mánudagur, október 13, 2008

Fjölskyldulíf

Og fólk er að spyrja okkur hvort 117 fermetra húsið dugi undir okkur og okkar þrjú börn! Svona var þetta í gamla daga. Það að fólki detti í hug að fjögurra herbergja 117 fermetra húsnæði dugi ekki undir fimm manna fjölskyldu hlýtur að vera í anda þeirrar græðgi og yfirborðskenndar sem í dag ríkir oft á tíðum. Breytum þessu! Auðvitað er notó að fá að vera í sérherbergi, og ég fékk það oftast sem krakki, en það er ekki nauðsyn. Maður hlýtur að læra það að taka tillit til annarra ef maður deilir herbergi með systkini auk þess sem samböndin verða trúlega oft nánari. Sumum þykir við trúlega líka skrítin af því við erum "bara" með eitt sjónvarp á heimilinu, í stofunni. Ekkert sjónvarp er í neinu herbergjanna, enda að mínu mati er þess ekki þörf. Það er orðið ansi lítið fjölskyldulíf ef allir hverfa inn í sitt herbergi til að horfa hver á sinn þáttinn. Það er kósý að vera saman. Ég veit að þetta er svolítið svart/hvítt, en að mínu mati svolítið sem við þurfum að athuga nú á þessum síðustu og verstu. Hvað er nauðsyn og hvað er bruðl?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

halló :o) Það er rétt hjá þér, hver þarf sérherbergi og sjónvarp (og ég hef svooooooo ekki efni á að segja þetta, á 3 sjónvörp)
En þið eruð nú fólk skynseminnar og ég er handviss um að allt sem þið sparið á að búa bara í 117 fermetrum en ekki 119, gengur vel uppí sálfræðikostnað barnanna þegar unglingsárin eru vel á veg komin. (hihi djók)
ég kíki kanski á þig á eftir sæta...
knuz Heiðagella

Nafnlaus sagði...

dabbi datt í kolakassann
hæ fati rí fati ralala
enginn vissi hvert krónan rann
hæ fati rí fati rala la
darling nýtti sér og reif upp'ann
en þá kom geir og plástraði'ann
hæ fati rí hæ fati ra hæ fati rí fati ralala...................
já sæll, fínnt að allir kúri bara saman, svo nótó pótó
kv. mjósan

Nafnlaus sagði...

Halló, já, eitt sjónvarp er nóg ef það er þá ekki alltaf að fótbolinn sem horft er á :-O þó svo hann sé skemmtilegur stundum :-þ Sprung. að gera það sama og þú segja upp öllum þessum stöðvum með boltan og þá verður ekkert meira vandamál þar, eða hvað !!!! :-Þ

Kveðja mákona þín í Esbjerg

Addý Guðjóns sagði...

Þetta heitir að flytja vandamálið... út af heimilinu. Nú hefur karlinn skothelda ástæðu til að fara á pöbbinn að horfa og drekka einn ískaldan. Svo þegar upp er staðið er spurning hvort einhver sé sparnaðurinn!

Nafnlaus sagði...

hahahahaha ...