur kjósa það. Við erum einmitt líka svo heppin að mútta gamla ætlar að kíkja hingað til okkar næstu helgi og vera einhverja daga og aðstoða við flutninga, enda er ágætt að hafa eina svona skvísu sem getur tekið ákvarðanir um það hvar diskar og glös eiga að vera á núlleinni, krafturinn er þvílíkur. Já, kvenpeningurinn hinn eldri í móðurfjölskyldunni er ansi hraustur og ráðagóður svo á hann er rúmlega stólandi. Ég held að mamma væri nú ekki alveg róleg yfir ástandinu hér á bæ eins og það er núna, hér er ekkert komið í kassa en það stendur til bóta í næstu viku. Við fengum hreinlega nóg af kassalifnaði á síðasta ári, svo tíminn í kössum verður hafður í lágmarki í þetta skiptið. Enda nægur tími til pökkunar.
Helgi var svo í æfingarbúðum hjá Alla og Kristrúnu í gær, svo hann ætti að vera í formi fyrir þetta þegar að kemur hjá okkur. Drengirnir þeirra hugguðu sér hérna með okkur hinum á meðan.
Helgi var svo í æfingarbúðum hjá Alla og Kristrúnu í gær, svo hann ætti að vera í formi fyrir þetta þegar að kemur hjá okkur. Drengirnir þeirra hugguðu sér hérna með okkur hinum á meðan.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)