Áætluð fæðing í kringum 2. maí 2008.
Meðgöngulengd í dag rúmar 13 vikur.
mánudagur, október 29, 2007
miðvikudagur, október 24, 2007
Kosningar...
Nú er ég ekki mikið inni í stjórnmálum, en mér finnst pínkulítil skítafýla af þessum blæstri Anders Fogh til kosninga núna í nóvember. Ég á erfitt með að skilja hvernig einn flokkur, sem situr í stjórn, getur ákveðið að flýta alþingiskosningum um rúmt ár vegna þess hve vel þeir koma út í skoðanakönnunum. Sjálfsagt liggur nú eitthvað meira að baki þessari ákvörðun, og ég vona það svo sannarlega, en þetta er skýringin sem fjölmiðlar gefa.
Þessi skóli minn!
Enn er reynt á þolinmæði okkar talmeinafræðinema við SDU! Í gær mættum við galvaskar (og Mark líka, að sjálfsögðu) í tíma eftir nýafstaðið haustfrí. Á móti okkur tók hún Jytte sem er yfir aðalfaginu okkar sem heitir Sprog- og talevanskeligheder med klinik II, og fjallar að mestu um stam, málstol og læbe-, kæbe-, ganespælte (sem er það sama og skarð í vör, höku og góm). Þannig var nefnilega mál með vexti að hann Thorstein, sá færeyski, ákvað að hætta við að kenna okkur um málstol, eins og hann hafði lofað. Hann hafði kennt okkur tvisvar eða þrisvar og ákvað að þetta væri of mikið álag á sig og sagði því starfinu lausu, okkur til mikillar gleði... eða þannig! Aumingjast Jytte mátti því gjöra svo vel að leita að nýjum kennurum fyrir okkur og henni tókst það en við fáum fyrst kennslu í næstu viku í staðinn fyrir í þessari viku, en tímana eigum við að fá, alla sem einn. Þetta er ekki fyrsta skiptið á þessari önn sem kennarar hoppa frá kennslu hjá okkur, en það hefur sem betur fer bara gerst áður en kennsla í þeirri grein sem kennarinn átti að kenna okkur í hefst. Þeir voru víst nokkrir í upphafi annar sem sögðu fyrst já en breyttu í nei þegar líða tók að kennslu. Ótrúlegt.
Ég vona svo sannarlega að þetta komi nú til að haldast eins og það á að vera út önnina, það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af kennslu!
Ég vona svo sannarlega að þetta komi nú til að haldast eins og það á að vera út önnina, það eru ekki nema tæpir tveir mánuðir eftir af kennslu!
mánudagur, október 22, 2007
Gamalt og nýtt
Ég las í Nyhedsavisen í morgun að sú gamla mýta um að kynlíf skaði heyrnina sé að mörgu leyti sönn. Óbeint í það minnsta, því Viagra skaðar heyrnina. Er ekki betra að vera heyrnarskertur og hamingjusamur en óhamingjusamur með fulla heyrn? Ég held ég viti hvað karlmenn veldu! ;)
miðvikudagur, október 17, 2007
Af ýmsu
Þá eru Inga Birna, Helgi Þór og Sveinn Elí búin að kíkja á okkur þetta árið. Það var notó að fá þau. Þau voru svo elskuleg að gefa okkur SS-pylsur og nóg af þeim og þær hökkuðum við í okkur í gærkvöldi með góðri list, okkur til aðstoðar var Heiða gella, hún át þó ekki nema eina, sem verður að teljast heldur dræmt sé til þess litið að um íslenksan þjóðarrétt er að ræða! Ummmm... hvað þær voru góðar puuuuuulsurnar.
Haustfríið gengur ágætlega, búið að hanga svolítið, reyna að lesa og hanga aðeins meira. Börnin voru leyst undan þeirri kvöð að dvelja heima með múttu alla vikuna og fóru glöð í bragði í leikskólann í dag og í gær, spurning hvað ég geri á morgun, en þau verða í fríi á föstudaginn. Við höfum verið að drattast af stað um tíu leytið og sækja þau um þrjú, svo ekki er hægt að segja að þeim sé pískað út, enda kósýheit í leikskólanum þar sem fá börn eru þessa dagana.
Allt er við það sama hjá Helga í vinnunni þó frí sé í skólum, hann þarf jú að vinna fyrir neyslu minni, enda 10% afsláttur í H&M á netinu og kerla þarf að fata börnin upp.
