Sit við tölvuna og er að reyna að finna efni í ritgerðina. Búin að finna fína bók á tölvutæku formi eftir Rod Ellis og fleiri um máltöku annars máls. Get þó varla sökkt mér djúpt í efnið þar sem gemlingarnir eru báðir heima, sökum andvökunætur. Elí Berg er búinn að vera með mikinn hósta, var með hita í nótt og leið mjög illa. Þar sem daman mín er jú ekta prinsessa dekstruðum við mæðgin hana líka og hún fékk að vera heima með okkur. Þá geta þau líka leikið saman, ja eða slegist... Annars hafa ungarnir það fínt núna, eru búin að dunda sér fyrir framan Dýrin í Hálsaskógi og Tomma og Jenna, sígilt alveg. Þau eru búin að hakka í sig hafrakodda, poppkorn og íslenskt sælgæti, sem aldrei kemst á síðasta söludag á þessu heimili ;) Hreint dekur alveg.
Allt er fínt að frétta af bumbubúanum, sem lætur vel af sér vita, enda meðgangan hálfnuð núna. Ég hélt að barnið ætlaði hreinlega að rífa gat á kvið mér og stinga sér til leiks við systkini sín um daginn þegar við lágum í bólinu og börnin voru að rótast, slík voru lætin! Við fórum í 20-vikna sónarinn á mánudaginn og allt leit vel út. Ég lét líka mæla í mér blóðþrýstinginn í gær og hann er í góðu lagi, allt eins og það á að vera. Vonandi heldur það bara áfram.
Jólastressið á heimilinu er ekki mikið, en hins vegar er skólastress farið að láta á sér kræla, þó ekki alvarlega. Við stefndum að því að klára ritgerðina fyrir mánudaginn næsta, en það verður ekki úr, við verðum búnar á miðvikudaginn. Enda í góðu lagi, óþarfi að búa til óþarfa stress. Þetta með óþarfa stressið gerir það einmitt að verkum að ekki verða veggir eða eldhúsinnrétting gerð hrein fyrir jólin. Jólin koma þrátt fyrir það, svo það er um að gera að hleypa gleðinni frekar að en að hreyta ónotum í fjölskyldufólk vegna þess að ekki náðist að þrífa almennilega fyrir komu Jesúbarnsins. Einhvers staðar var líka sungið um það að það kæmi bæði í hreysi og höll. Ætli það sé ekki heldur nær að þrífa innan í sér. Ég meina, Jesús minnti Mörtu sjálfur á það að hún þyrfti stundum að slaka á í heimilisstörfunum og hugleiða meira, eins og María Magdalena gerði. Ég er að spá í að taka mér þetta til fyrirmyndar og reyna að halda hinu óþarfa stressi fjarri heimilinu. Ég veit að börnin og eiginmaðurinn yrðu glöð.
Jæja, það var víst ekki á þetta skjal sem ég átti að pikka, heldur eitthvað annað og mikilvægara ;)
Eigið góða helgi!
föstudagur, desember 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Góða helgi elskurnar mínar, vona að Elí Berg minn nái sér nú.
Enn við sjáumst nú kanski um helgina ?
kveðja úr Seden Syd
..vantar heimilisfangið þitt enn á ný ?? Þessir flutningar, aldrei neitt á sínum stað... Jólaknús!
Skrifa ummæli