Vinkona mín og sambloggari, Xu Jinglei hefur á innan við sexhundruð dögum fengið 100 milljónir heimsókna. Hún fjallar hvorki um kynlíf né er bloggið hennar yfirfullt af kjaftasögum, heldur skrifar hún um daglegt líf sitt og vangaveltur. Ég geri það nákvæmlega sama en fæ þó ekki svo margar heimsóknir. Hver skyldi vandinn vera? Ég held að hundurinn liggi grafinn í því að bloggið hennar er á kínversku, svo íslenskir blaðamenn hafa í raun ekki hugmynd um hvað fram fer inni á síðunni! Annars hlýtur uppspretta fréttarinnar að vera af öðru bergi brotin en íslensku, ekki þó svo að skilja að ég trúi íslenskum blaðamönnum ekki til að skilja kínverskt letur, heldur held ég að það sé nóg að gera hjá þeim í því að finna "alvöru" fréttir þarna á Íslandinu, svo þeir hafa varla tíma til þess að garfa í því hvaða bloggsíða á veraldarvefnum fær mestar heimsóknir.
Allavega. Ég er í pinku bobba. Helgi keypti sér græna Kermit Adidasskó á ebay um daginn. Við greiddum í gegnum svokallað PayPal með fína gullkoritinu okkar íslenska. Peningurinn var tekinn út af kortinu, en stuttu síðar fengum við tölvupóst frá seljandanum þess eðlis að eitthvað væri að kortinu. Frekar furðulegt þar sem búið var að taka upphæðina út af því. Ég fór því í könnunarleiðangur um PayPalreikninginn okkar og þar kom í ljós að greiðslan væri í athugun. Það eina sem við höfum heyrt er frá seljandanum, þó svo að ég sé búin að senda fyrirspurn um greiðsluna og hvað ég eigi að gera til PayPal. Ekkert svar hefur enn borist. Mér þykir þetta svolítið leitt, því í raun erum við búin að greiða, en seljandi hefur ekki móttekið greiðslu og heimtar að við sendum henni evrur með pósti þar sem hún hefur fengið tölvupóst þess efnis að peningurinn verði lagður inn á okkur aftur frá PayPal. Nú eru liðnar tvær vikur síðan skórnir voru keyptir og næstum jafn langur tími síðan þeir bárust, því sendingin kom næstum með það sama. Við erum því svolítið á milli steins og sleggju, því ekki viljum við stela og heldur ekki tvígreiða fyrir hlutinn. Spurningin er bara hvort maður haldi sig bara ekki við gamaldags búðarverslun héðan í frá.
Hasta luego amigos!
fimmtudagur, júlí 19, 2007
laugardagur, júlí 14, 2007
Sólarsamba með kokteil í hönd
Það var voðalega fínt hjá okkur kokteilkvöldið í gærkvöld. Þó ekki hafi mætingin verið sérlega góð þá var fámennt en góðmennt.
Við slöfruðum í okkur svona eins og nokkrum frozen margarita daiquiri og frekar misheppnuðum mojito, allt var þetta þó drekkandi að undanskildum ógeðisdrykknum hennar Heiðu. Partýið stóð ekki lengi heldur var þetta allt innan skynsamlegra marka og síðustu gestir fengu far heim rúmlega tvö. Bríet Huld hélt áleiðis til Esbjerg með Elísabetu og ætlar að vera þar næstu daga. Elí Berg ákvað því að gefa foreldrunum grið og svaf til rúmlega ellefu í morgun, geri aðrir betur!
Læt fylgja nokkrar myndir síðan í gær.
Við slöfruðum í okkur svona eins og nokkrum frozen margarita daiquiri og frekar misheppnuðum mojito, allt var þetta þó drekkandi að undanskildum ógeðisdrykknum hennar Heiðu. Partýið stóð ekki lengi heldur var þetta allt innan skynsamlegra marka og síðustu gestir fengu far heim rúmlega tvö. Bríet Huld hélt áleiðis til Esbjerg með Elísabetu og ætlar að vera þar næstu daga. Elí Berg ákvað því að gefa foreldrunum grið og svaf til rúmlega ellefu í morgun, geri aðrir betur!
Læt fylgja nokkrar myndir síðan í gær.
fimmtudagur, júlí 12, 2007
Bla bla bla...
Mikið afskaplega getur maður orðið þungur sökum veðurs, eða réttara sagt sökum skorts á veðurblíðu. Til að reyna að drífa mig og aðra upp úr vesældinni ákvað ég að slá til gjörnings hér á Bláberjaveginum annað kvöld. Hér á að reyna að dansa fram sól með kokteil í hönd, allt í anda Benidorm og huggulegheitanna þar. Þó maður sé ekki með veðrið þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að maður hafi stemninguna! Að sjálfsögðu verða bara góðar kvinnur í partýinu, því slíkt samkvæmi hæfir ekki fótboltabullum með bumbu; karlarnir verða heima, allir nema minn!