Bríet Huld er loksins búin að fá tíma í ómun svo hægt sé að athuga hvort í lagi sé með nýrun hennar. Hún vætir sig svo oft, hvort sem er á næturnar eða á daginn. Þó svo við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fá hana sem oftast á salernið, en það virkar bara ekki. Nú er ég búin að fara þrisvar eða fjórum sinnum til læknis með hana vegna þessa og loksins var sá læknir sem tók á móti okkur til í að gera eitthvað frekar en að benda okkur á að setja hana oftar og oftar á klóesettið. Vonandi verður þetta vandamál leyst áður en skvísan byrjar í skóla, börn geta verið svo ljót hvert við annað og smáræði sem þetta getur háð henni í vinatengslum og öðru slíku.
Læt fylgja mynd af lopapilsinu sem ég prjónaði mér um daginn. Myndin er sérlega ætluð múttu.
Þar til næst...
Haustfríið gengur ágætlega, búið að hanga svolítið, reyna að lesa og hanga aðeins meira. Börnin voru leyst undan þeirri kvöð að dvelja heima með múttu alla vikuna og fóru glöð í bragði í leikskólann í dag og í gær, spurning hvað ég geri á morgun, en þau verða í fríi á föstudaginn. Við höfum verið að drattast af stað um tíu leytið og sækja þau um þrjú, svo ekki er hægt að segja að þeim sé pískað út, enda kósýheit í leikskólanum þar sem fá börn eru þessa dagana.
Allt er við það sama hjá Helga í vinnunni þó frí sé í skólum, hann þarf jú að vinna fyrir neyslu minni, enda 10% afsláttur í H&M á netinu og kerla þarf að fata börnin upp.
Bríet Huld er loksins búin að fá tíma í ómun svo hægt sé að athuga hvort í lagi sé með nýrun hennar. Hún vætir sig svo oft, hvort sem er á næturnar eða á daginn. Þó svo við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að fá hana sem oftast á salernið, en það virkar bara ekki. Nú er ég búin að fara þrisvar eða fjórum sinnum til læknis með hana vegna þessa og loksins var sá læknir sem tók á móti okkur til í að gera eitthvað frekar en að benda okkur á að setja hana oftar og oftar á klóesettið. Vonandi verður þetta vandamál leyst áður en skvísan byrjar í skóla, börn geta verið svo ljót hvert við annað og smáræði sem þetta getur háð henni í vinatengslum og öðru slíku.
Læt fylgja mynd af lopapilsinu sem ég prjónaði mér um daginn. Myndin er sérlega ætluð múttu.
Þar til næst...
laugardagur, október 13, 2007
Jólin, blessuð jólin!
Það er ekki laust við það að ég sé að komast í jólaskap. Það kemur trúlega engum á óvart sem mig þekkir ;) Enda "bara" 73 dagar til jóla. Jólavörurnar eru farnar að gægjast í búðirnar. Í Plantorama, sem er svona stórverslun með blóm og svona, er búið að setja upp jólatré og allskyns jólaskraut, ohhh... ég fékk ilinn yfir mig sem fylgir jólunum. Ég var nokkuð ánægð með litaval búðarinnar fyrir þessi jólin, ekkert svart! Rautt, silfrað, gyllt, fjólublátt og ótrúlega fallegur græn-silfraður litur, sem ég á áreiðanlega eftir að bæta í jólasafnið mitt. Það var ekki til að minnka jólastemninguna hjá mér þegar dóttirin tók upp á því að heimta Brunkager í Netto um daginn og sönglaði svo jólalögin dátt!
Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
Já, sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.
laugardagur, október 06, 2007
Hótelið fundið
Við erum búin að bóka hótel í London. Völdum þetta eiginlega þar sem ég var orðin nokkuð þreytt og nett pirruð á vafrinu á milli ólíkra hótelsíðna í leit að hinu fullkomna hóteli fyrir okkur hjónin. Ég ákvað að það fyndist ekki og lét gott heita þegar ég fann þetta sem leit allt í lagi út. Ég sá okkur ekki fyrir mér sitjandi inni á einhverju highclass hóteli inn á milli papparassanna og fræga fólksins sem þeir elta. Kósý stemning á betur við okkur.
Annars hljóðar dagskrá helgarinnar upp á Legolandsferð, fjólubláttafmælispartý hjá Tinnu og trúlega mjög svo Bratztengt afmælisboð hjá Karítas Kristel.
Eigið góða helgi.
