þriðjudagur, apríl 29, 2008

Þrír dagar til stefnu, ja eða rúmar tvær vikur...

Enn er verkfall á leikskólanum, svo Bríet Huld hefur ekkert farið í leikskólann í tvær vikur núna og það endar í tæpum þremur þegar hún loksins fær leyfi til að mæta á mánudaginn. Þá er ekki þar með sagt að allt sé fallið í ljúfa löð, ó, nei. Því ungi herramaðurinn á heimilinu fær þá að dveljast heima með múttunni skrúttunni. Yndislegt alveg, og mamma sem ætlaði að vera búin með ritgerðina áður en þriðji gemsinn bættist við. Það er þó ekki öll von úti enn, enda getur meðgangan dregist á langinn, þó svo að settur dagur sé núna á föstudaginn.

Annars er fínt að frétta. Vorið er komið og grundirnar gróa, þó svo að botninn á línunni eigi síður við hér í flatlendi Danans. Sannkölluð sumarblíða búin að vera síðustu daga, þó svo að rigni í dag. Enda veitir ekki af þar sem það þarf að vökva gróðurinn af og til og jafnvel taka til innifyrir, það er gersamlega ómögulegt að framkvæma þegar veðrið er blítt og fallegt. Þá hlammar maður sér heldur út í sólina og skellir í sig svona eins og einum ís og svolitlu ístei eða álíka svalandi drykk. Notó, spotó.

Skvísan á heimilinu er farin að færa sig hratt upp á skaftið núna. Þannig er að við hjónin notum þessa svokölluðu töfrar, einn, tveir, þrír aðferð við uppeldið á börnunum, sem virkar alveg þrusuvel. Það veit enginn hvað gerist ef talið er upp að þremur og enginn hlýðir ennþá, en við finnum upp á einhverju ef börnin taka upp á þeim ósið að hætta við að hlýða. Daman hefur undanfarið notað þessa aðferð á hann bróður sinn með miklum og góðum áhrifum. Hann hlýðir öllu sem hún segir þegar hún byrjar að telja. Að sjálfsögðu er búið að reyna að brýna fyrir henni að þetta sé eitthvað sem fullorðna fólkið á að segja, en það er óhætt að segja að það læðist fram örlítið bros hjá okkur þegar við heyrum hana byrja að telja. Hún fær stórt prik fyrir áræðnina og úrræðið að taka upp á þessu, ein síns liðs. Þau eru snillingar, blessuð börnin.

Við fórum svo í þessa líka fínu og flottu fermingarveislu á sunnudaginn hjá henni Silvíu Sól. Hún var að sjálfsögðu alveg obboð fín og sæt og foreldrarnir, auðvitað, líka. Eins og við var að búast voru veitingarnar ekki af verri endanum og ég þess guðslifandi fegin að geta ennþá borið fyrir mig óléttunni og hámað í mig að vild! Það er aldrei slæmt að fara í veislu til Bæba og Salvarar. Börnin komust heldur betur í feitt þegar kaffið var fremreitt, þar sem inn á milli allra kakanna leyndust kleinur. Uppáhaldið. Nammi, namm... Í veislunni, sem að mestu fór fram út í garði, sökum veðurblíðunnar, var margt um manninn. Það var gaman að hitta fullt af fólki sem maður hittir sjaldan eða hefur jafnvel aldrei hitt, en heyrt talað um. Steini, Hanna Lára, Þórdís og Arna Björg voru að sjálfsögðu líka í veislunni og það var þrusugaman að hitta þau. Reyndar ætlaði frúin í Esbjerg að koma með gemlingana líka, en komst ekki sökum flensufaraldar á heimilinu, við vonum að þau fari að ná sér, blessuð börnin þar.

Best að nýta þessar mínutur sem ég hef þar til ég sæki karlinn í ritgerðarsmíði. Þar til næst...

föstudagur, apríl 25, 2008

Hver er maðurinn?

Fann þessa frábæru mynd um daginn og varð að deila henni með ykkur.


Flottur, ekki satt?

miðvikudagur, apríl 23, 2008

Já, maður spyr sig!

Hvað er betra að gera þegar maður vaknar klukkan 6 að morgni en að setjast við saumavélina og sauma saman himnasæng yfir rimlarúmið?

Fékk annars þessa fínu útlensku athugasemd á fyrra blogg. Gæinn var mjög ánægður með bloggið og fannst það áhugavert. Spurning hvort þetta hafi verið einhver þýskur íslenskunemi, en ég hefði þá búist við því að hann hefði allavega reynt að strögglast framúr íslenskunni. Ég dreg það stórlega í efa að óbreyttur útlendingur hafi miklar áhyggjur af tungumáli vorrar þjóðar, og hvað þá að sá hinn sami hafi áhuga á þessum pælingum mínum! Það er þó alltaf gott fyrir egóið þegar einhver "nennir" að kvitta, hver sem það svo er ;)

mánudagur, apríl 21, 2008

Ryksuga?

