Hvað er málið með skatta og gjöld flugfélaganna? Nú er allt fallið í ljúfa löð vegna þessara gjalda þar sem búið að er að smella þeim inn í heildarverð flugfarsins frá byrjun bókunar, í það minnsta hjá Icelandair. Það er annað sem mig fýsir að vita og það er hvað þessi gjöld eru í raun og veru. Skatta skilur maður, en hvað eru þessi gjöld? Ég vil fá að sjá sundurliðun á því hvað skattarnir eru háir og hvað gjöldin eru há og fyrir það fyrsta hverjir fá gjöldin og ef það eru flugfélögin sjálf, sem líklegast er, þá furða ég mig mikið á því hvers vegna. Erum við ekki búin að greiða fyrir ferðina til flugfélaganna með því að greiða flugfarið? Ég veit ekki betur en að það séu gjöld fyrir flugerðina.
Ég skil þetta hreinlega ekki. Svo ef einhver kann betur skil á þessu máli en vefmiðlarnir íslensku þá má sá hinn sami gera athugasemd þar um.
miðvikudagur, febrúar 28, 2007
þriðjudagur, febrúar 27, 2007
Af einkunnum, skírn, ferðum og saltkjöti
Jæja já, eins og flestir vita erum við búin að kaupa ferð heim til Íslands í sumar. Haldið verður af stað héðan frá DK með vél flugfélagsins Icelandexpress þann 3. ágúst, sem er fyrsti í þjóðhátíð. Að níu dögum liðnum verður heimilisfaðirinn sendur til baka til Danaveldis en restin ætlar sér að dvelja tíu dögum lengur í faðmi og vellystingum fjölskyldu og vina á klakanum. Húrra, húrra!
Annars er lítið annað að frétta héðan úr stórveldinu Danmörku. Enn bólar ekkert á síðustu einkunninni hjá húsmóðurinni, svo ekki láta námslánin af sér spyrjast. Von og óvon um að hafa staðið eða fallið er því enn að hringlast í mallakútunum á eldra hollinu hérna á heimilinu. Samkvæmt fréttum frá skrifstofu skólans má ég fyrst búast við blessaðri dómsuppkvaðningunni um miðjan marsmánuð. Þá verða liðnar sex vikur síðan ég skilaði ritgerðinni. Mikið hlýtur hún að vera góð! Fyrst það þarf að lesa hana aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og...!
Að öðrum málum, Hrönn vinkona og karlinn hennar (sem er enn bara vonabí) skírðu gullfallegu dóttur sína á sunnudaginn, hún fékk nafnið Ísabella Þóra, sem passar mjög vel við þar sem Hrönn er, eftir margra ára dvöl á Spáni, hálf spænsk og útlit litlu rúsunnar er mjög í takt við nafnið, ja eða nafnið í takt við dömuna ætti ég heldur að segja. Hún líkist þó meira pabba sínum, að mínu mati. Gullfalleg stúlka, Ísabella Þóra, og Hrönn að sjálfsögðu líka! Gott ef Haddi er nokkuð svo slæmur sjálfur. Til lukku með þetta kæru vinir!
Að enn öðru. Rétt áður en þessi orð voru pikkuð spjallaði ég við hana Möggu Ástu hans Sigga Finns og við keyptum lestarmiða hingað til Óðinsvéa. Ég pantaði og hún borgaði. Þau ætla nefnilega að kíkja hingað, fjölskyldan úr Hafnarfirðinum, eftir tvær vikur og dvelja hjá okkur í nokkra daga. Gaman, gaman. Reyndar eigum við kannski von á honum Janusi sem var hjá okkur í tvær vikur í haust þá og þegar. Það verður heldur betur gaman fyrir krakkana, enda voru þau eins og mý á mykjuskán síðast þegar hann var hérna. Elísabet og Gulli ætla líka að kíkja á okkur núna í mars ásamt Eyþóri Gísla (Sesselja fær að vera hjá Máney á meðan), þau verða reyndar bara hjá okkur í u.þ.b. sólarhring þar sem þau ætla að kíkja á húsnæði og fleira skemmtilegt í Esbjerg og nágrenni, svona áður en þau flytja til okkar í sumar! Það verður notó að fá einhvern úr fjölskyldunni hingað. Enda ekkert annað en sjálfsagt og réttlátt að við fáum í það minnsta eitt systkini úr systkinahópnum hans Helga, þau eru nú sjö! Um páskana ætlar hún Andrea litla systir (sem að mér skilst sé ekkert sérlega lítil lengur, er einmitt í fyrsta ökutímanum núna!) að kíkja á okkur. Hún ætlar að taka þetta með trompi og vera í heila tíu daga. Hún kemur á afmælisdaginn minn, svo við ákváðum að við skyldum sækja hana til Köben og eyða deginum þar, fara í Kristjaníu og eitthvað skemmtó. Áðan fengum við svo upphringingu þar sem athugað var hvort við gætum hýst litla sæta fjölskyldu úr Maríubakkanum, ættaða úr Eyjum og úr hálfellefuhreppnum á Snæfellsnesi, í vikutíma í lok apríl. Jáhá, að sjálfsögðu! Svo vonandi kaupa Gummi og Solla farið sem fyrst.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll!
