Ég missti fimm kíló í dag... af hári! Lokkarnir fengu að fjúka hér úti á hárgreiðslustofunni Afrodita. Svo ég er komin með axlarsítt hár og þvertopp og þennan líka fína lit á hárið. Eftir góða meðferð klipparans hélt ég áleiðis á pósthúsið þar sem ég skilaði jólakortunum af mér. Svo þau eru seint á ferðinni þetta árið. Vonandi skemmir það ekki jólahaldið hjá neinum ;)
Ég fékk svo að vita í dag að ég fæ ekki BA-ritgerðina mína metna. Svo skúffelsið er nokkuð. Þess utan kom það svo í ljós að hið svokallaða BA-starfsnám á að fara fram í vikum 14, 15, 16 og 17. Á þessu tímabili á ég einmitt að eiga. Svo eitthvað ætlar það að ganga klúðurslega að klára BA-prófið núna í vor. Hvað gerist leiðir tíminn í ljós.
Núna ætla ég hins vegar að einbeita mér að jólunum og kósýheitum með fjölskyldunni, þar sem búið er að skila ritgerðinni og næsta próf er ekki fyrr en 3. janúar.
Þar til næst...
fimmtudagur, desember 20, 2007
föstudagur, desember 14, 2007
Ritgerð, veikindi og Jesúbarnið
Sit við tölvuna og er að reyna að finna efni í ritgerðina. Búin að finna fína bók á tölvutæku formi eftir Rod Ellis og fleiri um máltöku annars máls. Get þó varla sökkt mér djúpt í efnið þar sem gemlingarnir eru báðir heima, sökum andvökunætur. Elí Berg er búinn að vera með mikinn hósta, var með hita í nótt og leið mjög illa. Þar sem daman mín er jú ekta prinsessa dekstruðum við mæðgin hana líka og hún fékk að vera heima með okkur. Þá geta þau líka leikið saman, ja eða slegist... Annars hafa ungarnir það fínt núna, eru búin að dunda sér fyrir framan Dýrin í Hálsaskógi og Tomma og Jenna, sígilt alveg. Þau eru búin að hakka í sig hafrakodda, poppkorn og íslenskt sælgæti, sem aldrei kemst á síðasta söludag á þessu heimili ;) Hreint dekur alveg.
Allt er fínt að frétta af bumbubúanum, sem lætur vel af sér vita, enda meðgangan hálfnuð núna. Ég hélt að barnið ætlaði hreinlega að rífa gat á kvið mér og stinga sér til leiks við systkini sín um daginn þegar við lágum í bólinu og börnin voru að rótast, slík voru lætin! Við fórum í 20-vikna sónarinn á mánudaginn og allt leit vel út. Ég lét líka mæla í mér blóðþrýstinginn í gær og hann er í góðu lagi, allt eins og það á að vera. Vonandi heldur það bara áfram.
Jólastressið á heimilinu er ekki mikið, en hins vegar er skólastress farið að láta á sér kræla, þó ekki alvarlega. Við stefndum að því að klára ritgerðina fyrir mánudaginn næsta, en það verður ekki úr, við verðum búnar á miðvikudaginn. Enda í góðu lagi, óþarfi að búa til óþarfa stress. Þetta með óþarfa stressið gerir það einmitt að verkum að ekki verða veggir eða eldhúsinnrétting gerð hrein fyrir jólin. Jólin koma þrátt fyrir það, svo það er um að gera að hleypa gleðinni frekar að en að hreyta ónotum í fjölskyldufólk vegna þess að ekki náðist að þrífa almennilega fyrir komu Jesúbarnsins. Einhvers staðar var líka sungið um það að það kæmi bæði í hreysi og höll. Ætli það sé ekki heldur nær að þrífa innan í sér. Ég meina, Jesús minnti Mörtu sjálfur á það að hún þyrfti stundum að slaka á í heimilisstörfunum og hugleiða meira, eins og María Magdalena gerði. Ég er að spá í að taka mér þetta til fyrirmyndar og reyna að halda hinu óþarfa stressi fjarri heimilinu. Ég veit að börnin og eiginmaðurinn yrðu glöð.
Jæja, það var víst ekki á þetta skjal sem ég átti að pikka, heldur eitthvað annað og mikilvægara ;)
Eigið góða helgi!
Allt er fínt að frétta af bumbubúanum, sem lætur vel af sér vita, enda meðgangan hálfnuð núna. Ég hélt að barnið ætlaði hreinlega að rífa gat á kvið mér og stinga sér til leiks við systkini sín um daginn þegar við lágum í bólinu og börnin voru að rótast, slík voru lætin! Við fórum í 20-vikna sónarinn á mánudaginn og allt leit vel út. Ég lét líka mæla í mér blóðþrýstinginn í gær og hann er í góðu lagi, allt eins og það á að vera. Vonandi heldur það bara áfram.