Ég hef stundum velt fyrir mér sögninni "ryksuga" þ.e.a.s. að ryksuga. Mér finnst alltaf eins og þetta sé einhver orðleysa. Nafnorðið ryksuga, fyrir samnefnt heimilistæki, er gott og gilt, enta er það suga sem sýgur ryk. Er því ekki réttara að tala um það að ryksjúga með ryksugunni? Það meikar meiri sens, eins og maður segir á "góðri" íslensku.

Hvað ætli Fjölnismenn hefðu sagt við þessu? Þeir hefðu pottþétt getað svarað þessari spurningu minni.

sunnudagur, apríl 20, 2008

Yndislegt veður!

Eitthvað hefur brandarinn sem ég setti inn fyrir helgi klikkað. Hann leit vel út þegar ég var nýbúin að setja hann inn, en það er greinilegt að myndirnar sem honum fylgdu hafa dottið út. Áhugasamir mega hafa samband og ég sendi þeim brandarann um hæl ;)

Annars er fátt að frétta. Mér líður vel og hef það notó, þar sem stjanað er við mig svotil allan sólarhringinn, nú þarf ég bara að finna leið til að fá Helga til að pissa fyrir mig á næturnar ;) Fæturnir eru að verða eins og fæturnir á hennar hátign Elísabetu Bretlandsdrottningu. Frekar bólgnir, en það styttist óðum í annan endan á meðgöngunni og ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Það eina sem á eftir að gera fyrir komu barnsins er að sauma himnasæng yfir rimlarúmið. Ég er búin að kaupa efni í hana og á því bara eftir að klístra henni saman. Reyndar á ég líka eftir að skrifa ritgerðina og pakka ofan í tösku. Hér þarf maður víst að hafa allt með sér á spítalann, allt frá bleium og dömubindum til sængur og fatnaðar á barnið. Annars er herbergið svotil reddí og ég, svei mér þá, líka.

Síðan á föstudaignn eru Siggi Finnur og Magga Ásta búin að vera hjá okkur. Þau eru svo obboð notaleg að það þarf ekkert að hafa fyrir þeim. Þau skveruðu sér einmitt með Helga út í garð í dag, þar sem þau tóku til hendinni ásamt húsbóndanum, enda veðrið alveg svaka gott. Svo nú er búið að raka megnið af laufunum úr beðunum, tína upp allar trjágreinarnar og setja snyrtilega í hrúgu, sem og slá grasið og sópa veröndina. Huggulegt, ekki satt? Reyndar kitlar það mikið í puttana að fara að geta komist í þetta sjálf. Það verður voða munur. Þá ætti hún Henny hérna á móti líka að verða rosa glöð, enda hefur hún miklar áhyggjur af því hvernig garðurinn okkar lítur út! Hehehe...

Well, well, ég er að spá í að halla mér í smá stund á meðan fólkið er í bíltúr.
Þar til næst...

fimmtudagur, apríl 17, 2008

Þessi verður að fá að birtast

Børnehaveklasse Test:

I hvilken retning kører bussen på billedet herunder???

Kører den til højre eller venstre????




Kan du ikke bestemme dig?

Kig nøje på billedet én gang til !!

Du ved det stadig ikke??

Samme billede vistes til børnehaveklassebørn
og de fik samme spørgsmål;
Hvilken vej kører bussen??


90% af børnene gav følgende svar:


'Bussen kører til venstre'





På spørgsmålet; 'Hvorfor tror du at bussen kører til venstre?'

svarede børnene:

'Fordi man ikke kan se døren man stiger ud og ind af bussen!'

Hvordan
føler du dig lige nu?????

Jeg ved det,

Allt í keyi

Það er greinilegt að það styttist í komu bumbubúans. Ósjaldan vakna ég um miðja nótt og á erfitt með að festa svefn aftur, annað hvort vegna of mikils brjóstsviða eða vegna mikils hamagangs í farþeganum. Þá er gott að koma sér á fætur og hella í sig eins og einu til tveimur mjólkurglösum, með eða án morgunkorns, fer alveg eftir hungurtilfinningunni, og blogga smá.
Ég hef reyndar ekkert að segja, annað en að hér er allt orðið hreint og fínt eftir að Helgi beytti töfrum sínum við heimilisstörfin og skúraði út. Ég reyndi að hjálpa eitthvað til við það sem ekki krefst of mikils ats, eins og afþurrkun og slíkt, en karlinn sá um rest. Eins gott að ég verði ekki vön þessu ljúfa dekurlífi og neiti að taka þátt í frekari heimilisstörfum eftir fæðingu barnsins!
Annars kom allt vel út hjá ljósunni í gær. Börnin voru nokkurn veginn til sóma og unnu sér inn fyrir ís í bæjarferðinni sem var farin eftir skoðunina. Þau fengu að heyra hjartsláttinn, sjá mældan blóðþrýsting og bumbu. Þrýstingurinn hefur eitthvað lagast og próteinið virðist vera lítið sem ekkert í þvaginu. Svo af mér er engar áhyggjur að hafa. Þreytan gerir stundum vart við sig og við henni er ekki hægt að bregðast öðruvísi en að leggja sig endrum og eins.
Well, well... Bið að heilsa í bili. Ég ætla að ná nokkrum mínútum í landi drauma áður en börnin vakna.

miðvikudagur, apríl 16, 2008

Gleðilegt vor!

