þriðjudagur, maí 29, 2007

Matvendi

Ég var heimsk og mamma klók þegar ég var lítil (það er nú reyndar þannig ennþá, en það er annað mál). Ég man að ég spurði alltaf þegar hún var að elda hvað væri í matinn, það gera börnin mín líka. Þegar ég hafði svo fengið svar við þeirri spurningu spurði ég hvort mér þætti viðkomandi réttur góður. Ávallt sagði mamma já og ég trúði því, en skildi þó ekkert í því hvað ég átti marga uppáhaldsrétti! Börnin mín eru ekki eins vitlaus og ég var, því miður. Ef ekki er um hamborgara, pylsur eða pítsur að ræða er nok sama hvaða matur er borinn fyrir þau, þau fussa og sveia.

Mikið vildi ég óska þess að ég væri gædd gáfum móður minnar og kæmi matnum ofan í gemlingana.

mánudagur, maí 28, 2007

Fíkniefni á Litla-Hrauni

Ætti það ekki heldur að vera fréttnæmt ef fíkniefni kæmust inn á Litla-Hraun? Þó svo ég geri mér grein fyrir því að slíkt myndi trúlega aldrei rata í fréttirnar, þar sem vímuefnin yrðu gerð upptæk ef upp um smyglarana kæmist.

Helgarleti

Helgin er búin að vera góð. Hún átti að mestu að fara í lestur fyrir prófið sem ég tek þann 14. júní nk., en eitthvað skolaðist það til. Reyndar er ég búin að lesa eitthvað, þó ekki sé það sérlega mikið. Leti er trúlega það orð sem mest lýsir ástandi heimilisins síðustu daga. Ég réðist þó á mount þvott í gærkvöldi og náði að brjóta því saman og koma því á rétta staði, sem telst til kraftaverka! Vikugamlir kexbitar og pepperónísneiðar fengu flugferð af gólfinu í ruslið. Svo nú er heimilið farið að líkjast heimili. Karlinn ætlar að verðlauna okkur með ferð út í bakarí. Þó svo við höfum étið yfir okkur af köku hjá Kristrúnu og co. í gærdag er ekki þar með sagt að kökukvótinn sé búinn! Ó nei! Auk þess fórum við á mis við útskriftarveisluna hjá Bergi bró í fyrradag, svo einhvern veginn verðum við að bæta okkur það upp.
Vonandi áttuð þið góða helgi!

Es. Einhver tiltekarpúki er hlaupinn í mig og sökum þess hef ég sett nokkrar nýjar krækjur undir "Áhugaverðir vefir", fyrir þá sem vilja kynna sér það nánar.

Fyrir áhugasama eru komnar inn nýjar myndir á síðuna hjá börnunum, sjá tengil hér til vinstri.

laugardagur, maí 26, 2007

Hreinsunaralda

Ég hreinsaði aðeins út af listanum mínum hérna til vinstri. Þeir bloggarar sem ekkert hefur heyrst frá í lengri tíma fengu að fjúka. Björk Ölvers, frænka hans Helga og sveitungur, tók eitt þeirra stæða sem losnuðu, vonandi er henni sama ;)
Allar frekari vísbendingar um aðrar blaðurskjóður eru vel þegnar!

fimmtudagur, maí 24, 2007

Ekki er öll vitleysan eins

Og Bandaríkjamenn vilja ekki herða vopnalöggjöfina í landinu!
Hvað þarf eiginlega mikið til að þeir jánki því að almenn vopnaeign er ekki sjálfsögð réttindi, heldur frelsissvipting almúgans?

miðvikudagur, maí 23, 2007

Til lukku til lukku!

Til hamingju með hvíta kollinn elsku Bergur bróðir!
Ég hefði glöð viljað sjá þig setja hann upp og gleðjast með þér yfir kampavíni og jarðarberjum, það verður vonandi seinna.
Skemmtu þér vel á laugardaginn og njóttu þín í kvöld.

Knúsar og kossar.
Þín systir,
Addý paddý.

laugardagur, maí 19, 2007

Geggjaðir Gogga-tónleikar!

Ég er þreytt. Ég er þreytt eftir gærdaginn og nóttina. Eftir lestarferðir, gönguferðir, barferðir, búðarferðir og síðast en ekki síst geðveika tónleika með George Michael í Árósum í gærkvöld!
Ég innheimti afmælisgjöfina mína í gær og skellti mér á tónleikana með Kristrúnu. Við skutlurnar tókum lestina í gærmorgun til stærstu borgar Jótlands. Þar hittum við þrjár aðrar skvísur sem komnar voru misjafnlega langt að. Margrét, vinkona Kristrúnar, og Anna, frænka Margrétar, komu alla leið frá Fróni að berja kappann augum og Ósk, systir Margrétar, kom frá kóngsins Köben. Stelpuferð, án barna og karla! Æði! Frosen margarita úti á stétt og búðarráp og öllu slúttað með frábærum tónleikum! Gerist það betra?
Þar sem hversdagsleikinn er tekinn við er best að athuga hvort heilasellurnar séu komnar í gang eftir tæplega sólarhrings vöku og rúmlega fimm tíma svefn.

Góða helgi gott fólk!

miðvikudagur, maí 16, 2007

Hamingjuóskir!

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Bergur, hann á afmæli í dag!
Til hamingju með tvítugsafmælið, kæri bróðir!

Knúsar frá okkur öllum á Bláberjaveginum!

sunnudagur, maí 13, 2007

Kondu, kondu, kondu í partý til mín!

Ég fór í nokkuð gott evróvisjónpartý í gær til Heiðu á Slöttílane, þó svo úrslit keppninnar hefðu ekki verið sem ákjósanlegust fyrir okkur Vestur-Evrópubúa. Í partýinu voru samankomnir margir þekktustu flytjenda evróvisjónkeppninnar fyrr og síðar. Þeir sem vilja sjá myndir af herlegheitunum geta farið inn á síðuna hennar Heiðu.

Ég verð líka að viðurkenna að úrslit kosninganna heima ullu heldur miklum vonbrigðum, þó ekki tjái ég mig meira um það að sinni.

laugardagur, maí 12, 2007

Lífið, já lífið

Þetta las ég um leið og ég stakk þriðja djúsí Toblerone-bitanum upp í mig:

Hrútur:

Að hugsa um sig líkamlega og andlega er ekki lúxus það er nauðsyn! Hvernig yrðir þú ef þú með sjálfsumhyggju? Stórkostlegur. Taktu eitt skref í þá átt á hverjum degi.

Spurning hvort ekki verði tekið á því á eftir með Rexinu.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Upplifun

Í dag settist á mig trúður!

mánudagur, maí 07, 2007

Nýttu kosningaréttinn!

Íslendingar í Danmörku, munið að kjósa! Í Óðinsvéum er það gert hjá ræðismanni Íslands að Hvidkærvej 54 , Højme, 5250 Odense SV. Síminn hjá ræðismanninum er 63174217 og hann talar EKKI íslensku, ég endurtek; hann talar EKKI íslensku! ;)

Autt atkvæði er betra en ekkert atkvæði!

þriðjudagur, maí 01, 2007

Ég er löggst í bleyti!

Nýjustu rannsóknir vísindamanna styðja þá hugmynd mína að flatmaga á veröndinni í sumar, sleikja sólina og þamba Frosen Margarita! Samkvæmt þessum rannsóknum eru ávaxtakokteilar nefnilega alveg meinhollir! Þetta er hægt að lesa í grein á visir.is.
Eigið góðan fyrsta maí!