Knúsar til allra,
Addý paddý.
Ps. Takk kærlega fyrir saltkjötið og baunirnar, Steini og Hanna! Ummm... þetta var æði og lyktin á heimilinu eftir því ;)
Annars er lítið annað að frétta héðan úr stórveldinu Danmörku. Enn bólar ekkert á síðustu einkunninni hjá húsmóðurinni, svo ekki láta námslánin af sér spyrjast. Von og óvon um að hafa staðið eða fallið er því enn að hringlast í mallakútunum á eldra hollinu hérna á heimilinu. Samkvæmt fréttum frá skrifstofu skólans má ég fyrst búast við blessaðri dómsuppkvaðningunni um miðjan marsmánuð. Þá verða liðnar sex vikur síðan ég skilaði ritgerðinni. Mikið hlýtur hún að vera góð! Fyrst það þarf að lesa hana aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og...!
Að öðrum málum, Hrönn vinkona og karlinn hennar (sem er enn bara vonabí) skírðu gullfallegu dóttur sína á sunnudaginn, hún fékk nafnið Ísabella Þóra, sem passar mjög vel við þar sem Hrönn er, eftir margra ára dvöl á Spáni, hálf spænsk og útlit litlu rúsunnar er mjög í takt við nafnið, ja eða nafnið í takt við dömuna ætti ég heldur að segja. Hún líkist þó meira pabba sínum, að mínu mati. Gullfalleg stúlka, Ísabella Þóra, og Hrönn að sjálfsögðu líka! Gott ef Haddi er nokkuð svo slæmur sjálfur. Til lukku með þetta kæru vinir!
Að enn öðru. Rétt áður en þessi orð voru pikkuð spjallaði ég við hana Möggu Ástu hans Sigga Finns og við keyptum lestarmiða hingað til Óðinsvéa. Ég pantaði og hún borgaði. Þau ætla nefnilega að kíkja hingað, fjölskyldan úr Hafnarfirðinum, eftir tvær vikur og dvelja hjá okkur í nokkra daga. Gaman, gaman. Reyndar eigum við kannski von á honum Janusi sem var hjá okkur í tvær vikur í haust þá og þegar. Það verður heldur betur gaman fyrir krakkana, enda voru þau eins og mý á mykjuskán síðast þegar hann var hérna. Elísabet og Gulli ætla líka að kíkja á okkur núna í mars ásamt Eyþóri Gísla (Sesselja fær að vera hjá Máney á meðan), þau verða reyndar bara hjá okkur í u.þ.b. sólarhring þar sem þau ætla að kíkja á húsnæði og fleira skemmtilegt í Esbjerg og nágrenni, svona áður en þau flytja til okkar í sumar! Það verður notó að fá einhvern úr fjölskyldunni hingað. Enda ekkert annað en sjálfsagt og réttlátt að við fáum í það minnsta eitt systkini úr systkinahópnum hans Helga, þau eru nú sjö! Um páskana ætlar hún Andrea litla systir (sem að mér skilst sé ekkert sérlega lítil lengur, er einmitt í fyrsta ökutímanum núna!) að kíkja á okkur. Hún ætlar að taka þetta með trompi og vera í heila tíu daga. Hún kemur á afmælisdaginn minn, svo við ákváðum að við skyldum sækja hana til Köben og eyða deginum þar, fara í Kristjaníu og eitthvað skemmtó. Áðan fengum við svo upphringingu þar sem athugað var hvort við gætum hýst litla sæta fjölskyldu úr Maríubakkanum, ættaða úr Eyjum og úr hálfellefuhreppnum á Snæfellsnesi, í vikutíma í lok apríl. Jáhá, að sjálfsögðu! Svo vonandi kaupa Gummi og Solla farið sem fyrst.
