Er Bjössa félaga að takast það að koma á öryggisdeildinni sinni? Hver á svosem að gera hryðjuverkaárás á litlu eyjuna okkar norður í Atlantshafi? 95% jarðarbúa vita ekki einu sinni að hún fyrirfinnst, 3% jarðarbúa halda að við búum í snjóhúsum, 1% eru þeir sem eru nógu klikkaðir til að lesa Íslendingasögurnar á íslensku! Þeir sem það gera hafa ekkert í sér sem bendla mætti við hryðjuverkastarfssemi, að ég tel. Þeir einu sem fengjust til að sprengja landið okkar upp eru kannski þetta eina prósent sem eftir er og inniheldur reiða Dani sem komnir eru með nóg af gróðrastarfssemi Íslendinga í forna konungsveldi okkar Frónverja.
Mafía Íslands, er hún kannski til eftir allt saman?
Konungur alheimsins, hann Bush litli, virðist þá hafa ágætis ítök í henni! Það fer trúlega að líða að því að við getum ekki gengið um án þess að nákvæmlega sé vitað um ferðir okkar. Nú þegar er hægt að rekja ferðir okkar gróflega eftir því hvar og hvenær við notum greiðslukortin okkar og þetta kemur ekki til með að minnka!
Hvert er frelsið að fara?
föstudagur, júní 30, 2006
FRÍ!
Jibbí jeeeeeeeeeeeei!
Prófin búin og ég er komin í sumarfrí! Reyndar kláraði ég á miðvikudaginn, en hef verið í svo miklu "geraekkineitt"-stuði að ég hef ekki einu sinni orkað það að setjast við tölvuna að pikka. Prófin gengu ágætlega, allavega þessi tvö munnlegu, en ég hef enn ekki fengið úr fyrsta prófinu, anataomi og fysiologi. Maður vonar bara það besta. Að vera réttu megin við línuna skiptir mestu máli. Prófið á miðvikudaginn var sálfræðipróf sem var að minnstu úr efni annarinnar. Verkefnið fólst í því að setja sig inn í aðstæður þar sem maður er með sjúkling með ákveðinn sálrænan kvilla fyrir framan sig og vinna út frá því. Svo það skipti ekki mestu að vera með námsefnið á hreinu sem slíkt heldur að geta yfirfært það í praktíkina. Það gekk ágætlega, spurningin var reyndar ekki úr auðveldasta efninu, en það hjálpaði að vera ekki sú fyrsta inn þar sem ég fékk ágætar leiðbeiningar frá þeim sem á undan fóru um hvernig ég ætti að bera mig að þarna inni. Einkunnin varð 9, reyndar áttu þær (kennarinn og prófdómarinn) í basli með að ákveða hvort þær ættu að gefa mér 10 eða 9, en þar sem svolítið vantaði upp á fagligt sprog, gátu þær ekki annað en gefið mér lægri einkunnina. Ég er samt rosa sátt, það er heldur ekkert leiðinlegt að heyra góða krítík.
Síðan prófunum lauk hef ég, eins og áður sagði, ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Við hjónin áttum einmitt brúðkaupsafmælisdag í gær og nutum hans eins vel og hægt var, að ég tel undir þessum kringumstæðum. Helgi skutlaði börnunum á sína staði og ég lagði mig á meðan og Helgi skreið svo líka uppí þegar hann kom heim. Við steinsváfum þar til nálgaðist hádegi. Fórum svo í bæinn og fengum okkur að snæða og röltum aðeins þar um. Frekar notó.
Næstu dagar fara trúlega í jafn mikla leti þar sem börnin fara í sumarfrí í dag og við taka klukkulausar vikur hjá okkur þremur, en pabbinn þarf víst að vinna fyrir okkur og fær lítið sem ekkert frí. Hann fær því bara að njóta þess þeim mun betur á næsta ári!