Jólastressið á heimilinu er ekki mikið, en hins vegar er skólastress farið að láta á sér kræla, þó ekki alvarlega. Við stefndum að því að klára ritgerðina fyrir mánudaginn næsta, en það verður ekki úr, við verðum búnar á miðvikudaginn. Enda í góðu lagi, óþarfi að búa til óþarfa stress. Þetta með óþarfa stressið gerir það einmitt að verkum að ekki verða veggir eða eldhúsinnrétting gerð hrein fyrir jólin. Jólin koma þrátt fyrir það, svo það er um að gera að hleypa gleðinni frekar að en að hreyta ónotum í fjölskyldufólk vegna þess að ekki náðist að þrífa almennilega fyrir komu Jesúbarnsins. Einhvers staðar var líka sungið um það að það kæmi bæði í hreysi og höll. Ætli það sé ekki heldur nær að þrífa innan í sér. Ég meina, Jesús minnti Mörtu sjálfur á það að hún þyrfti stundum að slaka á í heimilisstörfunum og hugleiða meira, eins og María Magdalena gerði. Ég er að spá í að taka mér þetta til fyrirmyndar og reyna að halda hinu óþarfa stressi fjarri heimilinu. Ég veit að börnin og eiginmaðurinn yrðu glöð.
Jæja, það var víst ekki á þetta skjal sem ég átti að pikka, heldur eitthvað annað og mikilvægara ;)
Eigið góða helgi!
mánudagur, desember 10, 2007
Helgin og Vífill hinn frægi
Helgin var góð. Hún hófst með þessari líka fínu pítsuveislu hjá Heiðu á föstudaginn þar sem engin var pítsan, heldur sniglar í hvítlaukssmjöri og sveppum og nautakjöti með tilheyrandi. Í góðu yfirlæti snæddum við og horfðum svo á sjónvarpið á meðan krakkarnir nýttu tímann til leikja. Sökum veikinda í Esbjerg mætti frúin þar ein síns liðs með afkvæmin tvö, þau Sesselju og Eyþór Gísla, í "jólaheimsókn" á laugardaginn. Haldið var í miðbæinn að skoða jól í anda HC Andersen og samlifenda, auk þess sem fest voru kaup á hinu ylmandi karamelluenglatei. Ummm... svo gott, svo gott. Át mikið hófst svo fljótlega eftir heimkomu, þrátt fyrir að nýbökuðum dönskum og norskum kleinum hafi verið gerð góð skil á bæjarröltinu. Gemlingar fengu að vaka lengur í tilefni heimsóknarinnar og foreldrarnir höfðu varla eirð í sér að koma þeim í ból sökum mikillar seddu. Sunnudagurinn fór svo í piparkökubakstur þar sem ungarnir fengu notið sín, bæði stórir og smáir, við útskurð á jólasveinum, -skóm, -stjörnum og fleiru spennó. Dagsverkinu var lokið með heimsókn til fólksins í langtíburtiztan, Bæba og Salvarar. Þar hámuðum við að sjálfsögðu í okkur nýbakaðar smákökur, kaffi og brauð. Ummm... nammi, namm!
Svo spennandi var helgin okkar.
En að öðru. Honum Vífli Atlasyni hefur tekist ætlunarverk sitt! Í dag er hann bæði á forsíðu Nyhedsavisen og á síðu 2, sem að mig minnir séu nú merkilegustu síður blaðanna, auk baksíðu. Saga símaatsins er rakin og hann er sagður hafa farið illa með bæði forsetakrifstofuna í Hvíta húsinu sem og íslenska fjölmiðla. Ég get nú ekki að því gert að brosa svolítið innan í mér af þessu athæfi hans. Eitt er að hann hafi fengið símanúmerið einhvers staðar og svo þorað að láta til leiðast og hringja í símanúmerið, en hitt að hann hafi einungis þurft að svara spurningum um forseta voran sem flestir Íslendingar, sem og aðrir, geta leitað svara við á einfaldan og fljótlegan hátt ef þeir á annað borð ekki vita svörin nú þegar, eins og kom í ljós hjá Vífli, finnst mér hreinasta vitleysa. Hvers vegna er ekki öllum toppum landa sem í sambandi eiga við forseta BNA útdeildur kóði sem þarf að lesa upp fyrir ritara forsetans? Mér er spurn! Vita þeir þarna fyrir vestan ekki að internetið er stórum hluta vestrænnar menningar aðgengilegt? Vonandi taka þeir þó ekki upp á því að loka fyrir internet aðgang annarra en Bandaríkjamanna sökum þessa ;)
Svo spennandi var helgin okkar.
En að öðru. Honum Vífli Atlasyni hefur tekist ætlunarverk sitt! Í dag er hann bæði á forsíðu Nyhedsavisen og á síðu 2, sem að mig minnir séu nú merkilegustu síður blaðanna, auk baksíðu. Saga símaatsins er rakin og hann er sagður hafa farið illa með bæði forsetakrifstofuna í Hvíta húsinu sem og íslenska fjölmiðla. Ég get nú ekki að því gert að brosa svolítið innan í mér af þessu athæfi hans. Eitt er að hann hafi fengið símanúmerið einhvers staðar og svo þorað að láta til leiðast og hringja í símanúmerið, en hitt að hann hafi einungis þurft að svara spurningum um forseta voran sem flestir Íslendingar, sem og aðrir, geta leitað svara við á einfaldan og fljótlegan hátt ef þeir á annað borð ekki vita svörin nú þegar, eins og kom í ljós hjá Vífli, finnst mér hreinasta vitleysa. Hvers vegna er ekki öllum toppum landa sem í sambandi eiga við forseta BNA útdeildur kóði sem þarf að lesa upp fyrir ritara forsetans? Mér er spurn! Vita þeir þarna fyrir vestan ekki að internetið er stórum hluta vestrænnar menningar aðgengilegt? Vonandi taka þeir þó ekki upp á því að loka fyrir internet aðgang annarra en Bandaríkjamanna sökum þessa ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)