mánudagur, október 27, 2008

Ofurmamma

Ég er svo löngu búin að læra þetta. Enda sést það á sívaxandi þvottafjöllum, ryki á gólfi og á hillum, uppvaski í vaskinum og blöðum og bókum um allt hús. Það er spurning hvort kannski sé verið að tala um þennan gullna meðalveg?
Kannski.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mmm... ég gaf nú þessari síðu bara eina stjörnu - varð auðvitað að taka þátt í því. Mín þekking á burn-out á við fólk sem er hætt að sinna starfinu sínu nema bara að þeim nauðsynlegastu þáttum sem stuðla að því að viðkomandi haldi því. Húsmæður með burn-out gefa börnunum sínum að borða og þrífa fötin þeirra, henda ruslinu,vaska upp og sjá til þess að barnið sé mætt á rétta staði. Hins vegar sér enginn taukörfuna eða hvort rúmið hafi verið umbúið á morgnanna. Það sér enginn á barninu hvort fatnaður þess hafi verið tekinn úr taukörfunni eða kommóðuskúffunnni. Húsmæður með burn-out halda ekki uppi stífri dagskrá - engin hætta á því. Það er löngu búið! Spurning hvort ég þjáist af burn-out í húsmóðurshlutverkinu? mmm ... þetta vakti mig til umhugsunar!! ég er nefnilega að horfa á taukörfuna :S ja, ég geymi hana þar til seinna þegar dr.Phil er búinn, kannski ... það er enginn að koma í heimsókn hvort eð er! Úff ... Mamma hringir alltaf á undan sér ... ;) Já, ég fæ mér annan kaffibolla og horfi á Leiðarljós á undan Dr.Phil. Þurrka af á morgun. Eða hinn...

-Milla

Addý Guðjóns sagði...

Hihihi... nákvæmlega.

Nafnlaus sagði...

já kannski bara, en hvert nær þessi gyllti? nú, þá er hægt að draga þennan silver-litaða fram til að skjúsa aðkomuna á sumum heimilum,(óska nafnleyndar) það er líka orðið svo langur tími síðan jarðskjálftin reið yfir mann hér að hann er dottin úr gildi hehe. En góður punktur, það verður bara unnið eftir hvernig vegir liggja og þörfum á ómskoðun á golfum og hillum húsráðenda...gott mál
kveðja mjósan

Nafnlaus sagði...

Hvering er það fer þvotturinn ekki sjálfur í og úr þvottavélinni og úr þvottakörfunni í skúffur og skába eins og hjá mínum manni :-Þ
Hér gerist þetta allt sjálfkrafa og aldrei neitt drast eða ryg EÐA ÞANNIG :-Þ

Kveðja frá Esbjerg.