Við hlökkum til að hitta ykkur öll!
Knúsar til allra,
Addý paddý.
Ps. Takk kærlega fyrir saltkjötið og baunirnar, Steini og Hanna! Ummm... þetta var æði og lyktin á heimilinu eftir því ;)
miðvikudagur, febrúar 21, 2007
Hver ert þú?
Hvernig skilgreinir maður sjálfan sig? Oftar en ekki grípur maður í starfsheitið og slengir því fram þegar kemur að því að segja hver maður sé. Er það rétt? Er maður vinnan? Að sjálfsögðu er vinnan hluti af manni sjálfum. Hvað þá með allar þær vinnur sem maður áður hefur unnið? Þær hljóta, hver á sinn hátt, að hafa átt sinn þátt í því að maður sé orðinn að þeirri manneskju sem maður er. Fólk spyr líka hvert annað um það hvað það gerir í stað þess að spyrja hver einstaklingurinn í raun er. Við erum ekki vinnan, þó að sjálfsögðu hún eigi sinn þátt í að móta okkur. Við erum við sjálf, mismiklar tilfinningaverur, misvinaleg, misfúllind, misaggressív, misgóð. Við mótumst af umhverfi okkar. Helst af öllu tel ég mig vera móður, eiginkonu og húsmóður, því þetta eru mín helstu hlutverk í lífinu, að mínu mati, þó er ég líka námsmaður og kem vonandi einhvern daginn til með að verða talmeinafræðingur. Þetta segir þó ekkert um það hver ég í raun og veru er. Þetta er stöðutákn mitt, þó ekki kjafti ég frá bankainnistæðum, ja eða yfirdrætti ;) En hver erum við? Vitum við það yfirhöfuð sjálf? Ef ég kíki aðeins inn fyrir skinnið og reyni að athuga hver ég er, veit ég hreinlega ekki alveg að hverju ég á að leita. Á ég að athuga hvernig ég er að skapi farin? Á ég að athuga hvað mér finnst gott? Skemmtilegt? Hræðilegt? Hvenær ég er glöð og hvenær ég er leið? Ég hef ekki hugmynd um það!
Það er spurning að fara að athuga hvort einhver sálfræðinganna opni dyrnar fyrir mér og fylgi mér í skemmtilega för um sjálfa mig!
Það er spurning að fara að athuga hvort einhver sálfræðinganna opni dyrnar fyrir mér og fylgi mér í skemmtilega för um sjálfa mig!
þriðjudagur, febrúar 20, 2007
Sorglegt
Er ekki svolítið sorglegt að helst lesnu fréttirnar á vefblöðunum á klakanum séu slúðurfréttir? Fréttir af Anne Nicole heitinni hafa fyllt allar síður blaðanna undan farna daga, enda stórfurðulegt mál, og nú bætast fréttir af Jude Law og Höllu Vilhjálmsdóttur (sem ég hef reyndar ekki hugmynd um hver er) í safnið. Ég viðurkenni þó fúslega að ég er mikill slúðuraðdáandi í þeirri merkingu orðsins að ég les nú oftast allt það slúður sem fyrir augu mér koma ;) Enda týpískur kvenmaður á þrítugsaldri. Ég get því seint talist saklaus af því að stuðla af slúðuriðnaðinum. Hehehe... Sorglegt! Áður tippluðu samlandar mínir um höfuðborgina hér í landi í leit að vitneskju og svörum, án námslána en þó í fullu námi. Sem betur fer höfðu þeir þó efni á einum köldum af og til, blessaðir. Nú þramma ég um götur borgar sama lands, á námslánum, með Her og nu í annarri hendinni og heilan kassa af bjór í hinni hendinni og ýti á undan mér kerru fullri af börnum. Samt tel ég mig námsmann. Sorglegt! Og ég ætti að skammast mín! Eða hvað...?
sunnudagur, febrúar 18, 2007
Þetta er júróvísjónlag!
Ég missti af undankeppninni fyrir söngvakeppni evrópskra sjónvarspsstöðva á Íslandi í gær sökum þess að ég sjálf tók þátt í öllu alvarlegri söngvakeppni hjá henni Heidi vinkonu minni úr skólanum. Uppúr krafsinu hlaut ég raddleysi og þreytu, enda þarf maður að láta vel í sér heyra ef maður ætlar að ná langt í Singstar! Já það var heldur betur gaman í gærkvöldi í ekta tøsefest, eins og það kallast á dönsku. Ástæðan fyrir herlegheitunum var stórafmæli skvísunnar í Kirekendrup (þeas Heidi). Þarna flæddu kokteilarnir, eins og best er á kosið í ekta stelpupartýi, frosen margarita og mohito, ummm...
