Mér líst vel á ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar um að fækka sendiherrum og sendiráðum. Ég hef aldrei almennilega skilið þetta með sendiherra. Ég skil það mætavel að það þarf að hafa sendiráð á þeim stöðum í veröldinni sem Ísleningar sækja mest, en ég skil ekki hvers vegna það eru menn hafðir á fullum launum við það að sýna sig og sjá aðra. Nú getur verið að einhverjir verði argir fyrir hönd sendiherranna, sem trúlega gera eitthvað aðeins meira en að halda veislur með ómældu áfengismagni og sérreyktum íslenskum laxi, en það verður að hafa það. Mér finnst mun skynsamlegra að leggja þessi embætti niður og spara þannig launa- og húsnæðiskostnað, því að sjálfsögðu dugir ekki venjuleg blokkaríbúð fyrir herrana okkar í útlöndum, heldur verða vistarverur að vera öllu ríkmannlegri, svo hægt sé að taka á móti hinum ýmsu ráðamönnum annarra þjóða. Það ætti að duga að hafa skrifstofu, í skrifstofubyggingu, með klósetti og kaffimaskínu fyrir kaffiþyrsta gesti. Starfsmannafjöldi skrifstofunnar ætti svo að vera í samræmi við það hve mikið er að gera í sendiráðinu.
Þar sem ég er að tala um niðurskurð og sparnað, finnst mér við hæfi að minnast á þær launalækkanir sem eiga sér stað í þjóðfélaginu nú um stundir, um leið og verðlag fer hækkandi. Mér finndist ekkert nema sjálfssagt að ráðamenn þjóðarinnar tækju á sig launlækkun, landsmönnum til fordæmis. Þannig sýna þeir samstöðu og auka tiltrú fólksins á sjálfum sér og sýna í verki að þeir virkilega brenni fyrir því að landsmönnum líði vel. Þegar ég tala um ráðamenn þjóðarinnar á ég við alþingismenn jafnt sem ráðherra. Að ekki sé nú talað um spreðið í borginni í formi starfslokasamninga síðustu borgarstjóra.
Það er líka með ólíkindum að ein mikilvægustu störf þjóðarinnar, umönnunar-, uppeldis- og kennarastörf, skuli vera brotabrot af launum bankstjórnenda, sem nú eru ríkisstarfsmenn. Jú, jú, þeir eiga að axla ansi mikla ábyrgð í starfi, en ég get því miður ekki rekið augun í þá ábyrgð sem stjórnendur bankanna axla nú þegar bankar þeirra eru komnir á hausinn. Ábyrgðin sem hinar áður upptaldar starfsgreinar bera er ekki minni en bankastjórnenda, öðruvísi, en ekki minni. Því réttlætir ekkert þessi gífurlegu laun bankastjórnenda, þó svo leiðin frá bankabauknum sé styttri til þeirra en til leikskólakennaranna t.d., svona kerfislega séð. Það ætla ég að vona að þetta breytist fljótlega, þó útlitið sé ekki fyrir það.
Og hana nú!
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Jæja ég segji bara fimmari á þetta eða (klesst'ann)
Er algörlega sammála þér.
það er sko ástæða að láta í sér heyra hvað er verið að gera með ráðamenn út um allann heim og launagreiðslur þeirra
hvað er eiginlega í gangi
eru Íslendingum í blindrafélaginu eða hvað???
það er varla hægt að orða þetta betur en hjá þér Addý mín.
kveðja úr frostinu á fróni
mælti láglaunakonan á sléttunni
til mákonu sinnar á fjóni
sem leysir ráð og gátur úr fléttunni.
kv.mjósan
heyr heyr
Það munar ekki um minna. Hvað var min að drekka, eða borða???
Já ég, sjálfur leikskólakennarinn, get ekki verið annað en sammála þér. Það væri ekki slæmt að fá ca tvöföld leikskólakennaralaun en fá samt töluvert undir bankastjóralaunum.
Annars læt ég nú bara eigninnmanninn sjá um mig hérna på Jylland, í bili :-O
Er að fara að skoða leikskóla og sækja um job á föstudag.
Bestu kveðjur.
Mákona þín í Esbjerg.
Ég er alveg sammála því að launalækkanirnar eru á kolvitlausum stað og laun í heiminum engan veginn í samræmi við mikilvægi vinnunnar en langar samt að benda á að sendiherrar eru andlit Íslands út á við og er einmitt þörf á þeim núna til að redda andliti Íslands, ekki veitir af. Nú vinna sendiherrar okkar víðsvegar um heiminn nótt sem nýtan dag sem milliliðir í svo mörgu og reyna að bjarga Íslandi frá því að "sökkva í sæ".
Megum alla vega ekki vanmeta þeirra hlutverk, þó svo að launin séu skæ hæ!! ;)
Góða helgi til ykkar
knús Tinna
Skrifa ummæli