fimmtudagur, september 25, 2008

Ég var klikkuð... nei, ég meina klukkuð

Hér koma svörin, njótið vel!

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina: Verslunarstörf, skrifstofustörf, sem ræstitæknir og á elló.

Fjórar Kvikmyndir sem ég held upp á: The Sound of Music, The Way We were, Nýtt líf og Schindlers List.

Fjórir Staðir sem ég hef búið á: Vestmannaeyjar, Reykjavík, Mosfellsbær, Óðinsvé.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar: Vinir, Despó, Ugli Betty og ýmsir fræðandi heimildarþættir.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum: Berlín, Benidorm, Hraunholt og Stokkhólmur.

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg: mbl.is, visir.is, fyens.dk, berlingske.dk.

Fernt sem ég held uppá matarkyns: Humar, fyllt svínalund með góðu gumsi, innbökuð nautalund líka með góðu gumsi og Hraunholtabjúgu með uppstúf.

Fjórar bækur sem ég les oft: Ævintýri barnanna, Disney-bækurnar, Medicinske Fagudtryk (meira til uppsláttar reyndar) og Dimmalimm.

Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna: Á sólarströnd með tærnar uppíloft, á Íslandi að knúsa mömmu, Ívar bróður og alla hina, að ekki sé talað um að kíkja á öll litlu börnin, í NY að skoða og á ferðalagi um Afríku.

Fjórar manneskjur sem ég vil klukka: Margrét H&M dama með meiru, Kristrún, Eyrún Huld og Halla Rós.

Þannig var nú það.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Voða er nú gott að vita nákvæmlega hvað maður vill:)
en við hin reynum áfram að komast að því síðar í þættinum.....
Góðar stundir
kv. mjósan

Nafnlaus sagði...

Ég er viss um að tengdafor. þínir bíð spennt eftir ykkur með HRAUNHOLTABJÚGU OG UPPSTÚF þegar þið farið til Ísl. um jólin.
Ég fékk smá smakk þegar ég var þar núna, ekki dónalegt.
Við erum s.s lent aftur í danaveldi, rok-, rigningar- og hagglélsbarin eftir Íslandsdvöl:-Þ

Sjáumst vonandi fljótlega.
Þín mákona í Esbjerg

Nafnlaus sagði...

heyrðu ég er ekki sátt með þig sko :/ þarna hvern þú vilt knúsa akkuru var ég ekki tilegreind með stórum stöfum ....... þetta er bara móðgun :O hehe ;)
en hlakka til að sjá þig big sister ;) (K) LOvLOv :**

Nafnlaus sagði...

I've been thinking about this alot... It does lead to other issues...
frokostordning