föstudagur, október 10, 2008

Jahá!

Annað hvort les engin það sem hér er skrifað eða þeir sem lesa skilja annað hvort ekki dönsku eða eru afar slæmir af gigt og geta þar af leiðandi ekki pikkað á lyklaborðið. Mín vegna vona ég að það sé ekki það fyrst nefnda ;)
Héðan er annars fínt að frétta, ef frá er litið efnahagskreppunni miklu. Reyndar er sama hvert maður snýr sér, þetta er á allra vörum, líka Dananna. Það er ekki laust við að það hlakki í nokkrum þeirra núna, enda var hneykslan þeirra á vitleysishátti fyrri ára mikil. Reyndar túlkuðum við þessa hneykslan sem pjúra öfundssýki yfir því að Íslendingar væru að eignast allt sem Dönunum var kært. Kannski sáu þeir bara fram á það, blessaðir, að þetta gengi ekki til lengdar. Ullin af rollunum eða síldaraflinn dugar hreinlega ekki fyrir allri þessari neyslu sem hefur verið á klakanum síðustu misserin. Fremstir í flokki eru náttúrlega ráðamenn bankanna og ekki síður þjóðarinnar, þó svo að hinn almenni borgari verði líka að taka ábyrgð á sínum gjörðum, hafi sá hinn sami veðsett allt fyrir lánum umfram greiðslugetu. Hitt er annað að myntkörfulánin sem bankarnir prönguðu upp á marga eru að fara með fólk og því er ekki stjórnað af lánþega. Þó áhættan hafi verið hans.

Annars fórum við á opið hús í skólanum hjá Bríeti Huld í gær. Þar var stuð og stemning, þemað var kroppurinn og næring, svo nú getur dóttirin farið að taka foreldrana í bakaríið hvað varðar neyslu hollustuvarnings ;) Súkkulaðið er þó látið kyrrt liggja þar til börnin eru komin í ró á kvöldin. Við kunnum okkur!

Jæja, best að fara að lesa eitthvað að viti svo ég komist nú í að senda þessa ritgerð frá mér og þiggja danskar krónur í stað íslenskra sem fyrst.

Eigið góða helgi öll sömul og þeir sem kvitta verða obboð góðir vinir mínir!
Kveðja úr krepputalandisamfélagiíslendingaíóðinsvéum,
Addý.

5 ummæli:

ME sagði...

kvitterí kvitt fyrir innlit mín kæra

kveðjur úr dali austurs
Margret og co

Ágústa sagði...

Kvitt kvitt :D
Auðvitað les ég hér - eins og alltaf... dyggasti lesandinn.

Fínt að frétta úr Soparken.. gengur samt hægt að koma dóti ofan í kassa, held það sé af því að það vantar kassa 26 hahahaha eða nei sennilega er það bara letin!

Skrópaði annars í skólanum í dag - kenni neikvæðum fréttaflutningi frá Íslandi alfarið um það, er það ekki réttlætanlegt?

Nafnlaus sagði...

ég kvitta alltaf nema stundum!! hehe
Gangi þér vel í verkefnaskrifum og lesningu... sendi þér góða strauma..

Nafnlaus sagði...

kvitt kvitt!
ég tek bæði til mín með dönsku kunnáttu og gigtina, á kannski skilið (Tule ../krónu)
e kerlingin reynir að koma með comment af og til, en einsog ég hef ritað hér áður þá eru bloggin þín mjög skemmtileg til afþreyingar, bara takk fyrir herlegheitin...:)
kv.mjósan
p.s. talvan er allveg að gefast upp, þolir ekki álagið:(

Nafnlaus sagði...

Kvitt kvitt kvitt hehe

Kíki alltaf við hjá þér;) alltaf svo gaman að lesa bloggin þín híhí...
efnahagsknús í köku ;)
Kveðja frá Seden Syd