Prófin búin og ég er komin í sumarfrí! Reyndar kláraði ég á miðvikudaginn, en hef verið í svo miklu "geraekkineitt"-stuði að ég hef ekki einu sinni orkað það að setjast við tölvuna að pikka. Prófin gengu ágætlega, allavega þessi tvö munnlegu, en ég hef enn ekki fengið úr fyrsta prófinu, anataomi og fysiologi. Maður vonar bara það besta. Að vera réttu megin við línuna skiptir mestu máli. Prófið á miðvikudaginn var sálfræðipróf sem var að minnstu úr efni annarinnar. Verkefnið fólst í því að setja sig inn í aðstæður þar sem maður er með sjúkling með ákveðinn sálrænan kvilla fyrir framan sig og vinna út frá því. Svo það skipti ekki mestu að vera með námsefnið á hreinu sem slíkt heldur að geta yfirfært það í praktíkina. Það gekk ágætlega, spurningin var reyndar ekki úr auðveldasta efninu, en það hjálpaði að vera ekki sú fyrsta inn þar sem ég fékk ágætar leiðbeiningar frá þeim sem á undan fóru um hvernig ég ætti að bera mig að þarna inni. Einkunnin varð 9, reyndar áttu þær (kennarinn og prófdómarinn) í basli með að ákveða hvort þær ættu að gefa mér 10 eða 9, en þar sem svolítið vantaði upp á fagligt sprog, gátu þær ekki annað en gefið mér lægri einkunnina. Ég er samt rosa sátt, það er heldur ekkert leiðinlegt að heyra góða krítík.
Síðan prófunum lauk hef ég, eins og áður sagði, ekki gert nokkurn skapaðan hlut. Við hjónin áttum einmitt brúðkaupsafmælisdag í gær og nutum hans eins vel og hægt var, að ég tel undir þessum kringumstæðum. Helgi skutlaði börnunum á sína staði og ég lagði mig á meðan og Helgi skreið svo líka uppí þegar hann kom heim. Við steinsváfum þar til nálgaðist hádegi. Fórum svo í bæinn og fengum okkur að snæða og röltum aðeins þar um. Frekar notó.
Næstu dagar fara trúlega í jafn mikla leti þar sem börnin fara í sumarfrí í dag og við taka klukkulausar vikur hjá okkur þremur, en pabbinn þarf víst að vinna fyrir okkur og fær lítið sem ekkert frí. Hann fær því bara að njóta þess þeim mun betur á næsta ári!
mánudagur, júní 19, 2006
Púff húff, annað prófið búið
Eins og dýr á leið til slátrunar. Það var tilfinningin sem ég hafði í morgun (að ég held, ég hef jú aldrei upplifað það að vera dýr á leið til slátrunar, en ímyndunin var á þessa leið). Annað próf mitt í Syddansk Universitet á leiðinni að lokaáfanganum; talmeinafræðingur! Prófið var í Sprogvidenskab. Frammistaðan var hræðileg, satt að segja. Ég klikkaði á minnstu smáatriðum en hann Fransvua (stafað á einhverri fínni frönsku) Heenen, gamall félagi úr íslenskunni í HÍ, hjálpaði mér mikið, ásamt honum Jóhannesi Gísla Jónssyni, enn öðrum félaga úr íslenskunni. Ég gat babblað eitthvað um hljóðfræði og ég held að það hafi reddað mér. Tíminn hefur að minnstu farið í lærdóm undanfarna viku. Orkan var hreinlega uppgufuð eftir átökin fyrir anatomi-prófið auk þess sem tíminn hefur farið í veik börn og íbúðarkaup.
Ímynduð aftaka varð að engu þegar ég mætti á svæðið. Gengið var reyndar hræðilegt í prófinu sjálfu, eins og um er getið ofar, en þau virtust ánægð, kennararnir og prófdómarinn, einkunninn varð 8, reyndar á danskan mælikvarða, en ekki svo slæmt miðað við fyrsta munnlega prófið á ævinni og það á öðru tungumáli en íslensku. Ég er jú ekki búin að vera hér nema tæpt ár, svo árangurinn er alveg ásættanlegur.
Jæja, best að fara að njóta þess að hafa gesti.
Hilsen,
Addý paddý
Ímynduð aftaka varð að engu þegar ég mætti á svæðið. Gengið var reyndar hræðilegt í prófinu sjálfu, eins og um er getið ofar, en þau virtust ánægð, kennararnir og prófdómarinn, einkunninn varð 8, reyndar á danskan mælikvarða, en ekki svo slæmt miðað við fyrsta munnlega prófið á ævinni og það á öðru tungumáli en íslensku. Ég er jú ekki búin að vera hér nema tæpt ár, svo árangurinn er alveg ásættanlegur.