En allavega, að söngvakeppninni. Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst lagið með Eiríki ekkert sérlega grípandi. Yngsta fjölskyldumeðlimnum finnst það aftur á móti ansi spennandi og dillir sér og slær höfðinu fram og til baka í takt við tónana. Skvísuni leist hins vegar betur á danska lagið sem flutt er af klæðskiptingi og heitir Drama queen. Ég er reyndar sammála henni, mér finnst það lag mun meira grípandi en íslenksa lagið. Ég set linkinn á danska lagið hérna að neðan svo þið getið sjálf dæmt um hvort lagið er sigurstranglegra og að ykkar mati betra. Það væri gaman að fá smá feedback á þetta! ;)
DQ með Drama queen, þið þurfið bara að smella á að þið viljið sjá eða heyra lagið til hægri á síðunni http://www.dr.dk/Melodigrandprix/forside.htm
og svo Eiki Hauks með sitt lag http://www.ruv.is/songvakeppnin/
Hilsen,
Addsin
En allavega, að söngvakeppninni. Ég verð nú að viðurkenna það að mér finnst lagið með Eiríki ekkert sérlega grípandi. Yngsta fjölskyldumeðlimnum finnst það aftur á móti ansi spennandi og dillir sér og slær höfðinu fram og til baka í takt við tónana. Skvísuni leist hins vegar betur á danska lagið sem flutt er af klæðskiptingi og heitir Drama queen. Ég er reyndar sammála henni, mér finnst það lag mun meira grípandi en íslenksa lagið. Ég set linkinn á danska lagið hérna að neðan svo þið getið sjálf dæmt um hvort lagið er sigurstranglegra og að ykkar mati betra. Það væri gaman að fá smá feedback á þetta! ;)
DQ með Drama queen, þið þurfið bara að smella á að þið viljið sjá eða heyra lagið til hægri á síðunni http://www.dr.dk/Melodigrandprix/forside.htm
og svo Eiki Hauks með sitt lag http://www.ruv.is/songvakeppnin/
Hilsen,
Addsin
mánudagur, febrúar 05, 2007
Ævintýrin gerast enn!
Ég vil byrja á því að óska hennar hátign krónprinsessu Mary til lukku með daginn! Skvísan bara orðin 35 ára.
Það er óhætt að segja að Frikki hafi valið sér fína konu til að taka við af henni Tótu frænku með sér! Ekki nóg með að prinsessan sé stílíkon, eins og sagt er á okkar ástkæra ylhýra, heldur held ég að það sé bara nokkuð mikið varið í hana líka. Hún er svona pinku Díana, alger Öskubuska, þó ekki komi hún beint úr öskunni, enda gerði Öskubuska það eiginlega ekki heldur, það var jú bara stjúpan sem skikkaði hana í soraverkin. Já, ævintýrin gerast enn! Og það hérna bara í næsta húsi. Ekki er það nú verra. Ekki svo að skilja að ég sé mjög æst í að verða prinsessa eða drottning, síður en svo, enda myndi ég trúlega tækla athyglina mjög illa. Hitt er annað að prinsessuna mína dreymir prinsessuhlutverkið á hverri nóttu og hún eyðir flestum dögum í æfingar fyrir hlutverkið mikla!
Það er óhætt að segja að Frikki hafi valið sér fína konu til að taka við af henni Tótu frænku með sér! Ekki nóg með að prinsessan sé stílíkon, eins og sagt er á okkar ástkæra ylhýra, heldur held ég að það sé bara nokkuð mikið varið í hana líka. Hún er svona pinku Díana, alger Öskubuska, þó ekki komi hún beint úr öskunni, enda gerði Öskubuska það eiginlega ekki heldur, það var jú bara stjúpan sem skikkaði hana í soraverkin. Já, ævintýrin gerast enn! Og það hérna bara í næsta húsi. Ekki er það nú verra. Ekki svo að skilja að ég sé mjög æst í að verða prinsessa eða drottning, síður en svo, enda myndi ég trúlega tækla athyglina mjög illa. Hitt er annað að prinsessuna mína dreymir prinsessuhlutverkið á hverri nóttu og hún eyðir flestum dögum í æfingar fyrir hlutverkið mikla!