Þá er búið að fjarlægja það mesta af greinunum sem felldar voru af stóra trénu í garðinum hjá okkur. Eftir eru einungis trjástubbar, sem á að brenna á "eldstæðinu" okkar við tækifæri. Veðrið er gott, svo það gæti hreinlega verið stutt í athöfnina. Við borðuðum úti á palli í fyrsta skipti þetta vorið í gær. Fyrir valinu varð pítsa a'la Chianti. Obboð góð bara. Hún rann ljúft niður eftir erfiði ruslaferðanna. Alltof lítil og snjáð föt fengu líka að fjúka á haugana, sem og gamli skápurinn sem hýsti þau, auk gamallar kerru og ónýts Netto-hjólavagns, sem þó dugði ótrúlega lengi og vel. Nú er bara að bretta upp ermar og drífa í þrifum á heimilinu, enda vel subbulegt eftir framkvæmdagleði síðustu viku. Spurning hvort ég nái hjálparhellunum út úr sjónvarpinu, eða hreinlega geymi þær þar þar til þrfiin eru yfirstaðin. Þó verð ég fyrst að drösla þeim með mér til ljósunnar, svona til að athuga hvort í lagi sé með belgfarann og þar sem búið er að lofa ís fyrir góða hegðun, ef einhver verður, verður bæjarferðin trúlega lengri en sem nemur kontrólnum hjá ljósunni. Auk þess er daman búin að heimta H&M ferð líka. Greinilega kominn sumarfílingur í litla kroppa líka, því það er víst lífs nauðsynlegt að fara að kíkja á einhverja almennilega sumarkjóla!
Þar til næst...

mánudagur, apríl 14, 2008

Verkfall!

Þá er það ljóst. Það eru allir á leiðinni í verkfall... ja... ekki alveg allir, en nokkuð margir sem hafa eitthvað með okkur fjölskylduna að gera á þessum síðustu og verstu. Pædagogmedhjælper, sem er ómenntað starfsfólk (eða þeir sem ekki eru leikskólakennarar) á leikskólunum, meðal annars. Ljósmæður ætla sér líka í verkfall, en mér skilst að þjónustan við mig eigi ekki að skerðast, enda komin það langt á leið að varla megi við því. Trúlega verður mér þó kastað út af fæðingardeildinni, ef allt gengur vel, eftir sirka fjórar klukkustundir, ef krílið ákveður að birtast á meðan á verkfalli stendur. Það plagar mig trúlega lítið, enda vön þessu barnastússi, auk þess sem mér var farið að dauðleiðast á Hreiðrinu eftir að ég átti strákinn, þó var ég komin heim innan við sólarhring eftir að gaurinn kom í heiminn. Þetta bitnar kannski heldur á þeim sem eru að prófa þetta í fyrsta skipti.
Aðfaranótt miðvikudags skellur verkfallið á, með öllu því sem því fylgir. Ég tók einmitt við tveimur blaðsneplum í dag þar sem mér var á öðrum þeirra tilkynnt að ég gæti mætt með barnið í leikskólann meðan á verkfallinu stendur, en á hinum var mér tilkynnt að því miður gæti stofnunin ekki tekið við barninu sökum verkfalsins. Jamm og já! Eldra barnið verður að vera heima, þar sem elstu börnin eiga þess ekki kost að vera pössuð meðan á verkfallinu stendur (þau virðast greinilega vera komin svo langt á þróunarbrautinni, að þau geta alveg séð um sig sjálf, eða það sem líklegra er; þau er í flestum tilvikum auðveldrara að passa en þau yngstu), en drengurinn er velkominn, þar sem hann er jú bara þriggja og hálfs ennþá! Sökum aðstæðan verð ég því að drífa mig í gang með ritgerðina, sem á að skila 10. júní, á morgun! Ekki seinna vænna, enda löngu kominn tími til að gera eitthvað í þeim málum.
Svo er bara að krossa fætur þar til verkfallið er yfirstaðið.

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Hversu mikið er til í þessu?

Endilega látið mig vita hvort þetta standist hjá ykkur sem eigið börn.

Þú finnur mánuðinn sem þú varðst ófrísk í og þann aldur sem þú varst á er þú varðst ófrísk og liturinn í reitnum á að tákna kyn barnsins.

Þetta eru skemmtilegar pælingar...

Góða skemmtun!

Dreng eller pige??

Måned hvor barnet blev undfanget

Moderens alder i den måned hvor barnet er blev undfanget, hvis feltet er lyserødt bliver det en pige, lyseblåt en dreng.

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

28

29

30

31

Januar

Februar

Marts

April

Maj

Juni

Juli

August

September

Oktober

November

December

32

33

34

35

36

37

38

39

40

41

42

43

44

45

Januar

Februar

Marts

April

Maj

Juni

Juli

August

September

Oktober

November

December