Hmmmm... árið 2009 ætlar greinilega ekki að vera ár bloggsins, heldur ár fésbókarinnar. Því er nú verr og miður. Hugsanir fólks og meiningar eru töluvert ígrundaðari á bloggsíðum veraldarvefsins en á síðum fésbókarinnar, sem er yfirfull af fyrirsögnum. Þetta er kannski einkennandi fyrir aukinn hraða þjóðlífsins, sem krefst meiri og meiri upplýsinga í styttri textum. Ætli HKL yrði ekki æfur ef hann væri enn meðal vor og yrði vitni af þessari þróun.
Allavega... ég er orðin lógópeð eins og það er borið fram á máli drottningar. Ætli Arnar Thor myndi ekki útleggja þetta sem klikkaður nóbodí. Ég leyfi mér þó að vona að eitthvað hafi ég lært þessi þrjú ár sem ég hef stundað nám í faginu og að ég geti stolt borið titilinn talkennari (sem er starfsheitið sem hlýst eftir fengna BA-gráðu og er reyndar lögverndað á Íslandi og því get ég ekki kallað mig talkennara, fyrr en leyfi fæst frá menntamálaráðuneytinu). Svo er bara að bretta upp ermar og bæta við tveimur árum til kandídatsprófs og verða sér úti um titilinn talmeinafræðingur eða réttara sagt heyrnar- og talmeinafræðingur, sé bein þýðings danska heitisins (audiologopæd) notuð.
Nú tekur hins vegar við atvinnuleit, en lítið er að fá í faginu um þessar mundir. Á meðan hugga ég heima með TM og bíð þess að hann fái pláss á vuggestuen á leikskólanum sem EB er á. Ég býst svosem ekki við því fyrr en í sumar en ég vona svo sannarlega að hann fái þar inni.
Welli, well... hef svosem ekki fleira að sinni.
Megið þið eiga góða daga.
þriðjudagur, mars 03, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Godt så Addý... ritstíflan að losna..
ég held þú sért flottasti Brálaði nóboddí ég þekki.. það verður allavega ekki tekið af þér.....
knúsknús frá Himinhæðum
Skrifa ummæli