Jæja, best að fara að njóta þess að hafa gesti.
Hilsen,
Addý paddý
fimmtudagur, júní 15, 2006
mánudagur, júní 12, 2006
Spánn hvað?!
Þá er nú heldur betur hægt að segja að sumarið sé komið hingað til Danaveldis með öllum sínum röndóttleika, svita og hita. Yndislegt! Tuskunum hefur verið kastað fyrir eitthvað töluvert léttara og sólarvörnin tekin fram, börnin smurð en foreldrarnir orðnir heldur litríkari eftir sólbaðssetur fjölskyldunnar undanfarna daga, óþægindi eftir því. Ótrúlegt hvað maður getur verið vitur eftir á. En eins og gáfuð ljóska orðaði svo vel endur fyrir löngu: Beauty is pain! Ég held hún hafi haft rétt fyrir sér án þess þó að finnast rauður nebbi, köflóttir sköflungar og röndóttir upphandleggir sérlega smekklegir, en sumum finnst það þó trúlega!
Svo ef hörmulega gengur í næsta prófi má skella skuldinni á sólina og anatomiu- og fysiologiprófið sem ég lauk á föstudaginn. Mér finnst eins og ég sé hreinlega komin í sumarfrí og á í mesta basli með að koma mér í gang aftur. Hvernig á Íslendingur að geta lært undir próf í 30 stiga hita?! Það er hreint ómögulegt að halda sig inni í blíðviðrinu. Vonandi fer bara að rigna svo hægt sé að halda áfram við lesturinn, nei ég segi bara svona!
Að öðrum málum,
hún Hlín vinkona á afmæli í dag! Til hamingju Hlín, sem ert á Tenerife (eða hvernig sem þetta er skrifað) velkomin í ellimannahópinn!
Og að enn öðrum málum,
svo virðist sem við hjónin séum um það bil að verða raðhúsaeigendur hérna í veldi bjórs og bauna! Já, takk! Flott og ígegntekið hús við Blåbervej í Marmeladekvarteret í Hjallese hér í borg er um það bil að verða að okkar. Eigendurnir hafa undirritað tilboðsgerðina eða købsaftale, eins og það heitir á dönsku, sem er bindandi! Svo við þurfum bar að drífa okkur í að tala við bankastofnanir, redda útborgun og gera þetta klappað og klárt. Reyndar er leyfi mitt fyrir svona yfirtökurétti ekki komið á borðið, en Helgi er víst viðurkenndur almennur danskur launþegi, svo hann á að geta eignast eitthvað stærra og meira en bíl og myndavél hér í landi.
Ég bið ykkur vel að lifa! Þar til næst...
Svo ef hörmulega gengur í næsta prófi má skella skuldinni á sólina og anatomiu- og fysiologiprófið sem ég lauk á föstudaginn. Mér finnst eins og ég sé hreinlega komin í sumarfrí og á í mesta basli með að koma mér í gang aftur. Hvernig á Íslendingur að geta lært undir próf í 30 stiga hita?! Það er hreint ómögulegt að halda sig inni í blíðviðrinu. Vonandi fer bara að rigna svo hægt sé að halda áfram við lesturinn, nei ég segi bara svona!
Að öðrum málum,
hún Hlín vinkona á afmæli í dag! Til hamingju Hlín, sem ert á Tenerife (eða hvernig sem þetta er skrifað) velkomin í ellimannahópinn!
Og að enn öðrum málum,
svo virðist sem við hjónin séum um það bil að verða raðhúsaeigendur hérna í veldi bjórs og bauna! Já, takk! Flott og ígegntekið hús við Blåbervej í Marmeladekvarteret í Hjallese hér í borg er um það bil að verða að okkar. Eigendurnir hafa undirritað tilboðsgerðina eða købsaftale, eins og það heitir á dönsku, sem er bindandi! Svo við þurfum bar að drífa okkur í að tala við bankastofnanir, redda útborgun og gera þetta klappað og klárt. Reyndar er leyfi mitt fyrir svona yfirtökurétti ekki komið á borðið, en Helgi er víst viðurkenndur almennur danskur launþegi, svo hann á að geta eignast eitthvað stærra og meira en bíl og myndavél hér í landi.