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Notaleg helgi að baki
Föstudagurinn fór í búðarráp með ungunum á meðan karlinn vann fyrir eyðslunni. Okkur tókst að skófla einum tígrisdýrsbúningi handa drengnum, einum prinsessukjól og skóm og hönskum í stíl fyrir dömuna í körfuna. Reyndar stóð til að börnin yrðu bæði ljón, en þegar í búðina kom og daman rak augun í alla þá býsn sem til var af prinsessukjólum, snérist henni hugur. Prinsessaskyldi hún verða! Enda er hún nú ein slík, fram í fingurgóma! Ljónabúningurinn var ekki til í stærð peyjans svo fyrir valinu varð tígrisdýrsbúningurinn fíni, enda hann sannur karlmaður og nokk sama um í hvaða fötum hann er. Eftir verslunina í Toys'R'us örkuðum við yfir í Rose til að kaupa glaðning handa þeim Mána og Heiðu. Fyrir valinu urðu bolur fyrir Mána og Britneyhattur fyrir Heiðu, ásamt augnskugga, reyndar fannst enginn ljósblár augnskuggi í Matas, svo Máni fékk engan slíkan í þetta skiptið. Um kvöldið var svo haldið í þetta fína boð hjá afmælisbörnunum að Demantsvej. Þar var spjallað smá, etið og spilað, auk þess sem við gæddum okkur á þessari líka fínu bollu að hætti Rex og Heiðu. Takk fyrir okkur. Við hjónin héldum heim á leið ásamt yngri unganum þegar kvöld var að nóttu komið, en prinsessan fékk leyfi til gistingar hjá vinkonunni KK. Það reyndist þó þrautinni þyngra að gista annars staðar en hjá gamla settinu þar sem hringja varð eftir aðstoð foreldranna þegar tárin höfðu runnið í stríðum straumum í einhvern tíma eftir að múttan og pabbinn höfðu hafið sig á brott. Helgi skutlaðist því á eftir dömunni, sem eftir atvikið sofnaði værum svefni í bóli foreldranna, ásamt litla bróður, sem klæddur var enn í tígrisdýrsbúninginn flotta.
Laugardagurinn var álíka fínn, enda tók húsmóðirin sig til og gerði hreint, það var löngu tími til kominn! Að því tilefni voru bakaðar pönnukökur og keypt almennilegt brauð. Til samlætis okkur komu Alli og Kristrún ásamt peyjunum í smá kíkk. Við höfðum við ekki séð þau síðan fyrir jól, að undanskildu smá kíkki okka þriggja yngstu fjölskyldumeðlima til þeirra í síðustu viku. Kvöldinu var svo slúttað með gurmet matgerð húsfrúarinnar sem svo varla var smökkuð sökum saddleika eftir pönnukökuát.
Í dag héldum við fjölskyldan til Fredericia í badeland sem þar finnst, börnunum til mikillar gleði! Eftir einn og hálfan tíma í lauginni töldum við foreldrarnir að þetta væri nú orðið gott, enda fjölskyldumeðlimir við það að breytast í rúsínur og sveskjur, en dömunni þótti nú síður en svo nóg um og taldi svo best að vera þarna í það minnsta hálfan daginn! Hún var þó tæld upp úr með lofi um hamborgara og sundferð aftur síðar í vikunni. Prinsessan lét nú ekki þar við sitja, enda snjöll samningamanneskja, og spurði hvort hún ætti þá ekki að fá að fara í bíó líka! Það fær að bíða þar til námslán móðurinnar láta á sér kræla.
Eigið góða viku!
Laugardagurinn var álíka fínn, enda tók húsmóðirin sig til og gerði hreint, það var löngu tími til kominn! Að því tilefni voru bakaðar pönnukökur og keypt almennilegt brauð. Til samlætis okkur komu Alli og Kristrún ásamt peyjunum í smá kíkk. Við höfðum við ekki séð þau síðan fyrir jól, að undanskildu smá kíkki okka þriggja yngstu fjölskyldumeðlima til þeirra í síðustu viku. Kvöldinu var svo slúttað með gurmet matgerð húsfrúarinnar sem svo varla var smökkuð sökum saddleika eftir pönnukökuát.
Í dag héldum við fjölskyldan til Fredericia í badeland sem þar finnst, börnunum til mikillar gleði! Eftir einn og hálfan tíma í lauginni töldum við foreldrarnir að þetta væri nú orðið gott, enda fjölskyldumeðlimir við það að breytast í rúsínur og sveskjur, en dömunni þótti nú síður en svo nóg um og taldi svo best að vera þarna í það minnsta hálfan daginn! Hún var þó tæld upp úr með lofi um hamborgara og sundferð aftur síðar í vikunni. Prinsessan lét nú ekki þar við sitja, enda snjöll samningamanneskja, og spurði hvort hún ætti þá ekki að fá að fara í bíó líka! Það fær að bíða þar til námslán móðurinnar láta á sér kræla.
