Upp er runninn síðasti dagur ársins 2009. Árs sem minnst verður vegna skemmtilegra Íslandsferða, skemmtilegra áramóta er 2009 gekk í garð, meiriháttar brúðkaupa hjá frábæru fólki, yndislegra augnablika með börnunum og eiginmanninum, samverustunda með góðum vinum, nýjum vinum og gömlum, loka BA-prófs í talmeinafræði, upphafs kandídatsnáms, komu Sólu, hvítra jóla, fallegs vors og góðs sumars, ófárra morgunkaffibolla á Hindbærvej, loka fyrsta skólaárs heimasætunnar, upphafs þess annars, tannleysis, tanntöku, prjónaskaps, saumaskaps, óþrifnaðar og þrifnaðar, lesturs góðra bóka, heilbrigiðs, veikinda og svo margs, margs fleira!
Ég þakka guði lífið, sem oft getur verið krefjandi. Ég þakka honum börnin mín og eiginmann. Ég þakka honum allt hið góða í samfélaginu öllu. Ég þakka heilsu og lífsgæða, möguleika á því að fá að mennta mig og börn mín. Þakka fyrir að hafa þak yfir höfuðið og mat á borðum. Ég þakka fyrir frábæra fjölskyldu og meiriháttar vini, hér og þar og alls staðar!
Ég tek á móti árinu 2010 með brosi á vör og von í hjarta.
Megi árið 2010 verða ykkur öllum heillaríkt og gott!
Gleðilegt ár kæru vinir og takk fyrir frábæra tíma saman!
4 ummæli:
æðislegt ár hjá ykkur að ljúka og nýtt með nýjum ævintýrum að taka við. Gleðilegt ár til ykkar
kvitt kvitt. Gleðilegt ár til ykkar og takk fyrir það gamla kv Áslaug og Rúnar
Good fill someone in on and this enter helped me alot in my college assignement. Thank you for your information.
Hello. And Bye.
Skrifa ummæli