Ég bið ykkur vel að lifa! Þar til næst...
föstudagur, júní 09, 2006
Travlt!
Mikið er ég fegin að þessi vika er liðin!
Aftanákeyrsla, röraísetning, veikindi, lögfræðingar, lestur, lestur, lestur, kvíði og stress hafa einkennt vikuna. Reyndar lýstu húsnæðismál hana aðeins upp, með tilheyrandi heimsóknum til lögfræðinga og símtölum við fasteignasala, þessu tilheyrir líka stress. Nú bíðum við bara eftir svari. Við vonum að sjálfsögðu að það verði JÁ en það er ekkert hægt að fullvissa neitt fyrr en undirskrift seljenda er komin á pappír, auk þess sem utanríkisráðuneytið, eða eitthvað svoleiðis, þarf að gefa mér skriflegt leyfi fyrir því að eignast fasteign. Spurning hvort ég hringi í þá Baugsfeðga til að athuga hvað þeir gera í þessum málum þegar þeir vesenast þetta, þar ætti ég ekki að koma að tómum kofanum.
Vikulokin voru svo fullkomnuð í dag þegar ég komst að því, mér til mikillar mæðu, að ég gleymdi blessaða stúdentakortinu mínu heima, korti sem ALLTAF er í veskinu, nema í dag! Ég þurfti því að hlaupa um skólann þveran og endilangan til að sækja mér bevis um að ég væri ég og að ég og væri stúdent við háskólann. Gaman, gaman. Ég þakkaði fyrir að þetta var anatomi- og fysiologipróf og því nóg um lækna í nágrenninu, ef svo vildi nú til að blóðþrýstingurinn næðist ekki niður. Þetta var þó ágætis skokk svona rétt fyrir próftökuna, þó stressið sem fylgdi þessu hefði betur verið geymt heima. Hvað prófið varðar koma niðurstöður síðar, vonandi verð ég þó réttu megin.
Helgin fer í afmælisfagnað ungu dömunnar. Baksturinn bíður, bið að heilsa!
Aftanákeyrsla, röraísetning, veikindi, lögfræðingar, lestur, lestur, lestur, kvíði og stress hafa einkennt vikuna. Reyndar lýstu húsnæðismál hana aðeins upp, með tilheyrandi heimsóknum til lögfræðinga og símtölum við fasteignasala, þessu tilheyrir líka stress. Nú bíðum við bara eftir svari. Við vonum að sjálfsögðu að það verði JÁ en það er ekkert hægt að fullvissa neitt fyrr en undirskrift seljenda er komin á pappír, auk þess sem utanríkisráðuneytið, eða eitthvað svoleiðis, þarf að gefa mér skriflegt leyfi fyrir því að eignast fasteign. Spurning hvort ég hringi í þá Baugsfeðga til að athuga hvað þeir gera í þessum málum þegar þeir vesenast þetta, þar ætti ég ekki að koma að tómum kofanum.
Vikulokin voru svo fullkomnuð í dag þegar ég komst að því, mér til mikillar mæðu, að ég gleymdi blessaða stúdentakortinu mínu heima, korti sem ALLTAF er í veskinu, nema í dag! Ég þurfti því að hlaupa um skólann þveran og endilangan til að sækja mér bevis um að ég væri ég og að ég og væri stúdent við háskólann. Gaman, gaman. Ég þakkaði fyrir að þetta var anatomi- og fysiologipróf og því nóg um lækna í nágrenninu, ef svo vildi nú til að blóðþrýstingurinn næðist ekki niður. Þetta var þó ágætis skokk svona rétt fyrir próftökuna, þó stressið sem fylgdi þessu hefði betur verið geymt heima. Hvað prófið varðar koma niðurstöður síðar, vonandi verð ég þó réttu megin.
Helgin fer í afmælisfagnað ungu dömunnar. Baksturinn bíður, bið að heilsa!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)