Eigið góða viku!
föstudagur, febrúar 02, 2007
Eitthvað bogið
Er ekki eitthvað bogið við þessa setningu af visir.is:
"...þar sem búa átján milljón manns og þar af eru þrjár milljónir heimilislausar"?
Ætti þetta ekki að vera átján milljónir manna og þar af...?
Ég bara spyr.
"...þar sem búa átján milljón manns og þar af eru þrjár milljónir heimilislausar"?
Ætti þetta ekki að vera átján milljónir manna og þar af...?
Ég bara spyr.
fimmtudagur, febrúar 01, 2007
Hreinn viðbjóður!
Elsku amma til hamingju með daginn í gær!
Elsku Heiða og Heidi til lukku með daginn í dag! Ég óska líka Heiðu, systur hans Dadda, og systrum hennar Hillu til hamingju með daginn í dag, þó ég þekki þær ekki neitt! Hehehe...
Morguninn í morgun var alveg gríðarlega fallegur. Ég hjólaði glöð í bragði yfir í háskólann til að takast á við nýja önn. Sólroðinn á himninum, stillan og birtan gerðu það að verkum að ég tók mér rúman tíma í hjólaferðina, enda varla kráka á ferð, svo hægt var að njóta kyrrðarinnar, umm... notó spotó. Það er alltof sjaldgæft að maður gefi sér tíma til að njóta tilverunnar, þó ekki sé nema bara með því að líta aðeins í kringum sig þegar maður er úti við, í stað þess að þjóta áfram án þess að líta til hægri né vinstri.
Fyrsti tími þessarar annar var í Børn med sprog- og talevanskligheder. Námsefnið og kennarinn, hún Dorthe, lofa góðu, enda er hún talmeinafræðingur sjálf. Reyndar fór dágóður tími dagsins í dag í að fylgja Tinnu eftir og sjá til þess að hún yrði ekki fyrir of miklu áreiti, enda þurfti skvísan að gefa ansi margar eiginhandaáritanir. Skólayfirvöld sáu sér ekki annað fært en að loka inngangi K fyrir hana, bara svo hún kæmist leiðar sinnar. Já, það er munur að vera frægur!
Að loknum fimm tíma fyrirlestri hélt ég áleiðis til Ragnhildar þar sem búið var að aresera smá afmæliskaffi fyrir skvísuna Heiðu. Þar var skálað í kampavíni, enda ástæða til! Það er ekki á hverjum degi sem maður verður 25 í þriðja skiptið! Svo röðuðum við í okkur rúnstykkjum og snúðum, umm... Takk fyrir mig, kæra Ragnhildur!
Yfir veitingunum hjá Ragnhildi hófst heit umræða um hið svokallaða Tønder-mál. Það er frekar ógeðfellt kynferðisafbrotamál sem réttað hefur verið í síðan í fyrra og enn eru ekki allir brotamenn komnir með dóm. Fórnarlömb þessa máls eru tvær systur, önnur var ellefu ára þegar upp komst um málið hin var átta ára, að mig minnir. Faðirinn misnotaði stúlkurnar báðar, þá eldri frá þriggja ára aldri, auk þess sem hann seldi hana hverjum sem vildi hafa samræði við svo ungt barn. Svo virðist vera sem peningar hafi ekki haft neitt með málið að gera, enda fékk faðirinn (sem varla hefur rétt á þeim titli eftir að hafa brotið svo hræðilega gegn börnum sínum) stundum greitt í pítsu og bjór. Karlinn setti meðal annars auglýsingu í Den blå avis, sem er smáauglýsingablað hér í DK, og auglýsti dóttur sína til sölu, en laug til um aldur og sagði hana 18 ára. Menn brugðust við auglýsingunni og lögðu sumir hverjir á sig 60-100 km. leið til að heimsækja feðginin. Eitt kvöldið þurfti aumingjas barnið að taka á móti í það minnsta fjórum karlmönnum og hafa samræði við þá. Þrátt fyrir grun um kynferðislega misnotkun og ábendingu frá fyrra bæjarfélagi sem fjölskyldan bjó í gerði sú kommúna sem þetta átti sér stað í ekkert í málunum og sveik þar með börnin.
