Já, það er orðið ansi langt síðan síðast, svo það er best að bögga fólk með smá nöldri.
Það er allt fínt að frétta og allir við hestaheilsu. Starfsnám mitt við Ringe Sygehus byrjaði fyrir tæpum tveimur vikum síðan, svo nú eru bara rúmar tvær vikur eftir af því dæminu. Helgi er á kvöldvakt meðan á herlegheitum stendur, svo ég stend í stórræðum þegar heim er komið og karlinn farinn í vinnuna, drösla gemlingum í sund og leikfimi, elda, gef að eta, baða og skelli skrílnum í bælið. Allt gengur þetta þó nokkuð þolanlega, þó börnin sakni pabba síns umtalsvert, enda er karlinn mun skemmtilegri en kerlingin.
Annað markvert á heimilinu er það að frumburðurinn er með lausa tönn, svo skvísan er næstum því fullorðin. Á meðan hún hefur ákveðið að losa sig við tennurnar, hefur sá yngsti tekið þá ákvörðun að safna í tannaforðann, því gemlingurinn er vægast sagt bólginn í neðri gómi, svo von er á tönnum þá og þegar, enda hnúinn nagaður ótt og títt og höfð eru gallaskipti í það minnsta fjórum sinnum á dag, að frátöldum öllum slefusmekkjaskiptunum. Pirringur í kauða er einnig í takt við slefið.
Síðasta föstudag fórum við hjónin í hugguferð í Rosengaardcentret, eins huggó og það hljómar. Sannleikurinn er þó sá að eitthvað þurfti að vesenast þar, þó mér sé ómögulegt að muna hvað dró okkur í verslunarkjarnann, enda flest í mjólkurþoku þessa dagana. Á leiðinni á Jensens að fá okkur að borða (við erum búin að komast að því að það er ekkert dýrara en að fara á kaffihús, tók svolítið langan tíma, enda erum við óvenju tregt fólk), stöðvaði mig útlend skvísa, sem tilkynnti mér á ensku að hún vildi gjarnan sýna mér svolítið. Að sjálfsögðu varð forvitnin yfirsterkari (og kannski svolítil kurteisi líka) skynseminni og ég lét til leiðast. Daman tók fram á mér löngutöng hægri handar og byrjaði að þjarma að nöglinni með einhverri voða fínni naglaþjöl með möööörgum hliðum og fítusum. Eftir dágóða stund sýndi hún mér nöglina stolt og tilkynnti mér að þetta væri hinn náttúrulegi gljái naglarinnar minnar. Fínt var það, því er ekki að neita, en dýrt líka, hefði ég viljað halda herlegheitunum við. Hún slúttaði kynningunni með því að sprauta smá handáburði í lófa minn. Svipurinn á dömunni þegar hún sá siggið sem í lófanum er var vægast sagt skondinn, sorgin og meðaumkunin sem skein úr augum hennar var þvílík. Mér var skemmt, því ég er pinku stollt af því að hafa sigg í lófunum, það segir að mínu mati svolítið um hvort maður hafi nennu til vinnu eður ei. Siggið er trúlega bara þarna sökum moppubeitinga síðustu margra ára og þar á undan kjötskrokkabaráttu Nóatúnsáranna. Sjálfsagt er sigg í augum annarra ekkert annað en merki um illa hirðu handanna, en svona er það. Ég man (þó langt sé um liðið) að ég átti það til að dæma "vænlega" pilta á handataki og lófum þeirra. Ekkert fannst mér, minna sjarmerandi en sléttar og felldar tölvuhendur karlmanna. Fátt er, að mínu mati, minna karlmannlegt. Trúlega er þetta vegna þess að ég ég er meira fyrir þessa "retrósexjúal" týpu, sem er víst heitasta karlmannstýpan í dag, skítug iðnaðarmannatýpa í slitnum gallabuxum og ósamstæðum sokkum. Þessar "metrósexjúal" týpur eru ekki alveg my cop of tea. Snyrtivörurnar hans Helga taka töluvert minna pláss í baðherbergisskápnum en mínar, sem betur fer.
Ég bið að heilsa þeim sem enn eru að lesa og óska ykkur góðrar helgar! Og heimta um leið kvitt í bókina!
fimmtudagur, september 11, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
17 ummæli:
jahá. thad er ekkert annad....
knuz Heidagella
Við siggpæjurar verðum bara að vera stoltar af því að það sérst á okkur að við höfum unnið erfiðisvinnu um dagana :-Þ
Enda man ég varla eftir mér öðrvísi en með sigg í lofanum þó svo ég sé ekkert sérlega dugleg með moppuna. Það er meira eftir púlið í sveitinni á mínum uppvaxarárum.
Kveðja frá Esbjerg.
Þín mákona
kvitt kvitt..
Góða helgi
Var með það á hreinu að þú hefðir alveg nóg á þinni könnu þennan mánuðinn, þannig að bloggið lægi á hakanum ;) en gott að fá færslu. Alltaf gaman að lesa.
kv. Inga Birna
...wow... ein umburðalynd ... Addý mín þú getur láti moppuna eiga sig þennan mánuðunn en notað tíman, þennan litla í að blogga svoítið :)
Svo er ég ekki sammála þér - er ekki með sigg í lófa - fæ stundum blöðrur - samt voða sjaldan - en er ofsa ánægð með skrifstofublókar hendurnar á mínum ekta manni - enda tölvukarl :)
-Milla
Það er svo gaman að lesa bloggin þín... Og ég fíla sömu karlmannstípu og þú held ég barasta hehehe....
Enn knús og kram á bláberjagengið ;)
Og takk fyrir okkur i vikunni, alltaf svo gott að koma til ykkar ;)
Kv. Halla Rós
takk fyrir góða borgara í gærkvellið mín kæra.
Hlakka einnig til næsta súpermannshittings, kanski kem ég bara í búning..
Sjáumst í sprellinu í kvöld hjá Arnari ;o)
Knuz Heidagella
Hehehe... Þú ert nú samt nokkuð dugleg, Milla mín! Og ég efast enganveginn um karlmennsku Svavars ;)
Hey skvís!
Já ég kalla þig bara skvísí, ung og dugleg kona með 3 börn og þið hjúin skipuðleggið tíman ykkar vel
mikið á meðan á því stendur
og svo.......skúbbidú
Maður er nú ekki gerður úr plasti þannig að siggið sesst á við mikinn núning, kemur nú samt ekki´allstaðar:)#####
Hva maður getur misst sig í ráðum og dáðum:)
Massakona Addy mín
kveðja mjósan
fínasta blogg...mjólkurþoka er orð sem ég ætla að fá að nota í samskiptum.
Annars var gleði í gær þegar Manure töpuðu...ekki oft sem Lifrapollur fær að njóta þess.
bið að heilsa ... A
ég er bara að hugsa um að kvitta aftur, skulda svona eins og 18 kvitt.
Leiter.
Heiðagella
og svo eitt svona í lokin "kvitt", bara til að vera sniðug.
hihihi
Heiðagella
hihihihi
hehehehe
ok ég skal stoppa, hef bara svo lítið við tímann að gera sko...
Elsku frænka og familý
Til lukku með STóRA-litla strákinn ykkar.
Eigið góðan afmælisdag
Knús og kossar frá Sigfríð frænku
Til hamingju með soninn í dag ;)
Skrifa ummæli