Annars hljóðar dagskrá helgarinnar upp á Legolandsferð, fjólubláttafmælispartý hjá Tinnu og trúlega mjög svo Bratztengt afmælisboð hjá Karítas Kristel.
Eigið góða helgi.
miðvikudagur, október 03, 2007
Veistu um gott hótel í London?
Já, Helgi er búinn að kaupa handa okkur ferð til London þann 8. nóvember nk. þá á kauði afmæli og honum fannst alveg tilvalið að blæða á okkur ferð til drottningarinnar. Einn er þó gallinn á gjöf Njarðar en hann er sá að ég get engan veginn valið úr þeim þúsundum hótela sem borgin hefur upp á að bjóða. Svo ef þið vitið um eitthvert gott hótel, með sér baðherbergi (ég hef aldrei prófað slíkt hótel að undanskildu einu á Akureyri forðum daga) og roomservice, þá máttu endilega láta vita. Það myndi ekki spilla fyrir ef staðsetningin væri góð, enda verðum við bara frá fimmtudegi til sunnudags í borginni, svo tímanum má ekki spilla. Enn er ekki búið að ákveða með vissu í hvað tímanum verður eytt, en ég fjárfesti í Turen går til London sem búið er að fletta fram og aftur. Reyndar væri ég meira en til í að skella mér á leik með karlinum, en úrval leikjanna er ekkert sérlega mikið, eini leikurinn sem til greina kemur þessa helgina er Chelsea-Everton. Ég gæti þó smellt nokkrum myndum af fyrir Dadda í leiðinni ;)
Að Londonferðinni undanskilinni er lítið fréttnæmt héðan. Afmælisveislan gekk vel og mætingin var góð. Mexíkóska súpan hitti í mark sem og Spiderman-kakan. Hinar kökurnar runnu líka ágætlega niður með kaffinu eftir að súpunni hafði verið kyngt. Gemsinn fékk fullt af fallegum gjöfum sem að sjálfsögðu hittu beint í mark og hann þakkar hér með fyrir sig!
Halla Rós, Sturla og stelpurnar eru hér ennþá þar sem fyrst er von á búslóðinni á morgun. Húsið eru þau búin að fá afhent og þau verja drjúgum tíma þar í gluggatjaldaupphengingar, IKEAvörusamsetningar og svo framvegis. Enda allt frekar spennandi og framandi. Við fórum reyndar til Árósa í gær við frænkurnar til að mubla upp hjá þeim skötuhjúum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir drjúgan þunga bílsins á heimleiðinni, en kagginn er jú kaggi og þolir ýmislegt! Þegar heim var komið skellti ég saman forláta sjónvarpsskáp sem ég festi kaup á á meðan restin af fullorðna heimilisfólkinu skemmti sér yfir uppákomunni! Skápurinn komst þó saman, sjónvarp, dvd-spilari, myndbandstæki og afruglari komust í hann og upp á, og allir urðu obboð glaðir þó sérstaklega "smiðurinn" ég.
Hej så længe!
Að Londonferðinni undanskilinni er lítið fréttnæmt héðan. Afmælisveislan gekk vel og mætingin var góð. Mexíkóska súpan hitti í mark sem og Spiderman-kakan. Hinar kökurnar runnu líka ágætlega niður með kaffinu eftir að súpunni hafði verið kyngt. Gemsinn fékk fullt af fallegum gjöfum sem að sjálfsögðu hittu beint í mark og hann þakkar hér með fyrir sig!
Halla Rós, Sturla og stelpurnar eru hér ennþá þar sem fyrst er von á búslóðinni á morgun. Húsið eru þau búin að fá afhent og þau verja drjúgum tíma þar í gluggatjaldaupphengingar, IKEAvörusamsetningar og svo framvegis. Enda allt frekar spennandi og framandi. Við fórum reyndar til Árósa í gær við frænkurnar til að mubla upp hjá þeim skötuhjúum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir drjúgan þunga bílsins á heimleiðinni, en kagginn er jú kaggi og þolir ýmislegt! Þegar heim var komið skellti ég saman forláta sjónvarpsskáp sem ég festi kaup á á meðan restin af fullorðna heimilisfólkinu skemmti sér yfir uppákomunni! Skápurinn komst þó saman, sjónvarp, dvd-spilari, myndbandstæki og afruglari komust í hann og upp á, og allir urðu obboð glaðir þó sérstaklega "smiðurinn" ég.
Hej så længe!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)