Ári áður en málið kom upp flutti móðirn af heimilinu, hún bjargði sínum eigin rassi án þess að gera nokkuð til að bjarga börnunum sínum. Trúleg skýring er að hún er haldin einni týpu skizofreni, sem ég ekki man hvað heitir, auk þess sem heimilisfaðirinn beytti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi, misnotaði hana kynferðislega og neyddi í vændi. Þetta er það óhugnanlegasta kynferðisafbrotamál gegn börnum sem framið hefur verið hér í Danmörku. Þetta er hreinn viðbjóður! Það er hreint ótrúlegt að foreldrar geti brugðist börnum sínum á þennan hátt sem þessir foreldrar gerðu. Auk þess sem manni finnst alveg hræðilegt að menn skuli hafa lagst með ellefu ára gömlu barni. Hvers vegna snéri enginn við í dyrunum og gerði lögreglunni viðvart þegar ljóst var að barnið var ellefu ára? Rætt var við einn þeirra sem hlotið hafa dóm í málinu í heimildamynd sem sýnd var hérna í gærkvöldi og hann spurður þessarar spurningar; hvers vegna snérirðu ekki við? Svarið var að allt hefði gerst svo hratt að ekki hafi gefist tími til þess! Aðspurður hvað hann ætti við með því, svaraði hann að hönd barnins hefði verið komin inn á hann og fyrr en varði voru buxur hans komnar á gólfið og hún stóð nakin fyrir framan hann. Í viðtalinu kom í ljós að þeir hefðu skiptst á, þessi maður og faðir stúlkunnar að hafa við hana samræði. Hvílíkur viðbjóður! Þegar þetta kom í ljós spurði þulurinn enn frekar hvað það hafi tekið langan tíma, svarið var u.þ.b. 20 mín. Þulurinn spurði þá aftur hvort 20 mín. hefði ekki verið nægur tími til að stoppa, hugsa sig um, hafa sig á brott og hafa samband við lögreglu. Maðurinn gat að sjálfsögðu engu svarað. Þessi maður hefur nú afplánað sinn dóm, hann misti vinnu sína sökum málsins, konan hefur átt við sálfræðileg vandamál að etja upp frá þessu og börnin sem á heimilinu voru var komið í fóstur. Ég hef enga samúð með manninum, en konan hans og börn eiga alla mína samúð.
Ég vona svo sannarlega að þessir menn sem lögðust með stúlkunni eigi eftir að iðrast þess alla daga, allt þeirra líf. Það ætla ég líka að vona að faðirinn fái það óþvegið í fangelsinu þar sem hann þarf trúlega að dúsa í einhvern tíma, þó svo sá tími komi aldrei til með að vera nógu langur.
Hreinn viðbjóður!
Elsku Heiða og Heidi til lukku með daginn í dag! Ég óska líka Heiðu, systur hans Dadda, og systrum hennar Hillu til hamingju með daginn í dag, þó ég þekki þær ekki neitt! Hehehe...
Morguninn í morgun var alveg gríðarlega fallegur. Ég hjólaði glöð í bragði yfir í háskólann til að takast á við nýja önn. Sólroðinn á himninum, stillan og birtan gerðu það að verkum að ég tók mér rúman tíma í hjólaferðina, enda varla kráka á ferð, svo hægt var að njóta kyrrðarinnar, umm... notó spotó. Það er alltof sjaldgæft að maður gefi sér tíma til að njóta tilverunnar, þó ekki sé nema bara með því að líta aðeins í kringum sig þegar maður er úti við, í stað þess að þjóta áfram án þess að líta til hægri né vinstri.
Fyrsti tími þessarar annar var í Børn med sprog- og talevanskligheder. Námsefnið og kennarinn, hún Dorthe, lofa góðu, enda er hún talmeinafræðingur sjálf. Reyndar fór dágóður tími dagsins í dag í að fylgja Tinnu eftir og sjá til þess að hún yrði ekki fyrir of miklu áreiti, enda þurfti skvísan að gefa ansi margar eiginhandaáritanir. Skólayfirvöld sáu sér ekki annað fært en að loka inngangi K fyrir hana, bara svo hún kæmist leiðar sinnar. Já, það er munur að vera frægur!
Að loknum fimm tíma fyrirlestri hélt ég áleiðis til Ragnhildar þar sem búið var að aresera smá afmæliskaffi fyrir skvísuna Heiðu. Þar var skálað í kampavíni, enda ástæða til! Það er ekki á hverjum degi sem maður verður 25 í þriðja skiptið! Svo röðuðum við í okkur rúnstykkjum og snúðum, umm... Takk fyrir mig, kæra Ragnhildur!