Þrátt fyrir veður er vikan búin að vera fín, að undanskildu sleni og kvefi sem settist um mig í upphafi vikunnar. Frekar fúlt að vera slappur um mitt sumar! Reyndar upplifi ég þessa daga ekkert sem sumar, svo það skiptir litlu. Siggi, Ágústa og synir (alls þrír talsins) kíktu við hjá okkur á mánudagskvöldið og dvöldu hér þar til í dag. Takk fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá góða! Þau buðu prinsessunni á heimilinu með sér í undraveröldina Legoland, á meðan hékk pilturinn í pilsfaldi móður sinnar. Hann fékk þó einnig að njóta einkatímans með múttu og pabba með dekri. Hann fékk að velja sér "stórubarnastól". Já, gutti er fyrir löngu vaxinn upp úr "litlubarnastólnum". Fyrir valinu varð ljótasti stóllinn í búðinni. Já, maður á aldrei, ALDREI að taka börnin sín með að velja eitthvað sem maður sjálfur vill hafa eitthvað með að gera. Gulur með dreka!
Jæja, Alli og Kristrún voru að dingla.
Bless í bili!
Þrátt fyrir veður er vikan búin að vera fín, að undanskildu sleni og kvefi sem settist um mig í upphafi vikunnar. Frekar fúlt að vera slappur um mitt sumar! Reyndar upplifi ég þessa daga ekkert sem sumar, svo það skiptir litlu. Siggi, Ágústa og synir (alls þrír talsins) kíktu við hjá okkur á mánudagskvöldið og dvöldu hér þar til í dag. Takk fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá góða! Þau buðu prinsessunni á heimilinu með sér í undraveröldina Legoland, á meðan hékk pilturinn í pilsfaldi móður sinnar. Hann fékk þó einnig að njóta einkatímans með múttu og pabba með dekri. Hann fékk að velja sér "stórubarnastól". Já, gutti er fyrir löngu vaxinn upp úr "litlubarnastólnum". Fyrir valinu varð ljótasti stóllinn í búðinni. Já, maður á aldrei, ALDREI að taka börnin sín með að velja eitthvað sem maður sjálfur vill hafa eitthvað með að gera. Gulur með dreka!
Jæja, Alli og Kristrún voru að dingla.
Bless í bili!
föstudagur, júlí 06, 2007
Endalaus rigning!
Ég er að verða geðveik á þessari endalausu rigningu!
Spurning hvort maður ætti ekki bara að skella sér upp í bílinn og aka af stað suðureftir! Aaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggggg!
Spurning hvort maður ætti ekki bara að skella sér upp í bílinn og aka af stað suðureftir! Aaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrrgggggggggggggggg!
fimmtudagur, júlí 05, 2007
LEEEEEEEETI
Þá er fyrsta vikan í fríi liðin. Langi verkefnalistinn er ennþá langur. Ég er hreinlega ekkert búin að gera. Fékk reyndar að passa börnin þeirra Elísabetar og Gulla og hafði mín í fríi, bæði á mánudag og þriðjudag, svo það er kannski ekkert svo skrítið að mér hafi orðið lítið úr verki þá. Svo hitti ég Óla minn í gær og fór út að hlaupa með Ragnhildi, þar með var dagurinn liðinn. Nú er ég hins vegar búin að fara út með Ragnhildi og sturta úr dótakössunum hjá börnunum, en þar með er það upptalið. Uppúrsturtunin tók svo á að ég varð að taka mér smá matarhlé áður en farið yrði í sortéringu ;) Spurning hvort ég þurfi ekki að sparka í rassgatið á mér svo ég haldist á lífi. Leti er hættuleg!
Best að halda áfram!
Hej hej.
Best að halda áfram!
Hej hej.
mánudagur, júlí 02, 2007
Engin þynnka þrátt fyrir mikið djamm!