Yfir veitingunum hjá Ragnhildi hófst heit umræða um hið svokallaða Tønder-mál. Það er frekar ógeðfellt kynferðisafbrotamál sem réttað hefur verið í síðan í fyrra og enn eru ekki allir brotamenn komnir með dóm. Fórnarlömb þessa máls eru tvær systur, önnur var ellefu ára þegar upp komst um málið hin var átta ára, að mig minnir. Faðirinn misnotaði stúlkurnar báðar, þá eldri frá þriggja ára aldri, auk þess sem hann seldi hana hverjum sem vildi hafa samræði við svo ungt barn. Svo virðist vera sem peningar hafi ekki haft neitt með málið að gera, enda fékk faðirinn (sem varla hefur rétt á þeim titli eftir að hafa brotið svo hræðilega gegn börnum sínum) stundum greitt í pítsu og bjór. Karlinn setti meðal annars auglýsingu í Den blå avis, sem er smáauglýsingablað hér í DK, og auglýsti dóttur sína til sölu, en laug til um aldur og sagði hana 18 ára. Menn brugðust við auglýsingunni og lögðu sumir hverjir á sig 60-100 km. leið til að heimsækja feðginin. Eitt kvöldið þurfti aumingjas barnið að taka á móti í það minnsta fjórum karlmönnum og hafa samræði við þá. Þrátt fyrir grun um kynferðislega misnotkun og ábendingu frá fyrra bæjarfélagi sem fjölskyldan bjó í gerði sú kommúna sem þetta átti sér stað í ekkert í málunum og sveik þar með börnin.
Ári áður en málið kom upp flutti móðirn af heimilinu, hún bjargði sínum eigin rassi án þess að gera nokkuð til að bjarga börnunum sínum. Trúleg skýring er að hún er haldin einni týpu skizofreni, sem ég ekki man hvað heitir, auk þess sem heimilisfaðirinn beytti hana líkamlegu og andlegu ofbeldi, misnotaði hana kynferðislega og neyddi í vændi. Þetta er það óhugnanlegasta kynferðisafbrotamál gegn börnum sem framið hefur verið hér í Danmörku. Þetta er hreinn viðbjóður! Það er hreint ótrúlegt að foreldrar geti brugðist börnum sínum á þennan hátt sem þessir foreldrar gerðu. Auk þess sem manni finnst alveg hræðilegt að menn skuli hafa lagst með ellefu ára gömlu barni. Hvers vegna snéri enginn við í dyrunum og gerði lögreglunni viðvart þegar ljóst var að barnið var ellefu ára? Rætt var við einn þeirra sem hlotið hafa dóm í málinu í heimildamynd sem sýnd var hérna í gærkvöldi og hann spurður þessarar spurningar; hvers vegna snérirðu ekki við? Svarið var að allt hefði gerst svo hratt að ekki hafi gefist tími til þess! Aðspurður hvað hann ætti við með því, svaraði hann að hönd barnins hefði verið komin inn á hann og fyrr en varði voru buxur hans komnar á gólfið og hún stóð nakin fyrir framan hann. Í viðtalinu kom í ljós að þeir hefðu skiptst á, þessi maður og faðir stúlkunnar að hafa við hana samræði. Hvílíkur viðbjóður! Þegar þetta kom í ljós spurði þulurinn enn frekar hvað það hafi tekið langan tíma, svarið var u.þ.b. 20 mín. Þulurinn spurði þá aftur hvort 20 mín. hefði ekki verið nægur tími til að stoppa, hugsa sig um, hafa sig á brott og hafa samband við lögreglu. Maðurinn gat að sjálfsögðu engu svarað. Þessi maður hefur nú afplánað sinn dóm, hann misti vinnu sína sökum málsins, konan hefur átt við sálfræðileg vandamál að etja upp frá þessu og börnin sem á heimilinu voru var komið í fóstur. Ég hef enga samúð með manninum, en konan hans og börn eiga alla mína samúð.
Ég vona svo sannarlega að þessir menn sem lögðust með stúlkunni eigi eftir að iðrast þess alla daga, allt þeirra líf. Það ætla ég líka að vona að faðirinn fái það óþvegið í fangelsinu þar sem hann þarf trúlega að dúsa í einhvern tíma, þó svo sá tími komi aldrei til með að vera nógu langur.
Hreinn viðbjóður!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)