Það varð þá að við hjónin fórum út á lífið saman. Brúðkaupsafmælið var alveg meiriháttar. Við fórum út að borða á svaka flottan stað hérna sem heitir Den Gamle Kro og er síðan 1683. Frekar flottur staður, en verðið eftir því, svolítið íslenskt. En hvaða hvaða, það er ekki oft sem maður heldur upp á trébrúðkaup! Við völdum okkur fordrykki, Kir-Royal fyrir frúna og Bianco fyrir herramanninn. Í forrétt urðu fyrir valinu frönsk lauksúpa fyrir herrann og sniglar fyrir frúna, þar sem henni þótti alveg tilvalið að prófa þá í tilefni dagsins, þeir voru bara þrusugóðir. Aðalrétturinn var svo nautasteik fyrir herrann og svínalund með pestó fyrir frúna. Þessu var svo skolað niður með yndælu ítölsku rauðvíni. Að átinu loknu héldum við á vit baranna í leit að kaffi og konna og írsku kaffi. Það varð á vegi okkar á kaffi/skemmtistað sem heitir The Room. Þar sem skolli var hlaupinn í okkur var ekki til baka snúið þegar hingað var komið sögu og karlinn lallaði sér að barnum og sótti tvo Frosen strawberry margarita, sem í raun heitir eitthvað allt annað, en bragðast ennþá alveg obboð vel. Ekki varð púkinn minni eftir að hafa innbyrgt þessi herlegheit, svo við héldum í partý hjá árgangnum mínum í skólanum. Nokkuð gott eldhúspartý að undanskildum alltof mörgum sussum. Minnti helst á það þegar henda átti okkur Ingu Birnu niður af svölum fyrir óspektir í partý hjá ónefndri vinkonu okkar í gamla daga, hehehe... Að lokum var partýinu, sem einungis taldi sirka tíu manns, hent út og liðið þrammaði áleiðis í bæinn. Þar sem ég var að prufukeyra nýju fínu grænu skóna sem keyptir voru fyrir brúðkaupið í sumar, fékk ég blöðrur. Svo mín svipti af sér kvenleikahulunni, reif af sér skóna og trítlaði berfætt um bæinn. Helgi var svo sætur að sjá til þess að frúin stigi ekki á glerbrot, svo mér voru allir vegir færir. Reyndar hef ég haltrað síðan sökum blaðranna. En eins og gæinn sagði um daginn: Beauty is pain! Sem trúlega er helsta ástæðan fyrir heimilislegu fatavali mínu í gegnum tíðina. Hehehe...
Til þess að geta farið svona út á lífið þarf að koma gemlingunum einhvers staðar fyrir og Palli og Rósa voru svo vinaleg að taka hlutverk barnapíanna að sér. Takk fyrir það elsku vinir!
Elísabet, Gulli og afkvæmi flúðu hingað til okkar á laugardaginn úr tómu húsinu í Esbjerg. Í dag fóru þau tvö eldri í húsgagnaöflun upp til Árósa og skildu ungana eftir. Það er búið að ganga svaka vel að hafa þau, þau eru alger ljós. Frænkurnar eru alveg að springa úr hamingju yfir því að vera sameinaðar aftur, ef svo má segja, eitt og hálft ár er langur tími í lífi fimm ára gamalla skvísa! Eyþór Gísli er líka mjög meðfærilegur, og kallar mig mömmu, voða heimilislegt. Það er notalegt að fá að kynnast litlu frænkunum og frændunum aftur og nánar. Það er líka notalegt að fá hluta af fjölskyldunni hingað til Danmerkur.
Nú sefur liðið, svo ég ætti kannski að demba mér í draumalandið líka, enda bíður mín rúm fullt af karlmönnum, einum rúmlega eins árs, einum tæplega þriggja og einum á óræðum aldri.
Góða nótt allesammen!
Til þess að geta farið svona út á lífið þarf að koma gemlingunum einhvers staðar fyrir og Palli og Rósa voru svo vinaleg að taka hlutverk barnapíanna að sér. Takk fyrir það elsku vinir!
Elísabet, Gulli og afkvæmi flúðu hingað til okkar á laugardaginn úr tómu húsinu í Esbjerg. Í dag fóru þau tvö eldri í húsgagnaöflun upp til Árósa og skildu ungana eftir. Það er búið að ganga svaka vel að hafa þau, þau eru alger ljós. Frænkurnar eru alveg að springa úr hamingju yfir því að vera sameinaðar aftur, ef svo má segja, eitt og hálft ár er langur tími í lífi fimm ára gamalla skvísa! Eyþór Gísli er líka mjög meðfærilegur, og kallar mig mömmu, voða heimilislegt. Það er notalegt að fá að kynnast litlu frænkunum og frændunum aftur og nánar. Það er líka notalegt að fá hluta af fjölskyldunni hingað til Danmerkur.
Nú sefur liðið, svo ég ætti kannski að demba mér í draumalandið líka, enda bíður mín rúm fullt af karlmönnum, einum rúmlega eins árs, einum tæplega þriggja og einum á óræðum aldri.
Góða nótt allesammen!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)